Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 MANNAMOT Allir vildu eiginhandar- áritun Islenska sendiráðið í París stóð fyrir mótttöku til heiðurs Kristjáni Jóhannssyni eftir að hann hafði sungið í þriðju og síðustu sýningu sinni í Aidu sl. laug- ardagskvöld. í kringum 130 íslendingar voru saman- komnir í sal íþrótta- og tónlistarhöllinni í Bercy og fögnuðu Kristjáni og Siguijónu Sverrisdóttur eigin- konu hans með ferföldu húrrahrópi þegar þau gengu í salinn. Stærsti hópurinn, rúmlega 40 manns, kom frá Lúx- emborg, en einnig voru stórir hópar bæði frá sendiráð- inu í Brussel og París. Þá mátti sjá námsmenn, lista- menn og aðra Islendinga, sem voru í helgarferð í lista- borginni. Kristján hélt stutta tölu, lýsti m.a. yfir ánægju sinni með að sjá svo marga landa saman komna sín vegna og sagði í gamansömum tón, að þetta væri í fyrsta skipti sem íslenska ríkið héldi honum hóf á erlendri grund. Þegar hann hafði lokið máli sínu tók fólk að streyma til hans bæði til að heilsa upp á hann og til að fá eiginhandaráritanir í sýningarskrána. I samtali við blaðamanfi Morgunblaðsins sagði Meðal þeirra sem samglöddust Kristjáni voru f.v. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleik- stjóri, Charlotta Hjaltadóttir starfsmaður ís- lenska sendiráðsins í París, Hallgrímur Helgason, sem íslendingar heyra reglulega í frá París í gegnum Ríkisútvarpið og Halldór E. Laxness leikstjóri. Morgunblaðið/Hildur Friðriksdóttir Kristján skálar við landa sína. Með honum á myndinni eru eiginkona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir og Sveinn Björnsson staðgeng- ill sendiherra í París ásamt ungum aðdáanda Kristjáns. Kristján að Aida væri ofarlega á lista af uppáhalds- óperum sínum. Sýningin þetta kvöld hefði tekist best af þeim þrem sem hann tók þátt í. Hann ítrekaði þó að notkun hljóðnema væri honum mjög á móti skapi, því ekki væri einungis um að ræða svipaðan radd- styrk hjá öllum heldur væri erfitt að forðast að syngja ekki hvert í annars hljóðnema þegar fólk væri í mik- illi nálægð. Auk þess kæmu oft aukahljóð og brak og brestir. Sviðið í íþrótta- og tónlistarhöllinni er geysilega stórt en Kristján sagðist tvívegis áður hafa sungið á stærra sviði, í Verona og í Tókíó. Þau voru að stíga út úr rútunni frá Lúx- emborg, f.v. Bjargey Eyjólfsdóttir húsmóðir, hjónin Hans Albert Knudsen sem vinnur við flugumsjón og Laufey Ármannsdóttir, hjónin Elsa Walderhaug og Eyjólfur Hannesson yfir- flugsljóri hjá Cargolux og Sólrún Jónsdóttir, ÆÐI Uppblásn- ir súmó- kappar Þeir, sem hefur alltaf dreymt um að verða í laginu eins og jap- önsku súmóglímukappamir, sjá nú fram á bjarta daga. Framkvæmda- samur bandarískur hugvitsmaður býður fólki nú að „íklæðast" holdaf- ari súmó-kappanna, veltast um, glíma við, knúsa og kremja vini og kunningja. Búningarnir eru í líki súmóglímugappa á skýlunni einni saman, úr vínýl og næloni, vel fóðr- aðir og með öryggishjálmi, foldum undir myndarlegri hárkollu. Búning- unum fylgir nokkurs konar trambólín sem súmó-kappamir glíma og kút- veltast á. Þeir sem hafa prófað gall- ann segja hann líkastan púða. Leiga á göllum og trambólíni er frá 13.000 upp í 95.000 kr. en gallarnir kosta rúm 300.000 krónur. Þetta nýjasta æði hefur gripið fjölmarga á Vestur- strönd Bandaríkjanna en ólíklegt þykir • að það eigi framtíðina fyrir sér. Því er vissara að grípa gæsina á meðan hún gefst og skella sér í eina glímu, eigi maður á annað borð leið til Bandaríkjanna. Linda Chow og Rhoda Chew punguðu úr stórfé til að fá að giima að hætti súmókappa. Linda og Rhoda voru hálfringl- aðar eftir herlegheitin en engn að síður stórhrifnar. ^ Taeknival 1983 - 1993 Guðmundur E. Stephensen hampar glaður verðlaunum sem hann hlaut á uppskeruhátíðinni. IÞROmR Borðtennismaður Víkings Guðmundur E. Stephensen var var fyrir skömmu. Guðmundur, sem valinn Borðtennismaður Vík- er aðeins tíu ára gamall, er punkta- ings 1993 á uppskeruhátíð Borð- hæsti íslenski borðtennismaðurinn tennisdeildar Víkings, sem haldin í meistaraflokki karla 1993. OPINBERANIR Oprah komin á bragðið Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey er komin bragðið eftir umtalað viðtal sitt við poppgoðið Michael Jackson. Fýsir hana að fá fleiri opinskáa viðmæl- endur í sófann til sín og hefur lagt drög að nýrri viðtalssyrpu; Oprah: Að tjaldabaki. Hefur hún gert ráð- stafanir til þess að fá Meryl Streep, Dustin Hoffman og Richard Gere í viðtal. Oprah fær viðmælendur sína til að ræða opinskátt um líf sitt. STJÖRNUR Brúðkaupið kostaði 800 milljónir króna Reikningarnir sem Eddie Murphy fékk eftir hið veglega brúð- kaup hans og fyrirsætunnar Nicole Mitchell hljóðuðu upp á 800 milljón- ir króna, að því er fréttir herma. Kvikmyndaleikarinn vissi svo sem vel að brúðkaupið kostaði sitt, því gestirnir voru í kringum fimm hundr- uð, en þessi háa upp- hæð kom honum al- gjörlega í opna skjöldu. Engu var til sparað í veisl- unni, sem haldin var á Plaza Hotel og er í eigu------------ milljóna- mæringins Donalds Trumphs. Eins og gerist og gengur í brúðkaupum var borin fram brúðarterta, en þessi var einar níu hæðir alsett blómum, enda kostaði hún litlar 750 þúsund krónur. Þá segir sagan að giftingarhringirnir, sem voru úr gulli og demöntum, hafi kostað sjö milljónir króna eða sömu upphæð og öll blómin kostuðu, sem notuð voru í tilefni dagsins. Eddie Murphy felldi tár af gleði við at- höfnina, en hvernig skyldi honum hafa orðið við þeg- ar hann fékk reikningana í hendur? 10 árí fremstu röö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.