Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Mikið um að vera á íþróttadegi Reykjavíkur sem verður haldinn 5. júní Mikill áhugi er á götukörfubolta í Laugardalnum STÓRMÓT í götukörfubolta fer fram við gervigrasvöllinn í Laugardal á íþróttadegi Reykjavíkur, hinn 5. júní. 140 lið hafa þegar skráð sig til Ieiks en það eru Sportmenn, umboðsaðili Adidas á íslandi, sem að mótinu standa. Að sögn Ólafs B. Schram, framkvæmdastjóra Sportmanna, njóta mót sem þessi nú mikilla vinsælda erlendis og fara á þessu ári fram um 300 mót í götukörfubolta í 200 lönd- um. Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er götukörfubolta- mót hérlendis. Leikreglurnar í götukörfubolta leika tvö lið á eina körfu, hvort um sig skipað þremur leikmönnum. Leiktíminn er 15 mínútur en nái annað liðið að skora 30 stig áður en leiktími er liðinn er leiknum hætt. Á mótinu 5. júní verður spilað á 15 völlum við gervigrasvöllinn í Laugardal. Notaðar verða körfur sem sérstaklega voru fluttar inn fyrir mótið. Enginn dómari er við leikinn og engar villur dæmdar. Þá er ekki um nein leikhlé að ræða. Hvert lið mun að minnsta kosti spila tvisvar en keppt verð- ur í 16 liða riðlum. Margskonar verðlaun Á svæðinu verða sölutjöld þar sem seldar verða ýmsar veiting- ar. Eitt stórt 250 fermetra tjald verður á svæðinu þar sem fólk getur haft afdrep. Hljómsveitin Plánetan mun leika í einn eða tvo tíma. Þá verður einnig skip- timarkaður á amerískum körfu- boltamyndum. Krabbameins- hlaupið mun fara fram sama dag og eiga þátttakendur að skrá sig í stóra tjaldinu. Allir keppendur í götukörfubolta og í Krabba- meinshlaupinu munu fá gefins T-bol frá Sportmönnum. Ýmiss verðlaun verða veitt. Á Götukörfubolti GÖTUKÖRFUBOLTI hefur náð miklum vinsældum erlendis. aðalvellinum mun fara fram skot- og vítskotkeppni gestaliða. Verðlaunin til sigurliðsins verða leðutjakkar frá Adidas. Verð- launin til sigurliðsins í götukörfu- bolta eru Adidas Streetball skór. Ýmiss skondin nöfn eru á götuk- örfuboltaliðunum sem hafa skráð sig og verða veitt sérstök verð- laun fyrir frumlegasta nafnið. Lið geta enn skráð sig til leiks bæði í götukörfubolta og skot- keppni. Liðunum er skipt eftir aldri og kyni, eru stúlkur sérstak- lega hvattar til að mæta til leiks en af þeim 140 liðum sem þegar hafa skráð sig eru allt o_f fá skip- uð kvenfólki, að sögn Ólafs.k Rafgirðing á Reykjanesi Aðeins eitt tilboð und- ir kostnað- aráætlun ALLS bárust 14 tilboð í gerð rafgirðingar frá Kleifarvatni í Sýslustein, en Landgræðsla rík- isins auglýsti eftir tilboðum í verkið í mars síðastliðnum. Aðeins eitt tilboðanna reyndist vera undir viðmiðunarverði, en það var frá Gangverki hf. og hefur verið samið við það fyrir- tæki um að annast verkið. Viðmiðunarverð verksins var 1.988.080 krónur, og hljóðaði tilboð Gangverks hf. upp á 1.696.363 krón- ur. Næst lægsta tilboðið kom frá Heimi Óskarssyni sem bauð 2.000.000 kr. í verkið, en hæsta til- boðið var frá Agli, Óskari, Svan og Nirði, og hljóðaði það upp á 6.198.539 kr„ eða 331,8% af kostn- aðaráætlun. Gerð rafgirðingarinnar er liður í samstarfsverkefni Landbúnaðar- ráðuneytis, Landverndar, Skógrækt- ar ríkisins, skógræktarfélaga á svæðinu, sveitarfélaga á svæðinu, Vegagerðar ríkisins og Landgræðsl- unnar um takmörkun lausagöngu búfjár á Reykjanesi. Framkvæmdir við verkið munu hefjast næstu daga. Endurskoðun vaxta á lánuni úr Byggingarsjóði verkamanna Vextirnir hækka hjá 216 íbúðareigendum HÚSNÆÐISSTOFNUN hefur tekið til athugunar 775 íbúðar- eigendur sem fengið hafa lán úr Byggingarsjóði verka- manna, og leiddi það til vaxtahækkunar hjá 216 íbúðareigend- um, en það eru tæplega 28% þeirra sem teknir voru til skoðun- ar. Vextir af lánum þessara aðila hækka í 4,9%, ýmist úr 1% eða 2,4%, og gildir sú hækkun frá 1. maí síðastliðnum og kemur hún til framkvæmda 1. ágúst næstkomandi. Fleiri tölvur BÆTTUM tölvukosti fylgir fjölbreyttara verkefnaval í skólum. Tölvukostur grunnskóla