Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 22
22 ORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 AF ERLENDUM VETTVANGI EftirBOGAARASON Eritrea öðlast sjálfstæði frá Eþíópíu eftir þriggja áratuga borgarastyrjöld Gætí stuðlað að ófrið- arbáli um alla Afríku ERITREA verður sjálfstætt ríki með aðild að Sameinuðu þjóðunum 24. maí og Eritreumenn hafa svo sannarlega ástæðu til að fagna. Sjálfstæðisbaráttan var þeim dýr- keypt því þeir urðu að heyja stríð í þrjá áratugi, það langvinnasta í Afríku og líklega einnig það grimmileg- asta. Eritreumenn eru jafnframt fyrsta þjóðin í álfunni sem knýr fram aðskilnað eftir lok nýlendutímans. Leið- togar Afríkuríkja höfðu lengi óttast að sjálfstæði til handa Eritreumönnum gæti leitt til þess að aðskilnaðar- hreyfingar í öðrum Afríkuríkjum færu að dæmi þeirra þannig að öll myndi loga í ófriðarbáli. Eritrea er fyrrverandi nýlenda ítalíu, á stærð við England, og breskar hersveitir hröktu ítali þaðan árið 1941 eftir að þeir höfðu hernumið Eþíópíu í fimm ár. Samkomulag náðist árið 1952 um að Eritrea skyldi njóta sjálf- stjórnar í ríkjasambandi við Eþí- ópíu. Haile Selassie keisari braut þetta samkomulag og innlimaði landið í Eþíópíu tíu árum síðar. Þannig vildi hann tryggja að Eþí- ópía, sem er landlukt, fengi greið- an aðgang að Rauða hafinu. Þar með hófst stríð Eritreu- manna og Eþíópíumanna. Helsta hreyfing eritreskra aðskilnaðar- sinna, Þjóðfrelsisfylking Eritreu (EPLF), sem var stofnuð árið 1970, naut ekki umtalsverðs stuðnings frá útlöndum í stríðinu. Hún barðist einkum með hertekn- um vopnum, aðallega sovéskum þungavopnum sem stjórnvöld í Kreml dældu í marxistastjórn Mengistus Haile Miriams eftir að hún steypti Selassie keisara af stóli árið 1974. Þótt Þjóðfrelsisfylkingin hefði ekki úr miklum fjármunum að spila var hún talin best skipulagða skæruliðahreyfing Afríku. Hún kom meðal annars upp eigin lyfja- verksmiðjum, sjúkrahúsum og skólum á þeim landsvæðum sem hún náði á sitt vald í stríðinu. Hreyfingin hefur nú myndað bráðabirgðastjórn, sem hún segir að verði leyst upp þegar ástandið í landinu færist í eðlilegt horf og ný stjómarskrá verði sett. Hún hefur þó ekki lagt fram neina áætlun um hvenær efnt verði til / '50 V s V *«* \ d r^ERITREAN A VssawT^ /Asmera" »\— * / DJIBOUTIf (^Adenflói f E Þ í Ó P í A 1 0 300km "** 1 , .„ i kosninga. Hreyfingin aðhylltist í fyrstu marxisma en boðar nú hægfara jafnaðarstefnu. Liðs- menn hennar komu upphaflega frá kristnum þjóðflokkum en hún kveðst nú hlutlaus í trúmálum. Gífurlegt endurreisnarstarf framundan Talið er að rúmlega 50.000 eritreskir hermenn og 200.000 borgarar hafi beðið bana í stríð- inu. Hundruð þúsunda manna flúðu heimkynni sín og hartnær fjórðungur þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu um sjálfstæði landsins var í útlöndum. í ná- grannaríkinu Súdan er enn hálf milljón eritreskra flóttamanna. Stríðið olli mikilli eyðileggingu í Eritreu; vegakerfið er að mestu ónýtt, skólar og opinberar bygg- ingar í rúst eða niðurníðslu og landbúnaðurinn í lamasessi. Stjórnin áætlar að hún þurfi jafn- virði 100 milljarða króna til að ráða bót á þessu, en fékk aðeins 2,2 milljarða í aðstoð í fyrra. Þurrkar eru algengir í Eritreu og hafa oft valdið hungursneyð- um, en undanfarin tvö ár hefur regnið ekki látið á sér standa. Samt er um helmingur Eritreu- manna, sem eru um 3 milljónir, háður matvælaaðstoð frá útlönd- um. Útflutingur Eritreumanna er lítill sem enginn, ef undan er skil- in sala á salti til Eþíópíu og kú- skinni til Saudí-Arabíu. Eini harði gjaldeyrinn sem berst til landsins kemur frá Eritreumönnum í út- löndum, en talið er að þeir sendi þangað jafnvirði 600 milljóna króna á ári. Eindrægni og fórnfýsi í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem fór fram 23.