Morgunblaðið - 14.05.1993, Page 15

Morgunblaðið - 14.05.1993, Page 15
 H 15 Smámál eða stórmál eftir Gísla Jónsson Forsætisráðherra gaf um það afar skýra yfirlýsingu á alþingi og enn afdráttarlausari í sjón- varpsviðtali á sunnudagskvöld, að umdeildur innflutningur landbún- aðarvara eða iðnvara úr landbún- aðarhráefnum væri eftir sem áður á forræði landbúnaðarráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar brugðu á síðustu stundu stuðn- ingi við stjórnarfrumvarp sem meiri hluti var fyrir í landbúnaðar- nefnd alþingis og bersýnilega á alþingi í heild sinni. Ekki hafði í nokkru verið farið á bak við ráð- herra viðskiptamála, utanríkis- mála og fjármála. Breytingartil- lögur landbúnaðarnefndar höfðu verið sýndar fulltrúum allra ráðu- neytanna. í öllu þófinu um EES hafði for- maður landbúnaðarnefndar, Egill Jónsson, sýnt ríkisstjórninni fulla hollustu, eins og af honum var að vænta, en ég ætla þá líka að hann hafi treyst því, að slíku yrði mætt á sama hátt af öllum ráðherrum. En raunin varð önnur. í hveijum fréttatímanum á fætur öðrum hef- ur utanríkisráðherra reyndar verið á undanhaldi eftir stórfurðuleg ummæli í kvöldfréttum Utvarps eftir að þingi var frestað. Hann hefur talað um innflutning fáeinna blómategunda sem svo sem engu skiptu. Málið snýst bara ekki um þetta. Utanríkisráðherra, formað- ur annars stjórnarflokksins, kem- ur í bakið á forsætisráðherra með gagnstæðum yfirlýsingum við fyrsta tækifæri og lætur að því „Ég hef í áratugi ekki þekkt í mínum flokki eindregnari stuðnings- mann samstarfs við Al- þýðuflokkinn en sjálfan mig. Ég tel mig vera dæmigerðan Viðreisn- ar-Sjálfstæðismann. Ef utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra tekst að gera mig talsmann einhvers annars, er það líka nokkurt afrek.“ liggja, að ekki þurfi að breyta „úreltum búvörusamningi" sem reyndar hefur lagagildi. Þetta er ekki smámál um fimm eða sex tegundir blóma. Drengskapars- korturinn gagnvart landbúnaðar- ráðherra og formanni landbúnað- arnefndar er stórmál, en ekki smámál um blóm. Fyrir utan þetta er svo hið al- varlegasta eftir. Utanríkisráð- herra fullyrðir að ekki þurfi að breyta búvörulögunum, þó að samningurinn um EES taki gildi. Hvers vegna þá öll fylgifrumvörp- in sem búið er að samþykkja og leggja í alla þá vinnu sem við þekkjum? Er utanríkisráðherra að gera sjálfan sig og alla stuðnings- menn EES óábyrga orða sinna og gerða? Seint á þjóðveldisöld var í lög leitt á íslandi að þar sem „guðs- lög“ (=kirkjulög) og landslög greindi á, skyldu „guðslög“ ráða. Er utanríkisráðherra, að breyttu breytanda, að segja að þar sem landslög og hans „guðslög“ (=regl- ur EES) greini á, skuli „guðslög“ hans ráða? Ég sé ekki betur en þetta sé óvinafagnaður af afar vondu tagi. Ég sé ekki betur en þarna sé verið að leggja andstæð- ingum vopn í hendur. Ég sé ekki betur en þarna sé utanríkisráð- herra í stundarreiði yfir því að geta ekki beygt landbúnaðarráð- herra', formann landbúnaðar- nefndar og meiri hluta alþingis að segja, að það sem andstæðingar EES hafa haldið fram, hafi verið satt og rétt. Menn verða að þola að taka ósigri án þess að grípa til þvílíkra óyndisúrræða. Og þetta er ekki smámál upp á fáein blóm. Þetta varðar að sjálfsögðu kjarna ríkis- stjórnarsamstarfsins. Og mér er spurn: Hvað hefði Jón Baldvin gert, ef' forsætisráðherra hefði komið aftan að honum eins og Jón aftan að Davíð í kvöldfréttum út- varps eftir þingfrestun? Á þessari stundu er traust mitt á orðum utanríkisráðherra í sam- bandi við EES þorrið. Og takist formanni Alþýðuflokksins að gera mig að andstæðingi EES, þá er það ofurlítið afrek. Ég hef í áratugi ekki þekkt í mínum flokki eindregnari stuðn- ingsmann samstarfs við Alþýðu- flokkinn en sjálfan mig. Ég tel mig vera dæmigerðan Viðreisnar- Sjálfstæðismann. Ef utanríkisráð- Gísli Jónsson herra og iðnaðarráðherra tekst að gera mig talsmann einhvers ann- ars, er það líka nokkurt afrek. Ég hef frá tvítugsaldri ævinlega stutt ríkisstjórn, þar sem formaður flokks míns hefur verið í fyrir- rúmi. Ef forystu samstarfsflokks- ins tekst að gera mig hvikulan stuðningsmann þvílíkar ríkis- stjórnar, þá finnst mér það afrek út af fyrir sig. Ég þykist hins veg- ar vita að utanríkisráðherra þyki það ekki stórmál, heldur muni það í huga hans metið til fárra blóma. En ég fagna yfirlýsingum sem forsætisráðherra hefur gefið í þessu máli og ég votta Halldóri Blöndal og Agli á Seljavöllum virð- ingu mína og stuðning. Og það mega Jónarnir í ríkisstjórninni vita, að það eru fleiri bændur á íslandi en þeir sem búskap stunda. Höfundur var menntaskólakennari. Fuglaskoð- unarferð á Suðurnes Hið íslenska náttúrufræðifélag og Ferðafélag íslands efna sameig- inlega til fuglaskoðunarferðar suð- ur á Garðskaga og víðar um Reykja- nesskaga laugardaginn 15. maí nk. Nú eru hánorrænu farfuglarnir á ferðinni frá vetrarstöðvum sínum í Evrópu til varpstöðvanna í Græn- landi og Kanada: Rauðbrystingur, tildra, sanderla, margæs o.fl. Auk þess eru íslenskir far- og varpfuglar þarna á sveimi. Leiðsögumenn verða þeir Gunnlaugur Þráinsson, Gunnlaugur Pétursson og Guð- mundur A. Guðmundsson, sem hélt fræðslufundarerindi um þessa há- norrænu gesti landsins á síðastliðn- um vetri. Lagt verður upp frá Umferðar- miðstöðinni austanverðri kl. 9, en stefnt er að endurkomu fyrir kvöld- mat. Gjald fýrir fullorðna í ferðina er kr. 1.600. Þátttaka í ferðina er öllum opin, en skráning fer fram við brottför. Venjulegir gönguskór eiga að duga í ferðina, en fólk er minnt á að hafa með sér sjónauka, nesti og skjólföt, því að ennþá er árla VOrS. (Fréttatilkynning) HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Vor- og sumarfatnaður í miklu úrvali Við seljum ennþa varahluti í 1974 árgerðina af Honda. Það segir meira en mörg orð iim endingu bilanna og varahlutaþjónustu okkar. Við erum til þjónustu reiðubúnir á varahlutaverslun okkar frá kl. 9 á morgnana fram til kl. 6 síðdegis. Það sem við eigum ekki á lager útvegum við innan örfárra daga. 0 HONDA VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900 -tilþjónustu reiðubúinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.