Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 17
í; íMORGUNBLAÐIÐ/röSTODAGUR 14/MAÍi-1993 Uppreisn á Ítalíu eftir Þorvald Gylfason i Spillingarhneykslið á Ítalíu hef- ur vakið mikla athygli um allan heim, eins og við var að búast. Stjórnkerfi landsins, fimmta stærsta hagkerfis í heimi (á eftir Bandarílq'unum, Japan, Þýzkalandi og Frakklandi), hefur verið í upp- námi nú í nokkur misseri vegna gríðarlegrar fjármálaspillingar, sem stjómmálaflokkar landsins hafa orðið uppvísir að. Spillingin á Ítalíu hefur að vísu verið á margra vitorði í mörg ár, en hún náði ekki að koma verulegu róti á hugi fólks °g fylgi þess við stjórnmálaflokka, fyrr en hátt settur stjórnmálamað- ur í Mílanóborg var gripinn glóð- volgur með mútufé í fórum sínum. Mútugreiðandinn hafði komið lög- reglunni á sporið og trúlega tekið mikla áhættu með því. Eitt leiddi til annars. Nú hafa um tvö þúsund ítalskir stjómmálamenn og stjóm- endur fyrirtækja sætt rannsókn eða verið ákærðir vegna meintrar spillingar í tengslum við fjárreiður stjórnmálaflokkanna, þar á meðal nokkur hundmð (!) þingmenn í Róm, og sumir jafnvel grunaðir um samneyti við Mafíuna, eins og komið hefur fram í fréttum. Stjóm- málaflokkamir, sem hafa skipzt á að stjórna landinu síðan 1945, em rúnir trausti meðal almennings. Menn skyldu þó varast að draga þá ályktun af öllu þessu, að Ítalía sé komin að fótum fram. Svo er ekki. Hagvöxtur hefur til að mynda verið mikill á Ítalíu mörg undan- gengin ár og er talinn munu verða meiri á árinu, sem er að líða, en í nokkru öðru aðildarlandi Evrópu- bandalagsins (hugsanlega þó að Bretlandi undanskildu). Italska „hagvaxtarundrið" er staðreynd „Ég tel allavega víst, að ýmsar aðrar Evrópu- þjóðir muni fara að dæmi ítala á næstu árum og leggja land- búnaðarráðuneytið nið- ur.“ þrátt fyrir allt það óhagræði, sem hlýtur að hafa stafað af stjóm- málaspillingunni í landinu, að ekki sé minnzt á ranglætið. í þessum afmarkaða skilningi hafa ítalar haft efni á spillingunni,. ef svo má segja; hún hefur allavega ekki komið þeim á kaldan klaka í efna- hagslegu tilliti. Með þessu er ég ekki að mæla spillingunni bót, alls ekki, heldur aðeins að benda á það, að hún virðist enn sem komið er hafa valdið minna efnahagstjóni í landinu en búast hefði mátt við, hvernig sem á því stendur. II Hitt skiptir líka miklu máli, að almenningur á Ítalíu hefur sent stjórnmálaflokkum landsins skýr skilaboð: Hingað og ekki lengra! Hreingerningin er hafín. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 18. apríl síðast liðinn eru til marks um það, en umbótasinnar í flokkunum áttu frumkvæði að henni. Það hef- ur að vísu ekki farið miklum fregn- um af því hér heima, en eitt af því, sem stjórnmálaflokkarnir buðu kjósendum til að kaupa sér frið, var að leggja niður landbúnaðar- ráðuneytið í Róm með manni og mús. (Sjávarútvegur er talinn til landbúnaðar og heyrir því undir landbúnaðarráðuneytið á Ítalíu eins og í flestum öðrum Evrópu- löndum.) Þetta tilboð og önnur af sama tagi þáðu kjósendur með yfirgnæfandi stuðningi. Hvers vegna landbúnaðarráðuneytið? Ein Ólafur Höskuldsson „Við títt og reglulegt eftirlit getur tannlækn- ir greint vandamálin á byrjunarstigi.