borgarinnar tvöfaldast Endurskoðun þessi á vaxtakjör- um af lánum úr Byggingarsjóði verkamanna er gerð að sex árum liðnum frá lántöku samkvæmt reglugerð frá 1992. Samkvæmt reglugerðinni eru í októbermáriuði hvers árs teknar til athugunar eignir og tekjur þeirra lántakenda sem fengu íbúðir afhentar á tíma- bilinu janúar til júní sex árum áð- ur, og vaxtahækkun tekur síðan gildi 1. febrúar árið eftir og kemur til framkvæmda á gjalddaga láns- ins 1. maí það ár. í febrúarmánuði hvers árs eru með sama hætti tekn- ar til athugunar eignir og tekjur þeirra lántakenda sem fengu íbúð- ir afhentar á tímabilinu júlí til des- ember sex árum áður, og tekur vaxtahækkun gildi 1. maí sama ár og kemur til framkvæmda á gjalddaga lánsins 1. ágúst það ár. Vextir af þeim lánum sem ekki veita tilefni til hækkunar eru síðan teknir til endurskoðunar á ný þremur árum síðar og síðan á þriggja ára fresti eftir það. Lántak- endum er tilkynnt niðurstaðan skriflega og með rökstuddum hætti að minnsta kosti með þriggja mán- aða fyrirvara áður en vaxtahækk- un kemur til framkvæmda. Lítið brot af heildarfjölda lántakenda Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar, sagðist í samtali við Morgunblaðið gera ráð fyrir því samkvæmt fyrri reynslu að í einhveijum tilfellum yrðu gerðar athugasemdir við ákvarðanir um hækkun vaxtanna, og reynslan sýndi að alltaf hefðu einhveijir eitthvað fyrir sér í því efni. „Hækkun vaxtanna er ýmist vegna þess að launin hjá viðkom- andi hafa hækkað eða eignir þeirra aukist nema hvorttveggja sé. Það er talið eðlilegt að þeim sem hafi tekist að bæta hag sinn verði gert að greiða hærri vexti, en þetta fólk sem fær þessa hækkun lendir með sömu vaxtakjör og allir aðrir almennir lántakendur sem eru með lán úr Byggingarsjóði ríkisins. Þess ber þó að geta að þetta er ekki nema mjög lítið brot af heild- arfjölda lántakenda hjá Bygging- arsjóði verkamanna," sagði Sig- urður. í VETUR hefur verið gert átak til að efla tölvukost í grunnskólum höfuðborgarinnar og hafa þeir nú yfir rúmlega helmingi fleiri tölvum að ráða en fyrir þremur árum. Allir skólarnir eru nú tengdir við Islenska menntanetið. Þórður Kristjánsson á Fræðslu- skrifstofu Reykjavikurumdæmis segir að skólamálaráð hafi veitt 15 millj. kr. til tölvukaupanna s.l. haust og 25 millj. í ár. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir þremur árum var Reykjavíkur- umdæmi með minnsta tölvukostinn af fræðsluumdæmum landsins. I grunnskólum Reykjavíkur voru 57 nemendur á hveija vél á móti 22 nemendum á Austurlandi svo dæmi sé tekið. Með kaupunum nú eru 28 nemendur á hveija vél í Reykjavík. Áhugaverð verkefni „Markmiðið með kaupunum var einnig að samræma tölvumál grunn- skólanna því í gegnum árin hafa skólarnir haft mismikinn áhuga á tölvuvæðingu og orðið hefur til sam- ansafn af nokkrum tegundum tölva frá mismunandi tímum,“ segir Þórð- ur. „Þetta gerði það að verkum að erfitt var að afla hugbúnaðar sem allir skólar gætu nýtt sér jafnt.“ I máli Þórðar kemur fram að tölvu- væðingarverkefninu ljúki í sumar. Það mun gera skólunum kleift að ráðast í íjölda áhugaverðra verkefna sem tengjast notkun tölva í kennslu. Þar að auki mun samtenging við íslenska menntanetið bjóða upp á fjölbreyttni í verkefnavali og nýja kennsluhætti þar sem nemendur geta haft samband sín á milli í gegn- um netið jafnt innanlands sem utan. Sgm dæmi um verkefni nefnir Þórður tölvusamskipti en nokkrir skólar eru þegar með slíkt í gangi, bæði sín á milli og við skóla erlend- is. „Einnig hefur þetta ýtt undir að kennarar prófi nýja kennsluhætti." íslenska menntanetið er ættað frá Kópaskeri en hefur nú þijár móður- stöðvar, auk Kópaskers í Reykjavík og á Akureyri. Um 80% grunnskóla og fjöldi framhaldsskóla eru nú tengdir netinu. Netið er hægt að nýta bæði sem póstkerfí og miðil fyrir kennslu og upplýsingaöflun. NÝ SÍMAKORT ERU KOMIN ÚT PÓSTUR OG SÍMI C 3 3 3 €

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.