Morgunblaðið - 14.05.1993, Síða 50

Morgunblaðið - 14.05.1993, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 IÞROTTIR / KONNUN A GILDI IÞROTTA FRJALSIÞROTTIR Iþróttir umfangsmestar og mikilvægastar hjá krökkum NIÐURSTÖÐUR úr könnun á viðhorfum og þátttöku ungs fólks í íþróttum, sem Þórólfur Þórlindsson prófessor hefur unnið að og greinir frá á sérstöku málþingi um gildi íþrótta á morgun, sýna að íþróttaiðkun er lang umfangsmesta tóm- stundastarf unglinga. Könnunin náði til nemenda í 8. bekk og allra nemenda landsins f 9. og 10. bekk og var svörunin um 90%. órólfur sagði við Morgunblaðið að könnunin væri mjög um- fangsmikil og næði til margra þátta, sem tengdust íþróttum á einn eða annan hátt. Um væri að ræða könnun, sem næði til alls landsins og væri ekki aðeins fyrsta sinnar tegundar heldur sú viða- mesta á þessu sviði. íþróttastarfíð í félögunum er mikils metið samkvæmt niðurstöð- unum. Til að mynda æfa liðlega 49% stráka í 8. bekk oftar en tvisv- ar í viku hjá íþróttafélagi og sam- svarandi tala hjá stúlkum er rúm- lega 41%. Þóróífur sagði að niður- stöðurnar undirstrikuðu mikilvægi íþróttastarfsins og til samanburð- ar væru 4 til 5% krakka á sama aldri í skátastarfinu, sem þó væri mjög umfangsmikið. Hann sagði að annars vegar hefði gjarnan verið einblínt á upp- eldislegt gildi íþrótta og hins veg- ar heilsufarslegt gildi auk skemmtanagildisins, en hann vildi ekki greina þar á milli. Þetta væru samtengdir þættir og sterk staða íþrótta væri áberandi, þegar vandamál kæmu upp hjá krökkum. Þeir leituðu fyrst til foreldra og vina, en áberandi væri hvað reynt væri að leysa málin í íþróttastarf- inu. I könnuninni kemur fram að íþróttir virðast hafa mikið að segja sem fyrirbyggjandi starf varðandi fíkniefnaneyslu og aðra óreglu og stangast niðurstöðurnar að nokkru leyti á við samsvarandi kannanir á Norðurlöndum. Þórólfur sagði ástæðuna vera þá að starfsbræður sínir erlendis tækju alla með, sem segðust stunda íþróttir, hvort sem um væri að ræða einu sinni í viku, einu sinni á mánuði eða sjaldnar, en hann tæki mið af þeim, sem æfðu oftar og reglulegar. Hópur af fólki tæki þátt í ýmsu, en svo virtist að krakkar, sem kæmust ekki af stað í virku íþróttastarfi færu frekar út af sporinu annars staðar. íþróttanefnd ríkisins og menntamálaráðuneytið efna til málþings um málið á Holiday Inn á morgun kl. 13. Ingi Björn Al- bertsson, formaður íþróttanefndar ríkisins, setur þingiðj Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga flytja ávörp, en að loknu erindi Þórólfs Þór- lindssonar um niðurstöður könn- unarinnar greinir Reynir G. Karls- son, íþróttafulltrúi ríkisins, frá endurskoðun íþróttalaga. HANDBOLTI Magnús Ingi til Vfldngs Magnús Ingi Stefánsson, markvörður úr HK, hef- ur gengið frá félagaskiptum yfir í Víking. „Ég hef áhuga á að leika áfram í fyrstu deild og mér líst vel á Víking," sagði Magnús Ingi við Morgunblaðið. Magnús er 29 ára og hefur verið í markinu hjá HK í 12 ár. Auk þess lék hann tvö ár með félagi í Noregi. „Það er búið að ganga frá félagaskiptunum og ég er bjartsýnn fyrir komandi keppnistímabil því Víkingar ætla sér stóra hluti,“ sagði Magnús Ingi. Alexander Revine, markvörð- ur, verður líklega ekki áfram hjá Víkingum, en allir aðrir sem léku með liðinu í vetur halda áfram næsta tímabil. Gunnar Gunnarsson verður áfram þjálf- ari Iiðsins. KÖRFUBOLTI Morgunblaðið/Einar Falur John Starks gerði 25 stig fyrir New York gegn Charlotte, þar af 5 þriggja stiga körfur. IMýliðinn bjarg- aði New York Nýliðinn Hubert Davis var hetja New York Knicks gegn Charlotte Hornets í öðrum leik lið- anna í undanúrslit- „ um austurdeildar Fra Gunnan „ . ,,, Valgeirssyni NBA 1 fyrnnott. í Bandaríkjunum Hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna 93:93 með þriggja stiga körfu 40 sekúndum fyrir leikslok. New York reyndist sterkara í fram- lengingunni og vann 105:101 og hefur nú yfir 2:0. En fjóra sigra þarf til að komast áfram. Patrick Ewing var besti leikmað- ur New York, gerði 34 stig þar af 8 stig í framlengingunni. John Starks gerði 25 stig í 24. sigurleik Knieks á heimavelli. Alonzo Mourn- ing var stigahæstur í liði Carlotte með 24 stig. Carlotte hafði yfir nær allan leik- inn og leiddi með 13 stigum er aðeins 7 mínútur voru eftir. Þá kom ótrúlegur leikkafli hjá Knicks, sem gerði 19 stig gegn aðeins 6. „Ég