“ hlutlaust að hæfi börnum, þ.e.a.s. án þess að skelfa þau. Beri móðirin kvíðboga fýrir sínum eigin ferðum til tannlæknis, eins og oft vill nú verða, er henni nær ómögulegt að leyna bam sitt þeim kvíða. Svipur hennar breytist, röddin verður eilít- ið mjórri og hún tekur ögn þéttar um hönd barnsins en venja er. Börn eru afar næm á geðbrigði foreldra sinna og ekkert af þessu dylst þeim. Skyldi mamma nú einnig falla í þá gömlu gryfju að lofa barni sínu leik- fangi, teiknimyndablaði eða íjóma- ís. Þegar þau eru búin hjá tann- lækninum getur barnið ekki lengur velkst í nokkrum vafa um að nú sé eitthvað verulega ógeðfellt í vændum. Hvernig skal fara að: Höfuð- reglan er að segja barninu einungis það sem satt er og rétt og vitað er. Ósannsögli og svik gleymast börnum seint. Eins eðlilega og unnt er gæti móðirin sagt við barn sitt eitthvað á þessa leið: „Á morgun förum við að heimsækja tannlækn- inn. Hann ætlar að tala við okkur um tennurnar þínar. Dót tannlækn- isins er öðruvísi en þitt dót. Hann ætlar að sýna þér allt dótið sitt og lofa þér að prófa það. Þegar þið eruð húin að leika ykkur með dótið hans ætlar tannlæknirinn að telja tennurnar þínar og skoða þær. Síð- an förum við aftur heim.“ Að sjálfsögðu ræður þroski barnsins orðavalinu hér en þær upplýsingar sem felast í þessum setningum duga vel í flestum tilvik- um. Krefjist barnið frekari upplýs- inga, sem móðirin getur ekki veitt með nokkurri vissu, gerir hún barn- inu best með því að viðurkenna slíkt. Einkum skyldi hún forðast að geta sér til eða skálda í eyður. Fátt er barni verra en að mæta á stofu tannlæknis með væntingar um allt annað en þar bíður þess. „Ég veit það ekki“ er heiðarlegt svar og „Við skulum bara spyija tanniækninn á morgun“ er skyn- samleg tillaga. Fyrir mestu er að barnið hlýði sjálft á það sem tannlæknirinn hef- ur að segja með þeim sérstaka orða- forða sem hann notar við börn og bamið fái sjálft að mynda sér sínar eigin skoðanir, byggðar á eigin skynjun og reynslu, um tannlækn- inn og það nýstárlega umhverfi sem vinnustaður hans er. Á þann veg farnast barninu best. Sé rétt á málum haldið er heimsókn barns til tannlæknis ánægjulegur atburð- ur bæði móður og barni. Höfundur er sérfræðingur og lektor / bamatannlækningum við Tannlæknadcild Háskóla íslands. . skýringin er auðvitað sú, að það er engin þörf á slíku ráðuneyti í nútímaþjóðfélagi, énda hefur land- búnaðarstefna Evrópubandalags- ríkjanna gefízt mjög illa. Þar að auki hefur það komið á daginn, að landbúnaðarkerfíð í bandalag- inu og í einstökum aðildarlöndum þess er morandi í misferli. Spilling- in liggur ekki endilega í óheiðarleg- um einstaklingum, nei, hún er þvert á móti kerfíslæg. Hún er óaðskiljanlegur fylgifískur þeirrar miðstjómar- og millifærslustefnu, sem Evrópubandalagið hefur fylgt í landbúnaðarmálum. Yfírstjórn bandalagsins hefur bmgðizt við þessum vanda með því að fyrir- skipa gagngera rannsókn á land- búnaðarspillingunni í höfuðstöðv- um bandalagsins í Brussel. Þessi rannsókn er nú í gangi. Það kann í þessu Ijósi að hafa þótt hyggilegt að leggja ítalska landbúnaðarráðu- neytið niður, áður en lögreglan kæmist í það. Rétt er þó að geta þess, að sum verkefni ráðuneytis- ins verða flutt til sveitarfélaga víðs vegar um Ítalíuskaga. Hvað um það, ítalar hafa sem sagt ákveðið það fyrstir Evrópuþjóða að losa sig við landbúnaðarráðuneyti sitt. Það er að. því leyti merkilegt, að þeir skuli verða fyrstir