Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 MacDonalds Frá Sigurði Harðarsyni: Þar sem það á að fara að opna enn einn hamborgarastaðinn á íslandi og það af ekki ófrægara fyrirtæki en MacDonalds, fannst mér rétt að skrifa þetta bréf. Þessar upplýs- ingar eru fengnar frá samtökunum London Greenpeace (ekki stóri Greenpeace félagsskapurinn). Tengsl MacDonalds við hungrið í þriðja heiminum Það er enginn tilgangur í því að fínna til sektarkenndar yfir því að vera að éta á meðan þú veist af sveltandi bömum í Afríku. Það er siðferðilega rétt að gefa peninga til hjálparstofnana en það gerir ekki mikið gagn. Það kemur ábyrgðinni frá stjórnvöldum en ger- ir ekkert til að klekkja á íjölþjóða- fyrirtækjunum sem standa fyrir eymdinni. MacDonalds er ein af þó nokkr- um risasamsteypum sem hafa fjar- fest í landareignum í fátæku ríkjun- um. Þær kaupa landið af peninga- gráðugum leiðtogum (oft eru það herstjórar) sem hrekja burt smá- bændur sem eru þar að rækta mat- væli fyrir eigin þjóð. Vald bandaríkjadollarsins virkar þannig að til að fátæku ríkin geti keypt tæknibúnað og þróunarað- stoð verða þau að framleiða sífellt meira af matvælum sem eru flutt út til Bandaríkjanna. Af 40 fátæk- ustu ríkjum heims, flytja 36 út matvæli til Bandaríkjanna - auðug- asta ríkis heims. Efnahagsleg heimsyfirráðastefna Sum ríkja þriðja heimsins, þar sem flest böm þjást af vannæringu, flytja út uppskeru sína sem skepnu- fóður. Þ.e.a.s. til að fita búpening sem er breytt í hamborgara í hinum vestræna heimi. Milljónir hektara af besta ræktunarlandinu í fátæku ríkjunum eru notaðir til okkar þæg- inda — ræktað er te, kaffi, tóbak o.fl. - meðan fólkið í þessum lönd- um sveltur. MacDonalds á beinan þátt í þessari efnahagslegu heims- yfirráðstefnu, sem viðheldur fátækt og hungri svarta kynstofnsins með- an hvítt fólk fítnar. Búpeningur er fóðraður á korni í ríkjum Suður Ameríku til að fram- leiða kjötið í MacDonalds hamborg- arana. Skepnur neyta tíu sinnum meira magns af komi og soyjabaun- um en fólk. Til að framleiða eina hitaeiningu af kjöti þarf tíu hitaein- ingar af komvömm. Af þeim 145 milljónum tonna af kornvömm sem búpeningur er fóðraður á verða til 21 milljón tonna af kjöti og kjötaf- urðum. Sóunin er 124 milljónir tonna af matvælum á ári sem eru 20 billjóna USD virði. Það hefur verið reiknað út að þessi upphæð myndi fæða, klæða og hýsa alla íbúa jarðarinnar í heilt ár. Hvernig stuðlar MacDonalds að eyðingu regnskóganna? MacDonalds og Burger King eru tvær af fjölmörgum fyrirtækjasam- steypum sem nota eiturefni til að eyða stómm hlutum regnskóga S- Ameríku til að búa til beitiland fyr- ir tilvonandi bandaríska hamborg- ara og til að fá pappír í skyndibita- urríbúðir. (Þegar þeir segjast nota endurnýttan pappír, em þeir að meina örlítinn hundraðshluta. Það eyðast 800 fermílur af skóglendi til að birgja fyrirtækið af pappír í eitt ár. Pappír sem verður að drasli í „siðmenntuðum“ borgum). Einnig em MacDonalds og fleiri samsteypur að hrekja þá ættbálka sem búa í skógunum á brott frá þeim stöðum sem þeir hafa búið á í árhundmð (án þess að valda skaða á umhverfínu). í hvert skipti sem þú kaupir MacDonalds hamborgara ertu að hjálpa til við að eyðileggja jörðina. SIGURÐUR HARÐARSON, Holti 1, Stokkseyrarhreppi. Pennavinir Sýrlenskur póstkorta- og frímerkja- safnari vill komast í sambandi við fólk með sama áhugamál með skipti í huga: M.Z. Moudarres, P.O. Box 9884, Aleppo, Syria. Franskur 24 ára piltur með áhuga á frímerkjum, myndbanda- söfnun o.fl.: Pastor Patrick, 9 Place du Guery, 63800 Cournon, France. