Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 12
61 ;eei i/.i/i .m flUDAGUTSo uaow 12 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. MAI 1993 Krossgötur fræðigreina Bókmenntir Ingi Bogi Bogason From Sagas to Society. (338 bls.) Gísli Pálsson ritstýrði. Hisalrik Press 1992. Sumar bækur eru þurrar en fróð- legar, aðrar eru skemmtilegar en harla grunnar. Þessi bók er af þeirri sjaldgæfu tegund sem er bæði fróð- leg og skemmtileg. f formála getur Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Islands, þess að fræðimenn á sein- ustu árum hafi tekið að gefa íslend- ingasögunum gaum út frá þver- fræðilegum áhuga þar sem saman fara mannfræðilegar, sagnfræðileg- ar og bókmenntafræðilegar rann- sóknaraðferðir. Það var með þessa þróun fræðanna í huga sem hópur fræðimanna kom saman í Reykjavík í júní 1991 til að ræða efnið „Frá fornsögum til samfélags". Markmið- ið var að ná saman leiðandi fræði- mönnum í mismunandi greinum til að kanna hverníg hægt er að nota íslenskar fornsögur til að varpa ljósi á miðaldamenningu og -þjóðfélag. Bókin er afrakstur þessa starfs. Nítján fræðimenn, hvaðanæva úr heiminum og með ólíka menntun, eiga ritgerðir í bókinni. Af þeim eru aðeins fimm íslenskir sem sýnir kannski vel hve rannsóknir á ís- lenskum fornbókmenntum hafa náð ríkri alþjóðlegri útbreiðslu og einnig hitt hve þær geta haft mikla þýð- ingu fyrir ólíkar vísinda- og fræði- greinar. Engin leið er að gera grein fyrir öllum þessum ritgerðum á viðhlít- andi máta á þessum vettvangi. Fjöl- breytilegt efni þeirra endurspeglar víðáttuna sem blasir við þegar menn gefa fornsögunum gaum. Hér verð- ur gerð örlítil grein fyrir fáeinum sem vöktu mesta athygli þessa blek- bera. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN íþróttaskór Póstsendum samdægurs Dontus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Velhjsundi, sími 21212. William Ian Miller er prófessor við lagadeild Michican- háskóla. Hann ritar um tilfinningar í fornsög- unum. í upphafi eyðir hann töluvert löngu máli í að fjalla um tilfinning- ar og greind og það að sumar tilfinn- ingar þyki bókmenntalegar meðan aðrar þyki vera vitsmunalegar. Þótt það hljómi mótsagriakennt telur Miller að fólk meti sumar tilfinning- ar „tilfinningalegri" en aðrar. Forn- sögurnar hafa verið álitnar lýsa til- finningalífi hetjanna fálega, kulda- lega. Þessu andæfir Miller og geng- ur ritgerð hans út á að rökstyðja að bak við yfirborðslegt fálæti sagn- anna ólgi heitar tilfinningar. Þetta eru tæpast nein tíðindi fyrir þann sem hefur verið handgenginn forn- sögunum, íslenskur lesandi er alinn upp við það að lesa stórkostlegar tilfinningasveiflur milli línanna. En þótt hægur vandi sé að þykjast hafa alltaf vitað kjarnann í því sem Mill-" er rökstyður mörgum dæmum er ritgerð hans fjarri því tilgangslaus. Hann útskýrir einmitt vel hvernig látlausar lýsingar geta falið í sér hamslausar tilfínningar: Menn roðna og svitna og það blikar í augu þeirra. Jesse L. Byock er prófessor í fom- íslensku við háskólann í Los Angel- es, Kalíforníu (UCLA). Grein hans nefnist Sagan og fornsögurnar: áhrif þjóðernisstefnu. Hér ræðir hann efni sem má vera viðkvæmt í augum sumra en er bráðnauðsyn- legt að ræða í víðu samhengi, t.d. •innan skólakerfisins. Byock fjallar hér um hvernig íslensk þjóðernis- stefna hefur haft áhrif á túlkun fornsagnanna, ákveðin grein mið- aldafrásagna var túlkuð á nýtt til þess að þjóna vonum manna á allt öðrum tíma. Hér á Byock m.a. við að áratugina fyrir og eftir lýðveldis- tökuna 1944 hafi þjóðin baðað sig í fornri sagnafrægð til að stappa í sig stálinu. Þetta verður Byock til- efni til þess að bera ísland saman við önnur lönd sem hafi verið ný- lendur. í viðleitni til þess að „hreinsa" sögu sína á vissan hátt fylgi þær ákveðnu mynstri sem sé keimlíkt um allan heim. Að því kom að íslendingar afþökkuðu að láta Dani vera fulltrúa sína á meginland- inu og voru því nauðbeygðir til þess að fínna sjálfir stöðu sína í menning- ariegu landslagi álfunnar. Þarna telur Byock að fornsögurnar hafi fengið rauriverulegt hlutverk (sér- staklega gegnum kenningar bók- festumanna) sem þær enn halda. Þær urðu íslendingum aðgöngumiði fc?if».. »«-• Síöustu sýningar á í kvöld kl 2(W0 —fáein sceti laus laugard 15. maí kl 20:00 —fáein sœti laus /immliuí 20. maí kl 20.