Morgunblaðið - 14.05.1993, Page 30

Morgunblaðið - 14.05.1993, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 ÞJÓÐMÁL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Jafnrétti hjóna - ný hjúskaparlög Samnorrænn lagagrundvöllur Hjónavígslur á Islandi 1961-1990 to £ £ o V— s s CÖ I «o 73 ■O “i r~ ’82 ’83 1986 1987 Borgaralegar vígslur 14,6% 13,8% 13,3% 13,5% 12,0% Kirkjulegar vígslur 65,4% 86,2% 86,7% 86,5% 88,0% GD LÖGGJÖF er meginverkefni Alþingis. Þetta meginverkefni fellur á stundum í skugga dæg- urmála, þingskapa- og utan- dagskrárumræðna, sem oft hafa takmarkað þjóðmálavægi. Meðal merkari löggjafar i vetur eru ný hjúskaparlög. Með þeim er steypt í einn lagabálk efnis- atriðum, sem fjallað var um í eldri lögum um réttindi og skyldur hjóna (nr. 20/1923) og lögum um stofnun og slit hjú- skapar (nr. 60/1972). Auk þess vóru felld í lögin ákvæði er geyma verulegar réttarbætur. Baksvið og efnisatriði Allt frá þriðja áratug þessarar aldar hafa gilt hér á landi mis- munandi lög um tvo meginþætti hjúskaparréttar. Annars vegar lög um stofnun og slit hjúskapar. Hins vegar lög um réttindi og skyldur hjóna. Þau fjölluðu um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna að einkarétti og um fram- færsluskyldu gagnvart fjölskyld- unni og um eignamynstrið í hjú- skapnum. Enn fremur um skulda- ábyrgð hjóna og fjárhagslega stöðu þeirra og um fjárslit við lok hjúskapar. Með lögum nr. 10/1962 er lög- fest ný gerð kaupmála þess efnis að um séreign geti farið sem um hjúskapareign eftir lát annars hjóna. Með lögum nr. 8/1962 eru reglumar í 8. kafla laga nr. 20/1923 fluttar í erfðalög, 2. kafla, og sættu þá gagngerri efn- islegri endurskoðun. I skiptalög- um nr. 20/1991 er síðan fjallað um opinber skipti vegna fjárslita milli hjóna. Sifjalaganefnd telur að efnisreglur um skipti þessi eigi að vera í hjúskaparlögum. Það var sifjalaganefnd (fasta- nefnd í dómsmálaráðuneytinu) sem vann frumvarpið að hinum nýju hjúskaparlögum. Frumvarp hennar var í 17 köflum og 140 frumvarpsgreinum. Kaflaheitin tíunda í grófum dráttum efnis- þætti hinna nýju laga: 1) Efnis- svið og almenn ákvæði, 2) Hjóna- vígsluskilyrði, 3) Könnun á hjóna- vígsluskilyrðum, 4) Hjónavígsla, 5) Ógilding hjúskapar, 6) Hjóna- skilnaðir, 7) Ábyrgð hjóna á fram- færslu íjölskyldu, 8) Eignir hjóna, 9) Forræði maka á eign sinni, 10) Skuldaábyrgð hjóna, 11) Samn- ingar milli hjóna, 12) Kaupmálar, 13) Fjárskipti milli hjóna án skiln- aðar, 14) Fjárskipti milli hjóna vegna hjúskaparslita, 15) Réttarf- ar í hjúskaparmálum, 16) Meðferð og úrlausn stjómvalda á málum samkvæt lögum þessum og 17) Gildistaka, lagaskil og brottfallin lög. Jafnstaða hjóna Lögin eru einskorðuð við hjón í skilningi sifjaréttar, það er karl og konu, sem gefin hafa verið saman í hjúskap með þeim hætti að lágmarksskilyrðum um gildi hjónavígslu sé fullnægt. Þau ná því ekki til óvígðrar sambúðar. Þau gera engu að síður hlut sam- búðarmanns og sambúðarkonu hinn sama og hjóna í mörgum samböndum. Sólveig Pétursdóttir (S-Rvk), hafði framsögu fyrir meirihluta allsheijamefndar (stjórnarliða) þegar frumvarpið kom til annarr- ar umræðu á þingi. Hún sagði m.a.: „í fyrsta kafla frunjvarpsins, sem fjallar m.a. um jafnstöðu og verkaskiptingu hjóna, segir í ann- arri grein, að hjón séu í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og er með þessu lagt til að afnuminn verði sá munur á lagastöðu karla og kvenna sem er að finna í nú- gildandi lögum um réttindi og skyldur hjóna.“ Önnur greinin hljóðar svo: „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðra og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameigin- legra hagsmuna heimilis og fjöl- skyldu. - Hjón eiga í sameiningu að annast uppeldi bama sinna, sjá þeim farborða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimili og á annan hátt.