Morgunblaðið - 14.05.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 14.05.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 JMmfgtmfrliifei Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. VSÍog kjarasamningar Irúman áratug hefur Vinnuveitendasamband íslands haft verulegt frum- kvæði í stefnumörkun í efna- hags- og atvinnumálum landsmanna. Fram undir lok áttunda áratugarins hafði þetta frumkvæði verið í höndum verkalýðshreyfing- arinnar um langt skeið. For- ' ystumenn verkalýðsfélag- anna fóru hins vegar yfir strikið í pólitískri baráttu sinni gegn ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar veturinn og vorið 1978 og misstu þetta frumkvæði úr höndum sér í kjölfar þess. Síðan hefur Vinnuveitendasambandið verið ráðandi í stefnumörkun á vinnumarkaðnum. — Þess vegna kom það mjög á óvart, þegar í ljós kom fyrir nokkrum vikum, að Vinnuveitendasambandið var tilbúið til að standa að gerð kjarasamninga, sem augljóslega voru ekki í nokkru samræmi við þá ábyrgu og að mörgu leyti hugmyndaríku stefnu, sem V innuveitendasambandið hafði rekið um langt árabil. Þetta var meira áfall fyrir VSÍ en ASÍ vegna þess, að það eru þrátt fyrir allt gerð- ar meiri kröfur til VSÍ en ASÍ í þessum efnum. Á aðalfundi VSÍ sl. þriðju- dag kvartaði Magnús Gunn- arsson, formaður VSÍ, mjög undan neikvæðum viðbrögð- um ýmissa aðila vegna þeirra hugmynda að kjara- samningi, sem VSÍ var reiðubúið til að standa að. Formaður VSÍ sagði m.a.: „Margir urðu til þess að benda á þær hættur sem fylgdu auknum halla á rekstri ríkissjóðs og þá sér- staklega neikvæð áhrif á fjármagnsmarkað. Þar voru á ferðinni þingmenn úr stjórnarliðinu, áhrifamiklir embættismenn og þau blöð, sem helzt hafa stutt við rík- isstjórnina og töldu sumir þessara aðila að samningar af þessum toga væru hreint ábyrgðarleysi og flótti frá vandamálunum. Var raunar svo langt gengið að láta að því liggja, að halli ríkissjóðs ykist um allt að 11 milljarða, ef af samningsgerðinni yrði ... þessi málflutningur skað- aði nóg til þess, að samstað- an brast í hópi viðsemjenda okkar og einstakir aðilar lýstu sig andvíga samnings- gerð til lengri tíma.“ Síðan sagði Magnús Gunnarsson: „Þessi afstaða hefur skiljanlega komið illa við marga í röðum viðsemj- enda okkar, því það er illt undir því að sitja, ef vilji mikils meirihluta í verka- lýðshreyfingunni fær ekki notið sín vegna ofríkis fárra.“ Þessi málflutningur for- manns Vinnuveitendasam- bandsins vekur furðu. í fyrsta lagi er það undarlegt að kenna öðrum um, að samningar náðust ekki. Ef eitthvert vit hefði verið í þessari samningagerð hefðu aðstandendur hennar ekki haft mikið fyrir því að ráða við nokkra fjölmiðla, emb- ættismenn og stjórnmála- menn. Samningamir náðust ekki vegna þess, að fjöl- mörgum aðilum, ekki sízt innan VSÍ og ríkisstjórnar, var ljóst að það var ekki grundvöllur fyrir svo dýrum kjarasamningum við núver- andi aðstæður. í öðru lagi vekur það undrun, að for- manni VSÍ skuli vera svo mikið í mun að „vilji mikils meirihluta í verkalýðshreyf- ingunni“ nái fram að ganga. Þetta er alveg nýr þáttur í stefnu VSÍ og ekki gott að segja, hvar þjóðin væri á vegi stödd, ef vilji slíks meiri- hluta hefði alltaf fengið að ráða! Ef ^ Vinnuveitendasam- band íslands telur, að það sé grundvöllur fyrir kjara- bótum, sem kosta jafn mikið og umræddar hugmyndir hefðu kostað, verða vinnu- veitendur sjálfir að vera til- búnir til að greiða þær í stað þess að senda reikninginn til skattgreiðenda, eins og til stóð að gera. Ef Vinnuveit- endasambandið telur ekki grundvöll fyrir því, að at- vinnuvegirnir borgi slíkar kjarabætur verður að gera þá kröfu til talsmanna þess, að þeir standi fast á sínum sjónarmiðum og slaki hvergi á. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Sléttanesið frá Póllandi ÓHÆTT er að segja að glæsilegt fley hafí komið til Akranes þegar frystitogarinn Sléttanes lagðist þar að bryggju eftir Póllandssiglingu uppúr hádegi í gær. Skipinu var í desember siglt til Póllands og breytt í frystitogara í borginni Gdynia. Má þannig nefna að lengja þurfti skipið um u.þ.b. 10 metra. Eftir breytinguna var skipinu siglt til Akraness þar sem lok- afrágangur fer fram en vinnslulína skipsins er frá Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Jens Andrés Guðmundsson, útgerðarstjóri, sagði að von væri á skipinu til heimahafnar á Þingeyri eftir 2-3 daga og færi það síðan beint á veiðar. Áætlaður kostnað- ur við breytingar á Sléttanesinu eru 150 milljónir króna. Samkeppnishiiidranir á markaðinum? Geisladiskar dýrastir hér í KÖNNUN sem Verðlagsstofnun gerði fyrir ári í samvinnu við Verðlagsráð samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndum reyndust geisladiskar dýrastir í Reykjavík en könnunin náði til níu höfuðborga í Evrópu. Reyndist verðið í Reykjavík fimmtungi hærra en verð á geisladiskum í London. leitt í Ijós tilburði hjá fyrirtækjunum til að hindra verðlækkun en lítil verð- dreifing benti til þess að einhveijar samkeppnishindranir væru á þessum markaði. Eitt fyrirtæki, Japis hf., hefði þó skorið sig úr með lægri verðlagningu þannig að einhver sam- keppni væri til staðar. Að mati breskrar þingnefndar er álagning á geisladiskum í Bretlandi of há og sakar nefndin geisladiskaút- gefendur þar í landi um leynimakk og ónóga samkeppni. Guðmundur Sigurðsson viðskipta- fræðingur hjá Samkeppnisstofnun sagði að verðið hefði verið 7 til 10% hærra í Reykjavík en í höfuðborgum Norðurlanda en lægst var það í Ham- borg. Áþekk verðlagning Hann sagði að verðlagning væri hér mjög áþekk hjá stæstu innflutn- ingsfyrirtækjunum og gæti það bent til samráðs um verðlagningu. Guð- mundur sagði að könnun hefði ekki ____________ + Raunveruleg uppstokkun í ríkisstjórninni hefur verið sett í salt Jón Sigurðsson út- Karl Steinar inn Varla er hægt að tala um uppstokkun í ríkisstjóm, þegar einn ráð- herra hverfur til annarra starfa og annar tekur hans sæti í sljóminni VANDRÆÐAGANGUR ríkisstjórnarinnar, vegna um- ræðu um uppstokkun, er orðinn hálfpínlegur, að ekki sé meira sagt, og ríkissljórnin getur engum um kennt nema sjálfri sér. Það voru oddvitar ríkisstjórnarinnar, þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, sem í sameiningu gáfu yfirlýsingu eftir stjórnarmyndun í Viðey fyrir rúmum tveimur árum, í þá veru að stokkað yrði upp í ríkisstjórninni á miðju kjörtímabili hennar. Það er nú liðlega hálfnað, og sú uppstokkun sem við blasir að gerð verði er eftirfarandi: Jón Sigurðsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra mun í júníbyijun ákveða að hætta afskiptum af stjórnmálum og taka við stöðu dr. Jóhannesar Nordal, sem Seðlabankastjóri. Inn í ríkis- stjórn í hans stað mun Karl Steinar Guðnason koma. Punktur - basta. Skoðanir um það hvort þessar tilfærsl- ur standa undir nafngiftinni „Uppstokkun í