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á tónlist, ferðalögum, sundi, matargerð: Diana Graham Essiam, P.O. Box 774, Cape Coast, Ghana. Bandarískur flugmaður, 35 ára, vill eignast pennavinkonur: Steve Beard, Box 9330, Scottsdale, Arizona 85252, U.S.A. LEIÐRÉTTING Fá tilfelli nýrnabilunar í grein í Morgunblaðinu á sunnu- daginn þar sem rætt var við fjöl- skyldu á Seltjarnarnesi var m.a. haft eftir Guðrúnu Ragnars barna- hjúkrunarfræðingi, að 5 til 10 til- felli nýrnabilunar greindust í börn- um á ári. Það er rangt, tilfellin eru mun færri, aðeins eitt að jafnaði og sum ár ekkert. Talan sem nefnd var átti við um sykursjúk börn. Er beðist velvirðingar á þessu. Vinnumiðlun Hafnarfjarðar í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í gær sagði að ekki yrði tekið á móti fleiri umsóknum í Vinnumiðlun skólafólks í Hafnarfirði á næst- unni. Þetta er rangt. Vinnumiðlunin er opin alla virka daga frá kl. 10-12 og frá kl. 14—16. Vinnumiðlunin er ætluð skólafólki á aldrinum 16 ára til tvítugs. Tekið er á móti umsóknum í Vinnumiðlun á af- greiðslutíma fram til júlíloka. Starfsmaður Örtölvutækni í kynningu á nýjum starfsmönn- um Örtölvutækni-Tölvukaupa í við- skiptablaði sl. fímmtudag var rangt farið með nafn Halldórs J. Jörgens- sonar. Beðist er velvirðingar á þessu. BANDARÍSK kona hafði sam- band við Velvakanda því hún var að reyna að hafa uppi á gamalli vinkonu sem hún kynntist á ís- landi þegar hún var hjá varnar- liðninu í Keflavík árið 1971. Þessi bandaríska kona heitir Amy Inga Ebersole og býr í Seattle, en hin íslenska vinkona hennar heitir Ragnheiður Lilja Benediktsdótt- ir. Amy Inga Ebersole biður hana, eða þann sem getur gefíð einhverjar upplýsingar, að hringja til sín „collect" og tala við sig eða Jan Ebersole. Síminn hjá þeim er 206-285-3793. HVAÐ SEGJA KOMMÚNISTAR NÚNA? VIGDÍS Ágústsdóttir vildi koma þeirri spurningu á framfæri hvers vegna engir fjölmiðlar hefðu beðið þá íslendinga sem fylgdu kommúnískri stefnu Sov- étríkjanna á árum áður að svara því nú af hveiju þeir hefðu að- hyllst þessa stefnu. Hvað þeim fyndist núna eftir hrun Sovétríkj- anna. GALLIÁGJÖF NJARÐAR ' í ANNARS ágætum þáttum sem sýndir eru í ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöldum, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, finnst mér tónlistin í þáttunum yfir- gnæfa efnið sem þó hlýtur að vera aðalatriði þáttanna. Sl. sunnudagskvöld var varla hægt að greina það sem þulurinn var að segja. Með fullri virðingu fyr- ir þeirri tónlist sem þar er leikin mætti að ósekju gera hana að meira aukaatriði en hún er. FE TAPAÐ/FUNDIÐ Gullmedalía týndist GYLLTUR verðlaunapeningur tapaðist á leiðinni frá