-25. apríl, greiddu hvorki meira né minna en 99% kjósenda atkvæði með sjálfstæði og kjörsóknin var um 98%. Stríðið þjappaði eritresku þjóðinni saman og henni tókst að vinna sigur á einum grimmileg- asta her nútímasögunnar með ein- drægni sinni og fórnfýsi. Ljóst er þó að sjálfstæðisbaráttunni er ekki lokið enn, því Eritreumenn þurfa að.endurreisa landið upp frá grunni og það verður engan veg- inn auðvelt. Her Þjóðfrelsisfylkingarinnar er skipaður 100.000 mönnum, þar af 30.000 konum sem börðust við hlið karlanna í stríðinu. Margir þessara hermanna búa enn í tjöld- um og annast ýmsar opinberar framkvæmdir í sjálfboðavinnu. Öllum embættismönnum nýja rík- isins er gert að lifa eins sparlega og kostur er. Fjármálaráðherra landsins deilir til að mynda sex herbergja íbúð með rektor háskól- ans í höfuðborginni, Asmara, varaforseta hæstaréttar og fjöl- skyldum þeirra. Að sögn stjórnar- erindreka er stjórnkerfið „ðldung- is laust við alla spillingu". Ljóst er að Eritreumenn þurfa á þessari samheldni og fórnfýsi Kjarnorkukvenmenn Reuter 30.000 konur voru í 100.000 manna herliði Þjóðfrelsisfylkingar Eri- treu, sem vann sigur á stjórnarher Eþíópíu fyrir tveimur árum. Marg- ir hermannanna búa nú í tjöldum og sjá um ýmsar opinberar fram- kvæmdir í sjálfboðavinnu. Þriggja áratuga borgarastyrjöld í landinu olli mikilli eyðileggingu og Eritreumenn eiga því mikið endurreisnar- að halda til að endurreisa landið. Þjóðfrelsisfylkingin hefur bæði tögl og hagldir í stjórnkerfinu en fram hafa komið vísbendingar um að alþýðan sé orðin langþreytt á ástandinu. Hún er orðin óþolin- móð og væntir tafarlausra kjara- bóta nú þegar sjálfstæðið er í höfn. Vex aðskilnaðarhreyfingum ásmegin? Einingarsamtök Afríku (OAU) hafa haft þá stefnu að leggjast gegn breytingum á landamærum álfunnar þótt flestir séu sammála um að sú, skipting hennar, sem nýlenduveldin komu sér saman um, sé algjörlega út í hött. Sam- tökin óttast að breyting á landa- mærum eins ríkis geti kveikt ófriðarbál út um alla Afríku. Fjöl- margar aðskilnaðarhreyfingar hafa sprottið upp í álfunni, svo sem Katanga- og Bakongo-manna í Kongó, Sómala í Eþíópíu og Kenýu, Ewe-manna í Ghana, Sanwi-manna á Fílabeinsströnd- inni, Touareg-manna í Malí, Bug- anda- og Ruwenzururu-manna í Uganda, og Ibo-manna í austur- hluta Nígeríu (Biafra-stríðið 1967-70). Kristnir menn í suður- hluta Súdans berjast nú þegar fyrir aðskilnaði frá múslimum í norðurhlutanum og hvenær sem er gæti soðið upp úr í öðrum ríkj- um. ^H-........_H^f SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI .....i......i...........................¦"¦¦.........¦.....¦"'¦¦........¦""' FÖSTUDAGUR TIL FJÁR I GASGRILL ÍDAG Á KOSTNAÐARVERÐI BY6CTÖBIÍIÖ I KRINGLUNNI Lýðveldisráð Æðsta ráðsins í Rússlandi Stjórnlagadóm- stóllinn fjalli um ákvörðun Jeltsíns Moskvu. Reuter. LÝÐVELDISRÁÐIÐ, önnur deilda Æðsta ráðsins í Rúss- landi, hefur farið þess á leit við stjórnlagadómstól landsins að skera úr um hvort sú ákvörðun Borís Jeltsíns Rússlands- forseta að skipa sérstakt stjórnlagaþing til að semja nýja stjórnarskrá stæðist lög. Að sögn fréttastofunnar Itar- yrðu veitt völd til að samþykkja Tass var tillaga þessa efnis lögð nýja stjórnarskrá. Hefur hann boðið fram af þingmanninum Vladimír hverju hinna 88 héraða Rússlands, ísakov og var hún samþykkt um- til að senda tvo fulltrúa á stjórn- ræðulaust. lagaþingið, sem koma á saman 5. Jeltsín gaf út tilskipun síðastliðin júní. Fulltrúaþingi Rússlands er miðvikudag um stofnun stjórnlaga- hins vegar ekki boðið að taka þátt þingsins og lýsti því yfir að því í að samþykkja nýja stjómarskrá. I- f i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.