Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Sáttasemjari freistar þess að koma kjaraviðræðum í gang að nýju Boðar fulltrúa ASÍ og VSÍ til sanmingafundar á mánudag GUÐLAUGUR Þorvaldsson rík- issáttasemjari hefur ákveðið eftir óformleg samtöl við for- ystumenn VSI og ASí að kalla saman fulltrúa sambandanna til fundar á mánudag kl. 13. Mark- miðið er að kanna hvort grund- völlur sé fyrir því að aðilar kalli saman stóru samninga- nefndir sínar í því skyni að gera eina tilraun enn til að ná heildarsamningum, að sögn Guðlaugs. í gær áttu sér stað óformleg samtöl á milli samningsaðila þar sem haldið var áfram tilraunum til að fínna sameiginlegan flöt til að koma viðræðum af stað á ný en Vinnuveitendasambandið hefur þó enn ekki fallið frá því skilyrði sem það setti um aðild allra ASÍ-félaga að samningaviðræðum. Engin ákveðin niðurstaða liggur heldur fyrir um það hvort verður frekar reynt að gera langtímasamning eða samning til skemmri tíma. Meirihlutinn vill langtímasamning Bæði ASÍ og VSÍ hafa lýst yfir að það sé yfirgnæfandi vilji í báðum samtökunum til að gera langtíma- samning. Skilyrði VSÍ um að öll félög ASÍ komi að samningaborðinu hefur til þessa staðið í vegi þess að viðræður geti hafíst að mati for- ystumanna ASÍ en innan þess hefur Dagsbrún eitt félaga hafnað því með öllu að taka þátt í viðræðum um gerð langtímasamnings á grundvelli loforða ríkisstjómar. Fékk þung- an málmhlut í höfuðið ÞUNGUR málmhlutur féll á milli hæða og snerti höfuð manns í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja á Keflavíkuflug- velli í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn sem er sjálfstæður verktaki var að að gera við svokallað sorpmóttökusíló og þurfti að hífa upp lokubúnað þess. Ekki vildi þá betur til en svo að keðja gaf sig og loku- búnaðurinn, sem er um 1.600 kg, snerti manninn í höfuðið. Fór þó betur en á horfðist og fékk hann að fara heim að lok- inni skoðun á sjúkrahúsinu í Keflavík. í dag Verkamannabústaöir____________ Vextir hafa verið hækkaðir hjá 216 eigendum verkamannabústaða 18 Grín og bersögli______________ Fyrrverandi skrifari Mitterands veitir innsýn í heim valdamanna 24 Kennsluforrit_________________ Nemendur áttunda bekkjar í Stóru- tjarnarskóla hafa búið til kennslu- forrit um orku á Norðurlöndum 31 Leiðari_______________________ VSÍ og kjarasamningar 26 Innan ASÍ er litið svo á að álykt- un aðalfundar VSí hafí opnað möguleika á að vinnuveitendur vilji setjast að borðinu á nýjan leik jafn- vel þótt Dagsbrún stæði fyrir utan slíkar viðræður. Þá eru yfírlýsingar forsætisráðherra túlkaðar sem svo að ríkisstjómin sé tilbúin að standa við yfírlýsingu sína frá í mars til að stuðla að gerð langtímasamn- ings. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að áhersl- ur væm mismunandi en það væri greinilegt að stór hluti ASÍ-félaga vildi reyna gerð samnings til lengri tíma. Aðspurður um skilyrði vinnu- veitendasambandsins sagði Þórar- inn sáttasemjara hafa boðað til þessa fundar og fallist hefði verið á það að menn reyndu að ná saman samningi en það yrði svo að koma í ljós að þau skilyrði stæðust. Morgunblaðið/Þorkell Hugað að vorverkum STÚLKURNAR hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi eru að undirbúa plöntur til sölu í sumar. Lengst til vinstri er Herdís Friðriksdóttir, gegnt henni er Sarah Unnsteinsdóttir, þá Rakel Guðfinnsdóttir og loks Þórunn Káradóttir. Starfsemi Friggjar stöðvaðist vegna leka í klórgastunnnu Leki raldim til mistaka við átöppun í Póllandi STARFSEMI Sápugerðarinnar Friggjar í Garðabæ stöðvaðist og hús- næði fyrirtækisins var rýmt í rúmlega þijár klukkustundir síðdegis í fyradag eftir að uppgötvaðist að hylki með einu tonni af klórgasi, sem geymt var í gámi, á lóð verksmiðjunnar, lak. Engan sakaði, óverulegt magn af gasi er talið hafa lekið út og ekki er talið að raunveruleg hætta hafi verið á ferðum þótt klórgas sé eitt banvænasta eiturefni sem notað er í iðnaði. Orsök lekans er talin sú að of miklum klór hafði verið dælt á kútinn erlendis og var gasið því undir of miklum þrýstingi. Slökkviliðsmenn í eiturefnabún- ingum þéttu hylkið og tók verkið þijár klukkustundir. Handvömm erlends seljanda gassins og erlendra eftirlitsaðila er um lekann að kenna, að sögn talsmanns vinnueftirlitsins og framkvæmdastjóra sápugerðar- innar. Að sögn Friðriks Inga Friðriks- Fasteignir ► Fyrsta stórhýsið í Miðjunni - Endumýjun einangrunarglers - Dúkar - Viðbyggingar sonar, framkvæmdastjóra Friggjar, er ljóst að seljandi efnisins, Braste í Danmörku, beri alla ábyrgð á mistökunum. Of