Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 1993 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Besta afmælisgjöfivt VALSMENN héldu upp á af- mælisdag félagsins, 11. maí, með því að tryggja sér ís- landsmeistaratitilinn í hand- knattleik karla. Þeir sigruðu FH ífjórða úrslitaleik liðanna, 23:21, ískemmtilegum bar- áttuleik ítroðfullu íþróttahús- inu i Kaplakrika. „Ég held að félag geti varla hugsað sér betri afmælisgjöf. Þetta hefur verið löng og ströng barátta því það er langur vegur að titlinum í upphafi keppnis- tímabils," sagði Geir Sveins- son, fyrirliði Valsmanna, eftir að hann hafði tekið við ís- landsbikarnum. Valsmenn eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa óumdeiian- lega v.erið með besta liðið í vetur, ■■■■■I enda unnið öll fjög- ValurB. ur mótin sem þeir Jónatansson tóku þátt í; Reykja- skrífar víkurmótið, bikar- keppnina, deildarkeppnina og nú æðstu verðlaunin í íslenskum hand- knattleik — íslandsmeistaratitilinn. Til hamingju Valsmenn! FH byijaði betur í leiknum í gær og var Guðjón Árnason þar fremst- ur í flokki og skoraði 6 af fyrstu 7 mörkum liðsins. Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, sagði þá hingað og ekki lengra í stöðunni 7:6. Hann varði þá m.a. tvö vítaköst og Valsmenn nýttu ser það og náðu yfirhöndinni 7:9. „Ég var aldrei hræddur um að ég kæm- ist ekki inní leikinn. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta kæmi og það kom,“ sagði Guðmundur. Valsmenn létu forystuhlutverkið ekki af hendi, þó svo FH-ingar næðu einu sinni að jafna í stöðunni 12:12. Eftir það náði Valur mest þriggja marka forskoti, 19:22, en FH-ingar játuðu sig ekki sigraða og náðu að minnka muninn í eitt mark, 21:22, þegar rétt rúm mín- úta var til leiksloka og spennan í hámarki. Hinn ungi og efnilegi Olafur Stefánsson tók af skarið — sýndi áræði er hann braust í gegn 30 sekúndum fyrir leikslok og gull- tryggði sigur Vals. „Sóknin var stutt og eftilvill fór ég inn vegna reynsluleysis. Ég hélt ég fengi aukakast, en ég væri sjálfsagt skúrkur ef ég hefði klikkað — svo stutt er á milli,“ sagði Ólafur um síðasta markið. „Byijunin hjá okkur lofaði góðu,“ sagði Guðjón Árnason, fyr- irliðið FH. „Eftir að Valsmenn komust yfir í fyrri hálfleik var á brattann að sækja. Við náðum þó að jafna í upphafi seinni hálfleiks en nýttum ekki dauðafærin og það má ekki í leik sem þessum. Vals- menn eru vel að titlinum komnir og ég óska þeim til hamingju," sagði Guðjón. Valsmenn léku veí sem heild og ekki veikan hlekk að finna. Geir var hreint frábær og eins Guð- mundur í markinu. Ingi Rafn hefur vaxið með hveijum leik og nýtti vel tækifærið í fjarveru Jóns Kristj- ánssonar. Valdimar og Jakob' standa alltaf fyrir sínu og það verð- ur sjónarsviptir af Jakobi næsta vetur. Ungu strákarnir, Ólafur og Dagur — sem eru ekki lengur reynslulitir — sýndu skemmtileg tilþrif. Ólafur hefur undirstrikað að hann er arftaki Sigurðar Sveins- sonar á hægri vængnum í íslenska landsliðinu. FH-ingar eiga hrós skilið fyrir hetjulega baráttu í allri úrslita- keppninni. Guðjón og Bergsveinn voru bestu leikmenn liðsins í gær. Sigurður Sveinsson og Gunnar Beinteinsson voru einnig traustir og eins Hálfdán á línunni. Kristján og Trúfan virkuðu þreyttir og fundu sig ekki alveg og munar um minna. „Hann á afmæli í dag...“ Morgunblaðið/Kristinn Valsmenn fögnuðu að sjálfsögðu gríðarlega að leikslokum í gærkvöldi; íslandsmeistarabikarnum náðu þeir að Hlíðarenda og það á afmælisdegi félagsins — sem varð 82 ára. Stuðningsmenn félagsins kyijuðu afmælissönginn af miklum krafti í Kaplakrikanum, og hafa eflaust haldið áfram að Hlíðarenda, þar sem halda átti sigurhátið. KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR 20 stiga sigur URSLIT ISLENSKA landsliðið í körfu- knattleik vann Eistlendinga 111:91 ívináttulandsleik í Keflavík í gærkvöldi. Eistlendingamir voru greinilega þreyttir og erfitt ferðalag síð- an snemma um morguninn virtist sitja í þeim. Þeir hreinlega gáfust upp í síðari hálfleik, en eru greinilega með sterkt lið og ég hef trú á að þeir taki á honum stóra sínum á Sauðárkróki," sagði Torfi Björn Btöndat skrifar frá Keflavík ísl. - Eistland 111:91 Gan^ur leiksins: 0:6,2:6,12:14,23:30, 30:37, 42:46,51:50, 58:58, 58:64, 75:68.85:72,90:75, 98:77,111:91. Stig íslands: Guðmundur Bragason 20, Nökkvi Már Jónsson 19, Guðjón Skúla- son 15, Magnús Matthíasson 9, Jón Kr. Gíslason 8, Teitur Örlygsson 8, Jón Amar Ingvarsson 8, Kristinn Friðriks- son 8, Valur Ingimundarson 6, Albert Óskarsson 5, Herbert Amarsson 5. Stig Eistlands: Kausamaa 19, Rumma 19, Metstak 12, Moormets 12, Kullamae 11, Pehke 9, Saksakum 9. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason. Áhorfendur: Um 100. Magnússon, landsliðsþjálfari, eftir 20 stiga sigurinn. Leikurinn var frekar kaflaskipt- ur. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og sýndu þau þá ágæt til- þrif, en eftir hlé gekk lítið upp hjá gestunum. Þeir létu líka dómgæsl- una fara fýrir bijóstið á sér og bætti það ekki úr skák, en að lokum gáfust þeir upp. íslenska liðið var að leika fjórða leik sinn á fimm dögum og mætast liðin á Sauðárkróki í kvöld kl. 20, en það verður fyrsti landsleikurinn i körfuknattleik á staðnum. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ Landsliðshópurinn fyrir HM-leikinn gegn Lúxemborg: Lrtið um breytingar ASGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari f knattspyrnu, valdi í gær 16 manna hóp vegna leiks- ins við Lúxemborg í undan- keppni HM, sem verður ytra 20. maí. Daginn áður mætast U-21 s árs lið þjóðanna í riðla- keppni EM og valdi Ásgeir 16 leikmenn vegna fararinnar. jr Island vann Ungveijaland ytra ■ fyrir tæplega ári og er með tvö stig í fimmta riðli, en þrír leikir liafa tapast 1:0, báðir gegn Grikkj- um og útileikurinn gegn Rússum. Liðið á ekki möguleika á tveimur efstu sætum riðilsins, sem veita sæti í úrslitakeppninni í Bandaríkj- unum að ári, en möguleiki er á að flytjast upp um styrkleikaflokk með hagstæðum úrslitum í leikjunum sem eftir eru í keppninni. Eftirtaldir lcikmenn er í a-Iiðinu: Birkir Kristinsson...............Fram Ólafur Gottskálksson...............KR Guðni Bergsson..............Tottenham Hlynur Birgisson..................Þór Knstján Jónsson Ólafur Þórðarson Fi*am ÍA Andri Marteinsson FH Þorvaldur Örlygsson Nott. For. Arnar Grétarsson UBK KR Hlynur Stefánsson Örebro Haraldur Ingólfsson ÍA Baldur Bragason. ..Val Eyjólfur Sverrisson.........Stuttgart Arnór Guðjohnsen...............Hacken Arnar Gunnlaugsson..........Feyenoord U-21s árs liðið: Ólafur Pétursson................í BK Friðrik Þorsteinsson............Fylki Lárus O. Sigurðsson...............Þór Pétur Marteinsson.............Leiftri Sturlaugur Haraldsson..............IA Þórhallur Dan Jóhannsson........Fylki Steinar Guðgeirsson............. Fram Finnur Kolbeinsson..............Fylki Ásmundur Arnarsson..............v.Þór ÁsgeirÁsgeirsson................Fylki Hákon Sverrisson..................UBK Kristófer Sigurgeirsson...........UBK Ágúst Gyifason....................Val Kristinn Lárusson.................Val Ómar Bendtsen......................KR Þórður Guðjónsson..................ÍA FH-Valur 21:23 Kaplakriki, fjórði úrlsitaleikurinn um ís- landsmeistaratitilinn,- þriðjudagurinn 11. mai 1993. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 4:3, 5:4, 6:5, 6:6, 7:6, 7:7, 7:9, 8:10, 10:12, 11:12, 12:12, 12:15, 13:16, 15:16, 15:18, 17:18, 17:21, 18:21, 19:22, 21:22, 21:23. — Mörk FH: Guðjón Ámason 9, Sigurður Sveinsson 4, Gunnar Beinteinsson 3, Alexej Trúfan 3/2, Hálfdán Þórðarson 2. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Vals: Geir Sveinsson 6, Ólafur Stef- ánsson 5, Valdimar Grímsson 5/4, Dagur Sigurðsson 3, Ingi Rafn Jónsson 3, Jakob Sigurðsson 1. Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: 2.800. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Dæmdu mjög vel. Knattspyrna England 1. deild f gærkvöldi: Arsenal - Tottenham................1:3 Paul Dickov — Teddy Sheringham, John Hendry 2. QPR - Sheff. Wednesday.....™.......3:1 Bradley AUen 2, Les Ferdinand' - Mark Bright. ■Arsenal og Wednesday, sem leika' til úr- siita um enska bikarinn á laugardag, stilltu nánast upp varaliðunum í gærkvöldi; níu fastamenn vantaði í lið Arsenal og sjö hjá Wednesday. Þjálfararnir vildu greinilega ekki taka neina áhættu á að leikmenn þeirra meiddust fyrir viðureignina á laugardag. Frakkland Átta liða úrslit bikarkeppninnar: St. Etienne - Marseille............2:1 Gerald Passi (19.), Lubomir Moravcik (104.) - Rudi Völler (63.) Körf uknattleikur NBA-deildin 2. umferð úrslitakeppninnar: Seattle - Houston..............99:90 ■Þetta var fyrsti leikur liðanna, en fjóra sigra þarf til að komast áfram. Íshokkí NHL-deildin Úrslitakeppni Patrick-riðils: Pittsburgh - NY Islanders..........6:3 ■Pittsburgh, sem á titil að verja, leiðir 3-2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.