Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 37 ráðs hefur minni háttar slysum í umferðinni fjölgað mjög undanfarin ár. Kunnugir segja að sú fjölgun helgist m.a. af þeim breytingum sem urðu á tryggingalöggjöfinni og auðvelduðu fólki mjög að sækja skaðabætur til tryggingafélaganna. Um það vitnar skýrsla, sem gefin er út af Slysavarnaráði íslands um tíðni hálshnykkja. Þar segir orðrétt: „Á síðustu fjórum árum eða svo hefur orðið geysileg aukning háls- hnykkisáverka. Sem dæmi má nefna hefur matsgerðum vegna varanlegrar örorku af slíkum áverk- um hjá Tryggingastofnun ríkisins fjölgað um tæp 250%o milli áranna 1987 og 1990. Bótakröfur á hendur vátryggingafélögum vegna háls- meiðsla skipta hundruðum og árleg- ur tjónskostnaður félaganna vegna slíkra áverka nálgast milljarð króna.“ Þó hér sé ekki ætlunin að gera lítið úr þjáningum þeirra sem hljóta áverka á hálsi er ljóst að lítið sam- ræmi virðist vera á milli trygginga- greiðslna þeirra sem slíka áverka hljóta og hinna sem skaðast alvar- lega. Eftir því sem undirrituð hefur kynnt sér eru dæmi þess að ein- staklingur, sem skaddast tímabund- ið á hálsi, fái sem svarar helmingi þeirrar upphæðar sem mænuskadd- aðir fá. Áð sjálfsögðu eru slíkar upphæðir mismunandi eftir tekjum viðkomandi en ljóst er að hátekju- maður sem fær hálshnykk getur í sumum tilfellum fengið greidda sem- svarar 3/4 af þeirri upphæð sem ómenntaður mænuskaddaður ungl- ingur fær úr tryggingum. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem á að tryggja réttar- stöðu alvarlega slasaðra. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að þeir fái staðlaðar bætur án tillits til aldurs eða tekna. Heyrst hefur að nokkur andstaða sé við frumvarpið meðal lögmanna. Vonandi eiga slíkar raddir ekki við rök að styðjast, enda hlýtur það að vera hagsmunamál okkar allra að þeir ógæfusömu ein- staklingar sem slasast alvarlega geti lifað mannsæmandi lífi, þrátt fyrir fötlun sína og án tillits til menntunar eða tekna. Höfundur er háskólanemi og þátttakandi íáhugahópi um bætta umferðarmenningu Fermingar úti á landi Ferming í Skálholtskirkju sunnu- daginn 16. maí kl. 14. Prestur sr. Rúnar Þór Egilsson. Fermd verða: Benedikt Kristjánsson, Sólheimum í Grímsnesi. Friðrik Freyr Þorleifsson, Sólheimum í Grímsnesi. Herdís Katrín Bjarnadóftir, Sólheimum í Grímsnesi. Lilja Þórarinsdóttir, Eyvík, Grímsnesi. Sigþór Jónsson, Sólheimum í Grímsnesi. Pétur H. Ólafsson á þarna safn, sem nefnist Sumarólympíuleikar 1936 - 88. Þá sýnir Kári Sigurðsson safnið Merkir íslendingar, en það fékk silfrað brons á sömu sýningu í Dan- mörku og svo silfurverðlaun á NORDIU 93. Jón Þór Sigurðsson sýnir safn, sem hann nefnir Saga flugsins. Þeir Pétur og Jón Þór tóku einnig þátt í NORDIU 93 og fengu söfn þeirra silfrað brons. í heiðursdeild EYFRÍM 93 verða nokkur söfn. íslenzka póststjórnin mun sýna þar hluta úr safni sínu. Þá verður þarna safn íslenzkra spjaldbréfa, sem Hálfdán Helgason á. í því eru margir ágætir hlutir, svo sem kunnugt er. Þá er safn Páls H. Ásgeirssonar, sem nefnist Flugsaga íslands 1928 - 45. Bæði þéssi söfn hafa fengið gullverðlaun. Eins verður sýndur í þessari deild hluti úr hinu frábæra íslandssafni Indriða Pálssonar, en það hlaut gullverðlaun á NORDIU 92 í Noregi á liðnu hausti. Verða það póststimpl- ar 1875 - 1902. í samkeppnisdeild verða rúmlega 20 söfn og mörg þeirra áhugaverð. Hef ég haft spurnir af nokkrum þeirra, og er ljóst, að þau eru öll /áhugaverð. Hér verður að mestu sleppt að nefna þessi söfn sérstak- lega, enda verður sjón sögu ríkari fyrir þá, sem heimsækja