Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 40

Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Jón Norðmann Páls- son - Minning Fæddur 13. febrúar 1923 Dáinn 4. maí 1993 ^ Mig langar í nokkrum fátækleg- um orðum að minnast vinar míns Jóns Pálssonar. Leiðir okkar Jóns lágu fyrst saman þegar ég var svo heppin að kynnast Kristínu dóttur hans í MH fyrir um 10 árum. Við vorum nokkrar vaskar stúlkur sem mynduðum náin vináttubönd á þessum árum og að öðrum foreldr- um ólöstuðum var Jón yndið okkar allra og uppáhalds pabbinn í hópn- um. Það var ósjaldan sem við stelp- urnar komum blaðskellandi á Háa- leitisbrautina og röðuðum okkur á * römstokkinn hjá Jóni til að spjalla svolítið og spauga um daginn og veginn fyrir háttinn. Hann var allt- af ungur í anda og hægt að ræða um margvíslega hluti án þess að finna fyrir nokkrum aldursmun. Þegar einstaklega vel lá á okkur brá Jón stundum gömlum upptök- um með uppáhalds djassistum sín- um á fóninn og bauð manni upp í dans um leið og hann sagði spaugi- legar sögur frá námsárum sínum vestan hafs. Jón sagði skemmtilega frá og aldrei þreyttist ég á að heyra frásögn hans frá þessum árum. Við vinkonumar eigum eftir að sakna þessara ljúfu stunda með \þér, elsku vinur, en þökkum fyrir þær sem við vorum svo gæfulegar að njóta. Það er dýrmætt að kynn- ast svona sannri og góðri mann- eskju sem að auki hafði einstakt iag á að sjá spaugilegu hliðarnar á líf- inu. Það var einmitt skopskyn Jóns sem átti ríkastan þátt í því að létta líðan hans og aðstandenda í barátt- unni við hinn óvægna sjúkdóm. Kynnin af Jóni verða okkur stelp- unum hans ávallt gott veganesti og vona ég að við getum gert viðhorf hans að okkar á stundum erfiðleika og tekist á við þá með reisn eins og hann gerði. Við sendum Jóhönnu, Kristínu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðj ur. F.h. Margrétar, Sólveigar, Ing- veldar og Völku, Ástfríður Sigurðardóttir. Vinur minn og tengdafaðir Jón Pálsson er látinn. Við sem eftir lif- um erum fátækari af vinum, en rík- ari af minningum, minningum um mann sem viðurkenndi ekki og þekkti ekki uppgjöf. Hetjuleg bar- átta Jóns við óbilgjörn og kvalafull veikindi er okkur ómetanlegt vega- nesti fyrir leiðina sem við eigum öll fyrir höndum. Jón var fæddur í Reykjavík 13. febrúar 1923. Hann var sonur Páls ísólfssonar tónskálds og konu hans Kristínar Norðmann. Jón kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur, en þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Ása og Óli Hilmar. Seinni kona Jóns er Jóhanna Gyða Ólafsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu Norðmann. Jón var glæsimenni á velli, stór og stæðilegur og sópaði að honum alls staðar þar sem hann kom á mannamót. Bjartsýni og glaðlyndi voru ríkir þættir í skaphöfn Jóns. Alltaf leit hann á björtu hliðamar og þær skoplegu ekki síst þegar hann átti sjálfur hlut að máli. Vinur vina sinna var Jón. Allt frá því að kynni okkar hófust höfum við oft leitað til Jóns og Hönnu, eða afa og ömmu á Háaleitisbraut (seinna Melabraut) eins og dreng- irnir okkar sögðu. Aldrei var farið í erindisleysu, alltaf voru góð ráð og aðstoð á takteinum. A kynni BJÖRN SIGVALDASON, áður bóndi í Bjarghúsum, andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 12. maí. Jóhanna Björnsdóttir, Jón M. Ámundason, Þorvaldur Björnsson, Kolbrún Steingrímsdóttir, Hólmgeir Björnsson, Jónrna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. t Ástkær eiginkona mín, KRISTRÚN HELGADÓTTIR, Þiljuvöllum 33, Neskaupstað, andaðist í Sjúkrahúsi Neskaupstaðar 12. