Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Mörg riæmi um að gefa þurfi börnum lyf í æð HEILBRIGÐISYFIRVÖLD hafa vaxandi áhyggjur af ónæmi sýkla fyrir sýklalyfjum. Mörg dæmi eru um að börn hér á landi með þrálátar eyrnabólgar eru lögð inn á sjúkrahús og þeim gefin sýklalyf í æð, en slík meðferð getur tekið allt upp í tíu daga, að sögn Karls G. Kristins- sonar, sýklafræðings á Landspítalanum og formanns Samtaka um sýklavarnir á sjúkrahúsum. Karl segir að um sé að ræða börn Ofnotkun sýklalyfja með þrálátar eyrnabólgur sem stafi Karl se^r að ofnotkun sýklalyfja af baktenum af onæmisstofnum. a undangegnum árum eigi stóran Börnunum hafi mörgum verið gefin sýklalyf um langan tíma, en þó sé það ekki einhlít skýring á vandan- um. „Þetta er nýtt fyrirbæri hér- lendis. Vandamálið hefur verið að þróast síðan í ársbyrjun 1989, en fyrst varð þess vart í Ástralíu. Slíkt ónæmi var orðið algengt í Suður- Afríku, Spáni og Ungverjalandi áður en það varð að vandamáli hér. Eina landið í Norður-Evrópu sem á við sambærilegan vanda að stríða og við er Frakkland," sagði Karl. VEÐUR þátt í þessu vandamáli hérlendis. „En það er ýmislegt sem kemur til hérlendis annað en eingöngu sýkla- lyfjanotkun, eins t.a.m. það hve stór hluti íslenskra barna er í dagvist, þar sem smithætta er mikil. Það eru helst börn sem bera þessar bakter- íur," sagði Karl. „Það sem einkum snýr að okkur eru pneumókokkar, Iungnabólgu- bakteríur sem valda eirinig eyrna- bólgum. En það eru fleiri bakteríur sem gætir vaxandi ónæmis hjá, bakteríur sem valda húðsýkingum og ótilgreindum öðrum sýkingum. Þetta tengist sýklalyfjanotkun, ekki bara á íslandi heldur í öllum heimin- um. Sums staðar er lyfjanotkunin of mikil og við höfum áhyggjur af því. Það er tilefni til að fara gæti- lega og nota sýklalyfin af varúð. Við viljum halda virkni þeirra lyfja sem við höfum þar til ný lyf hafa fundist," sagði Karl. Karl sagði að enginn annar skrif- aði upp á sýklalyf en læknir. Hins vegar væru sumir sjúkdómar þess eðlis að lengi mætti deila um það hvort gefa eigi sýklalyf við þeim eður ei. Almenningur ætti vissan þátt í ofnotkun sýklalyfja, ef rétt er sem haldið hefur verið fram, að sjúklingar beiti lækna þrýstingi í þeim tilgangi að þeir gefi sýklalyf. Samtökin um sýklavarnir á sjúkrahúsum gangast fyrír fundi um sýkingavarnir á Hótel Holiday Inn í dag kl. 14, og er fundurinn opinn læknum og öðru áhugafólki um sýk- ingavarnir. IDAGkl. 12.00 Heimild: veðurelofa Islands {Byggt á veðurepá M. 16.18 (gær) VEÐURHORFUR I DAG. 13. MAI YFIRLIT: Vflr Norðvestur-Grænlandí er 1046 mfa hæð og hæðarhryggur á Græntandshafi. Mitli Jan Mayen og Grænlands er vaxandi 1015 mb lægð sem mun fara suður yfir landið f nótt. SPA; Norðvestlæg eða vestlæg átt, víða kaldi og bjart veður fram eftir kvöldi en gengur í nótt í vaxandi norðanátt með mjög kólnandi veðri. Allhvass og sums staðar hvass norðan á morgun með éljagangi og frosti um norðanvert landið en sunnanlands verður bjart veður og 2ja- 4ra stiga hiti um hádaginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG, SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðan- og norðaustanátt, strekkingur á laugardag. Dálftil él og vægt frost um land- ið norðanvert. Sunnantii verður vfðast bjartviðri og allt að 10 stiga híta að deginum, en hætt við næturfrosti. Á mánudag er útlit fyrir austlæga átt og heldur hlýnandi veður. Rigning suðaustanlands, en léttskýjað víð- ast annars staðar. Nýir veourfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30,10.45,12.45,16.30,19.30 og 22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r * r * / / * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað v' f i Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hrtastig V Súld bb Þoka itig-| FÆRÐA VEGUM: m.n.3oig^) Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Á vestanverðu landínu hafa orðið skemmdir á vegum vegna vatns og aurskriða en unnið er að viðgerð og er viða Jokið. Gjábakkavegur er orðinn fær og eínnig Klettsháis en þar eru öxulþungatakmarkanir 2 tonn. Vormokstur er haf- in'n á Dynjandisneiðí, Lágheiði og Mjóafjarðarhetði. Sérstakar Öxutþunga- takmarkanir eai víða á landinu og hálendisvegir eru nú iokaðir. