Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 1

Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 1
72 SIÐUR B/LESBOK/D 108. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR-15. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frönsk börn í gíslingu vopnaðs manns „Er staðráðinn í að sprengja allt í loft upp“ VOPNAÐUR maður hélt sex börnum og kennara þeirra í gíslingu í frönskum skóla í gær ojg krafðist jafnvirðis 1,1 milljarðs króna í lausnargjald. „Eg næst ekki lifandi og er staðráðinn í að sprengja allt í loft upp ef mér mis- tekst,“ sagði í bréfi sem maðurinn sendi lögreglunni. Sprengja springur í Rómaborg Róm. Reuter. BÍLSPRENGJA sprakk í einu af glæsilegnstu íbúðahverf- um Rómaborgar í gærkvöldi og eyðilagði eina hlið fjölbýl- ishúss. Lögreglan sagði að sam- kvæmt óstaðfestum fréttum hefðu að minnsta kosti 13 manns særst í sprengingunni. Sprengj- an sprakk á rólegri götu í grennd við eitt vinsælasta veitingahúsa- hverfi borgarinnar. Ennfremur er mikið um sendiráð í hverfínu. Vincenzo Parisi, yfirmaður ít- ölsku lögreglunnar, sagði að hermdarverkasamtök hefðu staðið fyrir sprengjutilræðinu en kvaðst ekki vita hver þau væru. Itölsk sjónvarpsstöð sagði að tilræðismennimir hefðu ætlað að myrða Maurizio Gostanzo, vin- sælan sjónvarpsmann sem var að taka upp þátt í leikhúsi í grenndinni. Aðrir töldu að til- ræðið hefði beinst gegn saksókn- ara sem bjó í byggingunni sem skemmdist mest. Maðurinn hafði hótað að skera í gíslana og láta þeim' blæða út. Lögreglan sagði að bréfíð frá manninum sýndi að hann hefði skipulagt gíslatökuna vandlega, hann væri harðsvíraður glæpamað- ur og „ógnvænlega fastur fyrir“. Skelfingu lostnir foreldrar með blóðhlaupin augu af áhyggjum og þréytu gistu í skólanum, sem er í Neuilly, útborg vestan við París. Lögreglan var í stöðugu sam- bandi við manninn. Ekki er vitað hver hann er, en lögreglan segir að hann sé liðlega þrítugur og mjög rólegur. Börnin eru öll á aldrinum þriggja til fjögurra ára og hafa verið í gíslingu frá því á fimmtu- dagsmorgun. Lausnargjaldið greitt? Maðurinn krafðist þess að fá jafnvirði 1,1 milljarðs króna í gull- stöngum, frönkum og mörkum. Heimildarmenn innan lögreglunnar sögðu að franski seðlabankinn hefði samþykkt að verða við kröfunni og sjónarvottar sögðu að pokar, sem gætu hafa verið fullir af peningum, hefðu verið fluttir í skólann. Morgunblaðið/Þorkell Sumarannir ÞÓTT enn sé ekki mikill hiti í lofti hefur sólin verið örlát á geisla sína og engum ætti að vera vorkunn að vaka og vinna. Margir huga nú að görðum sínum og sinna ýmsum öðrum sumar- störfum, jafnvel húsbyggingum eins og þessi maður sem hreins- ar hér steypubílinn sinn og lætur allt krepputal lönd og leið. Bosníu-Serbar Hafna til- mælumfrá Serbíu um eftirgjöf Belgrad, Zagreb, Brussel. Reuter. LEIÐTOGAR Bosníu-Serba höfnuðu í gær beiðni þing- manna frá Serbíu, Svart- fjallalandi og Júgóslavíu um að þeir féllust á áætlun Sam- einuðu þjóðanna um frið í Bosníu. Samkunda sendinefnda frá þing- um ’ Serbíu, Júgóslavíu og Svart- fjailalandi samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við frið- aráætlunina. Ályktunin var sam- þykkt einróma í hálftómum fundar- sal eftir að róttækir þingmenn höfðu gengið út af fundinum. „Þessi samkunda hefur ekki lagt neitt merkilegt af mörkum, einkum