Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 26
26 " ' MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 + lltai^flititfyfaMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. VSIog kjarasamningar Irúman áratug hefur Vinnuveitendasamband íslands haft verulegt frum- kvæði í stefnumörkun í efna- hags- og atvinnumálum landsmanna. Fram undir lok áttunda áratugarins hafði þetta frumkvæði verið í höndum verkalýðshreyfing- arinnar um langt skeið. For- ' ystumenn verkalýðsfélag- anna fóru hins vegar yfir strikið í pólitískri baráttu sinni gegn ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar veturinn og vorið 1978 'og misstu þetta frumkvæði úr höndum sér í kjölfar þess. Síðan hefur Vinnuveitendasambandið verið ráðandi í stefnumörkun á vinnumarkaðnum. — Þess vegna kom það mjög á óvart, þegar í ljós kom fyrir nokkrum vikum, að Vinnuveitendasambandið var tilbúið til að standa að gerð kjarasamninga, sem augljóslega voru ekki í nokkru samræmi við þá ábyrgu og að mörgu leyti hugmyndaríku stefnu, sem Vinnuveitendasambandið hafði rekið um langt árabil. Þetta var meira áfall fyrir VSÍ en ASÍ vegna þess, að það eru þrátt fyrir allt gerð- ar meiri kröfur til VSÍ en ASÍ í þessum efnum. Á aðalfundi VSÍ sl. þriðju- dag kvartaði Magnús Gunn- arsson, formaður VSÍ, mjög undan neikvæðum viðbrögð- um ýmissa aðila vegna þeirra hugmynda að kjara- samningi, sem VSÍ var reiðubúið til að standa að. Formaður VSÍ sagði m.a.: „Margir urðu til þess að benda á þær hættur sem fylgdu auknum halla á rekstri ríkissjóðs og þá sér- staklega ¦ neikvæð áhrif á fjármagnsmarkað. Þar voru á ferðinni þingmenn úr stjórnarliðinu, áhrifamiklir embættismenn og þau blöð, sem helzt hafa stutt við rík- isstjórnina og töldu sumir þessara aðila að samningar af þessum toga væru hreint ábyrgðarleysi og flótti frá vandamálunum. Var raunar svo langt gengið að láta að því liggja, að halli ríkissjóðs ykist um allt að 11 milljarða, ef af samningsgerðinni yrði ... þessi málflutningur skað- aði nóg til þess, að samstað- an brast í hópi viðsemjenda okkar og einstakir aðilar lýstu sig andvíga samnings- gerð til lengri tíma." Síðan sagði Magnús Gunnarsson: „Þessi afstaða hefur skiljanlega komið illa við marga í röðum viðsemj- enda okkar, því það er illt undir því að sitja, ef vilji mikils meirihluta í vérka- lýðshreyfingunni fær ekki notið sín vegna ofríkis fárra." Þessi málflutningur for- manns Vinnuveitendasam- bandsins vekur furðu. í fyrsta lagi er það undarlegt að kenna öðrum um, að samningar náðust ekki. Ef eitthvert vit hefði verið í þessari samningagerð hefðu aðstandendur hennar ekki haft mikið fyrir því að ráða , við nokkra fjölmiðla, emb- ættismenn og stjórnmála- menn. Samningarnir náðust ekki vegna þess, að fjöl- mörgum aðilum, ekki sízt innan VSÍ og ríkisstjórnar, var ljóst að það var ekki grundvöllur fyrir svo dýrum kjarasamningum við núver- andi aðstæður. í öðru lagi vekur það undrun, að for- manni VSÍ skuli vera svo mikið í mun að „vilji mikils meirihluta í verkalýðshreyf- ingunni" nái fram að ganga. Þetta er alveg nýr þáttur í stefnu VSÍ og ekki gott að segja, hvar þjóðin væri á vegi stödd, ef vilji slíks meiri- hluta hefði alltaf fengið að ráða! Ef ^ Vinnuveitendasam- band íslands telur, að það sé grundvöllur fyrir kjara- bótum, sem kosta jafn mikið og umræddar hugmyndir hefðu kostað, verða vinnu- veitendur sjálfir að vera til- búnir til að greiða þær í stað þess að senda reikninginn til skattgreiðenda, eins og til stóð að gera. Ef Vinnuveit- endasambandið telur ekki grundvöll fyrir því, að at- vinnuvegirnir borgi slíkar kjarabætur verður að gera þá kröfu til talsmanna þess, að þeir standi fast á sínum sjónarmiðum og slaki hvergi Morgunblaðið/Snorri Snorrason Sléttanesið frá Póllandi ÓHÆTT er að segja að glæsilegt fley hafí komið til Akranes þegar frystitogarinn Sléttanes lagðist þar að bryggju eftir Póllandssiglingu uppúr hádegi í gær. Skipinu var í desember siglt til Póllands og breytt í frystitogara í borginni Gdynia. Má þannig nefna að lengja þurfti skipið um u.