Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 38

Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 38
8e«ÍJ ÍAK .1 ( íi'JD/.G' 11201 QICIAJaKUOHOM MOKGUNHLAÐJt) KOSTUÐAGl;R-14. MAI 1993 Vilhjálmur Magnús- son, Brautarhóli, Höfnum — Minning Fæddur 9. apríl 1904 Dáinn 5. maí 1993 Eiginmaður uppeldissystur föður míns, Vilhjálmur Magnússon sjó- maður, lézt að kvöldi, þá nýlega orðinn 89 ára, að dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þar hafði hann dvalizt í tæpt ár. Þangað hafði hann flutt frá heimili sínu í Höfnum, litlu og snotru húsi, sem hann hafði búið í einn, síðan kona hans, Ástríður Þórarinsdóttir, f. 2.8.1908, lézt hinn 7.12. 1983. Alltaf var indælt að heimsækja þau hjón, enda bæði afar gestrisin og ijarskalega skemmtileg. Þau voru bæði miklir dýravinir. Eft- ir að Villi var orðinn einn, dáðumst við að því, hve vel og snyrtilega hann gekk um heimilið sitt, enda naut hann sona sinna og tengdad- ætra í þeim efnum. Margar góðar stundir höfum við haft í húsinu hans. Villi var fæddur á Kalmannstjöm en ólst upp í Traðhúsum, sem var býli við Junkaragerði, þar sem for- eldrar hans bjuggu, en Magnús Magnússon, faðir hans, ættaður i. austan undan Eyjafjöllum, kom sem sjómaður og mjög sennilega sem formaður til Ólafs Ketilssonar, óð- als- og útvegsbónda á Kalmann- stjörn, og konu hans Steinunnar Oddsdóttur. Hjá þeim hjónum starf- aði Margrét Erlendsdóttir, ættuð úr Höfnum, en fædd í Leirvogst- ungu í Mosfellssveit, sem fluttist átta ára gömul í Hafnirnar. Þau hjón deyja bæði í Traðhúsum, sem er samnefnt hús í Hafnarþorpi, en býlið var þá löngu komið í eyði. . Hann var fæddur 9.2. 1881 og dá- inn 15.6. 1949, en hún fædd 19.6. 1880 og dáin 13.11. 1932. Þau hjón áttu fimm böm, sem •voru þessi: Rannveig Guðlaug, f. 24.6. 1902, dáin 7.8. 1980, gift Gunnari Júlíusi Jónssyni sjómanni og netagerðarmanni og áttu þau þrjú böm, en áður átti Rannveig dóttur, sem nú er látin. Gunnar var fæddur 28.7. 1904 og dáinn 8.11. 1992; Vilhjálmur, sem hér er ritað um; Sigurður, f. 3.12. 1906 sjómað- ur. Dvelur nú í Víðihlíð. Kona hans er Berta Steinþórsdóttir, búsett í Sandgerði. Eiga þau tvö böm; Er- lendína f. 9.6. 1911, dáin 6.10. 1986, var gift Þorsteini Kristins- syni, f. 5.9. 1905, dáinn 8.2. 1967, vörubílstjóra. Þau áttu sex börn og eru fímm þeirra á lífí; Magnea Ólöf, f. 13.11. 1912, dáin 27.9. 1985, var gift Hirti Áma Gunnarssyni, f. 30.7. 1911, d. 1.9. 1981, starfsmanni hja Essó í Keflavík. Þau vom barnlaus. Villi mun hafa farið á sjó, strax og aldur leyfði, enda var hann af- burða sjómaður, hraustur og dug- legur. Magnús faðir hans var með útgerð frá Höfnum og voru því hæg heimatökin í þeim efnum. Sjórinn og sjávarútvegur voru bæði aðalat- vinna hans og áhugamál. Hann var hafsjór af fróðleik um ömefni og fiskimið og allt, er að sjávarútveg sneri. Hann var dráttarmaður mik- i, ill, en svo vom þeir nefndir þar * syðra, sem veiddu bæði mikið og vel. Eftir hann er skrá um fískimið frá Höfnum í bók föður míns „Litia skinninu“. Hann var lengi í útgerð með Magnúsi Ketilssyni, útgerðar- manni í Höfnum og síðar f Keflavík. Villi bar mjög hag slysavama fyrir brjósti og starfaði um árabil framar- lega í slysavamafélagi staðarins og var í mörg ár aðalskytta björgunar- sveitarinnar. Villi kvæntist Ástu konu sinni hinn 2. nóvember 1929 og varð þeim fímm barna auðið, auk þess f sem þau ólu upp dótturson sinn frá unga aldri. Börn þeirra eru þessi: Ketill, f. 14.8. 1929 sérleyfisbílstjóri, kvænt- ur Valgerði Sigurgísladóttur og eiga þau fimm syni og era búsett í Kefla- vík; Hildur, f. 27.12. 