Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 42
42«*- ÍÍíllbíðST'óDÁGÚR U. 'lttó' Í99S fclk í fréttum KONGAFOLK Myndir af Andrési fylla skrifborð Söru Sara Ferguson segir að hún og Andrés prins séu bestu vinir, þrátt fyrir sambúðarslitin. „Ég hef gert mistök og ég er mjóg leið yfír því, en Andrés er eftir sem áður besti vinur minn. Við erum foreldrar tveggja yndislegra stúlkna og hlut- verk okkar er að vera faðir og móð- ir þessara barna," sagði Sara í sam- tali við blaðamenn fyrir nokkru. Við- talið fór fram heima hjá henni, þar sem blaðamennirnir sögðu að á skrif- borði hennar væri fjöldi stórra og smárra mynda af fyrrverandi eigin- manninum — en engin mynd væri þar hins vegar að finna af Johnny Bryan, fyrrverandi elskhuga Söru. Sara segist vera að jafna sig á skilnaðinum og umtalinu og hún sé mun hamingjusamari nú en hún hafi verið að undanförnu. Lífið snúist um að verða fullorðin, læra að verða sjálfstæð og standa á eigin fótum. Hún vill gjarnan sinna góðgerðar- starfsemi og segir að miðað við örlög fólks í Júgóslavíu sé líf hennar þrátt fyrir allt rósum stráð. Fergie er farin að brosa aftur og segist nú vilja sinna góðgerð- armálum af fullum krafti. Ferðanefnd Kvenfélags Bessastaðahrepps, f.v. Ása Atladóttir, formaður kvenfé- lagsins, Svanhvít Jónsdóttir og Sigrún Knútsdóttir. Með þeim á myndinni er farar- stjóri þeirra í París, Laufey Helgadóttir listfræðingur. FERÐALÖG „Bossaklúbburinn" fór utanánOla Fjörutíu og sex ungar og hressar konur úr Kvenfélagi Bessa- staðahrepps tóku París með trompi fyrir skömmu. Þegar blaðamaður hitti þær í flugvélinni var mikill galsi og gleði ríkjandi. „Gárungarn- ir héldu því fram, að við værum að halda upp á að Óli hefði ekki fengið inngöngu í kvenfélagið, en það er nú ekki rétt, því við höfum verið að safna fyrir ferðinni í rúm tvö ár," sögðu þær. Eins og menn rekur kannski minni til sótti Ólafur Schram fyrir skömmu um að fá að ganga í kvenfélagið en var hafn- að. Þær segjast hins vegar eiga Ólafi ýmislegt að þakka. Til dæmis hversu fjáröflunin gekk vel í Kola- portinu um það leyti sem Ólafur sótti um inngöngu. Þær höfðu leigt sér bás þar sem þær seldu meðal annars kökur. Það virtist þó ekki draga mesta athyglina að básnum heldur yfirskriftin sem var: Kvenfé- lag Bossastaðahrepps (án Óla). „Við seldum mikið út á þetta og sumir spurðu hvort við værum að Morgunblaðið/Hildur Friðriksdóttir safna fyrir lögfræðikostnaði vegna Óla," skríkti í þeim. Þess má geta, að nafnið Bossastaðahreppur kom frá þeim félögum í Imbakassanum, sem gerðu óspart grín að málinu. Fjáröflun á ýmsan máta Fjáröflun fór fram með ýmsum hætti. Meðal annars gáfu þær út matreiðslubók, sem fékk nafnið Fiskiréttir og var úrval eigin fiski- rétta. Sala bókarinnar gekk mjög vel og fengu færri en vildu, að sögn kvennanna. Heilmikil dagskrá var í París undir stjórn Laufeyjar Helgadóttur listfræðings, sem búsett er þar. Hún hafði á orði, að það sem kom henni einna mest á óvart var hversu ungar konurnar væru. „Þetta hefur verið mjög líflegur og skemmtileg- ur hópur," sagði hún við blaðamann þegar hún hafði kvatt konurnar úti á flugvelli. Meðal þess sem hópurinn upplifði var að sigla á Signu, fara í skoðunarferð um Par- ís og heimsækja Rauðu mylluna. Á flugvellinum í Frankfurt þar sem var millilent, f.v. Sólbjörg Karlsdótir, Ragnhildur Jó- hannsdóttir, Þórhalla Þórhalls- dóttir, Ragnheiður Rögnvalds- dóttir og Sigríður Jónsdóttir. Örkin hans Nóa leikur fyrir dansi í kvöld. 22. maí: Bogomil Font og milljónamæringarnir. DANSBARINN Grensásvegi 7, símar 33311-688311 LIFANDI X Ó N l- I S X ÖLL KVÖL í KVÖLD: Dúettinn „KOKKTEILPINNAR" úr „KÁTUM PILTUM". LAUGARDA6SKVÖLD: LIFANDI TÓNLIST. Skólabrú 1 Símil3344 Harmoniku- unnendur^^ MAMMA ROSA Jóna Einarsdottir þenur nikkuna frá kl. 21-03 Tilboðsverð á mat ÍLnrinilinrií II. sími -12166 TVEIRVINIR og ivuuin'fríi Laugav«gi 45 -*. 21255 íkvöld: GCD BUBBIOG RÚNAR Laugardagskvöld: TODMOBILE Sunnudagskvöld: MAKE UP HÓPURINN Þóra, Anna Lára, Baddý, Tóta og Áróra. r GLÆSIBÆ ~^ r 5UMAR5VEIFLA Hljómsveit Birgis Gunnlugssonar leikur fyrir dansi Aðgangseyrir kr. 800.- Opið frá kl. 22-03 Borðapantanir í síma 68 62 20 TÍSKU-DANSSÝNING lcelandic Models sýna fatnað frá Fallhlífarklúbbur Reykjavíkur býður ofurhuga kvöldsins f frjálst fall um háloftin Þeir sem mæta á réttum tíma fáölá kostnaðarverði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.