Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 35 MORGUN il)KI BLAÐSINS Heilsuvikan Uppstigningardag, fimmtudaginn 20. maí nk., fylgir Morgunblabinu bla&auki sem heitir Heilsuvikan. í þessu blaði verður efni tengt heilsuviku, sem verður v dagana 20.-26. maí á vegum samtakanna íþróttir fyrir alla. Fjallað verbur um fjölmargt það sem almenningi stendur til boða í tengslum við heilsuvikuna, bæði á höfubborgarsvæðinu og landsbyggðinni, s.s. ýmiskonar trimm, hjólreiðar og líkamsrækt. Gefin verða góð ráð þeim, sem hyggja á holla hreyfingu, betra mataræði og bætt líferni. Að auki verður sérstaklega fjallað um Hversdagsleikana, sem tilheyra alþjóðlega íþróttadeginum, 26. maí, og munu fara fram á Akureyri og í Reykjavík. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 17. maí. Nánari upjplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Gubmundsdóttir og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eba símbréf 69 1110. - kjarni málsins! FERÐALÖG Gullbrúð- kaup í París og Kristján í kaupbæti SKAGASTRÖND Morgunblaðið/Olafur Bernódusson Frá tónleikum KK-bandsins á Skagaströnd. Hjónin Bjarni Björnsson og Kristjana Brynjólfsdóttir áttu gullbrúðkaup 6. maí síðastliðinn. Þau ákváðu að halda upp á það með öðrum hætti en margir aðrir og brugðu sér til Frakklands ásamt sonum sínum og tengdadætrum. Þau fóru utan á brúðkaupsdaginn og um kvöldið borðuðu þau glæsi- legan sjö rétta kvöldverð í Eiffel- turninum. „Okkur fannst gaman að geta farið eitthvað með börnum og tengdabörnum og París varð fyrir valinu. Kvöldið var ógleyman- legt, við horfðum á sólarlagið úr turninum og maturinn og þjónustan voru frábær,“ sagði Kristjana í stuttu spjalli við blaðamann Morg- unblaðsins í lok ferðarinnar. „Eg er nú þegar búin að segja við börn- Morgunblaðið/Hildur Friðriksdóttir Fjölskyldan saman komin á Keflavíkurflugvelli áður en gidlbrúð- kaupsferðin hófst. F.v. Guðbjörg Sigmundsdóttir, Þorbjörg K. Jóns- dóttir, bræðurnir Bjarni og Birgir Bjarnasynir, Emilía Ólafsdóttir, Kristín Helgadóttir, hjónin Kristjana Brynjólfsdóttir og Bjarni Björnsson og bræðurnir Björn og Brynjólfur Bjarnasynir. in mín að framvegis vilji ég helst ekki ferðast til útlanda nema að við förum öll saman, því ferðin var í alla staði frábær." Á laugardagskvöldið fóru þau í Bercy-höllina að hlusta á Kristján Jóhannsson syngja í Aidu. Það var fyrir tilviljun að þau fréttu af sýn- ingunni áður en þau fóru utan, en voru ekki lengi aðjútvega sér miða og sáu ekki eftir því. Þá var þeim einnig boðið í móttöku Kristjáni til heiðurs að óperysýningunni lokinni. Þegar þau komu aftur heim beið þeirra óvænt móttökunefnd; barna- börnin voru mætt með blómvendi og var það punkturinn yfir i-ið að mati þeirra Bjarna og Kristjönu. Húsfyllir var á tónleikum hiá KK Skap-ast.rönd. Skagaströnd. HÚSFYLLIR var á tónleikum KK-bandsins í Félagsheim- ilinu á Skagaströnd 30. apríl sl. og var gerður góður rómur að tónlistarflutningi hljómsveitar- innar. Rúmlega 150 manns sóttu tón- leikana og segja má að það hafi verið „bein leið“ milli KK og áheyr- enda ef miðaða er við þær undir- tektir sem hljómsveitin fékk. Áður en KK byrjaði að spila tróð skóla- hljómsveitin Remo upp og hitaði upp með nokkrum hressum rokk- iögum fyrir blúsinn sem á eftir kom. Gríðarlega lukku vakti svo þegar KK kallaði til sín á sviðið Hallbjörn Hjartarson sem söng með hljómsveitinni lagið sitt Kúreki norðursins. Tónleikarnir stóðu í um tvo og hálfan tíma þar sem gestir, sem voru frá 5 ára aldri til 65 ára, skemmtu sér konunglega allan tím- ann. - Ó.B. COSPER CÖPIB VLIJO Allan tímann sem þú varst í burtu fór ég snemma í rúm- ið. Ég hef mörg vitni að því! 3M Slípivörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.