1930 hár- greiðslumeistari í Ulinois. Hún er tvígift og á þijú böm; Jón Björn, f. 18.4. 1934 skipstjóri, kvæntur Margréti Elimarsdóttur, búsett í Keflavík. Fyrri kona hans er Jó- hanna María Björnsdóttir og eign- uðust þau þijú börn. Margrét á þijá syni af fyrra hjónabandi, sem allir eru búsettir í Keflavík; Garðar f. 26.8. 1935, d. 15.8. 1976 bílstjóri. Var kvæntur Elsu Lilju Eyjólfsdótt- ur og áttu þau fjögur börn og voru búsett í Keflavík; Magnús, f. 26.8. 1935, d. 30.3. 1937; Vilhjálm Niku- lásson, fóstursonur og trésmiður, kvæntur Jóhönnu Símonardóttur. Þau era bamlaus, en hún á dóttur. Hann er fæddur 1.12. 1950. Búsett í Keflavik. Ásta var alin upp af yngsta Katli, óðals- og útvegsbónda í Kotvogi og Hildi Thorarensen konu hans, sem var föðursystir föður míns. Ólu þau hjón upp 5 börn, þ. á m. föður minn, en foreldrar Ástu vora Ingigerður Jónsdóttir, sonardóttir elsta Ketils í Kotvogi Jónssonar og Þórarinn Tómasson, f. 9. marz á Hvalsnesi á Rosmhvalanesi 1859. Vora þau bæði vinnufólk í Kotvogi hja yngsta Katli, og þekkti faðir minn þau vel. Svo segir í Rauðskinnu, bók föður míns: „Þórarinn var sjómaður og kaupamaður framan af ævi en kom að Kotvogi miðaldra og var þar til dauáadags. Hann var vel á sig kom- inn, kvikur og laginn við öll verk á sjó eða landi og mikill fjörmaður og heitfengur við sjávarstörf í frost- hörkum. Hann sagði sögur af mestu list og með þeim sannfæringar- krafti, sem var ógleymanlegur þeim, er á hiýddu. Hann var afbragðsmað- ur við öll veiðarfæri og net, enda sá hann um allt slíkt. Frá því fyrsta, er ég man eftir, var Þórarinn síkát- ur og til í allt.“ í bók föður míns: „Litla skinninu" er lýsing á Ingigerði: „Hún var grönn kona og vel vaxin og lagleg. Hún var eldakona í Kotvogi árið um kring og allur matur, er úr hennar höndum kom, var afbragð. Hún var afburða vinnugarpur. Sem dæmi um dugnað hennar segir ennfremur í „Rauðskinnu": Hún reytti á einum sumardegi stóran kálgarð á hlaðinu í hjáverkum, á milli þess sem hún eldaði þrímælt handa 28 manns yfír daginn. Ekki veit ég hvernig hún fór að þessu, en hún var hið mesta stórveldi um skap og málfar. Það era margar minningar, sem koma i hug mér, þegar ég minnist þessara yndislegu hjóna. Hún ákveðin og skefur ekki utan af hlut- unum en segir einstaklega skemmti- lega frá og hann hlédrægur og dul- ur en traustur og fer aldrei úr jafn- vægi, þótt eitthvað gangi á. Ég man eftir, hvað Ásta var undrandi en ánægð, þegar ég mætti í morgun- kaffí hjá henni kl. 10, er ég málaði kápumynd fyrir pabba og tók fyrstu rútu í Keflavík og fékk far með sandbil suður i Hafnir á staðinn, sem ég þurfti að nota sem fyrirmynd. Sami elskulegi bílstjórinn kiptti mér í morgunkaffið umrædda og aftur á vinnustað og að síðustu í Keflavík- urrútuna síðdegis, eftir að hafa kippt mér fram og til baka í hádegis- mat hjá Ástu, en þar fékk ég steikta stórlúðu, sem Villi hafði veitt og Ásta steikti á sinn sérstaka hátt, en hún var afar góður kokkur. Þetta var fyrir röskum þijátíu áram. Ef þessi góði bílstjóri lifir, þætti mér afar vænt um að heyra- í honum. Til gamans ætla ég að geta þess, að Asta þurfti að fara í uppskurð á Landspítalanum 1983 og kveið hún fyrir því. En hún hafði ekki fyrr misst meðvitund, en hún var komin að Kotvogi til Hildar fóstra sinnar og Ketils frænda síns. Hún heilsaði upp á fólkið og sólin skein og hafið blikaði. Hún og Hildur gengu i flæð- armálinu og tíndu ilmandi skarfakál og önnur blóm. Hildur var með