Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAI 1993 33 I leynum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Leyniskyttan („Sniper"). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Louis Llosa. Aðalhlutverk: Tom Ber- enger, Billy Zane, J.T. Walsh og Aden Young. Leyniskyttan með Tom Beren- ger í titilhlutverkinu er frumskóg- armynd um tvær bandarískar leyniskyttur sem sendar eru til Panama til að drepa óæskilega menn sem ætla að koma í veg fyrir að frjálsar kosningar fari fram í landinu. Pólitíkin á bak við það er öll í myrkri nema þetta er sjálfsagt verkefni fyrir alheims- lögregluna í Washington, sem er boðberi friðar og frelsis í hasar- myndum dagsins. Svo Berenger, langbesta skyttan í landgöngulið- inu, fær verkefnið og nýliða með sér og þeir halda til Panama að koma í veg fyrir óréttlætið. Lengst af er Leyniskyttan eins og „Predator" án skrímslisins. Mestur hluti myndarinnar fer í að sýna kappana tvo ösla í gegn- um frumskóg þar sem ekki er mikið við að vera. Það hlýtur að vera erfitt að gera viðburðaríka mynd um leyniskyttu því allt sem hún gerir er að koma sér á stað- inn og bíða færis. Til þess að drepa tímann í frumskóginum er búið til streitusamband á milli nýliðans og þess besta af þeim öllum og búin er til persóna sem eltir þá lengst af án þess að maður fái neina skýringu á því og þeir skjóta snyrtilega út úr myndinni svo maður þarf ekki að hafa áhyggjur hvort sem er. í millitíðinni hefur maður nóg- an tíma til að hugsa um atriði eins og af hverju þessi háleynilega sendiför kappana byrjar á því að þeir stíga þungvopnaðir upp í yfir- fulla farþegalest í Panama, sem ber þá langleiðina á staðinn. Þeir eru reyndar klæddir felulitum, en eru þeir ósýnilegir? Einnig má það vekja furðu hjá einhverjum að nýliðinn, sem sendur er í þessa ofboðslega mikilvægu sendiför, hefur aldrei drepið nokkurn mann áður en hlaut silfrið fyrir hittni á Ólympíuleikunum 1988. Ef Ber- enger fer út af sporinu á hann að drepa hann líka. Sumsé strembin verkefnaskrá fyrir full- komlega óreyndan drápara og talsvert dáðan íþróttamann. Hefði ekki átt að senda hann í eitthvað rólegra verkefni eins og út á myndbandaleigu þangað sem myndinni er heitið hvort sem er. Það er enginn að leggja mikla vinnu í handrit hér. Hins vegar eru menn drepnir með talsvert miklum bravúr sem lýsir sér í þeirri tækni að mynda byssukúl- una á ferð í fórnarlambið og jafn- vel að elta hana þangað. Litla hugmynd hefur maður um hver óvinurinn er en Berenger fer létt með að vera fúll út í hann og ólympíukappinn gerist talsvert athafnasamur drápari þegar til kemur. • FlcROPRIIMT TIME RECORDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútið og framtíð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 Metsolubtadá hverjum degi! ÞJONUSTÁ Garðplötusala Isleifs Sumarliðasonar, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ, auglýsir tré, runna, rósir, garð- skálaplöntur, sumarblóm og fjölærar plöntur. Verð gerist varla lægra. Verðdæmi: Hansarós frá 300 kr. Rifs kr. 300. Opið daglega frá kl. 10-20. Sími 667315. ATVINNUHUSNÆÐI Lagerhúsnæði Höfum til leigu 400 m2 lagerhúsnæði í Fáka- feni. Afgreiðsludyr eru rafdrifnar og stórar. Lofthæð er 4 metrar. Vinsamlegast hafið samband við Ómar eða Skafta. Teopaland Parketgótt sími 671717. KENNSLA Frá Fósturskóla íslands Skilafrestur umsókna fyrir dreift og sveigjan- legt fóstrunám og eins árs framhaldsnám við Fósturskóla íslands er 15. maí. Skólastjóri. TILKYNNINGAR Ólafsvíkurkaupstaður Greiðsluáskorun Bæjarsjóður Ólafsvíkur skorar hér með á gjaldendur, sem hafa ekki staðið skil á eftir- töldum gjöldum: Fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsskatti, holræsagjaldi og hreinsigjaldi er álógð voru 1993, að greiða bau nú begar og ekki síðan en innan 15 daga frá dagsetn- ingu áskorunar bessarar. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfé- laga no. 901 frá 1990 veldur vangreiðsla að hluta á ofangreindum gjöldum bví, að gjöldin falli öll í eindaga 15 dögum eftir gjalddaga. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að beim tíma liðnum. Ólafsvík, 14.maí1993. Bæjarsjóður Ólafsvíkur. AUGLYSINGAR Frá menntamálaráðuneytinu Auglýsing um styrkveitingu úr Þróunarsjóði leikskóla Tilgangur sjóðsins er að stuðla að bróunar- verkefnum í leikskólum/ skóladagheimilum. Með bróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir/leikskóla- stjórar/fóstruhópar/einstakar fóstrur. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem begar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja umsögn viðkom- andi rekstraraðila. Styrkumsóknir skulu berast menntamála- ráðuneytinu fyrir 30. maí næstkomandi á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi íafgreiðslu menntamálaráðuneytis- ins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Keflavík skorar hér með á bá gjaldendur, sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti með gjalddaga 5. apríl 1993 og fyrr, bungaskatti skv. mælaálestri með gjalddaga 11. febrúar og eindaga 31. mars 1993, að gera nú begar skil. Án frekari fyrirvara verður krafist fjárnáms fyrir ógreiddum eftirstöðvum gjaldanna, með áföilnum verðbótum/vöxtum og kostn- aði, að liðnum 15 dögum frá birtingu áskor- unar þessarar. Athygli er vakin á því, að auk óbæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkis- sjóð er allt að kr. 10.000,- fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000,- og 1,5% af heildarskuldinni greiðist í stimpilgjald, auk útlagðs kostnaðar. Eru gjaldendur pví hvatt- ir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óbægindi og kostnað. Keflavík, 12. maí 1993. Sýslumaðurinn í Keflavík. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Fundur um landbúnaðarmál íLaugaborg, Eyjafirði, ídag.föstudaginn 14. maí 1993, kl. 21.00. Frummælendur: Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra. Pálmi Jónsson, alþingismaður. Aðalfundur Líknarfélagið Konan heldur sinn árlega aðal- fund í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, miðviku- daginn 19. maí nk. kl. 17.30. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns. 2. Ársreikningar lagðir fram. 3. Kosning stjórnar. 4. Önnur mál. Stjórnin. TILSÖLU Útvarpssendir Til sölu er útvarpssendir ásamt steríó- generator og loftneti nú staðsettur á Vatn- senda. Verð: Tilboð. Upplýsingar í síma 39517. Landbúnaðarráðuneytið. auglýsingar FEIAGSLIF I.O.O.F. 3 = 1755152 = O I.O.O.F. 1 = 1755148'/; = Lf. I.O.O.F. 12 = 1755148'/2=LF. NY-UNG KFUM & KFUK Þema maímánaöar: Andlegt stríð! Vitnisburðastund í kvöld kl. 20.30. Yfirskrift: Ertu með í andlega striðinu? Þú ert velkominn. Meistaramót skíða- manna 30 ára og eldri Laugardaginn 15. maí nk. verður haldið í Bláfjöllum opið Reykja- víkurmót (meistaraflokki skíða- manna 30 ára og eldri. Keppt verður i svigi/stórsvigi og hefst keppni kl. 13.00. Mótið er opið öllum skíðamönnum 30 ára og eldri. Skráning keppenda fer fram á mótsstað. Munið eftir skíðaballinu um kvöldið. Nefndin. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkomur halda áfram með Bengt Sundberg í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! sp VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Lokadagar raðsamkoma með Lindu Bergling frá Arken kirkj- unni í Svíþjóð. Föstudagur: Kl. 20.30 Almenn samkoma. Laugardagur: Kl. 13.00-15.00 Kennsla. Kl. 20.30 Almenn samkoma. Sunnudagur: Kl. 11.00 Fjölskyldusamvera: Barnakirkja, krakkastarf, fræðsla o.fl. Kl. 16.30 Almenn samkoma. Kl. 20.30 Almenn samkoma. Allir hjartanlega velkomnir. „Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir." FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 14.-16. maí(helgarferð) Eyjafjallajökull - Þórsmörk. Brottför kl. 20.00 föstudag. Gist i Skagfjörðsskála/Langadal (2 nætur). Fararstjórar: Páll Sveinsson og Lára Hálfdánar- dóttir. Laugardaginn 15. maí verður hin árlega fuglaskoðunarferð F.í. f samvinnu við Náttúru- fræðifelag íslands. Ath.: Brottför kl. 9.00 frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in, og komið við í Mörkinni 6. Verð kr. 1.600. Leiðin liggur suður með sjó og um Miðnes. Víða verður staldrað við og hugað að fuglum, s.s. á Álftanesi, Garðskagavita, í Sandgerði, Höfnum og Hafna- bergi (þar má sjá allar bjarg- fuglategundir landsins). Þátttak- endur fá Fuglaskrá Ferðafélags- ins. Æskilegt að taka með sjón- auka og fuglabók. Fararstjórar: Gunnlaugur Pét- ursson, Gunnlaugur Þráinsson og Guðmundur A. Guðmunds- son. Ferðafélag íslands. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.