Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 52
 s»-/l dj jl W Á LETTOL Gæfan fylgi þér í umferðinni sjóváSÍalmennar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VtK SlMI 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 14. MAI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Morgunblaðið/RAX Hraðamælingar úr lofti RAUÐGULIR kassar, sem settir hafa verið upp með reglulegu millibili meðfram hraðbrautum Reykjavíkur- borgar að undanförnu munu auðvelda lögreglunni eftirlit með hraðakstri. Lögreglu- menn í þyrlu lögreglunnar nota kassana til viðmiðunar í hraðamælingum, sem þeir gera með skeiðklukku. Jafn- framt hafa verið mældar út fjarlægðir milli ýmissa ann- arra kennileita á jörðu niðri, sem áhöfn þyrlunnar notar til hraðamælinga. Að sögn Ómars Smára Armannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns geta ökumenn átt von á lög- regluþyrlunni yfir höfði sér hvenær sem er. Auk umferð- areftirlits hefur þyrlan komið að góðum notum til dæmis við eftirlit með sumarbú- staðalöndum í nágrenni Reykjavíkur. Með henni er hægt að kanna stórt svæði á skömmum tíma. Gengi spænska pesetans fellt um 8% og portúgalska escudosins um 6,5% Kostar eitthvað en vilj- rnn ekki gengisfellingu - segir Dagbjartur Einarsson formaður SIF en ferðamenn munu hagnast YFIRVÖLD gengismála í Evrópubandalaginu sam- þykktu í gær beiðni Spán- verja um 8% gengisfellingu pesetans. Portúgalir fylgdu á eftir og fóru fram á 6,5% gengisfellingu escudosins. Að sögn Dagbjarts Einars- sonar, formanns Sölusam- bands íslenzkra fiskfram- leiðenda, mun þetta vega á móti lækkun tolla á saltfiski í Evrópubandalaginu og valda saltfiskútflyljendum einhverjum búsiíjum, en Spánn og Portúgal eru helztu markaðslönd saltfisk- framleiðenda. Dagbjartur segir saltfískframleiðendur þó engan áhuga hafa á geng- isfellingu hér heima. Fyrir ferðamenn til viðkomandi landa þýðir gengisfellingin hagstæðara verðlag. „Þetta léttir ekki róðurinn hjá okkur og við eigum eftir að heyra einhvern söng hjá okkar viðskipta- vinum um að nú verðum við að lækka verðið, því að nú þurfí þeir að borga fleiri stykki af sinni mynt fyrir fisk- inn. Þannig að þetta mun kosta okk- ur eitthvað," sagði Dagbjartur í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagðist ekki geta nefnt neinar tölur í því sambandi. Slæm reynsla af gengisfellingum Dagbjartur sagði að saltfiskfram- leiðendur myndu ekki leggja til að gengi íslenzku krónunnar yrði lækk- að til að vega upp tekjutap af lækk- uðu gengi í viðskiptalöndunum. „Það, sem framleitt var í vetur, hef- ur mest verið selt og framleiðslan fer minnkandi með hverri viku á þessum árstíma. Ég held að menn séu líka þannig stemmdir að þeir vilji ekki gengisfellingu. Það var ekki alltof góð reynsla af þeim fyrr á árum,“ sagði Dagbjartur. Hagstæðara verðlag fyrir ferðamenn Sérfræðingar Seðlabankans vildu ekki tjá sig um áhrif gengisfelling- anna á Spáni og í Portúgal á efna- hagslífið hér og sögðust þurfa meiri upplýsingar um viðbrögð markaða. Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, sagðist ekki eiga von á að gengisfell- ingarnar myndu hafa veruleg áhrif á verð sumarleyfisferða til Spánar og Portúgals, þar sem flestar ferða- Jeppakerra veldur slysi ÖKUMAÐUR og farþegi fólksbíls voru fluttir á slysadeild eftir að aftaní- vagn losnaði aftan úr jeppa og lenti á bíl þeirra á Bústaðavegi við Borgar- spítala í Reykjavík um kl. 20.20 í gærkvöldi. Flytja varð ökumann og farþega fólksbílsins á slysadeild en farþeginn fékk að fara heim að lok- inni skoðun. Ökumaðurinn er talsvert slasaður en ekki í lífshættu sam- kvæmt upplýsingum læknis á Borgarspítala. Áhrif af sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum 60% færrí atvinmilausir Vestmannaeyj um. ATVINNULAUSUM í Vestmannaeyj- um