-00 föstud 28. maí kl 20:00 laugard 5.júní kt 20:00 föstud ll.júní kl 20:00 Atb/AUra stðustu sýningar! ÞJODLEIKHUSIÐ Sími 11200 Gísli Pálsson sem fullgildra meðlima í samfélag þjóðanna. Torfi H. Tulinius, kennari við Háskó|a íslands, ritar um fornald- arsöguna Hervarar sögu og Heið- reks. ísland er fátækt af eiginlegum fornleifum sem gætu gefið upplýs- ingar um forna lifnaðarhætti en er þeim mun rikara af fornum bók- menntum. Markmið Torfa er að sýha fram á að listrænn skáldskap- ur eins og fornaldarsögur geti falið í sér verðmætar upplýsingar um mannlíf þrettándu aldar á íslandi. Þannig telur Torfi fornaldarsögurn- ar geta verið allt eins góðar söguleg- ar heimildir og íslendingasögur, samtíðarsögur eða jafnvel annálar. Til þess að ná markmiðum sínum hefur Torfi til hliðsjónar formgerð- araðferðir Claude Lévi-Strauss og táknfræði Greimasar. Meðal atriða sem Torfi kemst að er að Hervarar saga og Heiðreks greini með kristi- legum hætti frá bölvun sem fylgir bróðurmorði. Til þess að skilja sög- una dýpri skilningi telur Torfi nauð- synlegt að skyggnast undir íslenskt samfélag á þeim tíma þegar sagan var gerð og jafnframt nauðsynlegt að setja íslenskar fornbókmenntir í samhengi við evrópskar bókmenntir. Það seinastnefnda er efláust rétt; íslenskar fornbókmenntir verður að skoða í samhengi við bókmenntir annarra þjóða frá svipuðum tíma. Þótt viðurkenna megi að hér sé um að ræða spennandi úttekt virðist mér Torfi seilast helst til langt til að láta hlutina ganga upp, og að- ferðin í heild ósannfærandi. Fleiri greinar ættu sannarlega skilið að vera getið en ekki eru tök á því hér. í lokin skal minnst á inn- gang bókarinnar eftir Gísla Pálsson sem nefnist Texti, líf og saga. Gísli lýsir þar samfélagi íslendingasagn- anna og heldur því m.a. fram að fræðimenn, sem hingað til hafa fjall- að um Islendingasögurnar, hafi ver- ið bundnir alltof þjóðlegu sjónar- horni. Hið sambærilega eigi einnig við um aðra fræðimenn, t.d. mann- fræðinga, þeir hafi vanmetið gildi fornsagnanna fyrir samanburðar- rannsóknir. Gísli bendir réttilega á að sumt af því sem fjallað er um í þessum ritgerðum sé tæpast nýtt í augum fornsagnafræðinga. í raun- inni þarf ekki fornsagnafræðinga til þess að koma auga á að umfjöll- unin. í mörgum greinunum er býsna hefðbundin. Hins vegar er hægt að taka undir orð Gísla þess efnis að nýnæmið felist fremur í aðferðunum sem hér er beitt en umfjölluninni, reynt er að koma á nýju stefnumóti ólíkra fræða og fræðimanna í þeirri von að útkoman verði fersk. Með þetta markmið í huga hafi þessi bók verið sett saman. Og fyrir sitt leyti getur þessi lesandi tekið undir að slíku marki hefur verið náð; alltof sjaldgæft er einmitt að fræðilegar ritgerðir kveiki jafnóvæht hugrenn- ingatengsl og hér. Geiri lygari í leikför um Svíþjóð og Danmörku MÖGULEIKHÚSIÐ, sem er fjögurra manna hópur atvinnuleikara, hefur nú í byrjun maí verið í leikför um suðurhluta Svíþjóðar og í Kaupmannahöfn með leiksýningu einkum ætlaða börnum. Fyrsta sýningin var í Uppsölum í Svíþjóð og hófst hún með þyí að leikar- arnir lásu upp og sungu nokkur sígild h"óð og lög sem íslendingum eru kær, s.s. Lóan er komin og Guttavisur. Hápunkturinn var þó leikritið ir og gamlir góðan róm að. Með- Geiri lygari, spennandi gaman- þáttur með alvarlegu ívafi og boð- skap um bætta hegðun og fegurra mannlíf. Leikhópurinn skipa þau Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvars- son, Pétur Eggerz og Stefán Sturla Sigurjónsson. íslendingar í Uppsölum eru 3-400 talsins og a.m.k. þriðjungur þeirra sá sýninguna og gerðu ung- fylgjandi mynd sýnir vel áhuga og innlifun barnanna. Veðrið virt- ist ekki aftra fólki frá því að koma en úti var sumarblíða, heiðríkja og 20 stiga hiti á degi verkalýðs- ins. Ferðinni var síðan heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Lundar og Kaupmannahafnar. Píanótónleikar Jo- i hannesar Andreasen FÆREYSKI píanóleikarinn Jo- hannes Andreasen heldur píanó- tónleika á vegum Evrópusam- bands píanóleikara í íslensku óperunni næsta þriðjudag. Hann ætlar að leika Apassiónötu Beet- hovens, færeyska nútímaverkið „Sem sólargull" eftir Sunleif Rassmussen og fyrra bindi preló- día Debussys. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20.30 þann 18. maí og verða endurteknir í Kirkju- hvoli í Garðabæ 22. klukkan 17. Andreasen stendur á þrítugU. Barnungur lærði hann á píanó í Þórshöfn í Færeyjum og fór síðar til Vínarborgar í nám við tónlistar- háskóla þar. Hann stundaði að auki kammermúsíknám við Menuhin- akademíuna í Gstaad í Sviss, naut síðar tilsagnar Peters Feuchtwang- ers í Lundúnum og hefur tekið þátt í námskeiðum hjá ýmsum frægum píanóleikurum. Oftsinnis hefur Andreasen leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Færeyja. Hann hefur haldið tón- leika í mörgum helstu borgum álf- Johannes Andreasen. unnar, spilað kammermúsík með þekktum tónlistarmönnum og leikið inn á hljómplötur og diska. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.