ríkisstjórn“ hljóta eðli málsins samkvæmt að vera skiptar. Sjálfstæðis- menn munu ekki hrófla við einum einasta ráðherra hjá sér, þar sem þeir tveir ráðherrar sem hugsanlega voru hreyfanlegir, þar til fyrir skömmu, Halldór Blöndal, sam- göngu- og landbúnaðarráðherra og Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, hafa nú valdað ráðherrastóla sína með þeim hætti, að ekki verður einu sinni hægt að stugga við þeim. Langlíklegast er að eina breytingin í ríkisstjórn í sumar verði sú að Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra taki við embætti Seðlabankastjóra og Karl Steinar Guðnason, alþingis- maður taki sæti hans í ríkisstjóm. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hefur uppstokkun í ráð- herraliði flokksins aldrei verið rædd. Hún hefur ekki verið á dagskrá, enginn hefur óskað eftir því að hún væri tekin á dagskrá og enginn hef- ur borið upp sérstakar óskir eða til- lögur tengdar því efni. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki held- ur rætt þetta mál sín á milli og sýn- ist mönnum sem litlar sem engar líkur séu á því að málið verði á dag- skrá á næstunni. Lélegir brandarar Alþýðuflokkurinn og talsmenn hans hafa á hinn bóginn rætt ýmis- legt í tengslum við uppstokkun í ráðuneytum á kratafundum og for- maðurinn m.a. varpað fram ýmsum hugmyndum, sem hann þó hefur ekki borið við að kynna eða ræða við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, Sjálfstæðiflokkinn. Sjálfstæðismenn hafa því ýmist afgreitt hugmyndir um uppstokkun, sameiningu ráðu- neyta landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar í einu atvinnuvegaráðuneyti og nýja verkaskiptingu flokkanna í kjölfar slíkrar sameiningar, sem hálfgert skemmtiefni á kratafundum eða lélega brandara. Þeir spyija hvort kratar ætlist til þess að vera teknir alvarlega, þegar þeir bjóða upp á að taka við stjórn og starfsviði tveggja ráðuneyta, landbúnaðar og sjávar, gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn haldi fjár- málaráðuneytinu, eða að þeir gefi eftir hálft verksvið viðskiptaráðu- neytisins, sem er iðnaðarráðuneyti, gegn því að fá í sinn hlut fjármálin. Það er skoðun ýmissa sjálfstæðis- manna að umræða kratanna um uppstokkun sé að mörgu leyti sprott- in af þeirra eigin vandræðagangi. Það verði ekki um neina uppstokkun að ræða, þótt Jón Sigurðsson setjist í seðlabankastjórastólinn og Karl Steinar komi inn fyrir hann. Kratar séu því að reyna að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og vekja athygli á að þar fari engin umræða fram um stólaskipti, enda séu slík skipti ekki á döfinni. Raun- ar telja ákveðnir ráðherrar sem rætt hefur verið við, að það sé algjör misskilningur að nú sé skynsamlegt að hefja slíka uppstokkun. Það taki menn a.m.k. tvö ár að setja sig al- mennilega inn í ráðherraembætti og það væri að þeirra mati fásinna að skipta mönnum út, þegar þeir fyrst séu að ná góðum tökum á starfínu. Kratar hafa á hinn bóginn tengt umræðuna um eitt atvinnuvegaráðu- neyti í stað þriggja, verkefnum á sviði ríkisfjármála, sparnaðar, hagð- ræðingar og sameiningar ríkisstofn- ana. Jafnframt hafa þeir, líkast til réttilega, bent á að með einu slíku ráðuneyti og atvinnumálaráðherra, þá væri stórlega hægt að draga úr því hagsmunagæsluhlutverki sem atvinnuvegaráðherrarnir, einkum landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- hérra, sinni í svo ríkum mæli. Sjálfstæðismenn