henni allan tímann, sem hún var á skurð- arborðinu. Þetta var dýrmæt og ógleymanleg reynsla fyrir hana. Þau hjón höfðu venjulega heimiliskött en flækingskettir fengu einnig mat og húsaskjól, ef leitað var eftir því. Eftir að Villi var orðinn einn, lagði hann ríka áherslu á það við börn sín, að þau gleymdu ekki að reikna með mat handa kostgönguram hans. Eins og áður er sagt, var Villi sjómaður alla tíð og yfírleitt reri hann með öðrum, en tvö síðustu árin reri hann einn á góðum og vönduðum báti, er hann átti sjálfur. Árið 1973 verður hann fyrir því óhappi, að annar bátur keyrir þvert á bát hans og brýtur hann í tvennt. Bætur, sem Villi hlaut, voru það óverulegar, að útilokað var fyrir hann að kaupa sér nýjan bát, sem var jafnoki hins gamla, án þess að steypa sér í skuldir. Endirinn varð sá, að hann þurfti að hætta að stunda sjó, áður en hann sjálfur vildi, en sættist á það að lokum, þar sem Ásta var hálf hrædd að vita af honum einum við veiðarnar. Eftir að faðir minn hafði hætt starfí sínu, hafði hann gaman af því að mála myndir, til að hvila sig frá skriftum, en margir báðu hann um að skrifa um allt milli himins og jarðar. Dag nokkurn fóram við að Reykjanesvita, þar sem pabbi málaði skemmtilega mynd af vík þeirri, sem er beint fyrir neðan vit- ann, en í miðri víkinni blasir við Eldey. Snarbrattir klettar ganga þar niður i sjó og haflöður er þó nokk- urt í góðu veðri. Ekki gátum við gefið myndinni nafn, þar sem við vissum ekki hvað staðurinn hét. Þá sagði pabbi: „Ef Villi veit ekki nafn- ið, þá veit það enginn.“ Jú, Villi vissi nafnið og sagði okkur, að vík- in héti Kerlingarbás. Dreg ég í efa, að nokkur annar hafí vitað um nafn- ið. Föður mínum var það mikið áhugamál, að Hafnirnar yrðu gerðar að minjasafni, þar sem fólk byggi í húsum þeim, sem til sýnis yrðu. Hann og Villi ræddu oft um þetta og Villa fannst þetta góð hugmynd. Þeir Suðurnesjamenn, sem lesa ef til vill þessa minningargrein, ættu í alvöra að hugleiða þessa hug- mynd. Fimm sveitarfélög era á Suð- urnesjum. Þau ættu smám saman að kaupa eitt og eitt hús, sem til sölu era og leigja út. Þótt ný hús séu komin á víð og dreif innan um þau gömlu, skipta þau ekki máli, enn sem komið er, ef bara háhýsi og blokkir halda ekki innreið sína. Þegar þau eiga mest allt þorpið, geta þau komið sér saman um fyrir- komulag, en breyta sem minnst þessum gömlu timburhúsum í aðal- •* atriðum, en minni háttar breytingar ætti að leyfa, ef það gerði hús- næðið sólríkara eða skemmtilegra fyrir íbúendur. Fjármagna mætti stofnun minjasafns með almennu útboði á skuldabréfum og hluthöfum gefinn kostur á forgangi á þjónustu þeirri, er til boða stæði, ef þeir ósk- uðu þess. Þegar minjasafnið kemst á legg, gæti leiga orðið tvenns kon- ar: Annars vegar þeir, sem taka að sér að sýna húsið sitt hluta úr degi og halda því við og kæmi hvort tveggja í stað leigu eða þá að greiða leigu, en aðrir sýndu það og héldu því við. íbúendur ættu rétt á þvi að hafa eitt herbergi í húsinu læst, þar sem þeir geymdu sína persónu- legu muni, sem engum öðrum leyfð- ist að gramsa í. Þeir hefðu alveg á sínu valdi, hvaða herbergi hússins þeir veldu, hvort það væri hið minnsta eða hið stærsta. Þeir, sem búa í minjasafninu, ættu alltaf að eiga forgang á vinnu í því, ef þeir óskuðu þess, ef slík vinna stæði til boða. Hafnirnar gætu orðið lifandi minjasafn og vel gæti borgað sig að endurreisa Kotvog aftur með sín sextán hús, þar sem rúmlega 70 manns áttu heimili, þegar mest var. Gaman væri að reka þar heimilislegt hótel, sem