hef verið viðriðinn 150 leiki í úrslita- keppni NBA, en aldrei orðið vitni að öðrum eins lokakafla," sagði Pat Riley, þjálfari New York. Leikur Seattle og Houston í und- anúrslitum vesturdeildar var nokk- uð jafn i byijun en Seattle var sterk- ara á lokasprettinum og sigraði örugglega, 111:100. Sam Perkins, fyrrum leikmaður LA Lakers, var stigahæstur í liði Seattle með 23 stig og Gary Payton kom næstur með 22. Nígeríumaðurinn Hakeem Olajuwon var stigahæstur gestanna með 28 stig. Vésteinn bættisig Vésteinn Hafsteinsson, kringlu- kastari, keppti á opnu móti í Salinas í Kaliforníu í gær og sigr- aði. Hann kastaði kringlunni 61,50 metra og bætti sig um 26 sentí- metra frá því um síðustu helgi. Henrik Wennberg frá Svíþjóð varð annar með 59,68 metra og Lars Olav Sundt frá Noregi þriðji með 59,40 metra kast. „Þetta var mun betra hjá mér núna en um síðustu helgi, því að- stæður voru mun lakari á þessu móti,“ sagði Vésteinn við Morgun- blaðið. Alls voru 18 keppendur sem tóku þátt í kringlukastskeppninni. SAMKOMUR Lokahóf skíðamanna Lokahóf skíðamanna verður í skíðaská- lanum í Hveradölum laugardaginn 15. maí og hefst með borðhaldi kl. 20. Allir skíða- menn eru velkomnir. Miðasala við inngang- inn. Á hófinu verða afhent verðlaun fyrir Miillersmót og öldungamót, sem fram fer á morgun. Yngri flokkar FH Uppskeruhátíð yngri flokka FH í hand- bolta verður i Kapklakrika sunnudaginn 16. maí kl. 14-16. Viðurkenningar veittar og veitingar bornar fram. Uppskeruhátíð Vals Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Vals verður að Hlíðarenda á sunnudaginn, 16. mars kl. 14.00. Hefðbundnar verðlauna- afhendingar og kaffiveitingar. Herrakvöld UMFN Herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFN fer fram á Hótel Kristínu miðviku- daginn 19. maí og hefst kl. 19.30. Nánari upplýsingar í síma 13226 (Jón) og 15432 (Olafur). KNATTSPYRNA / U-18 ARA LANDSLIÐ Sæti í 8 liða úrslitum EM íhúfi Síðari viðureign piltalandsliða Islands og Rúmeníu í kvöld — á Akranesi ÍSLENSKA piltalandsliöið í knattspyrnu mætir jafnöldrum sínum frá Rúmeníu á Akranesi kl. 18 ídag, föstudag. Þetta er seinni ieikur liðanna í Evrópu- keppninni og fer sigurvegarinn áfram f átta liða úrslit, en þau gerðu markaiaust jaf ntefli ýtra í fyrri leiknum. Guðni Kjartansson, þjálfari U-18 ára liðsins, sagðist leggja allt kapp á sigur. „Raunhæft ættum við ekki að eiga mikla möguleika, en engu að síður eru möguleikarnir ágætir," sagði hann. „Rúmenarnir ættu að vera sterkari en við, en við erum á heimavelli og ef við leikum af skynsemi, spilum eins og úti með þeirri undantekningu að nýta færin getur allt gerst.“ íslenska liðið lék betur ytra og að sögn Guðna átti það að sigra. „Við sköpuðum okkur færi og þrisv- ar kom upp staðan einn á móti markverði, en dæmið gekk ekki upp. Rúmenarnir sögðust þá hafa verið slakir, en þrír leikmenn liðsins spila reglulega í 1. deild í Rúmeníu. í fyrri leikjum okkar var vörnin helsta vandamál okkar, en hún heppnaðist vel síðast og þar sem við erum með ágæta skorara eigum við að geta staðið okkur.“ Guðni sagðist leggja upp með 3-5-2 leikkerfið. Hópurinn væri skipaður sterkustu mönnum, sem völ væri á núna, þó nokkrir bönk- uðu fast á dyrnar, og flestir væru í ágætri leikæfingu. „Reyndar hefur undirbúningurinn verið lélegur, því strákarnir eru farnir að leika með meistaraflokki og hafa ekki fengið frí vegna leikja. Afstaða félaganna er skiljanleg, en spurningin hjá okkur er um að mæta til leiks með réttu hugarfari. Það er ekki óraun- hæft að ætla Rúmenum sigur, en samt er ekkert sem segir að þeir eigi að sigra. Við megum ekki ótt- ast tap heldur byggja uþp löngun í sigur.“ Verði markalaust jafntefli að loknum venjulegum leiktíma verður framlengt og síðan vítakeppni ef með þarf, en Rúmenum nægir markajafntefli. Morgunblaðið/Kristinn Þeir berjast við Rúmena Landsliðshópurinn sem mætir Rúmenum á Akranesi i kvöld. Aftari röð frá vinstri: Guðni Kjartansson, þjálfari, Helgi Sigurðsson, Lúðvík Jónasson, Arni Arason, Kristinn Hafliðason, Jón Gunnar Gunnarsson, Magnús Sigurðsson, Hrafn- kell Kristjánsson, Eysteinn Hauksson. Fremri röð frá vinstr: Pálmi Haraldsson, ívar Bjarklind, Sigurbjörn Hreiðarsson, Sigþór Júlíusson, Ottó Ottósson, Þorvaldur Ásgeirsson, Þorvaldur Sigbjömsson, Atli Knútsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.