eru þeirrar skoð- unar að utanríkisráðuneytið, sem Jón Baldvin hefur sagt að kæmi til greina að eftirláta Sjálfstæðis- flokknum, fyrir annað hvort fjár- mála- eða sjávarútvegsráðuneyti, sé ekki lengur hin eftirsótta verslunar- vara sem það var, þar sem samning- um um Evrópska efnahagssvæðið sé lokið, og verksvið utanríkisráð- herra á næstunni verði vart annað en halda uppi diplómatískum tengsl- um við þau ríki sem ísland er í stjórn- 27 Davíð Oddsson forsætisráð- herra mun ekki eiga svo gott með að hrókera í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, eftir þau upphlaup sem urðu á vorþingi í sambandi við landbúnaðar- mál og starfsmannamál Sjón- varpsins. Raunar er því haldið fram að forsætisráðherra telji ekki ráðlegt að breyta til í ráðherraliði Sjálfstæðis- flokksins, enn sem komið er. málasambandi við, fara í kurteisis- heimsóknir og fá aðra utanríkisráð- herra hingað til iands í samskonar heimsóknir og hafa ofan af fyrir þeim. Vill halda í fóstra sinn og nafna Ákveðnir kratar halda því fram að Jóni Baldvin sé eftirsjá að fóstra sínum og nafna úr ríkisstjórn yfir í Seðlabankastjórastól og hann vilji mikið til vinna, til þess að lokka Jón Sigurðsson til áframahaldandi stjórnmálaþátttöku. Jón er ekki ginnkeyptur fyrir slíku og fátt sem gæti breytt þeirri ákvörðun hans um að þiggja stólinn í Seðlabanka, þeg- ar bankaráð Seðlabankans gerir til- lögu um hann sem Seðlabankastjóra í byijun júnímánaðar. Það broslega við þá tiliögugerð er að bankaráðið þarf að gera tillögu um Seðlabanka- stjóra við viðskiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, sem í kjölfar þess mun ræða málið við samráðherra sína. Kratar telja að það eina sem gæti fengið Jón Sigurðsson til þess að ákveða áframhaldandi stjórn- málaþátttök” sé tilboð um fjármála- ráðherrastólinn. Jón Baldvin væri að sögn reiðubúinn til mikilla við- skipta, ef það mætti tryggja áfram- hald nafna hans í pólitík, en ef af slíkum viðskiptum yrði, þá myndi formaður Alþýðuflokksins skilyrða þau því að Jón Sigurðsson gengist inn á að halda áfram að þessu kjör- tímabili loknu. Þá vandast aftur málið, því Jón Sigurðsson er ekki maður prófkjöranna, eins og kunn- ugt er. Hann féllst á framboð í Reykjavík á sínum tíma, gegn því að hann fengi öruggt þingsæti á silfurfati. Þegar hann fór fram í Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, hefur reifað hugmyndir um uppstokkun og nýja verkaskiptingu ríkis- stjórnar í fjölmiðlum og á kratafundum, án þess að hafa minnst einu orði á þessar hug- myndir við samstarfsflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn. Reykjanesi, var hið sama uppi á ten- ingnum. Þannig að þótt kratar velti fyrir sér ýmsum hliðum á þessu máli og möguleikum, má telja svo til frágengið að niðurstaðan verði sú að Jón Sigurðsson verði orðinn Seðlabankastjóri um mitt sumar. Róttækari hugmyndir Einhver umræða hefur farið fram um það innan Alþýðuflokksins að viturlegra væri af hálfu flokksins að stokka upp í ráðherraliði sínu með afgerandi hætti. Þeir fáu sem eru stuðningsmenn róttækra breyt- inga segja að ljóst sé að Eiður Guðnason sé að hætta í pólitík, hvort sem það verði hans ósk eða ekki. Hann eigi einfaldlega engan stuðn- ing til áframhaldandi þingsetu í sínu kjördæmi, Vesturiandi, og því sé sjálfhætt. Sömuleiðis liggi nokkuð ijóst fyrir að Karl Steinar muni ekki verða mikið lengur í pólitík og því væri