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Hinriksson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN ALBERT OTTÓSSON, Ólafsvík, lést í Borgarspítalanum 12. maí. Magnea Magnúsdóttir, Hrafn Arnarson, Helgi F. Arnarson, Kristinn Arnarson, Albert Arnarson, tengdadætur og barnabörn. t Útför föður okkar og tengdaföður, ÞÓRHALLS JÓNASSONAR, Stóra-Hamri, Eyjafjarðarsveit, sem lést 8. maí sl., fer fram frá Munkaþverárkirkju laugardaginn 15. maí kl. 13.30. Jónas Þórhallsson, Þórgnýr Þórhallsson, Hekla Ragnarsdóttir, Þröstur Þórhallsson, Bogi Þórhallsson, Gunnhildur Þórhallsdóttir, og fjölskyldur. okkart Jónsiserm ná yfiti meira en ) ; aldarfjórðung man ég ekki eftir að nokkurn tíma hafa fallið blettur eða hrukka. Jón á glæsilegan feril að baki, feril sem er merkur kaflí í flugsögu íslands. Allt frá árinu 1949 er skoð- unardeild var stofnuð hjá Flugfélagi íslands veitti Jón deildinni forstöðu. Hann bar því ábyrgð á skoðun og gæðaeftirliti á bróðurparti íslenska flugflotans í rúmlega 30 ár. Starfíð átti hug Jóns allan. Því hugði hann gott til glóðarinnar að sinna ýmsum hugarefnum sínum er hann lét af störfum fyrir þrem árum. En stuttu seinna kenndi hann þess sjúkdóms sem hann varð síðar að lúta í lægra haldi fyrir. Jón tókst á við þessa raun með æðruleysi og karlmennsku sem aðeins fáum er gefíð. Jón lést á heimili sínu umvafínn ástúð og hlýju sinna nánustu. Að ósk fjölskyldu hans eru þakkir færð- ar öllum þeim sem studdu Jón og önnuðust síðustu misserin, Sérstak- ar þakkir eru til Sverris Haraldsson- ar læknis og starfsliðs hans á deild A5 á Borgarspítalanum og Jóns Hrafnkelssonar læknis og starfsliðs hans á Landspítala. Síðast en ekki síst eru alúðarþakkir og kveðjur til stúlknanna í Heimastoð, þeirra Hrundar, Þóru og Ernu, sem veittu ógleymanlega aðstoð og styrk síð- ustu og erfíðustu dægrin. Minningin um Jón gefur okkur tilefni til þess að leggja mat á verk okkar og ásetning. Getum við ekki reynt að takast á við orð og gjörð- ir hversdagsins með sama æðru- leysi og Jón háði sína baráttu, þann mátt sem við öll verðum að horfast í augu við? Guðmundur Hannesson. Mig langar með þessum fátæk- legu línum að fá tækifæri til þess að kveðja minn góða vin, Jón N. Pálsson, hinstu kveðju. Það er alltaf sért að sakna og sjá á eftir góðu fólki af lífsins braut, þótt í sumum tilvikum kunni dauðinn að vera líkn. Jón N. Pálsson hafði um þó nokk- urt skeið háð baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann varð að lokum að láta í minni pokann fyrir, en hann barðist svo sannarlega hetju- lega og var umvafinn ást, kærleika og styrk ástvina sinna allt þar til yfír lauk. Jón var yndislegur og góður maður og er ég mikið þakklát fýrir að hafa fengið að þekkja hann og fjölskyldu hans öll þessi ár. Hann og Hanna kona hans höfðu alltaf tíma til að vera vinir vina sinna og get ég hreinskilnislega sagt að betra fólki og vinum hef ég ekki kynnst um lífsleiðina, og á ég þeim afskaplega mikið að þakka. Jón N. Pálsson var maður sem alltaf sá skoplegar hliðar hjá mann- fólkinu og á tilverunni allri og oft var nú glatt á hjalla og hlegið dátt á Melabrautinni. Elsku Hanna mín, Kristín, Ása, vinir og vandamenn, ykkur sendi ég öllum mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið til Guðs að hann gefí ykkur styrk á þessari stundu. Og þú, minn kæri vinur, Jón, hafðu þakkir fyrir allt — ávallt. Megir þú hvíla í friði. Hólmfríður. Við kynntumst Jóni á mennta- skólaárum okkar þegar við sátum kvöld eftir kvöld heima hjá Kristínu vinkonu okkar og foreldrum henn- ar. Þar fóru fram fjörlegar umræð- ur um lífíð og tilveruna. Jón slóst þá oft í hópinn, skeggræddi við okkur hin ýmsu mál og var óþreyt- andi að fræða okkur unga fólkið. Skemmtilegast þótti okkur þegar hann talaði um sitt hjartans mál, djassinn. Hann átti mikið safn af gömlum þykkum plötum og það var alltaf sérstök viðhöfn þegar hann dró þær fram úr gamla plötuskápn- um. Jón og Hann hafa ávallt sýnt starfí okkar í kórnum mikinn áhgua og stuðning. Það taldist til undan- tekninga að sjá þau ekki meðal áhorfenda á tónleikum og öðrum uppákomum Hamrahlíðarkórsins. Það var okkur sönn ánægja að kynnast Jóni. Okkur þótti mjög vænt um hann og munum við minn- ast hans með hlýhug um ókomin ár. Við vottum Hönnu og Kristínu okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd vina Jóns í Hamra- hlíðarkórnum, Ilmur María, Nanna Hlíf og Sigurbjörn. Eftir að menn eru komnir fram yfír miðjan aldur fer óhjákvæmilega að saxast á vinahópinn. í dag er kvaddur æskuvinur, Jón N. Pálsson, yfírskoðunarmaður flugvéla hjá Flugleiðum. Jón tókst á við banvæn- an sjúkdóm af æðruleysi og ótrú- legri karlmennsku, en enginn má sköpum renna. Ætt hans og uppruna verða ör- ugglega gerð skil af öðrum, og því mun ég aðeins minnast fagmanns- ins Jóns í þessum fáum línum. Sameiginlegur áhugi okkar beggja á flugi tengdi okkur Jón ennfremur saman eftir að æsku- árum lauk. Jón fór til náms í flug- vélavirkjun í Bandaríkjunum og valdi hann að fara til Buffalo í New York fylki á Burgard Vocational High School. Þar lauk hann námi árið 1946. Vinnubækur Jóns frá skólaárunum eru þvílíkt listaverk að þær eiga hvergi heima nema á væntanlegu flugminjasafni, því að frágangur allur ber ljósan vott ná- kvæmni og listfengi Jóns. Datt mér oft í hug, að ef vinnubækur hans væru gefnar út, þá hefði verið kom- inn góður vísir að kennslubók fyrir flugvélavirkja. Samtíma Jóni var á Burgard Sigurður Ágústsson frá Vestmannaeyjum sem látinn er fyr- ir nokkrum árum. Ásamt náminu í flugvélavirkjun lauk Jón einkaflugmannsprófi og flutti svo inn til landsins ásamt nokkrum félögum sínum kennslu- flugvél af gerðinni Piper Cub TF- KAK. Var það fyrsta nýja kennslu- vélin er til landsins kom og hefur hún reynst hið mesta happafley, en vélin hefur nú verið lengst allra flugvéla á skrá á íslandi, því að brátt eru 50 ár síðan hún kom til landsins. Það var gæfa mín að fyr- ir tilstilli Jóns fékk ég skólavist á Burgard og kom þangað um mitt sumar árið 1946 og lærði þar flug- vélavirkjun undir handleiðslu sömu kennara og Jón og Sigurður höfðu haft. Get ég því af eigin raun borið um það góða álit sem þeir félagar höfðu aflað sér við skólann. Jón hóf störf hjá Flugfélagi ís- lands strax eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum. Árið 1949 var hann skipaður deildarstjóri skoðun- ardeildar Flugfélags íslands og eft- ir stofnun Flugleiða hélt hann áfram því starfí þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir seinni part ársins 1990, og hafði þá verið yfírskoðunarmaður Flugfélags ís- lands og Flugleiða í rúmlega 41 