Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 14
ófil víkur, markmið og starf eftir Vilhjálm Sigtryggsson Stofnun félagsins og markmið Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað 24. október 1946. í lögum skógræktarfélagsins eru til- tekin markmið þess og tilgangur og þær leiðir sem félagið fer til þess að ná þessum markmiðum. Skógræktarfélag Reykjavíkur er félag áhugamanna um skógrækt og trjárækt og er sjálfseignarstofn- un. í 2. gr. 1. segir: „Tilgangur fé- lagsins er að vinna að skógrækt og trjárækt í Reykjavík og víðar og auka skilning og áhuga á þeim málum.“ í 3. gr. 1. segir: „Félagið vill ná tilgangi sínum meðal annars með því: a) Að veita fræðslu um skógrækt og ttjárækt. b) Að leggja stund á plöntuupp- eldi, ræktun og rannsóknir á runna- og tijátegundum. C) Að starfa með Reykjavíkurborg að ræktun á löndum-borgarinn- ar. d) Að vinna að útvegun lands til skógræktar fyrir félagsmenn. Heiðmörk í þriðju grein upphaflegra laga félagsins stóð: „Leita skal sam- vinnu við Reykjavíkurbæ um friðun Heiðmerkur. Árið 1948 er félaginu síðan falin umsjón með öllum fram- kvæmdum í Heiðmörk. Veitti Reykjavíkurbær 60 þúsund kr. til girðingar og tók félagið að sér að girða landið. Árið 1950 var gerður sérstakur samningur við félagið um framkvæmdir á Heiðmörk. Skóg- ræktarfélagið leitaði eftir samvinnu við félagasamtök um sjálfboða- vinnu og 1952 voru komin um 40 félög landnema á Heiðmörk. 125 félög hafa einhvern tíma starfað í Heiðmörk. Á sl. ári komu til sam- starfs 14 félög. Frá upphafí hefur skógræktarfélag Reykjavíkur út- vegað plönturnar en landnemarnir hafa gróðursett þær í sjálfboða- vinnu. Mestu afköst landnema við gróðursetningu voru á árunum 1951-1956. Arið 1992 mættu samt um 65 landnemafélög til gróður- setningar í Heiðmörk. Umferð um Heiðmörk hefur auk- ist mikið hin síðari ár, eftir að tijá- gróðurinn fór virkilega að taka við sér. Skógur sem er orðinn mann- hæð er strax farin að skýla fólki og það kunna allir að meta. Sl. ár hafa skv. mælingum komið 200 þúsund manns í Heiðmörk og með því er Heiðmörk orðin eitt vinsæl- asta útivistarsvæði landsmanna. Margt má bæta og má þá fyrst nefna endurbætur á vegum og er mjög nauðsynlegt að rykbinda alla vegi til að losna við ryk. Jafnframt þarf að auka bflastæði, leikvelli og hreinlætisaðstöðu. Oft hefur verið um það rætt að setja einhvers stað- ar upp lítinn aðlaðandi veitinga- stað. Vinnuskóli Frá 1951 hefur félagið tekið á móti unglingum úr vinnuskóla Reykjavíkur og hafa þeir unnið að gróðursetningu og landgræðslu í Heiðmörk. Sl. ár unnu í Heiðmörk um 150 nemar úr Vinnuskóla Reykjavíkur. Skógræktarfélagið hefur einnig annast faglega leið- sögu fyrir vinnuskólafólk í Grafn- ingi. Þar er starfað eftir fyrirmynd úr Heiðmörk. Oskjuhlíð Árið 1951 veitti Reykjavíkur- borg fyrst fé til uppgræðslu í Öskjuhlíð og hefur skógræktarfé- lagið séð um allar ræktunarfram- kvæmdir síðan í samvinnu við Hita- veitu Reykjavíkur. Þar hafa unnið 29-40 unglingar yfir sumartím- ann, yfirleitt stúlkur. Þar er nú eftirsóttur útivistarstaður. Áform eru um að gera í Öskjuhlíð fræðslu og trimrmstíga og bæta aðstöðu fyrir útivistarfólk. Elliðaárdalur Rafmagnsveita Reykjavíkur byijaði að gróðursetja tré í Ell- iðaárdal 1951 og hefur verið gróð- ursett þar nær hvert ár síðan. Seinni árin hafa unglingar úr sum- arvinnu unglinga verið þar að verki undir stjórn skógræktarfélagsins og er dalurinn nú, eftir að gerðir voru þar göngustígar af sumar- vinnufólki, mjög vinsælt útivistar- svæði allt árið. Sérstök sumarverkefni skólafólks Frá árinu 1979 hefur skógrækt- arfélaginu verið falin umsjón