“ í 3ju grein segir m.a. að „hjón skuli skipta milli sín verkum á heimili eftir föngum, svo og út- gjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu. Hjónum er skylt að veita hvort öðra upp- lýsingar um efnahag sinn og af- komu.“ Hjónavígsluskilyrði og hjúskaparslit Karl og kona mega efna til hjú- skapar þegar þau hafa náð 18 ára aldri. Ekki má víga skyldmenni í beinan legg, systkin né kjörfor- eldri og kjörbam, nema ættleiðing sé niður felld. Hjúskapartálmar er lutu að hjúskap andlega fatl- aðra og tengdra era felldir niður. Ekki era í hinum nýju lögum efnislegar breytingar á könnun hjónavígsluskilyrða né hverjir megi framkvæmda vígslu, kirkju- lega eða borgaralega. Sama máli gildir um ákvæði er ijalla um ógildingu hjúskapar, sem er nán- ast óþekkt hér á landi. Hinsvegar eru nokkur nýmæli í ákvæðum sem fjalla um hjónaskilnaði. Þannig er að finna í 40. grein nýmæli, sem fjallar um líkams- árás eða kynferðisafbrot annars hjóna sem bitnar á hinu eða barni sem hjá þeim býr. Ef um slíkt tilvik er að ræða getur hitt hjóna þegar krafízt lögskilnaðar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá segir í 42. gr. að ekki sé skylt að leita sátta með hjónum um framhald hjúskapar nema þau hafí forsjá fyrir ósjálf-ráða börn- um. Hjón eiga hins vegar í öllum tilfellum ótvíræðan kost á að leit- að sé um sættir með þeim. Ábyrgð og eignir Ákvæði laganna, sem fjalla um einkaréttarreglur á ábyrgð hjóna á framfærslu fjölskyldu, bæði á meðan hjúskap stendur og eftir skilnað, era einfaldari í sniðum en í eldri lögum. í lagakafla, sem geymir ákvæði um forræði maka á eignum sínum, era ekki nýmæli í fyrri hlutanum, en í þeim síðari er fjölskyldunni veitt ríkari vernd en í eldri lögum gegn ráðstöfunum maka á fast- eign, sem fjölskyldan býr í og einnig gegn ráðstöfunum maka á á innbúi á sameiginlegu heimili hjóna. Sólveig Pétursdóttir (S- Rvk) sagði í framsögu fyrir nefnd- aráliti: „Samkvæmt 60. gr. þarf skrif- legt samþykki maka til ráðstöfun- ar á fasteign sem ætluð er sem bústaður fyrir fjölskylduna eða fyrir sameiginlegan atvinnurekst- ur þeirra. I 64. gr. segir að sé óskað þinglýsingar á löggjörningi skv. 60. gr. þurfí skjalið að geyma yfírlýsingu um hvort sá er skjal stafar frá sé í hjúskap og ef svo er, hvort eign sé bústaður fjöl- skyldu hans eða notuð við at- vinnurekstur hjóna. Ákvæðið er nýmæli." Nýmæli og réttarbætur Nefnd skulu nokkur nýmæli í hjúskaj>arlögunum: 1) I fyrsta kafla Iaganna, 2. og 3. gr., er að fínna sérstök jafn- réttisákvæði, ákvæði um verka- skiptingu innan fjölskyldu og skyldu hjóna til gagnkvæmra upp- lýsinga um efnahag. 2) Afnuminn er áskilnaður um samþykki foreldra þegar veittar era undanþágur til hjúskapar fólks undir 18 ára aldri. 3) Hjúskapartálmi byggður á geðsýki eða heftum þroska er felldur niður. 4) Bann á vígslu tengdra (eins og það var í 8. gr. laga nr. 60/1972) er fellt niður. 5) Sáttaumleitanir milli hjóna, sem hyggja á skilnað, era ekki lengur lögboðnar, nema þegar hjón hafa foijsá fyrir ósjálfráða bami/börnum. Sifjalaganefnd, sem samdi lagaframvarpið, hafði hliðsjón af norrænni löggöf, enda hefur lengi staðið norræn samræming/sam- starf um löggjöf af þessu tagi. „Áherzla er lögð á það grann- sjónarmið, sem setur mark sitt á norrænan sifjarétt, að hjúskapur sé fijálst samkomulag karls og konu um þetta mikilvæga lífssam- band,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þetta sjónarmið hef- ur leitt til einföldunar bæði á hjónavígslu- og skilnaðarskilyrð- um. Eftir sem áður er talið rétt að sporna gegn hjúskaparslitum, sem ráðin era í bráðræði, og við- hafa sáttastarfsemi. Ákvæðin um fjármál hjóna eru einnig byggð á eignamynstri nor- rænna laga. Á heildina litið fela hin nýju hjúskaparlög í sér veralegar rétt- arbætur. Sifjaréttamefnd hefur á hinn bóginn ekki talið rétt að leggja til að reglur um óvígða sambúð verði hluti íslenzkrar hjú- skaparlöggjafar. Það viðhorf einn- ig í samræmi við niðurstöður í norrænu löggjafarstarfí. 