Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 51
sspr j MORGUNBLAÐIÐ fa.nsWwn JilMl G IPKUTTIK FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 KNATTSPYRNA < ( 4 i 4 I Knattspyrnumenn Vals ekki eftirbátar handknattleiksmanna í afmælisvikunni: Bikarinn þriðja áriðíröð að Hlíðarenda BiKARM EISTAR AR Vals tryggðu sér naf nbótina meistarar meist- aranna þriðja árið í röð, er þeir lögðu íslandsmeistara ÍA að velli á Akranesi ígærkvöldi, 2:1 í árlegum leik bikarhafanna tveggja f rá keppnistímabilinu á undan. Leikurinn var ágætlega spilaður af báðum liðum, og hefði sigurinn í raun getað lent hvorum megin sem var. En Valsarar höfðu heppnina með sér og tryggðu sér sigur. Varnarmaðurinn kunni Sævar Jónsson gerði bæði mörk Vals, og var það fyrra sérlega glæsilegt — þrumuskot úr aukaspyrnu efst í markvinkilinn. Skagamenn hófu leikinn af krafti og eftir aðeins þriggja mín. leik lá knötturinn í neti Vals- HH^H manna. Haraldur Sigþór Ingólfsson átti fasta Eiriksson sendingu fyrir skrifar markið eftir gott gegnumbrot vinstra megin og þar var Þórður Guðjóns- son mættur og renndi af öryggi framhjá Bjarna af stuttu færi. Heimamenn höfðu undirtökin og fengu nokkur góð tækifæri til að bæta við marki. Það besta fékk Haraldur Ingólfsson eftir hálftíma leik er hann átti þrumuskot af stuttu færi, en knötturinn fór í stöngina utanverða og framhjá. Skömmu áður átti Þórður góðan skalla rétt framhjá. Eftir þetta komu Valsmenn mun meira inn í leikinn og fengu nokkur góð færi. Næst því að jafna komst Anthony Karl Gregory er hann skallaði knöttinn ofan á þverslána eftir fyr- irgjöf frá hægri. Jafnræði var með liðunum í byrj- un síðari hálfleiks. Á 53. mín. fengu Valsmenn aukaspyrnu rétt utan vítateigshorns vinstra megin. Sæv- ar fyririiði Jónsson gerði sér lítið fyrir og sendi knöttinn með þrumu- skot efst í hornið fjær. Stórglæsi- legt mark! Aðeins tveimur mín. síð- ar voru Skagamenn hársbreidd frá því að ná forystu að nýju er Harald- ur átti góða fyrirgjöf og Þórður skallaði naumlega yfir úr góðu færi. Eftir þetta voru heimamenn með góð tök á leiknum og sóttu mun meira en Valsmenn beittu mjög hættulegum skyndisóknum og eftir eina slíka skoruðu þeir. Þórði Birgi Bogasyni var brugðið við vítateigs- hornið — og vítaspyrna réttilega dæmd. Úr henni skoraði Sævar Jónsson af öryggi. Skagamenn reyndu hvað af tók að jafna metin og komust næst því á 84. mín. er Jón S. Helgason bjargaði á mark- línu skoti Haraldar Ingólfssonar. Sævar Jónsson var sem klettur í vörn Vals, Bjarni mjög öruggur í markinu og Þórður Birgir var hættulegur. Hjá ÍA var Þórður Guðjónsson mjðg góður og hafði gífurlega yfirferð, sömuleiðis Ólaf- ur Þórðarson og Luca Kostic var einnig góður, sem fyrr. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Hetja Valsmanna Sævar Jónsson var hetja Valsmanna í leiknum gegn Skagamönnum í meistarakeppni KSÍ sem fram fór á Akranesi í gær. Hann skoraði bæði mörk Vals í 2:1 sigri. Þorvaldur f rá Forest Ekki inni í myndinni hjá nýja framkvæmdastjóranum ÞORVALDUR Örlygsson, landsliðsmaður i knattspyrnu, verð- ur ekki áfram í herbúðum Nottingham Forest. Það skýrðist í gær, eftir að hann ræddi víð Frank Clark, sem tók þá við framkvæmdastjóm liðsins. Þorvaldur Orlygsson Nýji