væri það sérstakt og notalegt, að allir vildu koma þangað aftur. Þar ætti jafnframt að reka smábúskap og útgerð í útihúsum, s.s. hesthús með hestaleigu, skyr- og ostagerð til sýnis fyrir gesti, auðvitað allt í smáum stíl og ijós með 3-6 kúm, en ekki mega vera rimlar í gólfi og haughús undir, svo sem nú tiðkast, heldur haughús til enda og flór mokaður með skóflu, svo sem áður var gert. í útihúsum væri upplagt að vera með smásund- laug og gufubað. Skemmtilegt væri að vera með tógvinnu og sýni- kennslu í þeim efnum, og þá eitt- hvað af kvikfénaði. Og síðast en ekki sízt sturtubað fyrir kýr og hesta og kindur. Litlum sölubúðum með íslenskri framleiðslu ætti að vea auðvelt að koma við. Þá ættu gestir að eiga þess kost að fara í veiðitúr og selja afla sinn eða fá hann ma- treiddan á hótelinu, eftir því sem þeir óskuðu. Jafnframt ættu þeir að eiga þess kost að fá að fara fram í eldhús og fræðast um íslenska matargerð, ef þeir óskuðu þess. Einnig mætti vera gestaíbúð fyrir 1-2 listamenn, þar sem þeir væra þó nokkuð út af fyrir sig og gróður- hús ætti að vera hægt að hafa á staðnum, og nokkra tijárækt. Auð- velt er að láta sig dreyma um fleiri hugmyndir, en hér er mál að linni. Villa, mínum sérstaka vini, óska ég alls góðs á nýjum brautum og kveð hann með þakklæti. Gott var ávallt að vera í návist hans, en enn betra að eiga traust hans og vináttu. Elín K. Thorarensen. Sagt hefur það verið um Suðumesjamenn, fast þeir sóttu sjðinn og sækja hann enn. Þegar ritja skal upp æviskeið háaldraðs manns bregður manni í brún hversu lítið maður veit um sína nánustu. Hvaða hugmynd hef- ur yngra fólk og jafnvel fólk á miðj- um aldri um ævi og starf forfeðra sinna? Höfum við nokkra möguleika á að setja okkur í spor þeirra og skilja hvað forfeður okkar lifðu? Hann afi minn er nú kominn í hóp þeirra og genginn á vit feðra sinna. við spyijum: Hvernig var æska hans og skólaganga, lifði hann við kröpp kjör eða var líf hans leikur einn? Hér ætla ég mér ekki að rifja upp lífshlaup hans, það gera vonandi aðrir mér fremri, en eitt er víst að lífíð er ekki alltaf dans á rósum. Sagt er að mótlæti efli alla dað og að það verði manni síðar meðlæti. Hver og einn er og verður gæfu sinnar smiður. í minningunni er afi sterkur, traustur og fengsæll sjó- maður. Ævi hans er ein sjóferðar- saga frá upphafí til enda líkt og margra annarra ungra manna af aldamótakynslóðinni sem ólust upp við sjómennsku frá blautu barns- beini, í fyrstu við árabáta, síðar við vélbáta og togara. Hann tókst á við útgerð í félagi við aðra og fékk að reyna mótlæti á mótlæti ofan ekki síður en þeir sem í slíku standa í dag. En þá voru engir styrkir né kvóti. Það má segja að straumhvörf verði í lífí hans árið 1957 er hann ákveður að kaupa sér rúmlega fímm tonna trillu og gera út til handfæra- veiða. Trillan var keypt frá Stokks- eyri og hét Sandvíkingur. Hann var hæstánægður með nafnið og þetta varð hið mesta happafley. Mér fínnst að á þessu tímabili hafi kynni okkar hafizt. Ekki rekur mig minni til að hann hafi nokkurn tíma rætt við mig um skólagöngu sína, en áhugi hans fyrir því að við bræður og frændur yrðum læsir var mikill. Hann lagði sitt á vogarskálina til þess að svo yrði. Einu sinni er hann kom í heimsókn og kaupstaðarferð til Keflavíkur tók hann okkur bræð- ur með sér í Bókabúðina hans Krist- ins Reyrs og bauð okkur að velja sína bókina hvor. Það gerði hann til þess að verðlauna okkur fyrir það að nú voram við orðnir læsir. Eftir þetta og í langan tíma var það regla að fara til afa og