með þessu verkefni fyrir Reykjavíkur- borg. Félagið hefur gert verk- og kostnaðaráætlanir. Reykjavíkurborg ver til þessa verkefnis í ár um 235 millj. króna. Við þetta verk fá vinnu í tvo mán- uði alls 1.100 unglingar, auk um 90 stjórnenda. Unnið verður á um 30 stöðum. Til þess að taka á móti þessu fólki þarf um 55 vinnuskúra og 30 sal- erni. Mikið af þeirri aðstöðu hefur verið tekið á leigu frá ýmsum aðil- um. Sumarvinnan hefur að mestu farið fram á jarðarlöndum borgar- innar, svosem á Hólmsheiði. Þar hafa starfsmenn skógræktarfé- lagsins kannað gróðurfar, metið þörf aðgerða, valið tegundir og mælt út spildur til plöntunar. Við þessi störf hefur verið höfð hliðsjón af reynslunni úr Heiðmörk. Verkstjórar hafa verið frá skóg- ræktarfélaginu og hefur verið unn- ið að því að kenna þeim rétt vinnu- brögð og ýmislegt er varðar stjóm- un unglinga. Flestir eru nemar á háskólastigi eða garðyrkjufólk og búfræðingar. Sumir verkstjórarnir hafa verið hjá félaginu frá árinu 1979. í stórum unglingahópi, 1.100 aðilum, þar sem fólk er ekki valið til starfa eru alltaf nokkrir einstakl- ingar sem eru fatlaðir eða félags- lega misþroska. Hefur þurft að útvega þeim sérhæfða verkstjóra (kennara) og er hér um að ræða samstarf við Félagsmálastofnun borgarinnar. Bæjar- og sveitarfé- lög um allt land hafa tekið þessa samvinnu sem fyrirmynd og falið skógræktarfélögum sinna byggð- arlaga verkefni á þessu sviði. Má þar nefna Skf. Eyfirðinga, Hafnar- fjarðar, Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar. Þessi samvinna hef- ur líka vakið mikla athygli skóg- ræktar- og sveitarstjórnarmanna erlendis, t.d. á skógræktarþingi í Stokkhólmi fyrir tveim árum og árið eftir kom hingað hópur kenn- ara og nemenda tl að kynna sér skógrækt í Reykjavík. Vilhjálmur Sigtryggsson „ Sl. ár hafa skv. mæl- ingum komið 200 þús- und manns í Heiðmörk og með því er Heið- mörk orðin eitt vinsæl- asta útivistarsvæði landsmanna.“ Plönturnar Þegar þessi vinna var að byija um 1979 var mest verið með svo- kallaðar berrótarpiöntur, þ.e. plönt- ur sem teknar eru upp úr ræktunar- beðum en ekki með neina mold á rótum. Þannig plöntur er aðeins hægt að gróðursetja skamman tíma á vorin. Vinna unglinganna byijar 1. júní og þess vegna varð að rækta plöntur sérstaklega fyrir þessa vinnu. í samvinnu við Skógræktar- félag Eyfirðinga létum við gera plöntubakka með 150 cm hólfum til að rækta í skógarplöntur. í þess- um bökkum ræktum við nú allar skógræktarplöntur er við seljum. Þessi tvö félög hafa verið nánast einu aðilarnir sem framleiða svona plöntur. Aðrir hafa verið með minni hólf, 50 cm3 og 100 cm3. Skógrækt- arfélagið er líka búið að byggja þijú fullkomin gróðurhús með öll- um nýjasta tæknibúnaði til plöntu- framleiðslu. Skógræktarfélagið leitast við að fylgjast með nýjustu tækniþróun og hefur nú tryggt sér framleiðslu- rétt á úrvals birki með svokallaðri frumuræktun og verður með því fyrsta gróðrarstöðin hérlendis til að framleiða og dreifa plöntum á þennan mátarTéfaglð er í þessu skyni að breyta einu gróðurhúsi fyrir þessa gerð ræktunar. Fræðslustarl' Skógræktarfélagið hefur haldið fræðslufundi fyrir almenning um tijárækt og skógrækt bæði í skóg- ræktarstöðinni og á ýmsum stöðum í borginni. Það rekur leiðbeininga- þjónustu í Fossvogi. Sl. ár bauð félagið öllum 10 ára börnum í Reykjavík í heimsókn og hefur þeim verið kennt ýmislegt um sáningu, klippingu græðlinga o.fl. Síðan eru þeim gefnar tijá- plöntur sem þau gróðursetja í maí- mánuði undir leiðsögn okkar fólks í svokallaðan Skólaskóg við Rauða- vatn. Þetta hefur félagið allt gert án endurgjalds. Tijásýnireitur hefur verið