sýninguna. Þeir Óskjufélagar á Húsavík sýna þarna margs konar efni úr póstsögu Þingeyjarsýslu, stimpla, bréf o. fl. Óli Kristinsson á Húsavík sýnir Is- land 1912 - 1944. Ef það er sama safn og ég hef áður séð, er það mjög skemmtilegt. Nokkrir sunnan- menn verða með ágæt söfn, sem margir kannast við af fyrri sýning- um. Erlendir sýnendur verða með áhugaverð söfn. Góður vinur ís- lenzkra safnara, Norðmaðurinn Ei- vind Evensen, sendir tvö söfn, annað nefnist Svalbardsmærkene og hitt Finland: Russiske typer. Þá munu þijú söfn koma frá Færeyjum. Eitt þeirra á Thorolf Björklund og nefn- ir það Ur öllum ættum kemur post- ur. Eitt safn kemur frá Danmörku með tvílitu dönsku frímerkjunum frá 1870 til 1905. Í svokölluðum Opnum flokki verða nokkur söfn. Þar verða vænt- anlega tvö söfn, sem menn í dóm- aranefnd eiga. Annað er safn Sig- urðar R. Péturssonar, Tveir kóngar 1907 - 18, en hitt er safn Jóns Aðaisteins Jónssonar, Danmörk 1870 - 1905. Þessi söfn hafa bæði fengið stórt silfur á NORDIU-sýn- ingum. í þessum opna flokki mun formaður sýningarnefndar, Sveinn Jónsson á Ytra-Kálfskinni sýna frí- merki frá Bandaríkjunum. Annar maður úr sýningarnefnd, Friðrik Ketilsson, sýnir mótífefni, sem nefn- ist Fossar. Garðar Jóhann Guð- mundarson úr Reykjavík sýnir einn- ig í þessum flokki frímerki frá Ung- veijalandi. Félag frímerkjasafnara á Akur- eyri stendur eitt að EYFRÍM 93, en að ég bezt veit með dyggri að- stoð frímerkjasafnara á Dalvík og af Árskógsströnd. Sýningarnefnd skipa Sveinn Jónsson á Kálfskinni, formaður, Erik Jensen, Friðrik Ket- ilsson, Gunnar Rafn Einarsson, Kristján Ólafsson og Þorsteinn Ei- ríksson. Landsþing L.Í.F. Svo sem venja er, heldur Lands- samband íslenzkra frímerkjasafnara árlegt þing sitt, hið 28. í röðinni, í tengslum við EYFRÍM 93. Verður það haldið í íþróttahöllinni laugar- daginn 29. maí og hefst kl. 9. Þetta þing sækja fulltrúar allra aðildarfé- laga Landssambandsins til þess að ráða ráðum sínum og ekki sízt, á hvern hátt megi efla frímerkjasöfn- un í landinu Hópferð á EYFRÍM 93 Hópferð sunnlenzkra safnara er fyrirhuguð á EYFRÍM 93. Verður þá farið föstudaginn 28. maí og komið aftur til.baka mánudaginn 31. maí. Er enginn efi á því, að margir munu vilja notfæra sér þessa ferð, enda verður hún trúlega ódýr- asta og skemmtilegasta leiðin til þess að komast á sýninguna. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í slíkri ferð, geta haft samband við Garðar Jóhann í síma (91) 76751. Vil ég eindregið hvetja safnara til þátttöku í ferðinni, enda tæplega unnt að sýna betur samstöðu með norðlenzkum söfnurum, sem hafa lagt á sig bæði mikinn tíma og ómælda fyrirhöfn til þess að hleypa EYFRÍM 93 af stokkunum og gera þá sýningu bæði fjölbreytta að efni og sem áhugaverðasta fyrir almenn- ing og safnara. Átak í atvinnumálum kvenna á Vestfjörðum Stjórn átaksverkefnisins. Sitjandi f.v. Aðalsteinn Óskarsson og Guð- rún Stella Gissurardóttir. Standandi f.v. Sigurborg Þorkelsdóttir, Magdalena Sigurðardóttir, formaður, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Sigríð- ur Magnúsdóttir og Anna Lóa Guðmundsdóttir. VERKEFNASTJÓRN í átaks- verkefni um atvinnumál kvenna hélt 24. mars sl. sinn fyrsta stjórnarfund. Markmið þessa átaks er að vinna að fleiri og fjölbreyttari störfum til handa konum á Vestfjörðum. Allt frá því að ráðstefna um at- vinnumál kvenna var haldin á ísafirði haustið 1991 hefur verið starfandi áhugahópur um atvinnumál kvenna á Vestfl'örðum. Setti hópurinn sér það markmið að koma af stað átaki til að fjölga atvinnutækifærum kvenna og gera þau ijölbreyttari. Hefur áhugahópurinn haft forgöngu um að afla fjár til átaksins og hefur Félagsmálaráðuneyti, Byggðastofn- un og mörg sveitarfélög á svæðinu heitið fjárstuðningi til að átakið geti orðið að veruleika og verið er að leita til stéttarfélaga á svæðinu og banka og sparisjóða um ijárframlög. Verkefnastjórn átaksins var síðan formlega skipuð fyrir u.