Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 21

Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 21 Hálfur iiin um glugga MAÐUR var gripinn við innbrot á Laugaveginum í fyrrinótt og var hann kominn hálfur inn í húsið þegar lögreglan greip í taumana. Lögreglan fékk tilkynningu um að verið væri að bijótast inn í bak- hús við Laugaveginn. Þegar hún kom á vettvang sá hún mann, sem var kominn hálfur inn um glugga á húsinu. Lögreglan skipaði mann- inum út aftur, en nokkur tími leið þar til hann hlýddi, enda reyndist honum prílið erfitt. Maðurinn var fluttur í fanga- geymslur lögreglunnar, en þar er hann gjörkunnugur staðháttum frá fyrri tíð. Morgunblaðið/Kristinn Lagaprófessor kvaddur til BETTY Mahmoody, forsvarsmaður samtakanna Einn heimur fyrir börn, sem stödd er hér á landi i því skyni að aðstoða Sophiu Hansen í málarekstri hennar í Tyrklandi, ákvað i fyrradag að kalla til þýsk- an prófessor í lögum með mikla reynslu af skilnaðarmálum milli Þjóðverja og múslima og kom hann til landsins í gær. Betty ætlaði að fara af landi brott um hádegi í dag en frestaði för sinni eftir að hafa farið yfír alla málavexti með Sophiu, lögfræðingi og stuðn- ingsmönnum hennar. Að ofan eru þau Cramer Donald frá Þýska- landi, Betty Mahmoody og Sophia Hansen. Athugasemd við Pressufrétt Kristján Davíðsson, listmálari, um þátttöku hans í hinni sk. Óháðu hefur beðið Morgunblaðið að koma listahátíð er byggð á misskilningi því á framfæri, að frétt í vikublað- forráðamanna hátíðarinnar og inu Pressunni, sem kom út í gær, harmar hann þennan misskilning. • • ' Okumenn tekn- ir á Laufásvegi LÖGREGLAN hefur að undan- förnu þurft að hafa afskipti af allmörgum ökumönnum sem hafa ekið á ólöglegum hraða inn á Laufásveg frá Hringbraut. Leyfi- legur hraði þama er 30 km og virðast margir ökumenn ekki átta sig á því. Athugasemd frá Borgey hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Borgey hf. á Höfn í Hornafirði: Af hálfu Borgeyjar hf. hefur ekki verið dregin dul á að vandi fyrirtæk- isins er mikill. Kemur þar bæði til mikil skuldsetning og erfíð greiðslu- fjárstaða og þörf á að ná betri árangri í rekstri en verið hefur. Að hvoru tveggja hefur verið unnið að undanförnu. Fjársterkir aðilar hafa á undan- förnum vikum kannað rekstrarhorfur Borgeyjar vegna hugsanlegrar þátt- töku þeirra í endurfjármögnun fyrir- tækisins. Nú liggja fyrir allar upplýs- ingar um stöðu Borgeyjar og mun það flýta fyrir úrlausn málsins. Ýms- ar leiðir eru úr vandanum og er ver- ið að skoða þá vænlegustu sem tryggt getur framtíð Borgeyjar. I viðræðum við lánardrottna og hugsanlega fjárfesta hefur komið fram að stjómendur Borgeyjar og lánardrottnar em sammála um um- fang þess vanda sem við er að glíma og að lausn hans verði að felast í endurfjármögnun. Endurfjármögn- unin getur orðið með þrenns konar hætti, nýju hlutafé, niðurfellingu skulda og með sölu eigna. Ekki er sama hvaða eignir em seldar og má ljóst vera að sala á verulegum veiði- heimildum mun veikja rekstrarhæfni fyrirtækisins. Miklu máli skiptir að starfsmenn Borgeyjar missi ekki móðinn við þau skrif sem að undanfömu hafa orðið í fjölmiðlum. í gær áttu starfsmenn og stjómendur Borgeyjar mikilvæga fundi um hvemig þeir gætu snúið vöm í sókn. Á fundunum kom fram að neikvæður fréttaflutningur um Borgey hefur skapað ótta, haft slæm áhrif á vinnuanda og rekstrarárang- ur. Þar ákváðu menn að láta ekki uppgjöf veikja stöðu fyrirtækisins. Eftir skrif Morgunblaðsins nú í morgun er enn meiri ástæða til enn áður fyrir starfsmenn að beijast til sigurs. Öllu máli skiptir að þeir og aðrir heimamenn snúi bökum saman og beijist fyrir framtíð fyrirtækisins. Rétt er að leggja áherslu á að ekki hefur komið fram ósk frá lánar- drottnum um greiðslustöðvun né ákvörðun tekin um slíkt innan Borg- eyjar hf. Landsbanki íslands hefur heldur ekki sett Borgey hf. úrslita- kosti. Umræða um mál af þessu tagi er vandmeðfarin og með ólíkindum að fréttir af trúnaðarfundi sem stjórnendur Borgeyjar eiga með Landsbankanum skuli vera komnar í fjölmiðla með slíkum rangfærslum. Stjómendur Borgeyjar leggja áherslu á að niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er. Miklu máli skiptir að samkomulag verði milli eigenda fyrirtækisins og kröfuhafa. Aths. ritstj.: I frétt og fréttaskýringu Morg- unblaðsins í gær um málefni Borg- eyjar hf. er hvergp fullyrt, að fram hafi komið ósk frá Iánardrottnum um greiðslustöðvun eða að slík ákvörðun hafi verið tekin af hálfu fyrirtækisins. Morgunblaðið hefur ekki heldur haldið því fram, að Landsbankinn hafi sett fyrirtæk- inu úrslitakosti. Hins vegar sagði í frétt og fréttaskýringu blaðsins, að Borg- ey hf. mundi að öllum líkindum óska eftir greiðslustöðvun og að það væri mat helztu lánardrottna, að fyrirtækinu væri nauðugur einn kostur að undirbúa formlega nauðasamninga. Fullyrðingum um rangfærslur er því vísað á bug, en yfirlýsing Borgeyjar hf. þess efnis, að niðurfelling skulda sé ein þeirra leiða, sem rætt er um er staðfesting á þvi, að áþekkar að- gerðir eru til umræðu og fjallað er um í frétt og fréttaskýringu Morgunblaðsins. Það er ekki tilgangur Morgun- blaðsins að skapa ótta meðal starfsmanna Borgeyjar hf. heldur segja frétdr af vandamálum þessa fyrirtækis eins og annarra fyrir- tækja í sjávarútvegi. (DIBTOTOTU ænnaROTR hver í sínum flokki LADAS LADASfe LADASLADA SAFIR 1500cc - 5gíra 495.000 kr. 130.000 kr. út og 12.417 kr. ‘ í 36 mánuði SKUTBILL 1500cc - 5gíra Ltix 597.000 kr. 150.000 kr. út og 15.147 kr. í 36 mánuði SAMARA 1500cc - 5gíra 639.000 kr. 165.000 kr. út og 16.060 kr. í 36 mánuði SPORT 1600cc - 5gíra 859.000 kr. 225.000,- kr. út og 21.543 kr. í 36 mánuði Tökuin notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefiir verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. AFAR KAIMI.IH IÍ IíOSTHí: BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ARMÚUV 13, SÍMl: 68 12 00 BEINN SÍMl: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.