miklum klór hafði verið dælt á nokkur hylkjanna við átöppun í Póllandi og því var efnið í kútnum undir of miklum þrýstingi. Þegar lofthiti í umhverfi gassins hækkaði lítillega, við það að það Daglegt líf ► - Benz áreiðanlegastur - Draumur um suður-ameríska ferð - listamenn út í lífið - kóngur- inn á Deniseyju - Subaru Impreza - tenniu- fegra eða afskræma - kom úr skipi og í geymslu á lóð Friggjar, jókst þrýstingur og sprunga á stærð við nálarauga kom í eitt hylkið. Gat á stærð við nálarauga Klór lak út, en óverulegt magn að sögn Friðriks, sem lýsti hann fullri ábyrgð á seljandann og sagði við Morgunblaðið að Frigg hefði í hyggju að hætta viðskiptum við hann vegna þetta. í gáminum, þar sem lekinn kom upp, voru samkvæmt upplýsingum Egils Einarssonar 12 hylki, hvert með u.þ.b. 1 tonni af klór, geymdum undir þrýstingi og því í fljótandi formi. Sendingin var nýkomin til Iandsins og hafði gámurinn verið fluttur á afgirta og mannhelda lóð við verksmiðju Friggjar á þriðjudag. Þegar starfsmenn fyrirtækisins voru að undirbúa flutning á klórn- um inn í verksmiðjuhúsið og opnuðu gáminn fundu þeir sterka klórlykt, en sterk lykt er sögð finnast af örlitlum leka og var slökkviliðið þegar kvatt til. Eftir að tekist hafði að þétta hylkið var gasið flutt inn í verksmiðjuhúsið og er geymt und- ir mun minni þrýstingi. Treyst á erlent eftirlit Egill sagði að í raun treystu ís- lendingar á að staðið væri að eftir- liti erlendis með þeim hætti sem reglur kvæðu á um en í undirbún- ingi væri að koma á hertum reglum, sem tækju til seljenda og flytjenda. Hann sagði að þeir fáu aðilar hér á landi, sem hefðu leyfi til að flytja inn og nota eiturefni á borð við klórgas í framleiðslu, stæðu fylli- lega undir þeim skilyrðum sem þeim væru sett af opinberri hálfu. Stólaskipti nytu ekki stuðningsí 1 þingflokki 1 - segir Þorsteinn Pálsson j V estmannaeyj um. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að stólaskipti í ríkisstjórninni hafi aldrei verið rædd hvorki innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eða innan ráðherraliðsins. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn á fundi með fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi. Fyrirspum var beint til Þorsteins vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um að líklega yrðu gerðar breytingar á ríkisstjórninni í næsta mánuði, og Alþýðuflokkurinn hefði hug á að fá j sjávarútvegsráðuneyti og fjármála- ráðuneyti en láta af hendi utanríkis- ráðuneytið. Þorsteinn Pálsson sagð- . ist telja þessa umræðu Jóns Baldvins broslega og til þess fallna að veikja ríkisstjórnina bæði inn á við og út á við. Hann sagði að slík breytt ríkis- stjóm nyti ekki meirihlutastuðnings innan þingflokks Sjálfstæðisflokks- 'ns' Grímur -----» ♦ ♦---- Þrotabú Óss Húseininga Félag Iðnlána- sjóðs leigir reksturinn IÐNLÁNASJÓÐUR hefur stofnað rekstrarfélagið Hraun hf. sem hefur gengið frá samningi við skiptastjóra þrotabús Óss Húsein- inga hf. um Ieigu á verksmiðju - þess. Rekstrarfélagið mun hefja rekstur í verksmiðjunni nú þegar og mun reka hana uns niðurstaða ■ Iiggur fyrir varðandi sölu. Að j sögn Braga Hannessonar, for- stjóra Iðnlánasjóðs, var það gert til að forða því að rekstur verk- smiðjunnar stöðvist og eignir hennar rýrni. Að sögn Braga Hannessonar er tilgangurinn með stofnun Hrauns hf. sá að tryggja væntanlegum kaup- anda verksmiðjunnar þau verðmæti ,sem felast í því að geta tekið við henni í rekstri. Iðnlánasjóður telur að með þessum hætti muni fást hæst söluverð fyrir verksmiðjuna og hagsmunir sjóðsins og annarra kröfuhafa séu þannig best tryggðir. Rekstrarfélagið Hraun hf. skuldbind- ur sig til þess að yfirtaka núverandi starfssamninga við alla starfsmenn ) hins gjaldþrota félags, að undan- skildum framkvæmdastjóra þess, og leysa þar með þrotabúið undan þeim skuldbindingum sem á því hvíla gagnvart þeim. Samningurinn er gerður að hálfu aðila með fyrirvara j um samþykki starfsmanna. Ræstingar í skólum Hver semur fyrir sig MENNTAMÁLARÁÐHERRA hélt í gær fund með forsvars- raönnum framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og kynnti úrvinnslu verkfræði- stofu vegna útboðs á ræst- ingu. Að sögn Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra er málið þar með komið í hendur skól- anna sem hver fyrir sig semur við verktaka. Hann reiknar með að athugunum skólanna ljúki fljótlega. Áætlað er að með útboðinu spar- ist um 20% af þeim kostnaði sem nú er við ræstingar, eða 100 til 140 milljónir miðað við 5-7 ára samningstíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.