þ.b. 10 metra. Eftir breytinguna var skipinu siglt til Akraness þar sem lok- afrágangur fer fram en vinnslulína skipsins er frá Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Jens Andrés Guðmundsson, útgerðarstjóri, sagði að von væri á skipinu til heimahafnar á Þingeyri eftir 2-3 daga og færi það síðan beint á veiðar. Áætlaður kostnað- ur við breytingar á Sléttanesinu eru 150 milljónir króna. Sainkeppnishindranir á markaðinum? Geisladiskar dýrastir hér IKÖNNUN sem Verðlagsstofnun gerði fyrir ári í samvinnu við Verðlagsráð samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndum reyndust geisladiskar dýrastir í Reykjavík en könnunin náði til níu höfuðborga í Evrópu. Reyndist verðið í Reykjavík fimmtungi hærra en verð á geisladiskum í London. Guðmundur Sigurðsson viðskipta- fræðingur hjá Samkeppnisstofnun sagði að verðið hefði verið 7 til 10% hærra í Reykjavík en í höfuðborgum Norðurlanda en lægst var það í Ham- borg. Áþekk verðlagning Hann sagði að verðlagning væri hér mjög áþekk hjá stæstu innflutn- ingsfyrirtækjunum og gæti það bent til samráðs um verðlagningu. Guð- mundur sagði að könnun hefði ekki leitt I ljós tilburði hjá fyrirtækjunum til að hindra verðlækkun en lítil verð- dreifing benti til þess að einhverjar samkeppnishindranir væru á þessum markaði. Eitt fyrirtæki, Japis hf., hefði þó skorið sig úr með lægri verðlagningu þannig að einhver sam- keppni væri til staðar. Að mati breskrar þingnefndar er álagning á geisladiskum í Bretlandi of há og sakar nefndin geisladiskaút- gefendur þar í landi um leynimakk og ónóga samkeppni. jRaunveruleg upj Jón^ Karl Varla er hægt að t herra hverfur til a VANDRÆÐAGANGUR ríkiss ræðu um uppstokkun, er orð sé meira sagt, og ríkisstjórnii nema sjálfri sér. Það voru o( þeir Davíð Oddsson og Jón B í sameiningu gáfu yfirlýsingi Viðey fyrir rúmum tveimur ái yrði upp í ríkisstjórninni á n Það er nú liðlega hálfnað, oj blasir að gerð verði er eftirfai skipta- og iðnaðarráðherra mi hætta afskiptum af stjórnmál Jóhannesar Nordal, sem Seðl stjórn í hans stað mun Karl Punktur - basta. Skoðanir um ur standa undir nafngiftinni „ hljóta eðli málsins samkvæmt a< menn munu ekki hrófla við ei sér, þar sem þeir tveir ráðher hreyfanlegir, þar til fyrir sköm gbngu- og landbúnaðarráðhert menntamálaráðherra, hafa nú með þeim hætti, að ekki verður við þeim. Vika eldri borgara Föstudagnr 14. maí Gönguferð um Landakotshæð kl. 8. Gengið frá Borgarhúsi. Fararstjóri Sig- urður Líndal prófessor. Café París morgunkaffí frá kl. 9.30. Hótel Borg morgunkaffi frá kl. 9.30. Dómkirkjan Helgistund kl. 14. Séra Ólöf Ól- afsdóttir. Hótel Borg Eftirmiðdagskaffi kl. 15 með lif- andi tónlist. Café París Eftirmiðaagskaffi kl. 15 með lif- andi tónlist. Ráðhúsið Dagskrá frá kl. 16. Kór félags eldri borgara á Selfossi, undir stjórn Sigurveigar Hjaltested. Leikhópurinn Snúður og Snælda. Los Dos Paraguayos. Innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hefur uppstokkun í ráð- herraliði flokksins aldrei verið rædd. Hún hefur ekki verið á dagskrá, enginn hefur óskað eftir því að hún væri tekin á dagskrá og enginn hef- ur borið upp sérstakar óskir eða til- lögur tengdar þVí efni. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki held- ur rætt þetta mál sín á milli og sýn- ist mönnum sem litlar sem engar líkur séu á því að málið verði á dag- skrá á næstunni. Lélegir brandarar Alþýðuflokkurinn og talsmenn hans hafa á hinn bóginn rætt ýmis- legt í tengslum við uppstokkun í ráðuneytum á kratafundum og for- maðurinn m.a. varpað fram ýmsum hugmyndum, sem hann þó hefur ekki borið við að kynna eða ræða við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, Sjálfstæðiflokkinn. Sjálfstæðismenn hafa því ýmist afgreitt hugmyndir um uppstokkun, sameiningu ráðu- neyta landbúnaðar, sjávarútvegs og i£ Oi k h 1* \y OJ la S; m ei m U| in Þ; ai' í S1 sc sí VC Ul Aldraðir ganga á Öskjuh HOPUR eldri borgara tók fram gönguskóna í gær og fór í gönguferð um Öskjuhlíðina, en þetta var liður í dagskrá Viku eldri borgara sem nú stendur yfú el Borg og drukkití var ekið um miðbo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.