þ.b. hálfum mánuði og skipti hún með sér verkum á eftirfarandi hátt: Formaður, Magdalena Sigurðardóttir, skólarit- ari, varaformaður; Guðrún Stella Gissurardóttir, skólastjóri, gjaldkeri; Sigurborg Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri, ritari; Ingibjörg Sig- fúsdóttir, bankamaður, meðstjórn- andi; Aðalsteinn Óskarsson, for- stöðumaður Byggðastofnunar á ísafirði. í varastjórn eru Anna Lóa Guðmundsdóttir, skrifstofumaður og Sigríður Magnúsdóttir, bóndi. Undanfarin ár hafa heldur færri konur en karlar búið á Vestfjörðum. Líkleg skýring er sú að það sé vegna fábreyttra atvinnumöguleika kvenna. Atvinnutækifæri hingað til hafa einkum verið í kringum sjávar- útveginn en eftir því sem afli hefur dregist saman og meira er um að vinnsla sjávarmetis eigi sér stað um borð í togurunum hefur sú vinna einnig dregist saman. Það hefur þvi stefnt í óefni í atvinnumálum kvenna á Vestfjörðum á síðustu misserum. Það var því ljóst að átak væri nauð- synlegt til að auka og efla atvinnu kvenna á svæðinu. Þegar hefur verkefnastjórnin aug- lýst eftir starfsmanni íyrir átakið, en því er ætlað að standa í tvö ár. Mun starfssvið hans m.a. felast í því að gera úttekt á atvinnumöguleikum kvenna á Vestfjörðum um atvinnu- mál kvenna og möguleika hvers byggðarlags fyrir sig. Þá mun verk- efnastjórinn standa fyrir fræðslu til handa konum um ýmis atriði sem varða atvinnurekstur og veita ráðgjöf við einstök verkefni hvort sem um er að ræða algera nýsköpun í fram- leiðslu eða þjónustu eða nýjungar í rekstri sem fyrir eru. Slík ráðgjöf væri á sviði fjármála, fjármögnunar, markaðsmála, útflutningsmála og fleira. Er það von verkefnastjórnar að átakið komi til með að fjölga atvinnu- tækifærum og fólki á Vestfjörðum og efla trú kvenna á möguleikum þeirra sjálfra og heimabyggða þeirra. Biður hún karla og konur að sýna þessu verkefni velvilja og að þeir aðilar sem leitað hefur verið til eftir fjárstuðningi veiti því brautargengi með fjárframlögum. (Fréttatilkynning) Vorfundur Biigremasanwanasms verður haldirm laugardaginn 15. maí nk. á Hótel Sögu. Dagskrá vorfundar: |. Kl. 09.15 Formaður BGS, Sigfús Sigfússon, setur fundinn pp. (A sal, 2. hæð). í" Bílgreinaskólinn: Jón Garðar Hreiðarsson. P Kl. 09.45-11.15 Sérgreinafundir. ■ Verkstæðisfundur: 7. Kröfur til atvinnurekenda í verkstæðisrekstri: Runólfur Ólafsson, F.Í.B. Bp 2. Hvað er bílaverkstæði. P 3. Einingakerfið. H 4. Önnur mál. Málningar- og réttingarverkstæði: pi 7. Réttinga- og málningarvinna og ábyrgðir á nýjum bílum. 2. Möguleikar til hagræðingar og sparnaðar í rekstrí r: málningar- og réttingaverkstæða. m 3. Önnur mál. * 1- m rxmHm Bifreiðainnflytjendur: s 7. Breyting á bifreiðagjöldum í skráningargjötd. | ^ lf 2. Horfur í sölu nýrra og notaðra bíla. f-j rw\ 3. Námskeið varðandi bílasölu. 4. Önnur mál. ■K Varahlutasalar: m | 7. Breyting tolla i vörugjöld. 2. Varahlutasala, horfur og staða. j 3. Önnur mál. 1 Jl> , Smurstöðvar: mbbv Æm 1. Námskeið og kennsla fyrir starfsmenn smurstöðva. | 2. Taxtamál. 3. Önnur mál. . i:. ■ Kl. 11.30-12.15 Niðurstöður sérgreinafunda (Asal, 2. hæð). IIV Kl. 12.15-14.00 Hádegisverður - Hádegisverðarerindi. Súlnasalur. 1' :: Davíd Oddsson, forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.