hefur fækkað um 60% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við árið í fyrra og atvinnuleysisdögum hefur fækkað um 40% á sama tíma. í apríl síðastliðn- um voru 45 manns atvinnulausir en í apríl 1992 voru þeir 117. Atvinnuleysisdagar í Eyjum frá janúar til apríl voru 4.505 en á sama tíma árið 1992 þeir 7.487. Fjöldi atvinnulausra í janúar var 64, í febrúar 40, í mars 48 og í apríl 45. Árið 1992 voru 158 atvinnulausir í janúar, 128 í febrúar, 124 í mars og 117 í apríi. Til ársins 1991 var atvinnuleysi óþekkt á þessum árstíma í Eyjum. Amar Sigurmundsson formaður Vinnuveit- -endafélags Vestmannaeyja segir að tæplega 2% af vinnandi fólki í Eyjum sé atvinnulaust. „Atvinnuleysið er mun minna en búist var við og við erum langt undir landsmeðaltali," sagði Arnar. Ilann kvaðst telja að drjúg vinna í frysti- húsum bæjarins eftir sameiningu þeirra vegi þar þungt. Astandið betra Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja segir ástandið mun betra en áætlað hafi verið og mun meiri hreyfing sé á fólki á atvinnuleysisskránni en áður. „Það varð mikil breyting hér við sameiningu frystihúsanna og fólk varð atvinnulaust í þeim titringi sem því fylgdi en þetta virðist vera eitthvað að jafna sig,“ sagði Jón. Hann sagði að sjómenn sem komu inn á skrá eftir loðnuvertíð væru flestir búnir að fá vinnu. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir ánægju- legt að sjá atvinnuleysi á undanhaldi í Eyjum. „Það er athyglisvert að sjá 10 sjómenn skráða atvinnulausa hér í apríl en á sama tíma er fjöldi sjómanna í plássum hér, sem eiga lögheimili annars staðar en í Eyjum,“ sagði hann og vís- aði sérstaklega til frystitogara. „Maður veltir fyrir sér hvort svo margir Eyjasjómenn þurfi að vera án atvinnu,“ sagði Guðjón. Vantar fólk Jón Ólafur Svansson framleiðslustjóri ísfé- lagsins sagði að í vetur hefði þá vantað fólk til starfa en lítil viðbrögð fengið við auglýsing- um. Hann sagði að nú þegar skólafólk kæmi inn á vinnumarkaðinn væri nægt vinnuafl að fá og þeir myndu bæta við 40 til 50 manns í sumar. Grímur skrifstofur hefðu þegar bókað hótel- rými og greitt fyrirfram. Hins vegar kæmi gengisfelling ferðamönnum til góða, þar sem almennt verðlag á Spáni og í Portúgal yrði þeim hag- stæðara. „Þetta fer að hafa áhrif á verð á ferðum næsta haust og vetur ef gengi íslenzku krónunnar verður ekki fellt í kjölfarið," sagði Helgi. Alaska- lúpína seld til Alaska Hellu ÞETTA kann að hljóma eins og að selja sand til Sahara og má að nokkru leyti segja að svo sé. Fyrir u.þ.b. tveim vikum kom upp ósk frá Al- askamönnum um að kaupa héðan fræ af Alaskalúpínu og var lítið magn, um 25 kg. sent utan, aðallega til upp- græðslu á jarðraski af völd- um verklegra framkvæmda. Að sögn Andrésar Amalds gróð- urvemdarfulltrúa hjá Landgræðslu ríkisins er forsaga málsins sú að aðilar í Alaska, sem um nokkurra ára skeið hafa keypt af okkur fræ af beringspunti, höfðu áhuga á að gera tilraunir með uppgræðslu á svæðum sem orðið hafa fyrir hnjaski af völdum verk- legra framkvæmda. Leituðu þeir til Landgræðslunnar í því sk}mi en hvergi í heiminum er hægt að kaupa fræ af Alaskalúpínu nema hér á landi. Alaska- menn eiga töluvert af lúpinu en skilyrði hjá þeim eru afar óhagstæð og litlir möguleikar á rækt- un. „Segja má að við séum að skila því aftur sem við fengum frá þeim fyrir áratugum en upphaflega var Alaskalúpínan flutt hingað til lands 1945,“ sagði Andrés. Aukin eftirspurn Hann sagði Landgræðsluna eiga um 2,2 tonn af lúpínufræi á lager og væri fræinu sáð í fræakra í Gunn- arsholt, á Skógasandi og víðar. „Það er verðugt verkefni sem vinna þarf að í náinni framtíð að vinna markaði fyrir lúpínuna okkar, því eftirspurn hefur aukist mjög í heiminum," sagði Andrés. A.H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.