130 ára afmæl- issýning Þjóð- minjasafnsins ÞJÓÐMINJASAFN íslands varð 130 ára á þessu ári. Það var í febrúar árið 1893 sem stiftsyfirvöld tóku formlega við gjöf sr. Helga Sigurðssonar og rituðu Jóni Ámasyni bréf þar sem óskað var eftir því við hann að hann veitti safninu for- stöðu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og safnið hefur vaxið og eflst í tímans rás. Sífellt em því lagðar meiri skyldur á herðar og miklar kröfur em gerðar til safna í nútímaþjóðfélagi. í safninu stendur nú sem hæst undirbúningur að afmælissýningu þess. Sýningin er byggð upp-i kringum 130 gripi eða efnisatriði, sem hveiju um sig eru gerð ítarleg skil. Leitast var við að velja hluti, sem sýna breidd safnsins, þ.e. allt frá jarð- fundnum munum frá 10. öld og til bátavélar frá öðram áratug þeirrar tuttugustu. Þá er og gerð grein fyrir starfsemi einstakra deilda, t.d. mynda- deildar, þjóðháttadeildar og örnefnastofnunar. Jafnframt því verður greint frá sérsöfnum innan safnsins svo sem Ásbúðarsafni, Vídalínssafni og Afmælissýning ÞJÓÐMINJASAFN íslands varð 130 ára á þessu ári. myntsafninu en það er nú hluti af myntsafni Seðla- banka og Þjóðminjasafns. Sýningin verður á þriðju hæð safnhússins á hluta þess svæðis sem í framtíð er fyrirhugað undir fasta- sýningar safnsins. Flestir starfsmenn safnsins taka þátt í gerð sýningarinnar, bæði með því að afla upplýsinga og skrifa texta um sýningargripina, forverðir safnsins hreinsa og forveija gripina eftir þvi sem nauðsyn krefur og smiðir og rafvirkjar sjá um að fá sýningargripum viðhlítandi umbúnað undir stjóm hönnuðarins Steinþórs Sigurðssonar leiktjaldamálara. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 5. júní næstkomandi. (Fréttatilkynning) Könnun á ríkisábyrgð Bótagreiðslur vegna kynferðisbrota Alþingi samþykkti á fimmtu- daginn í síðustu viku þingsálykt- un sem mælir fyrir um það að dómsmálaráðherra „skipi nefnd til þess að athuga hvort taka eigi upp það fyrirkomulag að ríkis- sjóður ábyrgist greiðslur dæmdra bóta vegna grófra of- beldisbrota, svo sem kynferðis- brota". Fyrsti flutningsmaður er Sólveig Pétursdóttir (S-Rvk). í greinargerð segir að bitur reynslan sé sú að þolendur kynferð- isafbrota, sem fengið hafí dæmdar bætur, geti ekki innheimt þær. Þessvegna hafi sú spurning vaknað, hvort ríkið ætti að tryggja greiðslur slíkra bóta. Vitnað er til skýrslu svonefndrar nauðgunarmálanefnd- ar (1989) en þar segir: „Nauðsynlegt er að mati nefnd- arinnar að tryggja með einhveijum hætti að brotaþoli/kona fái þær bætur sem dómstólar dæma henni. Sársaukaminnsta aðferðin fyrir brotaþola er sú að ríkið taki á sig að greiða slíkar bætur og endur- krefla síðan dómþola...". — Þar er einnig vitnað til laga- ákvæða á Norðurlöndum og Evr- ópusamnings frá 24. nóvember 1983 um bætur til fómarlamba of- beldisbrota. Haldaaðal- fundá Vatnajökli REIKNISTOFA fiskmarkaða og þeir aðilar, sem að henni standa, halda aðalfund á Vatnajökli næstkomandi sunnudag. Fundar- staður er valinn með tilliti til þess að nauðsynlegt er að ísa fiskinn vel, nú er hlýna tekur í veðri. Alls standa 7 fiskmarkaðir með 9 útstöðvar að Reiknistofu fisk- markaða og verða fundarmenn um 20 talsins. Tækifærið verður um leið notað til að halda samráðsfund með starfsmönnum og stjórnendum markaðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.