Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. MAI 1993 Tölvuþrjótar gegn NAS A TVEIM áströlskum tölvuþrjótum tókst í febrúar 1990 að stöðva tölvukerfi bandarísku Geimrann- sóknastofnunarinnar, NASA, í sól- arhring, auk þess sem þeir komust yfir mjög mikilvægar upplýsingar. Þetta kom fram við yfirheyrslur í Melbourne. Richard Jones, 23 ára gamall og afar hæglátur háskóla- nemi, eyddi öllum sínum frístundum í tölvur og á endanum tókst honum að komast inn í NASA-tölvukerfið með því að brjótast inn í háskólat- ölvukerfið og þaðan inn í ýmis al- þjóðleg kerfi sem tengjast NASA. Síðar aðstoðaði hann félaga sinn við sömu iðju. &[3hl>e: Þýsk gæðavara Teg. 1406. St. 35-43. Verð kr. 3.390,- Teg. 1474. St. 35-43. Verð kr. 3.390, Teg. 1502. St. 39-47. Verð kr. 3.280, araffls UTILIF? GUESIBÆ . SÍMI812922 Attali 17. bókin gefur lesendum sýn inn í heim valdamanna. Dagbók fyrrverandi skrifara Francois Mitterrands Frakklandsforseta Reagan með grín og Gorbatsjov óvenju berorður Gef ur lesendum sýn inn í heim valdamanna og þjóðhöfðingja París. Reuter. LÍKLEGA hafa allir óskað sér einhvern tíma, að þeir væru ósýnilegir og gætu fylgst með öllu, sem fram færi, án þess nokkur yrði þess var. Segja má, að þann- ig hafi það verið með Jacques Attali, „hugmyndasmið og skrifara" Francois Mitterrands Frakklandsforseta um margra ára skeið. Hann hefur nú gefið út 960 blaðsíðna bók um fyrstu sex árin í þjónustu forsetans þar sem hann gefur lesendum sýn inn í heim valda- manna og þjóðhöfðingja og segir frá mörgum bráð- skemmtilegum atvikum og tilsvörum. Attali er sá sami Attali og hef- ur verið gagnrýndur harðlega fyr- ir bruðl sem bankastjóri Evrópska þróunarbankans en þrátt fyrir miklar annir í því starfi hefur hann fundið sér tíma til að ljúka við þessa 17. bók sína. Heitir hún „Verbatim" og í henni rekur hann næstum frá orði til orðs samræður á leiðtogafundum og birtir auk þess útdrátt úr bréfaskriftum ýmissa leiðtoga. Segist hann ekki sleppa neinu, sem máli skiptir, nema um sé að ræða ríkisleyndar- mál. Með samþykki Mitterrands Bókin hefst rétt áður en Mit- terrand er kosinn forseti 1981 en lýkur með kosningaósigri sósíal- ista 1986. Annað bindi á að koma út þegar Mitterrand hverfur úr forsetastóli 1995. Líklega tóku erlendu leiðtog- arnir ekkert eftir því, að Attali skráði niður allt, sem þeir sögðu á fundum, en Mitterrand vissi það og hann hefur lagt blessun sína yfír bókina. Las hann raunar sjálf- ur yfir prófarkir og felldi sumt úr. Reagan leiddist Attali bregður upp mynd af Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann dottar og dormar á fundum og þegar hann vantar nótur frá sér- fræðingum sínum um stefnuna í hinum aðskiljanlegustu málum reynir hann að bjarga sér með barnalegum bröndurum. Lesend- ur sjá fyrir sér Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, tala um Reagan ... dottaði á fundum efnahagsmál, Reagan til sárra leiðinda, á Sjö-ríkja-fundinum í Versölum 1982 en við kvöldverð- arborðið hallar Kohl sér að Mit- terrand: „Óskaplega leiðist mér þessi náungi (Reagan). Hann er svo heimskur." Á leiðtogafundi Evrópubanda- lagsins 1985 hneykslaðist Marg- aret Thatcher á hinum leiðtogun- um fyrir að vilja setja reglur um og takmarka almennan vinnu- tíma. Sagðist hún vita allt um rekstur enda hefði hún sjálf unnið í þriggja