framkvæmdastjórinn tjáði Þorvaldi það í gær að hann væri ekki inni í framtíðarmynd sinn hjá félaginu, og sagði landsl- iðsmaðurinn því ljóst að hann yrði ekki áfram hjá Forest. Algjörlega er óljóst, að hans sögn, hvert hann heldur. Þorvaldur sagðist ekki reikna með að koma til íslands til að leika knattspyrnu með félagsliði í sumar. Næsta verkefni væri landsleikurinn gegn Lúxemborg ytra á fimmtudag í næstu viku en eftir það færi hann á ný til Englands, og skoðaði hvað væri í boði. Verið væri að athuga ákveðin atriði, sem hann vildi þó ekki skýra frá á þessu stigi. KORFUKNATTLEIKUR Stálu sigrinum á elleftu stundu Eistlendingar sigruðu íslendinga með tveggja stiga mun, 91:93, í síðasta leik liðanna af þremur í HH^^H íþróttahúsi Vals að ValurB Hlíðarenda í gær- Jónatansson kvöldi. Eistland gerði skrifar sigurkörfuna þegar ein sekúnda var til leiksloka í sveiflukenndum leik. íslenska liðið byrjaði af miklum krafti, lék stífa pressuvörn og skor- aði grimmt — komst í 10:1 og 15:3 þegar fjórar míntúr voru búnar. En þá dofnaði yfir íslensku leikmönn- unum og gestirnir söxuðu á forskot- ið og komust yfír áður en flauta var til leikhlés, 42:46. Eistlendingar náðu mest 14 stiga mun í seinni hálfleik 59:73 er 10 mínútur voru eftir. Þá kom góður kafli þar sem Jón Arnar, Guðmundur Bragason og Albert Óksarsson fóru á kostum. Þegar fimm sekúndur voru eftir jafnaði Jón Arnar leikinn úr Vl'taskotum, 91:91. En það dugði ekki til því gestirnir stálu sigrinum á elleftu stundu. Guðmundur Bragason var yfir- burðamaður í liði Islands. Hann barð- ist mjög vel í vörn og tók á annan tug frákasta og gerði 25 stig. J6n Kr. og Valur byrjuðu vel en brást síðan skotfímin. Jón Arnar og Albert Óksarsson komu mjög sterkir inní leikinn í lokin. Annars virkaði liðið þreytt eftir sex erfiða leiki á sjö dög- um. Eistlendingar sýndu ekki nein snilldartilþrif og á góðum degi eigum við að vinna þá. „Það var svekkjandi að ná ekki framlengingu úr því sem komið var," sagði Torfi Magnússon, þjálfari. „Það var sýnileg þreyta í liðinu en við spilum með fjórtán leikmenn og skiptum oft svo menn fengu hvíld og það er því engin afsökun. Besti leikmaðurinn í þessum leikjum er sá sem hefur spilað mest, Guðmundur Bragason," sagði þjálfarinn. Morgunblaðið/Kristinn Valur Inglmundarson reynir hér körfuskot í leiknum í gær. Margus Metstak, besti leikmaður Eistlendinga, reynir hávörn. Naumt tap í Helsinki Islenska unglingalandsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir Finnum, 79:86, í fyrsta leik sínum í undanriðli Evrópumótsins í Helsinki í gær. Staðan í leikhléi var 36:48 fyrir Finna. Að sögn Björns Björgvinssonar, fararstjóra, voru liðin mjög áþekk að getu, en munurinn var sá að Finnar hittu betur, sérstaklega úr vítaskotum. Þar var ísland með 52% nýtingu á móti 77% nýtingu hjá Finnum. Bestu menn íslenska liðs- ins að sögn Björns voru Gunnar Einarsson og Bergur Emilsson. Stig íslands: Helgi Guðfinnsson 27, Gunnar Einarsson 17, Ómar Sigmarsson 11, Bergur Emilsson 9, Friðrik Stefánsson 5, Páll Krist- insson 3, Hafsteinn Lúðvíksson 3, Baldvin Johnsen 2 og Arnþór Birg- isson 2. ísland mætir Litháen í dag, en Litháen burstaði Hvíta-Rússland 121:60 í gær. CllGIT afhendír UEFA- bikarínn EUert B. Schram, stjórnar- maður