Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 107. tbl. 81. árg. FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Japanir hótuðu úrsögn á ársfundi hvalveiðiráðsins í Kyoto Verður nýtt hvalveiðiráð stofnað í Austur-Asíu? Meðferð Króataá föngum fordæmd Kyoto, Ósló. Reuter og Jfan Gunnar Furuly, fréttaritari Morgunblaðsins. KRAFA Japana um að fá að veiða árlega 50 hrefnur við Japansstrendur var felld á ársfundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins, IWC, í gær með 16 atkvæðum gegn 10 en sex sátu hjá. Lét japanski fulltrúinn að því liggja, að Japan ætlaði að segja sig úr ráðinu og talið er hugsanlegt, að það ásamt Suður-Kóreu, Kína og Rúss- landi stofni með sér nýtt hval- veiðiráð og hefji aftur hval- veiðar. „Þegar búið er að ákveða, að ein dýrategund sé heilög hvar verður þá látið staðar numið? Verða ekki öll sjávardýr friðuð að lokum?“, spurði Kazuo Shima, fulltrúi Jap- ana. Hvalur og maður sitt hvað Við þetta má svo bæta, að hópur norskra presta ætlar að hvetja starfsbræður sína erlendis til að styðja ákvörðun norsku stjórnarinn- ar um að hefja hvalveiðar. Segja þeir, að barátta margra dýravemd- unarsinna sé beinlínis ókristileg, einstakar skepnur sé ekki hægt að taka í dýrlingatölu. Maður og hval- ur sé sitt hvað. Sjá viðtal við sjávarútvegs- ráðherra á miðopnu. j Morgunblaðið/Þorkell Strakar stympast ÞÓTT ekki væri miklum lofthita fyrir að fara Strákarnir á myndinni þurftu sumir að kanna á höfuðborgarsvæðinu í gær var maísólin ekki með ómjúkum tökum hvort vöðvarnir hefðu spör á geisla sína og sumarhugur kominn í fólk. komið vel undan vetri hjá kunningjunum. Forsætisráðherra Norðmanna fékk óvænta upphringingu A1 Gore varar Norðmenn við að hefja hrefnuveiðar AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna, hringdi fyrir rúmri viku í Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, til að árétta að Bandaríkin myndu ekki sætta sig við að Norðmenn hæfu hvalveiðar á ný, að sögn dagblaðsins Verdens Gang í gær. Gore, sem hefur mjög beitt sér í umhverfismálum, er sagður hafa varað Brundtland við, sagt að Norðmenn gætu fengið yfir sig víðtækar refsiaðgerðir margra þjóða, álit þeirra á alþjóðavettvangi myndi verða fyrir miklum hnekki og hafist gæti atburðarás sem hvorki Bandaríkin né Noregur gætu haft stjórn á. Blaðafulltrúi norska forsætisráðuneytisins, Öystein Singsaas, og sendinefnd Bandaríkjanna á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að varaforsetinn hringdi í Brundtland. Bréfið til íslendinga Gore skýrði ráðherranum frá því hvaða stefnu Bandaríkjamenn myndu fylgja í Kyoto og rakti í smáatriðum til hvaða aðgerða andstæðingar hvalveiða myndu að líkindum grípa til. Verdens Gore Brundtland * A öndverðum meiði BANDARÍKIN eru á móti öllum hvalveiðum. Gang segir að viðvörun varaforsetans hafi verið nær orðrétt á sama veg og bréf sem bandarísk stjórnvöld sendu nýlega Þorsteini Pálssyni sjáv- arútvegsráðherra og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Líta sumir Norðmenn á um- mæli varaforsetans sem augljósar hótanir, að sögn norska blaðsins. Singsaas vildi ekki taka undir þá túlkun en sagði Gore hafa vilja iáta í ljós áhyggjur yfir mögulegri