Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. MAI 1993 19 ATVINNULEYSl að er til ráða? Sjálfsbjargarvið- leitni í atvinnuleysi ÞEGAR við höldum þvi fram að atvinnuleysi og knöpp kjör séu nýtt fyrirbæri hér á landi, er það vegna þess að við þekkjum okkar eigin sögu ekki nægjanlega vel. Á fyrri hluta aldarinnar komu hér mörg erfiðleikatímabil, t.d. þegar verðfall varð á fiski og á fiskileys- isárum og ekki síst á kreppuárunum. Þessir þættir höfðu bein áhrif á líf og afkomu fólks almennt og þá var viða þröngt í búi. Hákon heitinn Bjarnason fyrram skógræktarstjóri sagði frá því í við- tali hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum, að þegar Skóg- ræktarfélagi íslands hafði verið neitað um land undir skógrækt í Hveragerði (1932), hafi Knútur Siemsen borgarstjóri boðið félaginu land til ræktunar. Það var land sem breytt hafði verið í tún á tímum þúfnabanans, til að gefa Reykvík- ingum kost á meira grasi, svo hægt væri að bæta upp mjólkurskortinn í Reykjavík. Þetta tún er landsvæð- ið eða hluti af því svæði þar sem Skógræktarstöðin í Fossvogi stend- ur _nú. í þessari frásögn kemur ekki aðeins fram saga Skógræktarinnar, heldur einnig saga fátæktar og skorts í Reykjavík. En þar kemur líka fram stuðningur opinberra að- ila, þ.e. bæjarins, við sjálfsbjargar- viðleitni fólks á erfiðleikatímum. Opinberir aðilar hafa oft síðan skynjað þörfina og veitt fólki mikil- vægan stuðning við að hjálpa sér sjálft að afia sér lífsbjargar. Má í því sambandi nefna að á kreppu- árum var ríkisjörðunum Digranesi og Kópavogi skipt upp í um 400 ræktunarlönd sem Reykvíkingum var úthlutað til grænmetis- og tún- ræktunar. Sjálfsbjargarviðleitni fólks á þeim tíma hefur verið mik- il, því sagan segir að þar hafi verið mikið ræktað, sérstaklega kartöfl- ur. Sjálfsbjargarviðleitni eflir sjálf- virðingu einstaklingsins og nú þeg- ar víða þrengir að er spurning hvort þeim þætti sé nægjanlega vel sinnt. Það ætti að vera kjörið verkefni fyrir samtök atvinnulausra að kanna hvort bæjarfélögin séu ekki tilbúin að láta atvinnulausum í té lönd til ræktunar á kartöflum og öðru grænmeti gegn vægri leigu eða þeim að kostnaðarlausu. Rækt- un eigin grænmetis veitir fólki ekki aðeins starfsvettvang heldur getur þar einnig verið um drjúga búbót að ræða. Kartöflur eru næringarrík- ar og það er hægt að gera fjölda ódýrra málsverða úr þeim. (Við gefur sýnishorn síðar.) En nú er tími til athafna. Sáningartími er um mánaðamótin maí/júní. Útsæði má fá í verslunum nú og ef látið er til skarar skríða strax, er hægt að láta þær spíra við réttar aðstæður, áður en þær eru settar niður. Ein af frumhvötum mannsins er að hafa í sig og á, og það er hægt að gera margt án þess að kosta miklu til, eins og að rækta sinn eigin garð og afla til heimilis á ódýran hátt. Með hagsýni í inn- kaupum og nýtni í matargerð má einnig spara mikið. Sennilega eru matarinnkaup einn stærsti út- gjaldaliður meðalfjölskyldu hér á landi, sérstaklega þar sem sísvang- ir unglingar eru á heimilinu. Máls- verðir þurfa ekki að vera dýrir, t.d. er hægt að gera fyrirtaks málsverði úr ódýrasta hráefninu, hakki og fiski með kartöflum eða grjónum sem meðlæti. Á næstunni verða teknir fyrir þættir sem stuðla að því að efla sjálfsbjargarviðleitni. Hitaveita sem- ur við Loftorku BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að taka rúmlega 13,2 millj. kr. tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík hf., í endurnýjun á dreifikerfi 3. áfanga 1993 fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Tilboðið er 77,54% af kostnaðaráætlun, sem er um 17,1 miUj. Sjö tilboð bárust í verkið og áttu Gunnar og Guðmundur sf. næst lægsta boð eða 85,19% af kostnaðar- áætlun. Dalverk sf., bauð 88,29% af kostnaðaráætlun, S.R. Sigurðsson hf., bauð 94,36% af kostnaðaráætl- un. Önnur tilboð voru hærri en kostnaðaráætlun og komu frá Grét- ari Sveinssyni, Pípulagningaverk- tökum, og Glym hf. Oflug litatö Macintosh Colour Classic er öflug tölva sem hentar öllum, hvort sem er á heimilinu, í skól- anumeðaávinnustaðnum. Húnermeð4Mb vinnsluminni og 40 Mb harðdisk, Trinitron- litaskjá með hágæðaupplausn, hnappaborði og mús og að sjálfsögðu íslenskt stýrikerfi með handbókum á íslensku. Colour Classic-tölvunni íylgja ýmis forrit, svo sem ritvinnsluforritið öfl- uga MacWritelIog margirskemmtilegir leikir. Samanburbur á vinnsluhraba Macintosh Plus og SE Macintosh Classic Macintosh LC Macintosh Colour Classic Macintosh SE/30 Verðið er óviðjafnanlegt, aðeins 103.579,- kr. eða^'llJ^TiWW*"' stgr. Greiðslukjörin eru margvísleg, t.d. VISA-raðgreiðslur til 18 mánaða að meðaltali 6.490,- kr. Apple-umboðið Skipholti 21, sími: (91) 624800 Sýnum SUNNLENDINGAR! MITSUBISHI og VOLKSWAGEN bíla á eftirtöldum stöðum í dag og næstu daga: Komið og sjáið gott úrval vandaora og fallegra bíla, m.a. nýjan glæsilegan Mitsubishi Galant og 10 manna Volkswagen Caravelle - kjörinn f/rir skólaakstur, auk margra fleiri. Reynsluakio - þaö gefur besta raun! FÖSTUDAGUR 14. MAÍ: Hverageröi Þorlákshöfn Eyrarbakki Stokkseyri 10.30-12.00 12.30-14.00 14.00-15.00 15.00-16.00 LAUGARDAGUR 15. MAI: Bílasala Selfoss 10.00 -17.00 SUNNUDAGUR 16. MAI: Hvolsvöllur Hella Flúöir 13.00-15.00 15.00-16.00 17.00-18.00 BILASALA SELFOSS SÍMAR: 21416 • 21655 MITSUBISHI Fremstur meðal jafningja VOLKSWAGEN m HEKLA Sími 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.