Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. MAI 1993 21 HáJfur inn um glugga MAÐUR var gripinn við innbrot á Laugaveginum í fyrrinótt og var hann kominn hálfur inn í húsið þegar lögreglan greip í taumana. Lögreglan fékk tilkynningu um að verið væri að brjótast inn í bak- hús við Laugaveginn. Þegar hún kom á vettvang sá hún mann, sem var kominn hálfur inn um glugga á húsinu. Lögreglan skipaði mann- inum út aftur, en nokkur tími leið þar til hann hlýddi, enda reyndist honum prílið erfítt. Maðurinn var fluttur í fanga- geymslur lögreglunnar, en þar er hann gjörkunnugur staðháttum frá fyrri tíð. wm Okumenn tekn- ir á Laufásvegi LÖGREGLAN hefur að undan- förnu þurft að hafa afskipti af allmörgum ökumönnum sem hafa ekið á ólöglegum hraða inn á Laufásveg frá Hringbraut. Leyfi- legur hraði þarna er 30 km og virðast margir ökumenn ekki átta sig á því. Morgunblaðið/Árni Sæberg Athugasemd frá Borgey hf. Morgunblaðið/Kristinn Lagaprófessor kvaddur til BETTY Mahmoody, forsvarsmaður samtakanna Einn heimur fyrir börn, sem stödd er hér á landi í þvi skyni að aðstoða Sophiu Hansen í málarekstri hennar í Tyrklandi, ákvað í fyrradag að kalla tíl þýsk- an prófessor í lögum með mikla reynslu af skilnaðarmálum milli Þjóðverja og múslima og kom hann til landsins í gær. Betty ætlaði að fara af landi brott um hádegi í dag en frestaði för sinni eftir að hafa farið yfir alla málavexti með Sophiu, lögfræðingi og stuðn- ingsmönnum hennar. Að ol'an eru þau Cramer Donald frá Þýska- landi, Betty Mahmoody og Sophia Hansen. Athugasemd við Pressufrétt Kristján Davíðsson, listmálari, hefur beðið Morgunblaðið að koma því á framfæri, að frétt í vikublað- inu Pressunni, sem kom út í gær, um þátttöku hans í hinni sk. Óháðu listahátíð er byggð á misskilningi forráðamanna hátlðarinnar og harmar hann þennan misskilning. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Borgey hf. á Höfn í Hornafirði: Af hálfu Borgeyjar hf. hefur ekki verið dregin dul á að vandi fyrirtæk- isins er mikill. Kemur þar bæði til mikil skuldsetning og erfíð greiðslu- fjárstaða og þörf á að ná betri árangri í rekstri en verið hefur. Að hvoru tveggja hefur verið unnið að undanförnu. Fjársterkir aðilar hafa á undan- förnum vikum kannað rekstrarhorfur Borgeyjar vegna hugsanlegrar þátt- töku þeirra í endurfjármögnun fyrir- tækisins. Nú liggja fyrir allar upplýs- ingar um stððu Borgeyjar og _mun það flýta fyrir úrlausn málsins. Ýms- ar leiðir eru úr vandanum og er ver- ið að skoða þá vænlegustu sem tryggt getur framtíð Borgeyjar. 1 viðræðum við lánardrottna og hugsanlega fjárfesta hefur komið fram að stjórnendur Borgeyjar og lánardrottnar eru sammála um um- fang þess vanda sem við er að glíma og að lausn hans verði að felast í endurfjármögnun. Endurfjármögn- unin getur orðið með þrenns konar hætti, nýju hlutafé, niðurfellingu skulda og með sölu eigna. Ekki er sama hvaða eignir eru seldar og má ljóst vera að sala á verulegum veiði- heimildum mun veikja rekstrarhæfni fyrirtækisins. Miklu