framvindu mála. Brundtland segist ekki vilja tjá sig um málið fyrr en fundi IWC í Japan ljúki en það mun gerast í dag. Sömu svör fengust hjá Jan Arves- en, aðalfulltrúa Norðmanna á Kyoto-fundinum. Verdens Gang birti í fyrradag fyrirmæli varð- andi hvalveiðistefnuna sem það segir að Banda- ríkjastjórn hafi nýlega sent til fulltrúa sinna í 31 landi. Þar segir að sendiherrarnir skuli reyna að fá ríkin, þar sem þeir gegna embætti, til að berjast gegn hvalveiðum Norðmanna. Talsmaður sendinefndar Bandaríkjanna á fundi IWC í Jap- an, Angela Calos, segir það alvarlegt mál að þessi fyrirmæli skuli hafa ratað í norska fjöl- miðla, þau hafi alls ekki átt að koma fyrir al- menningssjónir. Clinton í vígahug Norska blaðið segist einnig hafa sérstaka, leynilega skýrslu frá Bandaríkjastjórn undir höndum þar sem segi að Bill Clinton forseti sé staðráðinn í að beita valdi sínu til að lýsa yfir viðskiptabanni gegn Norðmönnum reynist það nauðsynlegt. Minnt er á í skýrslunni að dýra- verndunarsamtök hafi þegar byijað að hundsa norskar vörur og rætt um að reka áróður gegn þátttöku í vetrarólympíuleikunum í Lillehammer 1994. Skýrsluhöfundar segja meginástæðuna fyrir stefnu Bandaríkjastjómar þá að „meirihluti fólks í Bandaríkjunum, þar á meðal öll dýraverndunar- félög og öflug umhverfisverndarsamtök, sé mjög andvíg hvalveiðum". Einnig er minnt á að báðar deildir þingsins hafi andmælt veiðunum. Zagreb, Genf, Kaupmannahöfn. Reuter. HERSVEITIR Króata í Bosníu halda 2.000 mú- slimskum börgurum í fang- elsi í grennd við borgina Mostar og hafa handtekið 260 til viðbótar í tveimur bæjum í suðvesturhluta landsins. Embættismaður Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, sem skoð- aði fangabúðirnar nálægt Mostar, sagði að meðferðin á föngunum minnti hann á „myndir af gyðingum í heimsstyrjöldinni síðari“. Helmingur fanganna er konur og börn og þeir hírast í þröngum klefum. Salernisaðstaðan er léleg og fangarnir nærast á kexi og vatni, að sögn embættismannsins. Evrópubandalagið hefur hótað refsiaðgerðum gegn Króatíu og Króötum í Bosníu ef árásum á múslima verði ekki hætt. Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, sendi fýrir hönd banda- lagsins harðort bréf til Franjos Tudjmans, forseta Króatíu, þar sem hann varaði við því að Króatar kynnu að sæta svipuðum refsiað- gerðum og Serbar hættu þeir ekki árásunum. Stjórn Ciampis Ráðherra grunaður umsvik Róm. Reuter. RÁÐHERRA í bráðabirgða- stjórn Carlos Azeglios Ciampis á Ítalíu, sósíalistan- um Valdo Spini umhverfis- málaráðherra, var skýrt frá því í gær að yfirvöld væru að kanna hvort hann hefði átt aðild að spillingarmáli. Spini er fyrsti ráðherra stjórnarinnar sem fær slíka tilkynningu. Nær tugur ráðherra í fyrri stjórn er grunaður um hvers kyns afbrot auk þess sem mörg hundruð stjórnmálamenn hafa þegar verið dæmdir. Andreotti yfirheyrður Öldungadeildin ákvað í gær að svipta Giulio Andreotti, fyrr- verandi forsætisráðherra, þing- helgi svo að hægt yrði að yfir- heyra hann fyrir rétti vegna gruns um maflutengsl. Andre- otti vildi sjálfur losna við þing- helgina, sagðist vilja hreinsa nafn sitt af ákærunum. Sjá frétt á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.