til, að ítalskir bændur hafa ásamt bændum Frakklands sérstöðu í álfunni: þeir eru listamenn af guðs náð. Þeir eru frumkvöðlar frábærrar mat- gerðarlistar, sem hefur notið að- dáunar og virðingar um allan heim. Því að góður landbúnaður er list og verðskuldar hóflegan stuðning af almannafé með sömu rökum og aðrar listir. Það er þess vegna hörmulegt, að okkur Islendingum skuli vera meinaður aðgangur að ítölskum og frönskum kræsingum fyrir tilstilli innflutningsbanns, sem á sér engan líka í allri Evrópu og kann þar að auki að bijóta í bága við stjórnarskrá lýðveldisins. Ég tel allavega víst, að ýmsar aðr- ar Evrópuþjóðir muni fara að dæmi ítala á næstu árum og leggja land- búnaðarráðuneytið niður (og stofna kannski landbúnaðardeild í menntamálaráðuneytinu í stað- inn!). Eitt virtasta dagblað Svíþjóð- ar, Dagens Nyheter, hefur til að mynda lagt það til í langri forustu- grein, að sænska landbúnaðar- ráðuneytið verði lagt niður. Barna- burðapokar Verð kr. 9.550,- UTILIFt QLÆSIBÆ • SlMI 812023 Þorvaldur Gylfason III Svo er eitt enn. Stjórnmálaspill- ingin á Ítalíu hefur að sönnu gegn- sýrt samfélagið þar syðra, en henni hefur samt verið haldið innan ákveðinna marka. Henni hefur til dæmis aldrei verið leyft að ná til seðlabankans þar í landi, en sú stofnun hefur alla tíð notið virðing- ar meðal ítölsku þjóðarinnar. Það er engin tilviljun; að nýbakaður forsætisráðherra Italíu var sóttur í seðlabankann í Róm, þegar stjórnmálamennirnir voru komnir 917 í þrot. Ymsir virtir hagfræðingar Ítalíu hafa kosið að starfa ’í seðla- bankanum þar. Þangað hafa menn verið ráðnir til starfa eftir verðleik- um fyrst og fremst, en ekki eftir flokkshollustu. ítölsk stjórnvöld hafa þrátt fyrir allt virt það sjónar- mið, að seðlabanki má ekki undir nokkrum kringumstæðum verða fyrir barðinu á spilltum stjórnmála- mönnum í örvæntingarfullri leit að vegtyllum handa sjálfum sér og vinum sínum. Þau hafa þvert á móti styrkt ítalska seðlabankann í sessi slðustu ár og gert honum kleift að draga verulega úr verð- bólgu án þess að lama atvinnulíf landsins um leið, þótt atvinnuleysi sé að vísu mikið á Italíu eins og annars staðar í Evrópu. Ýmis stjómmálaöfl þarna suður frá hafa þó átt erfitt með að sætta sig við aukið sjálfstæði ítalska seðlabank- ans gagnvart stjórnvöldum. Einn fyrrverandi bankastjóri seðlabank- ans var til að mynda borinn þung- um sökum fyrir nokkrum árum og sagði af sér embætti, meðan rann- sókn málsins fór fram. Hún leiddi það í ljós, að ásakanirnar voru uppspuni frá rótum. Bankastjórinn stóð með pálmann í höndunum. Rógberarnir riðu ekki feitum hesti frá þeirri viðureign. Höfundur er prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. '°«Hf /Wísiro, hqwwami itccioerw- iom iumash tiumwnnox) óiföjo ."8.09. it : ÍI731IO INAPIN. 29cc3 wj * foxoab 1061IIJ ALEANÐRO R. I jff KON WltHElU'NAPtN.r. ’ú ; V 020 6153727 . Fax ,4' J AUSIERCAI/ Auandro r, IfOH. 9/ILHEIMINAFI.M, 29 cc fcl 020 6153727 . Fo,02 HJAFASrEBOAM ALEANORO R. KON WttHHMtNAÍlN W9C) 05.09 -1 W 020 6153727 • ft«C2C 6173210 IDRO R. .mbmharn. r/r.' 4153727 . fmt? 3 «79*10 ,173210 107.2 IIJ AtASlWi "''iMmAÍu* fííOfif.7 ,lr \° 61732*0 Full búð af nýjum, glæsilegum sumarfatnaði á dömur og herra KARNABÆR Borgarkringlunni, simi 682912.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.