jafnráðlegt að hann færi beint í forstjórastól Tryggingastofnunar, án millilendingar í ríkisstjórn og að Eiði yrði fundið sendiherraembætti og tveir nýir menn kæmu inn í ráð- herralið Alþýðuflokksins, þeir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformað- ur, og bæjarstjórinn úr Hafnarfirði, Guðmundur Arni Stefánsson, sem þá yrði að láta af stöðugri stjórnar- andstöðu sinni. Frómt frá sagt munu þetta vera vangaveltur örfárra manna og ekki njóta nokkurs stuðn- ings meðal forystumanna Alþýðu- flokksins, síst formannsins sjálfs. Jafnframt er vitað að Eiður Guðna- son hugsar sér ekki til hreyfings á miðju kjörtímabilinu og hyggst sitja sem umhverfisráðherra kjörtímabilið á enda. Vika eldri borgara Föstudagur 14. maí Gönguferð um Landakotshæð ki. 8. Gengið frá Borgarhúsi. Fararstjóri Sig- urður Líndal prófessor. Café París morgunkaffi frá kl. 9.30. Hótel Borg morgunkaffi frá kl. 9.30. Dómkirkjan Helgistund kl. 14. Séra Ólöf Ól- afsdóttir. Hótel Borg Eftirmiðdagskaffi kl. 15 með lif- andi tónlist. Café París Eftirmiððagskaffi ki. 15 með lif- andi tónlist. Ráðhúsið Dagskrá frá kl. 16. Kór félags eldri borgara á Selfossi, undir stjórn Sigurveigar Hjaltested. Leikhópurinn Snúður og Snælda. Los Dos Paraguayos. HÓPUR eldri borgara tók fram gönguskóna í gær og fór í gönguferð um Öskjuhlíðina, en þetta var liður í dagskrá Viku eldri borgara Aldraðir ganga á Öskjuhlíð sem nú stendur yfir. Safnast var saman á Hót el Borg og drukkið þar morgunkaffi, en síðai var ekið um miðborgina og að Öskjuhlíð. Sjávarútvegsráðherra um afgreiðslu hvalveiðiráðsins á kröfu Japana Niðurstaðan í fullu samræmi við það sem við reiknuðum með ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi alls ekki komið á óvart að krafa Japana um að fá að veiða 50 hrefnur við Japansstrendur hafi verið felld á árs- fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í gær. „Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við það sem við reiknuðum með, og ég hefði orðið miklu meira undrandi ef hvalveiðráðið hefði farið að samþykkja kvóta,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Ástæðan fyrir því að við sögðum okkur úr ráðinu var sú að við trúðum ekki gylliboðum þeirra sem sögðu að það væri rétt að bíða, og að því kæmi að hvalveiðiþjóðirnar myndu fá kvóta. Nú hefur það komið í ljós að Bandaríkin sem ráða ferðinni hafa hafnað vísindalegum niðurstöð- um, og þessi afstaða hvalveiðiráðsins er í fullu samræmi við þau sjónat- mið meirihluta ríkjanna að virða ekki hvalveiðisáttmálann,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Frétt úr lausu lofti gripin Norsk fréttastofa, Norsk teleg- rambyrá, birti í gær frétt um að ríkis- stjórn íslands hefði rætt þann mögu- leika að hefja hrefnuveiðar á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní, oghefðu Islend- ingar óskað eftir að fá aðgang að norskum rannsóknagögnum til þess að reikna út veiðikvóta. Þorsteinn Pálsson sagði þessa frétt algerlega úr lausi lofti gripna, og hefði hún ekki við nein rök að styðjast. „Það hefur verið mjög gott samstarf miili Islenskra og norskra vísindamanna, en við eigum mjög góð vísindaleg gögn og höfum lagt þau fram fyrir Alþjóða hvalveiðiráðið árum saman og ráðum alveg yfir nægjanlegri vís- indalegri þekkingu. En við metum auðvitað mjög mikils gott samstarf við norska vísindamenn," sagði hann. f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.