Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 10
MORGUNPLAÐIÐ FÖSTUDAGUK 14. MAÍ 1993 10 Aðstandendur Elínar Helenu. Æfingar hafnar á Elínu Helenu hjá LR ÆFINGAR eru hafnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á nýju íslensku leik- riti eftir Árna Ibsen. Það heitir Elín Helena og verður frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins næsta haust. Ingunn Asdisardóttir er leikstjóri, í fyrsta sinn hjá LR. Leikmynd og búninga annast Guðrún S. Haralds- dóttir og tónsmíðar Hilmar Örn Hilmarsson. Leikendur eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Elín Helena gerist í nútímanúm og lýsir minningum þriggja kvenna um fortíðina og uppgjöri þeirra við hið liðna. Sagt er frá systrunum El- ínu og Helenu og dóttur þeirrar fyrr- nefndu Elínu Helenu. Hún ætlar vestur um haf í óþökk móður sinnar til að semja um útgáfu bókar, heim- sækja móðursysturina og grafast fyrir um óljósar minningar. í frétta- tilkynningu segir að á ferðalaginu takist Elínu Helenu að nálgast sann- leikann um æsku sína og uppruna. Lokauppgjör leiksins eigi sér stað á Islandi þegar frænkurnar snúi aftur og heimsæki systur og móður. FIM-salurinn Grísk listakona sýnir LITAGLEÐI þykir einkenna list grísku listakonunnar Theano Sundby sem opnar sýningu á 36 vatnslitamyndum og teikningum í FÍM-saln- um, á morgun, laugardaginn 15. maí kl. 14. Sýningin stendur til 30. maí. Theano er fædd í Hellas á Grikk- landi árið 1928. Hún nam við List- háskólann í Aþenu, hélt til framhalds- náms í Frakklandi og útskrifaðist frá Ecole Nationale Superieure des Be- aux-Arts í París árið 1956, þar sem hún nam undir leiðsögn Jean Souverbie og André Lhote. Hún hefur verið búsett í Nor- egi síðan 1960, en dvalið um lengri og skemmri tíma í Belgíu, Bandaríkj- unum, Sovétríkjunum sálugu, Eng- landi, Kýpur og víðar. Theano er félagi í UKS, Félagi ungra lista- manna, Landssamtökum norskra listmálara og NBK, Félagi norskra myndlistarmanna. Hún hefur haldið sýningar víða um heim, m.a. í París, Chicago, New York, Aþenu og Ósló, og einnig unnið að kynningu á grískri og franskri list í Noregi og meðal annars staðið fyrir námsferðum til Grikklands og Frakklands. í frétt frá Félagi íslenskra mynd- listarmanna segir að með ljóðrænu, táknsæi og dulúðgri umsköpun og myndhvörfum smáatriða í 'verkum sínum leiði Theano Sundby áhorfand- ann inn í persónulegan myndheim sinn. Sýnir, hugleiðingar, tilfinningar og kenndir blandast saman í hrynj- andi forma og litaandstæðna svo úr verður súrrealískt samkrull afstrakt- stefnu og expressjónisma. Baltasar og Kristjönu Samper vel tekið í Belgíu NÝIEGA lauk fyrstu samsýn- ingu þeirra Baltasars og Krist- jönu Samjjer og um leið fyrstu sýningu Islendinga í Listamið- stöðinni di Coylde í Brugge í Belgíu. Baltasar sýndi þar 18 stór málverk úr töfraheimi Eddukvæða, en Kristjana Sam- per sýndi 10 skúlptúra unna með blandaðri tækni, og sótti viðfangsefnið í heim íslenskra þjóðsagna. Viðstaddir opnunina voru meðal annarra gesta ís- lensku sendiherrahjónin í Brussel, islenski konsúllinn og frú, borgarstjórinn í Brugge og aðrir góðir gestir. Sýning Baltasars og Kristjönu stóð yfir í þrjá' mánuði og hlaut mjög góða aðsókn og lofsamleg ummæli í öllum helstu fjölmiðlum. í gagnrýni sem Morgunblaðinu hefur borist eftir Johan Debruyne segir um verk Kristjönu að „þau einkennast af hlédrægni og spennu, togstreitu og harmi eins og í konumyndinni „Vandráð“. Þau eru sem fagurlega unnar, stíl- færðar verur úr forneskju, ljóð- rænar, dularfullar og um leið óum- breytanlegar.