Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Nei, fiðrildin eru á hæðinni fyrir ofan, þetta er sund- fatadeildin. Vertu ekki svona æst Dóra, þú veist að það er ekki pláss fyrir þijá um borð. HÖGNI HREKKVÍSI 3MtarguttH*fcU> BRÉF TÍL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Frá hverju skýra annálar? Frá Jóni Á. Gissurarsyni: ANNÁLAR miðla yfírlitsfréttum á borð við fjölmiðla nú á dögum, mun- ur sá að annálar varpa ljósi á við- burði liðins árs en eru ekki samtímaf- rásagnir á fárra stunda fresti. Þeir lýsa ekki daglegu amstri manna - slíkt er ekki fréttnæmt - heldur sjaldgæfum atburðum sem stinga í stúf við það sem ætla mætti. Frá- leitt væri að álykta að einstakur annálsviðburður drægi langan slóða, þ.e. aðrir slíkir kæmu í kjölfarið. Örfá dæmi lýsa þessu í hnotskum: Annáll segir frá konu á Eyrarbakka sem krafðist skilnaðar frá eigin- manni sínum vegna getuleysis hans. Var hann þó ungur en hún aldin. Hæpið væri að álykta að slíkir ágall- ar hefði almennt valdið hjónaskilnaði á íslandi um þær mundir. í annan stað er greint frá tvíhöfða kálfí. Enginn hefði gert því skóna að kálfsi sá yrði forfaðir tvíhöfða kyns á ís- landi. Þótt á einum stað sé skýrt frá ísbjömum sem verða mönnum að bana norður á Skaga, dytti engum til hugar að telja slík fangbrögð al- menna dauðaorsök á íslandi. Baldur Hermannsson byggir sögu- túlkun í sjónvarpsþættinum Þjóð í hlekkjum að megin hluta á heimild- um annála, gerir undantekningar að reglum. Hér er því um grófa sögu- fölsun að ræða - sennilega vitandi vits. Illri stjóm Dana hefur löngum verið kennt um eynd íslendinga fyrr á öldum - einkum eftir siðaskipti. Þessari skoðun virðist Baldur ætla að hnekkja og með aðstoð annála skella skuldinni á íslenska bændur. Ætla mætti af frásögn Baldurs að helsta tón-stundaiðja ísjenskra bænda hafi verði að nauðga vinnu- konum sínum og hýða þær. Skyldi slíkt útreið ekki hafa dregið úr vinnu- afköstum þeirra? Ekki gleymir Bald- ur bömum og illri meðferð þeirra. Að sjálfsögðu finnur Baldur Her- mannsson þessu öllu stað í annálum og gerir að almennri reglu. En við sem munum vinnuhjú í sveitum þekkjum aðra hlið á þessum málum - og að því ég ætla algeng- ari. Hjú lifðu við sama kost og at- læti og annað heimilisfólk. Vansi þótti að segja ellimótt hjú til sveitar. Þáð átti ellivist vísa á heimili því sem það hafði þénað. Þetta mun ævafom siður sem finna má merki um í ís- lendingasögum. Á fyrri hluta þessar- ar aldar dvaldist meginhluti kaup- staðarbarna að sumri til í sveitum. Varla hefði ásókn um slíka vist verið svo almenn, hefði orðrómur Baldurs átt við rök að styðjast. Hins vegar er það rétt hjá Baldri Hermannssyni - raunar enginn nýr sannleikur - að vistarbandið hafi frestað því að újgerðarbæir risu hér á grunni. Ekki hefði þó Dritvík orðið glæsiborg á borð við þær erlendu samtíðarborgir sem glansmyndir hans sýndu. Þær voru að hluta til reistar fyrir auð frá nýlendum. ísland átti sér engan slíkan bakhjarl, enda hjálenda sjálft sem skorti iðulega snæri til að draga fisk úr sjó. Áttu danskir kaupmenn engan þátt í þeim skorti? (Sett á blað að loknum fyrsta þætti.) JÓN Á. GISSURARSON, Sjafnargötu 9, Reykjavík. Röddin frá landi víkinganna Frá Jóni Hjaltalín Magnússyni: UNDIRRITAÐUR var nýlega stadd- ur í viðskiptaerindum í Soldánsríkinu Óman og varð ég bæði undrandi, glaður og stoltur þegar ég las hina ensku útgáfu af Times of Oman, 29. apríl sl., og sá þar á menningarsíðú blaðsins ýtarlega grein um söngferil Kristjáns Jóhannssonar stórsöngv- ara, undir fyrirsögninni „A voice from the land of Vikings“, eftir Ver- ena Dobnik blaðamann. í greininni er upphafið að söguleg- um söngferli Kristjáns Jóhannssonar rakið og hvemig ítalski söngkennar- inn Vincenzo Maria Demetz uppgötv- aði hæfileika þessa unga Akur- eyrings og hvatti hann til frekara söngnáms, þar sem Kristján hefur undanfarin fimmtán ár þróað rödd sína og hæfileika svo að hann er nú talinn meðal þeirra tólf stórsöngvara sem eru leiðandi í hinum alþjóðlega óperuheimi og talinn verðugur arf- taki