Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 49
HWJDHQK MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 LÆKNARITARI hlekkur í keðju heilbrigðis- starfsfólks Frá Guðfinnu Ólafsdóttur: FÉLAG íslenskra læknaritara var stofnað árið 1970. Allt frá stofnun félagsins hefur það haft að aðal- markmiði sínu að koma á námi í læknaritun hér á landi og löggild- ingu starfsheitisins. Læknaritarar höfðu hlotið menntun sína m.a. á Norðurlöndunum og í Englandi en flestir höfðu ekki hlotið neina sér- staka starfsmenntun, heldur voru með stúdentspróf og byrjuðu starf sitt á þeim grunni. Læknaritarar fengu löggildingu Heilbrigðismálaráðuneytisins á starfsheiti sínu árið 1986 og fengu þeir læknaritarar sem ekki höfðu lokið sérstöku læknaritaranámi löggildingu út á ákveðna starfs- reynslu. Arið 1991 lauk löggildin- um án tilskilinnar menntunar al- farið. Nú öðlast enginn löggildingu í læknaritum nema að loknu námi. Haustið 1992 hófst kennsla í læknaritun við Fjölbrautaskólann í Ármúla á sérstakri starfsrétt- indabraut en sá skóli er í raun orðinn móðurskóli heilbrigðis- menntunar á framhaldsskólastigi, sem verður að teljast skynsamlegt á tímum niðurskurðar og um leið verður námið markvissara við það að vera aðeins á einum stað. í samvinnu Félag íslenskra læknaritara, Heilbrigðis- og menntamálaráðuneytis var gengið frá námskrá fyrir læknaritara. Námið skyldi vera tvær annir bók- legar að loknu stúdentsprófi eða hliðstæðri menntun og 9 mánaða starfsþjálfun sem nemendur fengju á heilsgæslustöðum og sjúkrahúsum. Læknaritaranám við Fjölbrautaskólann í Ármúla er eina viðurkennda læknaritara- námið á íslandi. Skólinn hefur gert samning við Ríkisspítalann, Borgarspítalann, Heilsugæsíu- stöðvarnar í Reykjavík og víðar um starfsþjálfun. En hvað er læknaritari og hvað gerir hann? Læknaritari er samstarfsmaður lækna í öllum sérgreinum læknis- fræðinnar við að útbúa læknis- fræðilegar skýrslur sem eru ómet- anlegar heimildir varðandi sjúk- dóma einstakra sjúklinga og fyrir vísindastörf varðandi sjúkdóma og slys. Fullkomnar og nákvæmar sjúkraskýrslur eru ákaflega mikil- vægar öllum sem láta sig varða gæði -og framþróun heilbrigðis- þjónustu í nútíma þjóðfélagi., Læknaritari er því mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðisstarfs- fólks við sjúkrahús, heilsugæslu- stöðvar, læknastofur og vísinda- stofnanir innan læknisfræðinnar. í Reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðis- mál nr. 227/1991 segir m.a.: „All- ir læknar sem taka einstakling til greiningar og meðferðar skulu halda sjúkraskrá um hvern ein- stakling". og „Sérfræðingar sem hefur haft sjúkling til greiningar eða meðferðar skal ávallt senda læknabréf til heilsugæslu- eða heimilislæknis sjúklings og ef við á til þess sérfræðing sem hafði milligöngu um komuna." Læknaritari skráir eftir handriti eða segulbandi læknis sjúkra- skýrslur, dagnótur, læknabréf, útskriftir, skoðanir sérfræðinga, aðgerðarlýsingar, röntgenlýsing- ar, dánarvottorð og ýmis vottorð fyrir sjúklinga. Auk þess fyrir- lestra, ritgerðir og önnur atriði vísindalegs eðlis á ensku, íslensku eða Norðurlandamálum. Læknaritarar hafa umsjón með skráningu sjúkdómsgreininga og aðgerða. Þeir hafa ennfremur umsjón með spjaldskrám og varð- veislu sjúkraskráa en skv. áður- nefndri reglugerð er skylt að geyma sjúkraskrá á tryggum stað og þess skal gæta að einungis þeir starfsmenn sem nauðsynlega þurfa eigi aðgang að skránni. Við alla meðferð sjúkraskráa skal