Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 7

Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 7 Könnun VSÍ á skiptingu atvinnuleysis eftir stéttarfélögum # Atvinnuleysi eftir stéttarfélögum ||i i II' IKfJw> Félög ófaglærðra Félög iðnaðarmanna Félög verslunarmanna ASÍ samtals ASÍ, vegið meðaltal BSRB BHMR Kennarar Samtals opinb. starfsmenn Fjöldi félagsmanna 20.038 5.492 14.184 48.714 16.128 5.000 3.800 24.928 Atvinnu- lausir 2.698 373 908 3.979 273 26 52 351 Hlutfall 9,3% 6,8% 6,4% 8,2% 7,9% 1,7% 0,5% 1,4% 1,4% Aukin innlend lánsfjáröflun SALA ríkisbréfa varð tveimur milljörðum króna lægri á fyrsta árs- fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. A móti vegur hins vegar að sala spariskírteina ríkissjóðs umfram innlausn er nú 1.850 millj. kr. og í marslok námu útistandandi skammtímabréf og sala spariskír- teina umfram innlausnir samtals 18,7 milljörðum kr., sem er rúm- lega þremur milljörðum kr. meira en í fyrra. 9,3% atvinnu- leysi meðal ófaglærðra Vinnuveitendasamband íslands kannaði hvernig atvinnuleysi skiptist eftir þjóðfélagshópum um miðjan april og eru niðurstöðurn- ar birtar í nýrri ársskýrslu sam- bandins. Þar kemur í ljós að með- al félagsmanna Alþýðusambands- ins var atvinnuleysi tæplega 8% og bitnaði það harðast á ófaglærð- um þar sem 2.698 voru án atvinnu eða rúmlega 9% en atvinnuleysi var á bilinu 6-7% hjá iðnaðar- mönnum og verslunarmönnum. Alls voru 350 starfsmenn hins opinbera á atvinnuleysisbótum þegar könnunin var gerð en það nemur 1,5% af heildarfjölda opinberra starfsmanna. Minnst var atvinnuleysið meðal félagá í Bandalagi- háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna eða 0,5%. 52 kennarar voru atvinnulausir eða 1,4%. Þessar upplýsingar koma fram í Fjárhirðinum, fréttabréfi fjármála- ráðuneytisins. Staða ríkisvíxla í marslok var 14,8 milljarðar kr. sem er aukning um ríflega i,5 milljarða og staða ríkisbréfa nam rúmlega einum milljarði kr. Greiðsluafkoma ríkissjóðs er nú jákvæð um 641 millj. kr. en hún var neikvæð um 263 millj. kr. á síðasta ári, sem þá var mætt með yfirdrætti í Seðlabankanum. Fjár- málaráðuneytið rekur aukna inn- lenda lánsfjáröflun á þessu ári til góðs árangurs af útboðum. Áætlað er að innlend lánsljáröflun ríkis- sjóðs velti 65-70 milljörðum kr. á ári. Einn slasað- ist í hörðum árekstri HARÐUR árekstur tveggja bíla varð í Hafnarfirði um kl. 13.45 í gær. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans reyndust minni en talið var í fyrstu. Slysið varð með þeim hætti, að jeppa var ekið suður Hafnarfjarð- arveg og bíl frá Pósti og síma eftir Álftanesvegi. Á gatnamótun- um skullu bílarnir mjög harkalega saman og er ljóst að öðrum þeirra hefur verið ekið gegn rauðu Ijósi. Ökumaður póstbílsins slasaðist við áreksturinn og var fluttur á slysadeild. Meiðsli hans reyndust hins vegar minni en óttast var. Ökumaður jeppans slapp ómeidd- ur, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir. -----♦ ♦ ♦---- Bílsíminn auðveldaði eftirförina FÓLKSBÍL var ekið á strætis- vagn á Grandagarði í fyrradag og sá ökumaðurinn þann kost- inn vænstan að aka á brott. Lögreglan hafði hins vegar uppi á honum með aðstoð manns, sem hafði síma í bíl sínum. Strætisvagninn skemmdist lítil- lega við áreksturinn. Ökumaður fólksbílsins hélt hins vegar sínu striki og ók út á Seltjarnarnes. Annar ökumaður fólksbíls, sem sá hvað gerðist, veitti honum eftirför og hringdi í lögregluna úr bílsíma sínum. Lögreglan gat því haft upp á ökumanninum brotlega og var hann stöðvaður skömmu síðar. Hann reyndist vera ölvaður og bílaleigubíllinn, sem hann ók, var talsvert skemmdur eftir árekstur- inn. ♦ ♦ ♦- Drengnr fyrir bíl DRENGUR á reiðhjóli varð fyrir bíl á mótum Klapparstígs og Grettisgötu í fyrrakvöld. Drengurinn skall í götuna og brotnuðu nokkrar tennur í munni hans. Hann var fluttur á slysa- deild, en meiðsli hans að öðru leyti voru ekki alvarleg. EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.