Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 * 41 félagi íslands og síðar FLugleiðum. Jón var yfirskoðunarmaður Flugfé- lagsins og síðar Flugleiða í 41 ár samfleytt og deildarstjóri Skoðun- ardeildarionar í 31 ár. Síðustu tvö starfsárin gegndi hann báðum störfunum. Á fyrri hluta starfsferils síns gegndi Jón, auk skoðunarmanns- starfsins, öllum erlendum bréfa- skriftum varðandi tæknileg málefni fyrir Flugfélagið. Það var þó ekki það eina sem hann skrifaði því að um árabil var hann í stjóm Flug- málafélags íslands og ritstjóri tíma- ritsins Flugs og skrifaði hann í það greinar um tæknileg málefni. Þess má einnig geta að þegar undirritað- ur var að glíma við að kenna enskt tæknimál varðandi flug, varð Jón góðfúslega við beiðni um að lesa hátæknilegar enskar greinar inn á segulband svo að nemendurnir gætu tileinkað sér óaðfinnanlegan framburð. í frítímum sínum á fyrri árum gegndi Jón einnig flugvirkjastörfum fyrir Bjöm Pálsson flugmann og setti hann saman og vann að við- haldi a.m.k. tveggja fyrstu sjúkra- flugvéla hans og gerði á þeim ýms- ar breytingar til að aðlaga þær ís- lenskum aðstæðum. Jón átti sæti í fyrstu rannsóknamefnd flugslysa sem skipuð var 1949. Þetta er alls ekki nein tæmandi upptalning á störfum Jóns, en aðeins lauslegt ágrip þar sem til er í Mbl. 27. júlí 1989 greinargott viðtal við hann. I viðkynningu var Jón hægur og dagfarsprúður en umfram allt virðulegur í allri framkomu. Hann bar takmarkalausa virðingu fyrir því ábyrgðarmikla starfi sem hann gegndi og setti allan sinn metnað í að skila því með þeim sóma og þeirri snyrtimennsku sem hann hafði tamið sér á öllum sviðum. Við flugvirkjar viljum heiðra minn- ingu Jóns N. Pálssonar og þökkum viðkynningu og samleið með góðum dreng. Við sendum eiginkonu hans og börnum hugheilar samúðar- kveðjur. Við andlát Jóns N. Pálssonar koma hlýjar minningar upp í hug- ann um elskulegan vin. Mig langar að minnast hans með örfáum orð- um. Þegar ég hugsa til baka, man ég fyrst eftir Jóni og eiginkonu hans Hönnu í foreldrahúsum fyrir um 30 árum, þegar þau hjónin tóku að sér að passa lítinn dreng. Mynd- aðist alltaf sérstök stemmning við að koma mér í bað fyrir háttinn og þótt buslugangurinn hafi verið mik- ill, þá hafði þolinmæði þeirra hjóna að lokum yfirhöndin'a. Eg fann fýr- ir öryggi í þeirra höndum. Frá og með þeim tíma hef ég ávallt fagnað heimsóknum þeirra beggja, eða Nonna pabba og Hönnu mömmu, eins og ég kallaði þau. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og hefur Jón fylgst með lífs- skeiði mínu af áhuga. Jón hefur tekið þátt í gleði minni og sorg og veitt mér ráðgjöf eftir atvikum. Hann hefur alltaf reynst fjölskyldu minni og foreldrum, jafnt á gleði- stundum og ekki síður í mótlæti, sannur vinur. Slíkur mannkostur er svo sannarlega eftirsóknarverð- ur. Við andlát Jóns brýst út söknuð- ur, en þær minningar sem ég hef um hann Nonna eru fallegar og góðar. Munu þær fylgja mér um ókomin ár. Ég vil þakka Jóni sam- fylgdina og bið góðan guð að styrkja Hönnu, afkomendur og systkini Jóns í sorginni. Tryggð var ríkur þáttur í fari Jóns og fyrir það vil ég einnig þakka. Með virðingu er hann kvadd- ur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurður Baldvin. Það var á haustdögum 1991 að ég kynntist Jóni N. Pálssyni. Tilefni þessara kynna