stórtenóranna Pavarottis, Dom- ingos og Carreras. Ég verð að viðurkenna að mér finnst ávallt ánægjulegt að sjá, heyra og lesa um íslendinga, sem hafa með mikilli vinnu, vilja og dugnaði þróað hæfileika sína á sviði Iista, vísinda, viðskipta eða íþrótta og hlotið alþjóð- lega viðurkenningu fyrir störf sín. Þessir afreksmenn eru okkur öllum svo sannarlega hvatning til frekari □ VERENA DOBNIK A voice from the land of the Vikings K ristjan Johansson out as a dicscl ,<rS - dcbut xcelandcr to IV1 - at thc venerablc o| o tn a But once hi rccognised forming cngin*- ^ ( * w nor, the 40- made his mct- February 20. sing lcading opcra housc. Ifs a long way from Akurcyri in start'*'1 \ dáða til að nýta betur hæfileika okk- ar, hver á sínu starfssviði. JÓN HJALTALÍN MAGNÚSSON, Muscat, Soldánríkinu Óman. Víkverji skrifar Innflutningur landbúnaðarafurða hefur verið í fréttum að undan- fömu. Þótt Víkveiji hafi ekki mynd- að sér skoðun á deilum innan ríkis- stjórnarinnar um lagaleg atriði, er hann þess fullviss að afnám inn- flutningshafta á búvomm myndi -verða til mikilla hagsbóta fyrir ne'/t- endur. Eitt lítið dæmi skal hér nefnt þeirri skoðun til stuðnings. í vik- unni fór Víkverji í Hagkaup að verzla í matinn. í grænmetisborðinu skoðaði hann paprikuúrvalið og rak i rogastanz þegar hann sá að nærri helmingsverðmunur var á kílóinu af rauðum paprikum og grænum — og rauðu paprikumar voru ódýrari! Eins og flestir vita er rauð paprika yfirleitt dýrari en græn, vegna þess að lengri tíma tekur að rækta hana. Skýringin varð hins vegar augljós þegar Víkveiji skoðaði vörumerk- ingarnar betur. Rauða paprikan var flutt inn frá Hollandi en sú græna var „ný íslenzk". xxx Víkveiji hefur áður gert þýðing- ar bíómynda að umtalsefni hér í dálki sínum. Þýðendumir, sem fengnir eru til að setja texta inn á myndirnar, virðast stundum í bezta falli utan við sig, í versta falli með- vitundarlausir, við vinnu sína. Þeg- ar áhorfendurnir skilja það mál, sem er talað í kvikmyndinni, kemur þetta auðvitað ekki að sök. En Vík- veiji veltir því stundum fyrir sér þegar hann horfír t.d. á franskar myndir, þar sem hann skilur ekki mál leikaranna, hversu mikið af söguþræðinum fari framhjá honum vegna þýðingarglapa. xxx Ivikunni fór Víkveiji að sjá brezku myndina Vini Péturs í Háskóla- bíói. Myndin féll honum vel í geð, en þýðingin spillti nokkuð fyrir — eins og stundum áður. Handritið var reyndar fullt af fimmaurabrönd- urum, sem eflaust er ekki auðvelt að þýða á íslenzku, en Víkveiji er þó þeirrar skoðunar að með meiri yfirlegu hefði mátt koma þeim bet- ur til skila. Um þverbak keyrði er kom að þýðingu á samtali Kenneths Branajgh, sem leikur drykkfelldan handritshöfund, við mótleikkonu sína. Þar sannaðist enn sú kenning Víkveija að þýðendurnir horfi stundum ekki á myndirnar, sem þeir eru að þýða, því að á löngum kafla í samtalinu kvenkenndi Bran- agh sjálfan sig (í þýðingunni), kall- aði sig meðal annars „vergjama gálu“ og þar fram eftir götunum. Þýðandinn virðist hafa farið línu- villt í handritinu án þess að hafa augu á myndinni. Svona vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. xxx Víkverja féllu vel í geð lýsingar Heimis Karlssonar íþrótta- fréttamanns og Guðmundar Guð- mundssonar, fyrrum landsliðs- manns og þjálfara Aftureldingar, á beinum útsendingum frá baráttu Valsmanna og FH-inga um íslands- meistaratitilinn í handknattleik karla. Annars vegar nýttu þeir fé- lagar óvenju vel og skilmerkilega möguleika miðilsins til að auðvelda mönnum að komast að niðurstöðu um vafaatriði sem upp komu í leikj- unum. Hins vegar tókst Heimi og Guðmundi prýðilega að vinna sam- an að því koma sérþekkingu sinni á íþróttinni á framfæri við áhorf- endur með upplýsingum sem bættu einhveiju við það sem sjá mátti á skjánum og augljóst var öllum, sem kunna leikreglurnar í aðalatriðum og hafa óskerta sjón. Fagmennska af þessu tagi gleður þá sem fýlgj- ast með íþróttaviðburðum hér á landi og eru ýmsu vanir í beinum sjónvarpsútsendingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.