settur upp í Vífilsstaðahlíð og eru þegar komnar þar merktar tijátegundir. Gerðir hafa verið merktir gangstíg- ar víða um Heiðmörk og í vetur hefur verið troðin skíðabraut á þeim. Vísir að tjaldsvæði er kominn í Hjalladal með góðri snyrtiaðstöðu og leikvöllum. Á Elliðavatni var bytjað á fræðslustofu, sem á að bæta að- stöðu við fræðslu í Heiðmörk og lífríki þar. Þarna er jafnframt verið að forða frá skemmdum steinhúsi sem byggt var um 1860. Samstarfið á liðnum árum Ein helsta forsenda samstarfs borgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur er vafalaust sú stað- reynd að félagið var hveiju sinni sá eini aðili sem gat látið í té nægi- legt plöntumagn, nauðsynlegar tegundir og sérhæfða umsjón. Þannig var háttað bæði þegar Heið- merkurstarfið hófst og þegar sum- ai-vinna skólafólks hófst að marki. Hér ber þess að geta að útmörk Reykjavíkur býður upp á erfið skil- yrði til skógræktar. Af því leiðir að tijáplöntur til ræktunar á þessu landi þurfa að vera í öðrum gæða- flokki en venjulegar skógarplöntur. Önnur forsendan hefur verið sú stefna borgaryfirvalda að leita samstarfs við fijáls samtök borgar- anna og framtak þeirra. Skógrækt- arfélagið er dæmi um hvort tveggja og jafnframt setur það fræðslu og fagleg sjónarmið til lengri tima í öndvegi. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur frá upphafi sett markið hátt í því að fræða almenn- ing um aukna ræktun og þar með að geta sett eða látið af hendi rétt kvæmni og klóna af plöntum sem henta hveijum stað. Því til árétting- ar má nefna að félagið stuðlaði að því að Einar G. E. Sæmundsen, fv. framkvæmdastjóri, fór í fræsöfnun til Alaska 1950. Vilhjálmur Sig- tryggsson, þáverandi starfsmaður núverandi framkvæmdastjóri, fór ásamt fleirum 1953. Og Oli Valur Hanson og félagar hans voru styrktir til fræsöfnunar 1988. Allt hefur þetta skilað íslenskri skóg- rækt verulegum ávinningi. Trén sem nú eru að vaxa upp á útivistar- svæðum borgarinnar og víðar eru afkomendur þessara safnana. Stjórn félagsins er þannig skip- uð: Formaður Þorvaldur S. Þor- valdsson, forstöðumaður borgar- skipulags; varaformaður Jón Birgir Jónsson, aðstoðarvegamálastjóri; ritari Olafur Sigurðsson, arkitekt; gjaldkeri Sturla Snorrason, fram- kvæmdastjóri; meðstjórnandi Birg- ir ísl. Gunnarsson, seðlabanka- stjóri; varamaður Reynir Vilhjálms- son, landslagsarkitekt; varamaður Kristín Axelsdóttir, kennari; fram- kvæmdastjóri Vilhjálmur Sig- tryggsson, skógræktarfræðingur. Höfundur er framkvæmdostjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur ~ --------------------—------- fiísar \±: iitlt Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sfmi 67 48 44 Húsbréf ________ Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 Innlausnardagur 15. maí 1993. 1. flokkur 1989 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 7.402 74.016 740.157 1. flokkur 1990 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 6.535 65.347 653.468 2. floklcur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 12.907 100.000 129.069 1.000.000 1.290.690 2. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.997 100.000 119.973 1.000.000 1.199.727 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANOSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVlK ■ SlMI 696900 30 % AFSUTTUR Kristalsglös, matar- og kaffistell, sem eru íframleiðslu til drsloka 1993, verða seld með 30% afslœtti til 30. maí. Fyrirliggjandi pantanir óskast sóttar. Tilvalið tœkifœri til að gera góð kaup á postulíni afbestu gerð. S ÍLTlTWB ItÐ Í9( Kringlunni, s. 689066.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.