Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. MAI 1993 Vita- og hafnamálastofnun hefur ekki hannað styrkingu Kolbeinseyjar Vörn kostar milljarða VITA- og hafnamálastofnun hefur ekki gert áætlun um styrkingu Kolbeinseyjar. Hcrmann Guðjónsson vita- og hafnamálastjóri segir að ekki verði farið að hanna styrk- inguna fyrr en fyrir liggur hvað eyjan sé mikilvæg og hvort menn vilji fara út í bráðabirgðalausn eða varan- lega. Hann segir að flutningur á grjóti eða steyptum blokkum með pramma út í eyjuna og að raða þeim hring- inn í kringum hana væri nokkuð varanleg lausn. Kostnað- ur er óviss, en Hermann telur að hann sé mörg hundruð milljónir kr. eða jafnvel milljarðar kr. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi samgönguráðherra, telur að tvö undanfarin ár hafi verið illa nýtt til að undirbúa fram- kvæmdir í Kolbeinsey og brýnt sé að komast að niður- stöðu um hvað beri að gera. Starfsmenn Vita- og hafna- málaskrifstofunnar hafa heyrt af því að Japanir hafi lagt í kostnað við styrkingu eyjarinnar Okino Tori Sima til að halda lögsögu yfir ákveðnu hafsvæði. Gísli Vig- gósson forstöðumaður rann- sóknadeildar Vita- og hafnamála- skrifstofunnar sagði að Japanir hefðu lagt í milljarðakostnað við þetta verk. Hann sagðist ekki vita hvernig staðið hefði verið að því verki. Ekki liggur fyrir áætlun um hvað mikið grjót eða dolosur þyrfti í vörn Kolbeinseyjar og kostnaður við að koma því á sinn stað er einnig óviss vegna erfiðra aðstæðna. Ef miðað er við að í vörnina þyrfti 50-100 þúsund rúmmetra og að kostnaður við hvern rúmmetra yrði 40 þúsund krónur, svo dæmi sé tekið, myndi kostnaður við verkið verða 2 til 4 milljarðar kr. „Tíminn illa nýttur" Steingrímur J. Sigfússon, fyrr- verandi samgönguráðherra, fékk fyrir um ári samþykkta þingsá- lyktun þar sem ríkisstjórninni var falið að láta gera svo fljótt sem við verður komið áætlun um styrkingu Kolbeinseyjar. Tekið er fram í ályktuninni að hún skuli einnig taka mið af hagnýtingu eyjarinnar í öryggis- og vísinda- skyni, svo sem með uppsetningu sjálfvirkrar veðurathugunar- stöðvar og jarðfræði- og haffræði- rannsóknum. Halldór Blöndal samgönguráðherra sendi Vita- og hafnamálaskrifstofunni ályktun- ina. Hermann Guðjónsson sagði að á þessu ári væri einungis áformað að vinna verkfræðivinnu innan stofnunarinnar vegna þessa verkefnis. Steingrímur sagðist í gær vera heldur óánægður með það hvað tíminn frá 1990 hefði verið illa nýttur í þessu efni. Hann sagðist hafa útvegað fé í framkvæmdir og rannsóknir á árunum 1989 og 1990 og þá hefði verið unnið fyr- ir 7-10 milljónir kr. að núvirði, meðal annars við þyrlupall. „Gögn úr þessum mælingum og rann- sóknum lágu fyrir snemma árs 1991. Stefnan var þá að halda áfram, ljúka rannsóknum og úr- vinnslu gagna og ákveða fram- haldið. En því miður hefur lítið gerst síðan, málin virðast vera í svipaðri stöðu. Það er ég að sjálf- sögðu ekki ánægður með," sagði Steingrímur. Hann sagði að þeir sem kynntu sér fyrirliggjandi gögn sæju að ástand eyjarinnar væri orðið al- varlegt. „Það er líklegt að rofið eigi sér stað í stökkum og erfiðir vetur, að ég tali nú ekki um ísa- vetur, taki drjúgan toll af eynni, en svo gerist lítið nokkur ár á milli. Þess vegna veit maður aldr- ei hvenær stórslys geta orðið," sagði Steingrímur. Nánar að- spurður hvort hann væri að segja að eyjan gæti horfið á einum vetri sagði Steingrímur: „Það er mín skoðun áð hún geti farið mjög illa allt í einu, til dæmis ef það kæmi stórviðrasamur vetur og ís, kollur- inn er orðinn svo óstöðugur að hann gæti jafnvel farið, eða geng- ið stórlega á hann og eyjan breyst í flæðisker á stuttum tíma. Égtel að ráðstafanir verði þeim mun erfiðari eftir því sem minna er eftir af eyjunni ofansjávar." Megum ekki glata landsréttindum Sagðist hann telja að brýnt væri orðið að menn kæmu sér saman um það hvað ætti að gera í Kolbeinsey og undirbúa þær framkvæmdir því verkið gæti tek- ið nokkur ár, bæði vegna tækni- legra vandamála við framkvæmd- ina og kostnaðar. Sagðist hann telja skýnsamlegt að byrja á því að styrkja eyjuna eins og hún nú er. Bora í hana göt og grauta í sökkulinn, steypa í sprungur og jafnvel bolta hana saman að ofan- verðu. Með því væri hægt að styrkja eyjuna verulega. Taldi • hann að hægt væri að gera þetta á einu til tveimur sumrum. Sagð- ist Steingrímur gera sér Ijóst að áframhaldandi framkvæmdir, það er við að grjótverja eyjuna væru mjög dýrar, tölurnar við það myndu mælast í hundruðum millj- óna kr. Aðspurður hvort hagsmunirnir væru það miklir að slíkur kostnað- ur væri réttlætanlegur sagðist Steingrímur telja að okkur bæri skylda til að gera það sem í okk- ar valdi stæði til að halda þessum grunnlínupunkti. „Sú kynslóð sem glatar landsréttindum af þessu tagi vinnur sér það til óhelgis. Ég gæti hins vegar sætt mig við aðra niðurstöðu ef menn telja að lokinni vandaðri skoðun að fram- kvæmdirnar séu of dýrar og við ráðum ekki við þær. En staðan er ekki þannig nú," sagði Stein- grímur J. Sigfússon. 