Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Ikveikja í leikfanga- verksmiðju ÁSTÆÐAN fyrir því að a.m.k. 209 manns týndu lífi í bruna í leik- fangaverksmiðju í útjaðri Bangkok á mánudag var sú, að sögn ör- yggisvarða, að þeir höfðu læst flestum útidyrum að skipun eig- enda. Hleypt væri inn að morgni um margar dyr en til að koma í veg fyrir hnupl starfsmanna væri aðeins hleypt út um einar dyr að kveldi. Þegar mörg hundruð starfs- menn hefðu hlaupið að einu undan- komuleiðinni hefði fólk troðist und- ir. í ofanálag hrundi stigapallur ofan á fólkið er það reyndi að troð- ast út. Er fólkið þaut frá vinnu- borðum sínum og reyndi að kom- ast undan hlupu verkstjórar í ein- stökum deildum til og hótuðu því brottrekstri, að sögn starfsmanna sem komust lífs af. Fullvíst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða, að sögn lögreglu. Fjölgar í Evrópuráðinu EISTLAND, Litháen og Slóvenía fá í dag formlega aðild að Evrópur- áðinu og ákvað ráðið að fara ekki að- tilmælum Rússa sem mótmæltu því er þeir kalla mismunun þjóð- erna í Eistlandi. Um 30% íbúa Eist- lands eru Rússar og setja Eistlend- ingar skilyrði fyrir því að Rússar fái borgararétt í landinu. Með nýju þjóðunum verða aðildarríkin 29. Reuter Kínveijar æfir út í Breta KÍNVERSKA utanríkisráðuneytið gagnrýndi í gær breska og banda- ríska ráðamenn fyrir að ræða við Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta og friðar- verðlaunahafa Nóbels, þegar hann heimsótti Bandaríkin fyrir mánuði og Bretland á dögunum. Ráðuneytið gagnrýndi þó harðast fund hans með Douglas Hurds, utanríkisráðherra Bretlands. „í heimsókinni til Bretlands notaði Dalai Lama hvert tækifæri til að prédika sjálfstæði Tíbets og tók þátt í aðgerðum sem miða að því að splundra Kína og grafa undan einingu Kínveija," sagði ráðuneytið. Á myndinni er Dalai Lama með erkibiskupnum af Kantaraborg. Deiiurnar innan Kristilega sósíalsambandsins í Bæjaralandi Stoiber nýtur meiri stuðnings en Waigel MUnchen. Reuter. HVERFANDI líkur eru taldar á að Theo Waigel, fjármála- ráðherra Þýskalands og formaður Kristilega Sósíalsam- bandsins (CSU) í Bæjaralandi, leiði flokkinn í kosningum þar á næsta ári. Hefur komið í ljós að nánast allir fulltrú- ar CSU á þingi Bæjaralands vilja frekar að Edmund Stoi- ber, innanríkisráðherra Bæjaralands, vegði í því hlutverki. Heimildir innan CSU herma að sækist Waigel eftir að leiða flokkinn í kosningum verði hann að knýja fram atkvæðagreiðslu um málið, sem yrði mjög skaðlegt fyrir flokk- inn. „Waigel er búinn að mála sig út í horn. Hann vanmat Stoiber," sagði háttsettur starfsmaður CSU. Stoiber hefur þótt sýna mikla hörku sem innanríkisráðherra og lagt mikla áherslu á að halda uppi lögum og reglu. Binda menn innan CSU vonir við að geta haldið í fylgi lengst til hægri verði hann í for- svari. Hægriöfgaflokkar hafa verið í mikilli uppsveiflu í Bæjaralandi að undanförnu og meirihluti CSU þar jafnvel talinn vera í hættu í fyrsta skipti. Áhrif CSU hafa minnkað Ef flokkurinn myndi tapa kosn- ingunum í Bæjaralandi ætti hann á hættu að missa flest þau miklu áhrif sem hann hefur í þýskum stjórnmálum. CSU býður einungis fram í Bæjaralandi og hafa áhrif flokksins þegar rýmað í kjölfar sameiningar Þýskalands. Innan CSU er nú einnig rætt hversu styrk staða Waigels sé í Bonn í kjölfar þess að hann nýtur greinilega ekki fulls trausts sam- flokksmanna sinna. Er talið hugs- anlegt að ef Stoiber verði næsti forsætisráðherra Bæjarlands muni hann þegar fram líða stundir gera tilkall til formennskunnar innan CSU. Austur-Þýskaland Verkföllin breiðast út Frankfurt. Reuter. VERKFALL starfsmanna í stál- iðnaði, sem náði fyrst til tveggja ríkja í Austur-Þýskalandi, breið- ist út til hinna ríkjanna þriggja í austurhlutanum í næstu viku, að forystumanna stéttarfélags þeirra í gær. „Ég tel að verkfallið standi í tals- verðan tíma,“ sagði Franz Steinkú hler, leiðtogi verkfallsmannanna, sem eru að mótmæla ákvörðun fyr- irtækja um að rifta kjarasamningi sem hefði tryggt þeim svipuð laun og tíðkast í vesturhluta landsins. Bílamarkaóurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími B71800 ^ Opið sunnudaga kl. 13 - 18. Oldsmobile Calais Supereme '85, V6, 3,0L, bein innsp., steingrar, álfelgur o.fl. Skoðaöur '94. V. 650 þús., sk. á ód. Ford Fiesta 1600 XR 2 '85, hvítur, 5 g., ek. 10 þ. á vél, álflegur, sóllúga o.fl. V. 490 þús., sk. á ód. Pontiac Firebird '84, rauður, 8 cyl., sjálfsk., ek. 84 þ., álfelgur o.fl. V. 650 þús., sk. á ód. og betri bf/asa/a„_ ^BÍLASALA GARÐARS) Nóatúni 2, sími 619 615 Toyota 4 Runner '91, hvítur, ek. 45 þ., beinsk. V: 2300 þ. Honda Civic 1,5 GLI '91, rauður, ek. 40 þ. V: 950 þ. VW Vento GL '93, vínrauöur, ek. 10 þ., beinsk. V: 1330 þ. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan, brúnsans, sjálfsk., ek. 16 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 890 þús. Suzuki Swift GL ’90, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. aðeins 28 þ. V. 580 þús. Chrysler Grand Voyager SE 8 manna, ’Srt, rauður, sjálfsk., ek. 140 þ. Mikið af aukahl. V. 1650 þús. íjs Toyota Touring XL '91, hvítur, ek, 50 þ. V: 1150 þ. Subaru 1800 '88, silfgr. sjsk. ek. 95 þ. V: 720 þ. Sk. á ód. Ýmis hjól á staðnum. Opið 10-22virka daga 10-17 laugardagaog 13.30-17 sunnudaga Fjörug bílaviðskipti Vantar góða bíla á staðinn, ekkert innigjald. Toyota Landcruiser, stuttur '87, bensín, 5 g., ek. 99 þ., ýmsir aukahl. V. 1300 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 station '91, 5 g., ek. 60 þ. V. 1090 þús. Ford Bronco Eddi Bauer '84, toppeintak m/öllu. V. 790 þús. stgr. Citroen BX 19 GTi '91, sjálfsk., ek. 17 þ., sóllúga o.fl. V. 1390 þús. Toyota Coroila GTi 16v '91, sjálfsk., ek. 17 þ., sóllúga o.fl. V. 690 þús., sk. á ód. Vantar bfla á staðinn Stór sýningarsalur Brauðostur 15% LÆKKUN! VERÐ NU: 679 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: ÞU SPARAR: ■ kílóið. 120 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMJÖRSALANSE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.