ár. Fáir gera sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hvílir á herðum skoðunarmanna flugvéla, en í því starfí kom í ljós hin yfírgripsmikla þekking sem Jón hafði aflað sér og haldið við af þeirri samviskusemi og góðum gáfum sem Jón hafði fengið svo ríkulega í vöggugjöf. Nú þegar leiðjr skiljast þakka ég Jóni fyrir þann stóra skerf sem hann hefur lagt til flugöryggis á íslandi og bið Guð að blessa minn- ingu góðs drengs. Hönnu, eftirlif- andi konu hans, börnum og öðrum aðstandendum Jóns sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur. Karl Eiríksson. Jón N. Pálsson er látinn. Við brottför hans rifjast upp margra áratuga vinátta er byggðist á svo mörgu og miklu sem ekki er hægt að rekja í nokkrum kveðjuorðum. Jón helgaði lífsstarf sitt fluginu. Hann lærði flug og flugvirkjun í Bandaríkjunum á seinni heimsstytj- aldarárunum og starfaði við flug- rekstur alla tíð. Við andlát Jóns er fallinn frá góður drengur, traustur vinur og mikilsmetinn félagi. Við hjónin vor- um svo heppin að eiga Jón að góð- um vini og þá vináttu féll aldrei skuggi á. Jón og Hanna eiginkona hans voru ekki einungis nánir vinir okkar heldur allrar fjölskyldunnar. Voru þau ávallt reiðubúin að að- stoða þegar á þurfti að halda, m.a. vegna fjarveru okkar erlendis. Jón og Hanna voru eins og for- eldrar yngri sonar okkar og tókst með honum og þeim mikil vinátta og gagnkvæmt traust, sem aldrei verður fullþakkað. Þrátt fyrir búsetu okkar erlendis komu Jón og Hanna eins oft og tilefni gafst í heimsókn hvar sem við dvöldumst. Voru það miklir gleðifundir. Vegna áralangrar fjar- veru varð kunningjahópur okkar þynnri með tímanum, en Jón og Hanna áttu sinn þátt í að halda tengslum og vináttuböndum saman, hvernig sem á stóð. Við fráfall Jóns er horfínn á braut einn tryggasti og besti vinur okkar. Það skarð verður ekki fyllt. Við biðjum guð að styrkja eigin- konu hans, börn og alla ættingja. Lóa og Niels P. Sigurðsson. Kveðja frá Flugvirkjafé- lagi Islands Jón N. Pálsson flugvirki og fyrr- verandi yfírskoðunarmaður hjá Flugleiðum og áður Flugfélagi Is- lands lést af völdum krabbameins á heimili sínu þann 4. þ.m. eftir nokkurra mánaða veikindi. Hann lét af störfum vegna aldurs 30. sept- ember 1990, þá við góða heilsu og hugði gott til að sinna áhugamálum sínum og fjölskyldu um langan tíma. Jón hóf störf hjá Flugfélagi ís- lands 1. maí 1943 sem aðstoðar- maður við flugvélaviðgerðir. Hinn 10. september sama ár sigldi hann til Bandaríkjanna, þá áttundi starfs- maður Flugfélagsins og innritaðist í Burgard-flugtækniskólann í Buff- alo NY. Þaðan lauk hann prófi í janúar 1946 og kom þá heim til flugvirkja- og flugvélastjórastarfa hjá Flugfélaginu. Jón kom fljótlega auga á það, að flugvirkjar þyrftu að sameina krafta sína í ýmsum hagsmuna- og kjaramálum og 7. janúar 1947 var hann kosinn formaður undirbún- ingsnefndar til stofnunar Flug- virkjafélags íslands og síðan for- maður þess á stofnfundi 21. janúar sama ár. í ársbyrjun J949 fór hann til framhaldsnáms í öryggis- og flug- vélaskoðun hjá bandarísku flug- málastjórninni í Washington DC, La Gardia- og Roosevelt-flugvöllun- um í New York og lauk þaðan próf- um. Eftir heimkomuna, vorið 1949, stofnsetti hann Skoðunardeild Flugfélags íslands og markaði í upphafí þann gæða- og öryggis- staðal sem ríkt hefur síðan hjá Flug-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.