manna fyrirtæki. „Hvað varð um hina tvo," skaut þá Giulio Andreotti, forsætisráðherra ítal- íu, inn í. „Þeir hafa vafalaust unnið yfir sig og eru dauðir." Gorbatsjov ... landbúnaðurinn rugl „Síðan hvenær?" í veislu í Kreml 1984 segir Attali frá manni að nafni Míkhaíl Gorbatsjov, félaga í sovéska stjórnmálaráðinu, sem þótti óvenjulega berorður og sýna for- seta sínum litla virðingu. Konstantín Tsjernenko: „Hvers vegna kemurðu svona seint?" Gorbatsjov: „Ég var að koma af fundi um landbúnað í Az- erbajdzhan." Tsjernenko: „Hvernig gengur þar?" Gorbatsjov: „Þeir segja, að allt sé í himnalagi en það er rugl. Raunar er landbúnaðurinn í öllum Sovétríkjunum tómt rugl." Tsjernenko ... síðan hvenær? Tsjernenko: „Nú, síðan hve- nær?" Gorbatsjov: „Síðan 1917." Dáðist að Thatcher Attali segir, að Mitterrand hafi spáð því í viðtali við Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslara Vestur-Þýskalands, að þýsku rík- in sameinuðust fyrr en nokkurn grunaði en Schmidt var hins veg- ar viss um, að það yrði ekki í sinni tíð. „Hún er með augu Stalíns en röddina hennar Marilyn Monroe," sagði Mitterrand um Thatcher, fjandvin sinn innan EB, og þegar hún sendi herskipin til Falklands- eyja varð honum að orði: „Ég dáist að henni ...eða kannski ég öfundi hana." sem Þeir sepía w-ijf. ¦»!.¦¦¦¦ ..^\wu m ¦spurninnum ^H iBita svara <\« þegor uhrl;turr^-^ft pantanir í síma 91-29900 lE jl -lofargíjðu! ^reytingar gerðar á menntakerfinu í Svíþjóð Valddreifing og aukin samkeppni í öndvegi Gautaborg. Frá Sverri Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UPPSTOKKUN á menntakerfinu var eitt loforða ríkis- stjórnar sænsku borgaraflokkana, sera tóku við völdum haustið 1991. Valddreifing, aukið sjálfstæði menntastofn- ana og samkeppni þeirra á milli er sett í öndvegi, en dreg- ið skal úr áhrifum ríkisins. Nú er hluti þessara breytinga að verða að veruleika. Þingið hefur þegar samþykkt fyrsta hluta áætlunarinnar og tekur hún gildi fyrsta júlí. Hvað menntun á háskólastigi varðar eru stærstu breytingarnar þær að hver háskóla- stofnun fær meira sjálfræði en áð- ur. Háskólarnir fá sjálfir að sjá um að velja úr umsóknum um skóla- vist. Það hlutverk var áður í hönd- um ríkisstofnunar sem sá um þá hlið mála fyrir allt landið. Stærstu breytingarnar verða þó á fjármögnun háskólanna. Nú fær hver skóli fjárveitingar sem byggj- ast á áætlunum um fjölda nýskrán- inga. Samkvæmt nýja kerfinu skal hver stofnun fá fjármagn sem að hluta byggist á fjölda stúdenta og að hluta til á þeim námsárangri sem stúdentarnir sýna. Hver skóli fær hámarksfjárveitingu greidda í upp- hafi þriggja ára tímabils. Nái ekki allir nemendur tilskildum árangri verður skólinn að greiða til baka mismuninn. Við þetta bætist svokölluð gæða- fjárveiting, sem ætlað er að auka samkeppni milli skólanna.' í kjölfar hennar verða skólarnir að stórauka markaðssetningu og kynningu til þess að fá náð fyrir augum stúd- enta, á sama tíma sem þeir verða að reyna að velja úr þá sem líkleg- astir eru að ljúka prófum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa bent á að með þessum ráðstöf- unum sé stefnt að svokölluðum úr- valsskóium í Svíþjóð og hafa varað við hættunni á að þeir skólar sem ekki fái allra bestu nemendurna verði útundan. » I » r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.