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og / grænni Ifnu 99-6315. Vegagerðin. * 'á gm > VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.001 gær að í$L tíma hiti voður Akureyri 6 léttskýjað Reykjavik 8 hálfskýjad Bergen 9 skýjað Helsinki vantar Kaupmannahöfn 22 hátfskýjað Narssarssuaq 5 léttskýjað Nuuk 0 þoka Ösló 16 hálfskýjað Stokkhólmur vantar Mrshðfn 2 snjóél Algarve 18 skýjað Amsterdam 12 rigning Borcelona 18 miatur Berfín 26 léttskýjað Chicago 6 heiðskírt Feneyjar 20 léttskýjað Frankfurt 16 skýiað Glasgow S rigning Hamborg 26 skýjað London 12 skýjað LosAngeles 13 heiðskírt LOxemborg 13 skúr Madríd 17 alskýjað Malaga 20 skýjai Mallorca 18 rigning Montreal 8 skýjað NowYork 18 skýjað Orlando 22 skýjað Parfe 12 þokumóða Madeira 20 léttskýjað Wm 21 léttskýjað Vín 26 léttskýjað Washlngton 18 þokumóða Winnipeg 12 féttskýjað María Rún Haflidadóttir í Mexíkó ^'«j| i^*i,rt..v,'^; &i&^jj£»Wt* *¦*.%'" ^m m Jnm w^'^'m m ** ^m W&, mmmmm Hk^ tW^ . P^ ^ &M A \ S ¦ "^n *> m Hl ' ^^ at mhsi^M^ l^p^ ;4i^l '" - ^^ L J Sm m I f^ mwm Fegnrð í Mexíkóborg- FULLTRÚAR Kóreu, Finnlands og íslands í keppninni um ungfrú alheim í Mexíkóborg. Keppir um titUinn ungfrú alheimur UNDIRBÚNINGUR fyrir fegurðarsamkeppnina ungfrú alheimur er nú á lokastigi í Mexíkóborg en keppnin yerður þar 21. maí. María Rún Hafliðadóttir, fulltrúi Islands, segir að keppnin leggist vel í sig og sér gangi vel í undirbúningnum. „Þetta er mun meiri vinna en fyrir keppnina um ungfrú heim [sem haldin var í Namibíu í vet- ur]. Maður vaknar hér stundum klukkan 4 á nóttunni til að fara í ferðalög og dagskráin stendur síðan langt fram á kvöld," sagði María Rún þegar Morgunblaðið talaði við hana í gær. María Rún kom til Mexíkó í apríl. Hún sagði að undirbúning- urinn fælist ekki eingöngu í æfingum heldur kæmu keppend- urnir fram í auglýsingum og á góðgerðarsamkomum. Alls keppa 79 stúlkur um titilinn að þessu sinni. María Rún segir keppnina vekja athygli í mexíkóskum fjöl- miðlum. María Rún varð fyrir því að týna dýrmætum demants- hring á hótelinu þar sem kepp- endurnir búa. Kvenkyns örygg- isvörður á hótelinu fann hringinn og kom honum til skila. „Hún fékk síðan sérstök verðlaun við hátíðlega athöfn, fyrir að af- henda mér hringinn og þetta atvik var mikið í fréttunum hér," sagði María Rún Hafliðadóttir. Bruggverksmidja í Breiðholti upprætt LÖGREGLUMENN af Breiðholtsstöð helltu rúmlega 800 lítrum af gambra og 80-90 lítrum af landa niður, þegar þeir upprættu bruggverksmiðju í bílskúr í Breiðholti í fyrra- kvöld. Talið er að bruggunin hafi verið eina atvinna 29 ára manns, sem bílskúrinn leigði. Lögreglan hafði haft veður af framleiðslunni um nokkurt skeið og lét til skarar skríða skömmu fyrir kl. 23 á miðvikudagskvöld. Þegar lögreglumenn komu að bílskúrnum, sem er við Jöklasel, var bruggarinn ekki á staðnum. Megna áfengislykt lagði mili stafs og hurðar og inni blasti við fullkominn eimingarbún- aður úr ryðfríu stáli, um 830 lítrar af gambra í tunnum, 20 lítrar af landa í 1 líters flöskum, fjórir 25 lítra plastbrúsar, hver hálffullur af landa og 12 lítrar af landa voru í ¦ eimingu. Samtals var landinn því á milli 80 og 90 lítrar. Bflskúrinn var með sjálfvirkum hurðaropnara, svo bruggarinn gat ekið beint inn til að hlaða bíl sinn af veigunum. Lög- reglan veit hver bruggarinn er og verður hann að öllum líkindum handtekinn í dag eða á morgun. Seldi í Eyjum Eigandi bílskúrsins leigði hann út og kvaðst hann ekki hafa vitað hvaða starfsemi fór þar fram. Lög- reglan handtók 25 ára mann, sem viðurkenndi að hafa keypt landa af bruggaranum. Hann kvaðst hafa drukkið mest af honum sjálfur, en einnig hefði hann selt landa í Vest- mannaeyjum. Auk hinnar ólöglegu bruggfram- leiðslu telur lögreglan lfklegt að bruggarinn sé sekur um orkustuld. Hann lét heitt vatn renna í sífellu í eimingartækin í bílskúrnum. Svo háttar til að fjórir bílskúrar eru tengdir við sama vatnsmælinn, svo nágrannarnir hafa þurft að súpa seyðið af ótæpilegri vatnsnotkun mannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.