máli skiptir að starfsmenn Borgeyjar missi ekki móðinn við þau skrif sem að undanförnu hafa orðið í fjölmiðlum. í gær áttu starfsmenn og stjórnendur Borgeyjar mikilvæga fundi um hvernig þeir gætu snúið vörn í sókn. Á fundunum kom fram að neikvæður fréttaflutningur um Borgey hefur skapað ótta, haft slæm áhrif á. vinnuanda og rekstrarárang- ur. Þar ákváðu menn að láta ekki uppgjöf veikja stöðu fyrirtækisins. Eftir skrif Morgunblaðsins nú í morgun er enn meiri ástæða til enn áður fyrir starfsmenn að berjast til sigurs. Öllu máli skiptir að þeir og aðrir heimamenn snúi bökum saman og berjist fyrir framtíð fyrirtækisins. Rétt er að leggja áherslu á að ekki hefur komið fram ósk frá lánar- drottnum um greiðslustöðvun né ákvörðun tekin um slíkt innan Borg- eyjar hf. Landsbanki íslands hefur heldur ekki sett Borgey hf. úrslita- kosti. Umræða um mál af þessu tagi er vandmeðfarin og með ólíkindum að fréttir af trúnaðarfundi sem stjórnendur Borgeyjar eiga með Lándsbankanum skuli vera komnar í fjölmiðla með slíkum rangfærslum. Stjórnendur Borgeyjar leggja áherslu á að niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er. Miklu máli skiptir að samkomulag verði milli eigenda fyrirtækisins og kröfuhafa. Aths. ritstj.: í frétt og fréttaskýringu Morg- unblaðsins í gær um málefni Borg- eyjar hf. er hvergi fullyrt, að fram hafí komið ósk frá lánardrottnum um greiðslustöðvun eða að shk ákvörðun haft verið tekin af hálfu fyrirtækisins. Morgunblaðið hefur ekki heldur haldið því fram, að Landsbankinn hafi sett fyrirtæk- inu úrslitakostí. Hins vegar sagði í frétt og fréttaskýringu blaðsins, að Borg- ey hf. mundi að öllum líkindum óska eftir greiðslustöðvun og að það væri mat helztu lánardrottna, að fyrirtækinu væri nauðugur einn kostur að undirbúa formlega nauðasamninga. Fullyrðúigum um rangfærslur er því visað á bug, en yfirlýsing Borgeyjar hf. þess efnis, að niðurfelling skulda sé ein þeirra leiða, sem rætt er um er staðfestíng á því, að áþekkar að- gerðir eru tíl umræðu og fjallað er um í frétt og fréttaskýringu Morgunblaðsins. Það er ekki tilgangur Morgun- blaðsins að skapa ótta meðal starfsmanna Borgeyjar hf. heldur segja fréttir af vandamálum þessa fyrírtækis eins og annarra fyrir- tækja í sjávarútvegi. n& i IU' * I MS& i I ftflA. (DnDmTOWu iBniyMHnm hver í sínum flokki .. VM% :_;: LAD AS? LAD AS LAD AiS LAD A r% L&Uft LRUn LMI« U&Mtí LmJfi% ÍÆsJn kf .^Jn kAUA iM^ LMJR LPÚJfk UHM l.. Árgerð 1993 Árgerð 1993 ^Al11 Iv 1500cc - 5gíra 495.000 kr. 130.000 kr. út og 12.417 kr. * í 36 mánuði SKUTBILL 1500cc-5gíra Lux 597.000 ká ^P* 150.000 kr. út og 15.147 kr. í 36 mánuði 1500cc - 5gíra 639.000 kr. 165.000 kr. út og 16.060 kr. í 36 mánuði SPOR X 1600cc-5gira 859.000 kr. 225.000,- kr. út og 21.543 kr. í 36 mánuði I Sí, Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðsliun. AFAR RAlIHíILdBFlJR KOSTVR! 5 BIFREIDAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚIA 13, SÍMI: 68 1Z 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.