“ Um verk Baltasars segir Debruyne: „í sterkt máluðum „monumental" málverkum, méð breiðum, gráum og svörtum pens- ilstrokum, blómstrar ljósbrot er móta myndefnið. Verurnar í mál- verkunum eru oft í björtum litum, umkringd seiðmögnuðu mistri, Baltasar Samper mistri sem gælir við þær, eins og í málverkinu „Bæli Billingsdótt- ur“; eitt mikilfenglegasta verkið á sýningunni, þar sem á þessum dökka fleti er samspil ljóðræns forms og geómetríu beitt af ag- aðri ástríðu en þó sjálfsprottinni." Endurreisn fígúrutífrar listar Og einn virtasti gagnrýnandi Belga, prófessor Hugo Brutin, segir að „verk þeirra beggja stað- festa endurreisn fígúratífrar list- ar.“ Brutin lýkur lofsamlegri gagnrýni sinni á þessum orðum: „Ég vona og er raunar fullviss um Kristjana Samper að verk þeirra hljóti verðskuldaða viðurkenningu og aðdáun margra. Sá andi sem svífur yfir skúlptúrum Kristjönu og málverkum Baltasars Samper er í raun ekki svo mjög frábrugðinn anda flæmskrar list- ar. Uppspretturnar eru aðrar og tilvist þeirra upprunaleg, en gæðin jafnframt afar mikil. Að horfa á verk þeirra og smjúga um þau auðgar okkur, bætir og vekur sterkar kenndir í brjósti og huga. Verk þeirra vekja löngun til að heimsækja fsland, náttúru lands- ins og sýnilega sem falda guði þess.“ Barokkóperan Orfeó frum- flutt í Langholtskirkju ÍTALSKA tónskáldið Claudio Monteverdi lést fyrir 350 árum og er þess minnst 15. maí. Af þessu tilefni verður fyrsta ópera hans og jafnframt hin fyrsta í sögunni frumflutt í Langholtskirkju 4. og 5. september næstkomandi. Flyljendur verða frá Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og íslandi. Eingöngu verður leikið á upprunaleg hljóð- færi. Stjórnandi á tónleikunum verður Gunnsteinn Olafsson hljóm- sveitarstjóri. í fréttatilkynningu segir að þótt Monteverdi teljist upphafsmaður óperunnar hafi ekkert sviðsverka hans verið flutt áður hér á landi. Hljóðfærin sem til þurfi séu enda ekki mörg til á íslandi. Þess vegna hafi tónlistarmenn verið fengnir að utan, með hljóðfæri sem sumum hafi aldrei heyrst í hér. Aðalhlut- verkið verði í höndum þýska te- nórsins Hansjörg Mammel, en einnig taki tíu íslenskir einsöngv- arar þátt í uppfærslunni auk söng- hópsins Hljómeykis. Gunnsteinn Ólafsson er aðal- hvatamaður tónleikanna. Hann lærði í Þýskalandi og Ungveija- landi, en er nú búsettur á Ítalíu þar sem hann hefur m.a. fylgst með æfingum óperu eftir Monte- verdi. Hann mun í júní stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands á ferð hennar um Austfirði. MENNING/LISTIR Myndlist Opin hög'grnyndasýn- ing- í Gerðubergi Menningarmiðstöðin Gerðubergi hyggst standa fyrir skúlptúrsýningu síðsumars. Sýning þessi er liður í afmælishaldi Gerðubergs sem fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Öllum myndlistarmönnum er boðið að senda inn tillögur að verkum, en þriggja manna dómnefnd, skipuð fulltrúum frá Myndhöggvarafélagi íslands, Kjarvalsstöðum og Gerðu- bergi, velur verkin. Frestur til að skila inn hugmyndum og teikningum að verkum er til 1. júní, en sýningin er opnuð á afmælisdegi Reykjavíkur- borgar 18. ágúst. Arnold Postl í Gerðu- bergi Austurríski myndlistarmaður- inn Amold Postl opnar á morgun, laugardag, einka- sýningu í Gerðu- bergi kl. 17.00. Málverk hans eru eftirgerðir fornra helgimynda, frum- myndin er endur- gerð í silkiþrykk og málað ofan í það svo útkoman verður alveg nýtt verk. Postl er fæddur 1952 og lærður í Graz og Vínarborg. Þetta er sjöunda einkasýning hans, unnin í framhaldi af sýningunni „Paarweise" í Vín á fyrra ári. Mótív hans eru áheita- myndir, altaristöflur frá miðöldum og íkonar, viðfangsefnið er trúarlegt þótt inntakið þurfi ekki að vera það. Þóra Sigurðardóttir