var, að mér hafði borist til eyma að þekking hans á sögu Reykjavíkurflugvallar, frá upphafí, værj einstök. Sem ritstjóri 'fréttabréfs íslenskra Flugsögufé- lagsins, Flugminjar og saga, taldi ég rétt að fara þess á leit við Jón að ég fengi að skrá eftir honum það sem hann vissi um fyrstu ár flugvallarins. Það var auðsótt mál og tók hann mér fagnandi þegar ég kom á heimili hans. Viðtalið sem átti upphaflega að vera um Reykja- víkurflugvöll þróaðist á annan veg. Ég var ekki búinn að vera lengi í návist hans og hlusta á frásagnir hans þegar ég áttaði mig á því að hér var maður sem hafði upplifað ýmislegt, sem var svo sannarlega í frásögur færandi. Viðtalið varð að viðtölum, heimsóknunum fjölgaði og eftir liggur prentað að hluta og í handriti, lífshlaup Jóns N. Pálsson- ar, í stórum dráttum þó. Ég naut hverrar stundar sem við áttum saman því frásagnir hans og frásagnarstíll hreif mig, hann var nákvæmur og góður sögumaður. Það voru aðrir þættir í fari hans sem ég kynntist strax og mat mik- ils, hann var hreinskilinn, einlægur ög vingjarnlegur í viðmóti, einnig var stutt í brosið og hláturinn. Maður með slíka eiginleika hlýtur að hafa eignast marga vini. Flugsögufélagið stendur í mikilli þakkarskuld við Jón fyrir þann fróð- leik sem hann miðlaði félögum þess, með frásögnum sínum í Flugminj- um og sögu. Flugsagan væri fátæk- ari ef hans hefði ekki notið við. Saga hans er mikilsverð í Ijósi ís- lenskrar flugsögu og mun varðveita nafn hans um ókomna tíð. Mætur maður hefur kvatt og horfíð á vit forfeðra sinna, blessuð veri minning Jóns Norðmanns. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans, Jóhönnu, bömum, tengda- bömum, bamabömum og bama- bamabörnum innilega samúð. Sævar Þ. Jóhannesson. Minning Júlía Gísladóttir Fædd 15. júlí 1904 Dáin 6. maí 1993 Júlía Gísladóttir fæddist 15. júlí 1904 á Sjávargötu á Eyrarbakka. Foreldrar hennar voru Jónína Þórð- ardóttir og Gísli Karelsson. Börn þeirra vom Mattías, Ingibergur, Karel, Þórður, Sigurður, Ágústa og Júlía. Seinni maður Jónínu var Ögmundur Þorkelsson og áttu þau tvo syni, Þormóð og Árna. Ung að árum missti Júlía föður sinn í sjó- inn, við túngarðinn ef svo má segja, þar sem hann drukknaði ásamt bróður sínum og fleiri skipsfélögum. Má nærri geta hvernig ungri ekkju hefur verið innanbijósts með sjö ung börn, á tímum fátæktar og allsleysis. Atvikin urðu til þess að Júlía ólst upp að mestu hjá vandalausum, og markaði sá tími djúp spor í barns- sálina, sem fylgdu henni alla tíð, og kom það berlega fram seinna meir hve bamgóð hún var og fylgin þeim sem minna máttu sín. Júlía var falleg kona, stundaði líkamsæfíngar nær alla ævi, hún var beinvaxin og bar sig vel. Það er enginn vafi að guðstrúin, ásamt trúnni á það góða í mannssálinni, hefur gert Júlíu að þeirri stórkost- legu persónu sem hún var. Hún var hreinskilin í samskiptum og með afbrigðum rausnarleg. Sem barn var ég nösk á þennan eiginleika og var setið um heimsóknir hennar því að hún var snögg að taka upp budd- una sem orsakaði aftur rifrildi milli hennar og móður minnar. í trúaraf- stöðu var hún ólík þorra íslendinga, sem búa til sín eigin trúarbrögð í gegnum anda og framliðna, stokka og steina. Hún bað ekki um teikn, hún hafði Biblíuna að leiðarljósi og var óhrædd að bera sannleikanum vitni. Júlía giftist Guðna