það haft í huga að þær hafa að geyma upplýsingar um einkahagi sjúkl- ings sem ekki eru ætlaðar almenn- ingi til skoðunar. Læknaritarar hafa einnig um- sjón með umfangsmiklum árs- skýrslum um læknisfræðileg efni. í Félagi íslenskra læknaritara eru nú um 350 félagar og eru á þriðja hundrað læknaritarar starf- andi á hinum ýmsu stofnunum heilbrigðissviðsins. GUÐFINNA ÓLAFSDÓTTIR, formaður Félags íslenskra lækna- ritara, Engjavegi 83, Selfossi. LEIÐRETTINGAR Meira vín í ísinn Líkjörmagn misritaðist í upp- skrift af konfektís, sem birtist á neytendaopnu í gær. í stað 0,2 cl átti að standa 0,2 dl. Eignir Tölvusam- skipta hf. Þau mistök urðu í blaðinu í gær að farið var rangt með ummæli Davíðs Björnssonar, forstöðu- maums fyrirtækjasviðs Landsbréfa, um Tölvusamskipti. Sagt var að eignir fyrirtækisins hefðu verið níu milljónir um síðustu áramót en hið rétta er að Davíð sagði að eignir fyrirtækisins aðrar en forritið og dreifmgarfyrirtæki þess hefðu num- ið níu milljónum króna um sl. ára- mót. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar. Nafnabrengl í frétt á blaðsíðu 33 í Morgun- blaðinu í gær féll niður nafn Páls R. Magnússonartrésmiðs, sem kjör- inn var á Alþingi sem varamaður í stjórn Húsnæðisstofnunar. Þá varð einnig brengl í sömu frétt, _þar sem skýrt var frá kjöri í stjórn Aburðar- verksmiðju ríkisins. Þar var sagt að kjörinn hefði verið Kjartan Sig- fússon. Þetta nafn hefur hins vegar orðið til úr tveimur nöfnum manna, sem kjörnir voru í stjórnina, en þeir eru Kjartan Ólafsson og Stefán H. Sigfússon. Beðist er velvirðingar á þessu. Athugasemd frá ökumanni í frétt Morgunblaðsins þriðjudaginn 11. maí sl. af árekstri í Hveragerði var sagt að sendibifreið hefði verið ekið inn á í veg fyrir fólksbifreið sem síðan valt ofan í Varmá. Öku- maður sendibílsins óskar eftir að koma þeirri athugasemd á fram- færi að hann hafi ekki ekið í veg fyrir bílinn og ekki farið yfir á rang- an vegarhelming. Hafi orðalag fréttarinnar verið óljóst og valdið misskilningi er beðist velvirðingar á því. Sjómannsskottís Mynd, sem birtist frá viku eldri borgara í Reykjavík á miðsíðu blaðsins í gær, er af dönsurum úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Á myndinni eru Sverrir Sverrisson og Kolfínna Sigurvinsdóttir og dansa þau sjómannsskottís. Myndin er því ekki af sjónleik eins og sagði í myntatexta og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar. Stúdentastjarnan, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.500 ilön Sipunisson Skartyripdverzlun LAUGAVEG 5 - 101 - REYKJAVÍK SÍMI 13383 Á meðan fuglalífið er að blómstra og sumarið að ganga í garð bjóðum við eftirfarandi f erðapakka o R £/>. ^^/•Gisting í eina nótt á Hóte'v^Jk \0/ Eyjaferðum (herb. m/baði). \gL *^ / ý Morgunverður þar sem m.a. \0 er boðið upp á svartbaksegg j/ Ævintýrasigling með Eyjaferðurrí þar sem m.a. er veiddur skelfiskur og ígulker sem snætt er um borð. l/ Þriggja rétta máltíð á veitingahúsinu Knudsen: Forréttur: Sjávarréttasúpa tneö koníakstári. Aðalréttur: Rósasteiktur lambahryggsvöðvi ml dijonsinnepssósu. IILIJI \ Kftirréttur: \ ístvenna ogferskir ávextir MTTTA ásamt heitri "¦¦ I í» ^^súkkulaðisósu. FYRIR AÐEII pr. mann (tveir f herb.). Hægt er að fá ódýrari gistingu. Gisting í fleiri nætur hagstæðari. VETRARVERÐ GISTINGAR GILDIR FRAM YFIR NÆSTU MÁNAÐARMÓT Lifandi tónlist allar helgar á Knudsen. Pantanir í síma 93-81450. Eyjaferðir/Knudsen Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.