í Nýlistasafninu Þóra Sigurðardóttir opnar sýningu á myndverkum sínum á morgun, laug- ardaginn 15. maí kl. 16.00 í Nýlista- safninu. Á sýningunni eru teikningar og skúlptúrverk frá síðastliðnum tveimur árum. Þrívíðu verkin eru unnin úr steinsteypu, leir, pappír, gifsi o.fl. Þóra stundaði nám við MHI og framhaldsnám hjá Det Jyske Kunstakademi í Árósum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 30. maí. Safnsýning Safnsýning á verkum þeirra Ing- vars Ellerts Óskarssonar, Sveins Óskarssonar og Óskars M.B. Jóns- sonar opnar í Nýlistasafninu á morg- un, laugardaginn 15. maí, kl. 16.00. Á sýningunni eru teikningar og litk- rítamyndir, verk unnið úr plasthúð- uðu blikki, útskurðarverk og myndir úr sandsteini. Sýningunni lýkur sunnudaginn 30. maí. Kjartan Guðjónsson Sýningum Kjartans Guðjónssonar í Galleríi Fold og Listhúsinu lýkur á sunnudaginn. Teikningar og gvass- myndir hafa verið til sýnis í Fold við Austurstræti, þar er opið daglega frá 10-18, nema laugardaga til klukkan 17 og sunnudaga 13-17. Kjartan er fæddur 1921. Hann stundaði mynd- listamám í Chicago og telst til Sept- em-hópsins. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskólann, hefur myndskreytt bækur, blöð og frí- merki, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Vorsýning MHI Vorsýning 46 útskriftamema Myndlista- og handíðaskólans opnar á laugardag klukkan 14 á þremur stöðum í Reykjavík. í nýju Listahá- skólahúsi við Laugamesveg sýna nemendur úr málun, skúlptúr, fjöl- tækni, leirlist og textíl. I Perlunni sýna nemar úr grafískri hönnun. í Skipholti 25 sýna nemendur úr graf- ík og málun. Sýningamar í Listahá- skólahúsinu og Skipholti verða opnar 15., 16., 22. og 23. maí frá kl. 14-18. í Perlunni verður opið daglega frá 15. til 23. maí. Björg í Hafnarborg Björg Þorsteinsdóttir opnaði mál- verkasýningu í Hafnarborg, 8. maí sl. Á sýningunni era málverk og olíu- krítarmyndir sem unnar vora á sl. þremur áram. Björg stundaði mynd- listamám við Myndlistarskólann í Reykjavík, MHÍ, Akademie der bild- enden Kunste í Stuttgart og Atelier 17 í París. Kristín Geirsdóttir í G15 Nú stendur yfir sýning á verkum Kristínar Geirsdóttur í G15, gallerí. Kristín stundaði nám við málaradeild MHÍ á árunum 1985-1989 og hefur haldið nokkrar einkasýningar hér á höfuðborgarsvæðinu og tekið þátt í samsýningum. Tónlist Ljóðatónleikar Rann- veigar Rannveig Bragadóttir Postl messósópran syngur á laugardag á Ljóðatónleikum Gerðubergs við und- irleik Jónasar Ingimundarsonar. Þau flytja ljóðasöngva eftir Schumann, Grieg, Poulenc og Strauss. Þessir tónleikar hefjast klukkan 15, en verða endurteknir á mánudag klukk- an 20.30. Rannveig hóf söngnám í Reykjavík en lauk einsöngvaraprófí frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg fyrir þrem áram með sérstakri opin- berri viðurkenningu. Hún varð félagi í óperastúdíói Ríkisóperannar í Vín 1987 og einsöngvari við óperana 1989. Síðan hefur hún sungið í yfir hundrað sýningum undir stjófh heimsþekktra listamanna, tekið þátt í uppfærslum annarra óperahúsa í Austurríki og á íslandi. Rókókósvítan frum- flutt Tónlistarskóli Bessastaðahrepps á 5 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var pantað tónverk hjá John Speight, tónskáldi, sem verður framflutt á skólaslitum á morgun, laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Verkið er í fjórum köflum, samið fyrir kór og hljómsveit við texta eft- ir Þórarin Eldjám og klæðskera- saurnað fyrir nemendur skólans. Þeir taka allir þátt í flutningnum sem verður í hátíðarsal Iþróttahúss Bessastaðahrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.