Flyðru- granda að Frostaskjóli. Á bakhlið peningsins stendur „Innanhús- mót Gróttu ’93, F-5, dýna“. Kápa tekin í niisgripum SVORT ullarkápa með flauels- tölum var tekin í misgripum á sýningu fyrir aldraða í Lönguhlíð sl. helgi. Sá sem hefur kápuna undir höndum skili henni vinsam- lega aftur í Lönguhlíð. Úr fannst ÚR fannst, líklega bamaúr, í íþróttahúsinu Austurbergi á leik ÍR-FH 28. apríl sl. Upplýsingar í síma 670443 eftir kl. 18. Týndur páfagaukur LITILL grænn páfagaukur tap- aðist frá Sörlaskjóli að kvöldi 8. maí. Upplýsingar í síma 17391. Týnd slæða SLÆÐA, dökkgræn í grunninn með haustlitamunsti, tapaðist annað hvort á Berlín eða í leigu- bíl frá miðbænum og inn í Kópa- vog aðfaramótt sl. laugardags. Finnandi er vinsamlega beðinn að h'ringja í síma 42677. Fundar- laun Týnt úr ÚR MEÐ gylltum hring utan um hvíta skífu og með grænni ól tapaðist í miðbænum sl. laugar- dagskvöld. Finnandi vinsamlega hafí samband í síma 623762 eft- ir kl. 17. Týndur jakki BLÁR jakki tapaðist á Kringlu- kránni eða þar í grennd sl. mið- vikudagskvöld. Finnandi vinsam- lega hafí samband í síma 27557. Týnd gleraugu TAPAST hafa gyllt gleraugu. Ef einhver hefur orðið þeirra var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hringja í síma 11153. GÆLUDÝR Kettlingar fást gefins ÁTTA vikna kettlingar, kassa- vanir og gullfallegir, fást gefíns. Upplýsingar í síma 16361, eftir kl. 18. VELVAKANDI RAGNHEIÐUR LILJA Finnandi vinsamlega hringi í BENEDIKTSDÓTTIR Ingibjörgu Rós í síma 26910. 4T ANDRES SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A - SÍM118250 ÚTSALA Mikið úrval í öllum stærðum. Jakkaföt á kr. 4.500-8.400 Stakir jakkar á krT3:900-11.900. Stakur buxur á kr. 500-5.400. Útsölunni lýkur 15. maf. Sendum í póstkröfu FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS MR búðin*Laugavegi 164 sími 11125 • 24355 Kraftaverk fyrir þig! 13.-i6n.ar93 Bengt Sundberg frá LIVETS ORD í Uppsölum, Svíþjóð, verður í heimsókn hjá ORÐI LÍFSINS 13.-16. maí. Bengt mun biðja fyrir sjúkum prédika Guðs orð. Samkomur: Fimmtudag kl. 20.30. Föstudag kl. 20.30. ORÐ LfFSINS, Laugardag Grensásvegi 8, kl. 20.30. 2. hæð, Sunnudag 108 Reykjavík, kl. 11 og 20.30. sími 682777. Stúdent og hvað svo? Aflaðu þér tölvunarfræðimenntunar í Danmörku Tölvunarfræðinámið tekur Hringdu til EDB-skólans í 27 mánuði - sérstaklega síma 90 45 74 42 55 25. - samansett framhaldsnám, Við sendum um hæl upp- sem skipt er í 5 annir með lýsingabæklinga. Ný náms- möguleika á sérhæfingu. önn byrjar í lok ágúst. EDB-skolen Sdr. Landevej 30 DK-6400 Sonderborg Tilkynning um flutning umboðs sjúkratrygginga Hér með tilkynnist að umboð sjúkratrygginga á Akranesi (áður sjúkrasamlag) er flutt frá Kirkju- braut 17 í skrifstofur sýslumannsembættisins á Suðurgötu 57, Akranesi. Daglegur afgreiðslutími umboðs sjúkratrygginga er sá sami og embættisins, þ.e. frá kl. 9.30-12.00 og 13.00-15.30. Símaneúmer embættisins gilda einnig fyrir umboð sjúkratrygginga. Akranesi, 10. maí 1993. Sýslumaðurinn ó Akranesi Suðurgötu 57, 300 Akranesi. Sími 11822 - pósthólf 209 - fax 11243 Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.