1-L hJ#%l_^ 30 tegundir flísa í öllum stærðum. í vor bætast við margar nýjar gerðir. Þess vegna lækkum við verðið hressilega á öllum gólf- og veggflísum á meðan birgðir endast. Allar flísarnar eru í I. gæðaflokki. Flísalím með 20% afslætti. Notið tækifærið og sparið þúsundir króna. Við leigjum út flísaskera og sögum flísar eftir þínum óskum. Bendum á fagmenn til flísalagna. OPIÐYIRKA DAGA 9.00 - 18.00 • LAUGARDAGA 10.00 - 14.00 TEPPABÚÐIN UMB0ÐSMENN UM UND ALLT ÖLL GÓLFEFNI Á EINUM STAÐ TEPPI • FLÍSAR • PARKET • DÚKAR • MOTTUR • GRASTEPPI • VEGGDÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMOTTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI fm GOLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950 ö Morgunblaðið/Kristinn. Leitar að ungum leikara FRIÐRIK Þór Friðriksson leiksrjóri Bíódaga leitar nú að 10 ára dreng sem leikið gæti aðalhlutverkið í myndinni. Leit að 10 ára dreng í aðalhlutverk Bíódaga Um 100 krakkar hafa sýnt hlut- verkum áhuga ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan hf. leitar nú að 10 ára dreng í aðalhlutverkið í myndina Bíódaga. Frirðik Þór Friðriksson leikstjóri myndarinnar segir að um 100 krakk- ar, bæði strákar og stúlkur, hafi sýnt því áhuga að leika í myndinni ýmis hlutverk. Búið er að fjármagna myndina að fullu og hefjast tökur á henni hérlendis þann 15. júní nk. Bíódagar er stærsta kvikmynda- verkefni Friðriks Þórs til þessa en myndin mun kosta um 126 milljón- ir króna. Af þeirri upphæð eru 26 milljónir úr Kvikmyndasjóði en um 100 milljónir úr ýmsum evrópskum kvikmyndasjóðum í formi víkjandi lána. Myndin gerist í Reykjavík og Skagafirði sumarið 1964 og fjallar um líf 10 ára drengs sem er að átta sig á lífinu og stígur ómeðvitað skref sem eiga eftir að móta líf hans. Að sögh' Friðriks Þórs eru að- standendur myndarinnar á höttun- Forsjjóri Ratsjárstofnunar Engiii merki um samdrátt hjáKögxm JÓN E. Böðvarsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, hefur óskað eftir að koma þeirri ábendingu á framfæri, vegna frétta í Morg- unblaðinu um áhrif af niður- skurði hjá varnarliðinu á starf- semi hugbúnaðarfyrirtækisins Kögunar hf. og Ratsjárstofnun- ar, að Kögun hf. er undirverk- taki Ratsjárstofnunar. Ummæli hans í frétt um að engin teikn séu á lofti um samdrátt hjá Rat- sjárstofiiun eigi við um alla starf- semi hennar, þar með verkefni sem Kögun annast fyrir hana. „Ratsjárstofnun semur árlega við bandaríska sjóherinn og flugherinn um rekstur og viðhald íslenska loft- varnakerfisins sem hugbúnaðar- kerfið er hluti af. Það eru engin merki þess nú að verkefni Kögunar hf. dragist saman vegna hugsanlegs niðurskurðar á Keflavíkurflugvelli," segir Jón. um á eftir fatnaði, leikföngum, húsbúnaði og bílum frá þessu tíma- bili en erfitt mun að fá þessa muni þar sem svo skammt er frá liðið. Dönsk leikkona? Myndin verður öll gerð á íslandi en aðspurður um hvort einhver er- lend gestahlutverk verði í henni segir Friðrik að slíkt komi vel til greina. Nokkrir erlendir leikarar hafa sýnt því áhuga en aðstandend- ur myndarinnar hafa borið víurnar í dönsku leikkonurnar þrjár sem léku í myndinni Gestaboð Babette. p^3------ Grænland Borgarísjaki Hafísfyrir Vestfjörðum 12. maí 1993 FLUGVÉL Landhelgisgæsl- unnar, TF Sýn, fór í ískönnun- arflug norður með Vestfjörðum miðvikudaginn 12. maí. Létt- skýjað var og skyggni mjög gott þannig að bæði Grænland og ísland voru í sjónmáli þann tíma sem ískönnunin fór fram. Næst landinu var ísbrúnin 43 sjómílur norðvestur af Straum- nesi, 78 sjómílur norðvestur af Bjargtöngum og 80 sjómílur norður af Horai, en þar hélt ísbrúnin áfram í norðaustur. Út frá meginísnum var tölu- vert um staka jaka og borgar- ísjaki sást á 67'40'N og 24°15'V » » » » » 1 I I h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.