f Knattspyrnusam- bandi Evrópu (UEFA) verður eftirlitsmaður á síðari úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða -a UEFA-keppninni svokölluðu — í Tórínó á ítalíu. Ekki nóg með það, heldur á hann að afhenda bikarinn að leikslokum, og verð- ur þar með fyrsti íslendingurinn sem það gerir. Þess má geta að Ellert er varaformaður fram- kvæmdanefndar Evrópukeppn- innar. Það eru ítalska stórliðið Juventus og Dortmund frá Þýskalandi sem eigast við. Ju- ventus sigraði 3:1 í fyrri úrslita- leiknum í Þýskalandi þannig að telja verður lfklegt að EUert muni afhenda hinum heims- kunna Roberto Baggio, fyririiða ítalska liðsins, bikarinn eftir- sótta. URSLIT IA-Valur 1:2 Akranesvöllur, Meistarakeppni KSÍ, fimmtudaginn 13. maí 1993. Aðstæður: Góður grasvöllur, sól og gott veður - örlítil gjóla. Mark ÍA: Þórður Guðjónsson (3.) Mörk Vals: Sævar Jónsson 2 (53., 72. vspj^k. Gult spjald: Sturlaugur Haraldsson (34.) ÍA, og Baldur Bragason (43.) Val. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur Stefán Mariasson. íA: Kristján Finnbogason — Ólafur Adolfs- son, Luca Kostic, Brandur Sigurjónsson (Sigurður Jónsson 72.) — Haraldur Hinriks- son, Sigursteinn Gíslason (Stefán Þór Þórð- arson 82.), Sigurður Sigursteinsson, Ólafur Þórðarson, Haraldur Ingólfsson — Þórður Guðjónsson, Sturlaugur Haraldsson. Valur: Bjarni Sigurðsson — Gunnar Gunn- arsson, Sævar Jónsson, Hörður Már Magn- ússon — Jón Grétar Jónsson, Steinar Adolfs- son, Jón S. Helgason, Ágúst Gylfason, Bald- ur Bragason — Þðrður Birgir Bogason, Anthony Karl Gregory (Kristján Brooks 46.) Undankeppni HM 6. RIÐILL Sofía, Búlgaríu Búlgaría - fsrael....................................2:2 Khristo Stoichkov (35. - vítasp.), Naskö "* Sirakov (60.) - Ronen Harazi (52.), Ronnie Rosenthal (53.). 25.000. Túvku, Finnlandi: Fiunland - Austurriki............................8:1 Mika-Matti Paatelainen, Marko Rajamaki, Ari Hjelm - Michael Zisser. Staðan Frakkland.....................6 5 0 1 11: 4 10 Búlgaría........................7 4 1 2 12: 7 9 Svfþjóð..........................4 3 0 1 7: 3 6 Austurríki.....................5 2 0 3 9: 9 4 ísrael.............................5 0 14 5:16 1 Finnland........................5 10 4 4: 9 2 ísland - Eistland 91:93 fþróttahús Vals, vináttulandsleikDr I körfu- knattleik — þriðji leikur, fimmtuaaginn 13 maí 1993. Gangur leiksins: 6:0, 13:1, 15:3, 17:8, 22:10, 25:14, 25:20, 33:33, 42:43, 42:46, 50:61, 54:68, 61:75, 68:78, 74:82, 77:84, 83:84, 85:86, 89:89, 91:91, 91:93. Stig íslands: Guðmundur Bragason 25, Jón Arnar Ingvarsson 16, Jón Kr Gíslason 14, Valur Ingimundarson 8, Magnús Matthías- son 7, Albert Óskarsson 6, Herbert Amar- son 5, Guðjón Skúlason 3, Teitur Örlygsson 3, Henning Henningsson 3, Brynjar Harðar- son 1. Stig Eistlands: Metstak 25, Kuusmaa 19, Kullamae 16, Rumma 12, Pekka 9, Sakssk- ullm 6, Noormets 6. Dómarar: Jón Otti Jónsson og Jón Bender. Áhorfendur: Um 100. FRJALSAR Víðavangshlaup ís- landsásunnudag Víðavangshlaup íslands fer fram á Hamarsvelli í Borgarfirði sunnu- daginn 16. maí og hefst kl. 14.00. Mæting er við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi þar sem öll gögn varð- andi hlaupið verða afhent. ""

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.