Guðmunds- syni 16. október 1940, miklum mannkostamanni. Þau hjón voru um margt ólík; hún leikandi létt í lund, en hann jarðbundinn og traustur. Má með sanni segja að þau hafí bætt hvort annað upp. Guðni stundaði sjó og landvinnu eftir því sem verkast vildi. Nokkur ár bjuggu þau í Vestmannaeyjum, en áttu lengst af heimili í Reykja- vík. Var takmark þeirra að búa sem best að heimilinu og einkasyninum Ingva Guðnasyni, sem kvæntur er Huldu Þorsteinsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Eiga þau þijú böm, Þorstein, Júlíu og Guðna, barna- börnin orðin þijú, og hefur heimili ömmu og afa ætíð verið hornsteinn. Þessi fátæklegu orð eiga að lýsa ofurlitlu þakklæti frá mér. Þótt amstur daganna hafí dregið úr sam- skiptum með árunum, verður Júlía Guðný dóttir mín ætíð tákn um kærleika þeirra og góðvild. Föður- systir mín hefur gengið lífshlaupið til enda. Hún hefur lifað tímana tvenna og unnið vel úr. Faðir minn, Þórður Gíslason, lést fyrir tæpum tveim mánuðum. Þau systkini hafa fylst með líðan minni og fjölskyldu minnar gegnum tiðina í gleði og sorg, ég eignast ekki traustari vini. Ég sakna þeirra og spyr: Erum við nokkurn tíma viðbúin dauðanum? Guðni Yngvi og fjölskylda, Guð blessi ykkur og minningu hennar. Ellý Þórðardóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÁSKELSSON, Hlífll, ísafirði, verður jarðsunginn frá kapellunni, ísafirði, laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Ása Loftsdóttir, Erla Pálsdóttir, Ingvar Antonsson, Guðriður Pólsdóttir, Anna Pálsdóttir, Elísabet Pálsdóttir, Vilhjálmur Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, SIGMARS PÉTURSSONAR, Breiðdalsvík, fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Kristrún Gunnlaugsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. + Sambýliskona mín og móðir okkar, ALICE FOSSÁDAL, Víðihlíð, Grindavik, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 15. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sjúkradeild Víðihlíðar í Grindavík. Ragnar Magnússon, Ragna, Rannvá, Atii, Helgi og Ásla Fossádal. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Álfheimum 54. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Minni-Grund. Börnin. + Þökkum öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HAUKS JAKOBSSONAR, Helgugötu 3, Borgarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Bachmann. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR kaupmanns í versluninni Brynju. Anna Margrét Björnsdóttir, Guðni Sigfússon, Brynjólfur H. Björnsson, Ragna Lára Ragnarsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem styrktu okkur og studdu með blómum, kveðjum og hlýjum handtökum við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og tengdasonar, GfSLA MAGNÚSSONAR bónda, Meiri-Tungu, Holtum, Rangárvallasýslu, sem lést 25. april sl. Sérstakar þakkir færum við konum í kvenfélaginu Einingu í Holta- hreppi. Jóna Steinunn Sveinsdóttir, Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Stefán Þór Sigurðsson, Ketill Gíslason, Sigríður Ólafía Gísladóttir, Guðbjörg Gisladóttir, Árbjörg Anna Gisladóttir, Guðríður Gisladóttir, Þórhalla Ólafsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. : Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælis- fréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.