sýna honum einkunnabókina og árangur- inn. Þá var alltaf verðlaunað á ein- hvern hátt, en sennilega virkaði hrósið og klapp á kollinn þó alltaf mest. Við bræður dvöldum oft lang- tímum saman í Höfnunum hjá afa, ömmu og Villa frænda. Það er ógleymanlegur tími og eitt af þroskaskeiðum okkar sem þar leið. Snar þáttur í því var útgerð trillunn- ar og allt sem henni fýlgdi. Að hnýta lóðin og safna blýi í sökkur var nokkuð sem við gátum hjálpað til við. Saga rör, bræða blý og renna því glóandi í og koma fyrir sigur- naglanum. Ekki er laust við að á ýmsum stöðum hafi blý horfið sem til annarra nota átti að fara en í blýsökkur. Við því var ekkert að gera þar sem allt kapp var lagt á að útgerðin gengi sem best og ekki mátti afa vanta sökkur. í staðinn fengum við að nota julluna hans á kvöldin, eftir að hann var kominn að. En hann hafði þann hátt á að leggja bátnum sínum við legufæri úti á gljá rétt utan við höfnina. Annað var það líka, að okkur var mjög í mun að mega að fá að róa með honum. Ævinlega svaraði hann með því, að nægur væri tíminn til þess og við fengjum það á næsta ári. Það var svar sem öll barnabörn- in fengu og ástæðan eflaust sú að hann fékk sjálfur að reyna sjó- mennskuna barn að aldri. A tvítugs- aldri upplifði ég að fá að róa með honum, við vorum þrír „Villar“ á. Þá fékk maður innsýn í líf sjó- mannsins, sem nýtti sér fískimiðin er áttu sér kennileiti í landi og sam- spil flóðs og ijöru. Á ákveðnum miðum á liggjandanum, eftir straumum og hvemig fuglalífið var allt um kring, við þetta var miðað en engin tæki. Tæknin hélt innreið sína í handfærabáta líkt og á öðrum sviðum. Rafknúnar handfærarúllur og dýptarmælar. Afi var oft lengi að taka við sér ef breyta átti hlut- um, en þegar hann var búinn að sætta sig við þá var hann fljótur að tileinka sér kosti þeirra. Yfírleitt reri hann við annan mann, en oft kom fyrir að hann var einn. Árið 1973 var afi fýrir því óhappi að báturinn hans, Sandvíkingur, var sigldur niður úti á sjó. Tókst honum með naumindum að bjarga sér sjálf- ur um borð í bátinn sem árekstrin- um olli. Hann sá hvað verða vildi og greip um lunninguna á skaðvald- inum og hóf sig um borð. Eftir þetta áfall hætti afi útgerð eigin trillu, en reri næstu tvö sumur með nágrönnum sínum og sveitungum. Hans draumur var alltaf að geta haldið lengur áfram, en ef til vill gripu örlögin þarna inn í. Glíma hans við Ægi og Ránardætur var orðin nógu löng og oft á tíðum kröpp. Á þessum tímapunkti ákvað afí að setjast í helgan stein og njóta ævikvöldsins ásamt ömmu. Þau áttu saman nokkur slík ár, en þá féll amma frá árið 1983. Um tíma átti afí nokkuð erfítt, hann sætti sig illa við einveruna,- en vildi þó engu um sína hagi breyta. Síðustu 10 árin bjó hann einn eða þar til hann fluttist inn á heimili aldraðra í Víðihlíð í Grindavík haustið 1992. Móður minni var afi alltaf sem bezti faðir. Hann sagði hanni þá sögu nokkra eftir að hún varð tengda- dóttir hans að hann hefði einu sinni legið á Landspítalanum og þá hefði legið með honum annar ungur mað- ur er síðar lézt vegna veikinda. Sá er með honum lá sýndi afa mynd af þremur ungum, fallegum dætr- um sínum. Hann vissi ekki þá að ein dóttirin á myndinni yrði 14 árum síðar tengdadóttir hans. Hér skal afa að lokum þökkuð samfylgdin og umhyggjan fyrir okkur öllum meðan hann var og hét. Megi minningin lifa um elsku- legan afa minn. Guð blessi hann. Þjóðin geymir söguna öld eftir öld, minning hennar lýsir eins og kyndill um kvöld. V.K.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.