þar sem stór hópur þingmanna gekk út,“ sagði Momcilo Krajisnik, forseti fulltrúasamkundu Bosníu-Serba. Karadzic spáir því að áætluninni verði hafnað Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, stóð fyrir fundinum og mark- miðið var að knýja á Bosníu-Serba að samþykkja friðaráætlunina í þjóð- aratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag og á morgun. Leiðtogi þeirra, Radovan Karadzic, spáði því að áætluninni yrði hafnað í atkvæða- greiðslunni. Owen lávarður, milli- göngumaður Evrópubandalagsins, sagði að enginn tæki þjóðaratkvæðið alvarlega, ekki einu sinni Serbar sjálfir. Fyrrum Sovétlýðveldi Alþjóða hvalveiðiráðið framlengír hvalveiðibann um eitt ár Norðmenn áfram í ráð- Boða nýtt „efnahags- bandalag“ Moskvu. Reuter. NÍU fyrrverandi lýðveldi Sovét- ríkjanna undirrituðu í gær yfir- lýsingu um að þau vildu stofna „efnahagsbandalag" og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði hana marka tímamót fyrir Sam- veldi sjálfstæðra ríkja. Forsetar allra aðildarríkja Sam- veldis sjálfstæðra ríkja nema Túrkm- enístans undirrituðu yfirlýsinguna. Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, var ekki jafn bjartsýnn og rússneski forsetinn og sagði að hér væri aðeins um viljayfirlýsingu að ræða. „Hafið í huga að við höfum ekki stofnað efnahagsbandalag enn,“ sagði hann. Rússlandsforseti lagði ríka áherslu á að hin aðildarríkin þyrftu ekki að óttast að Rússar vildu drottna yfir þeim, heimsveldi þeirra heyrði sög- unni til. inu en hyggja á veiðar Ósló, Kyoto. Reuter. NORÐMENN sögðust í gær ætla að vera áfram í Alþjóða hvalveiðiráðinu þrátt fyrir ákvörðun þess um að fram- lengja algjört hvalveiðibann og reyna að afla sjónarmiðun sínum þar fylgis. Johan Jörgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, og Jan Henry Olsen, sjávarút- vegsráðherra, sögðu hins vegar að Norðmenn ætluðu einnig að standa við fyrri ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs, gagnrýndi í gær Alþjóða hvalveiðiráðið og sagði að meirihluti aðildarríkja ráðsins hefði brot- ið stofnsáttmála þess frá 1946. Hvalveiðiráðið hefði staðfest að vísindalegur grundvöllur væri fyrir veiðar á hrefnustofninum í Norðaustur Atl- antshafi en eins og fyrr væri ekki pólitískur stuðn- ingur innan ráðsins við hefðbundnar norskar strandveiðar. Brundtland sagði, að norska ríkis- stjórnin vísaði á bug þeirri gagnrýni sem beint væri að Noregi og byggði á röngum forsendum. Þá lýsti norska ríkisstjórnin því yfir í gær, að hún myndi meta vandlega niðurstöðu ársfundar hvalveiðiráðsins í Japan og ræða hvalamálið sér- staklega utan dagskrár í Stórþinginu á þriðjudag. Johan Jörgen Holst sagði að þann dag yrði tekin ákvörðun um kvóta og hvenær veiðarnar myndu hefjast. Að sögn Olsens stefna Norðmenn að því að veiða hundruð hvala. Sökuðu ráðherrarnir umhverfisverndarsamtök um að taka ekki tillit til staðreynda heldur byggja rök sín á tilfinning- um. „Það hefur jafnvel verið rætt í fúlustu alvöru að rækjur séu tilfinningaverur," sagði Olsen og Holst bætti við að starfsaðferðirnar á fundi hval- veiðiráðsins gætu skapað fordæmi fyrir því að stórþjóðir beittu smáríki þrýstingi og kæmu í veg fyrir að þau nýttu sér náttúrulegar auðlindir sín- ar á skynsamlegan hátt. Utanríkisráðherrann sagðist ekki telja að þetta ætti eftir að hafa áhrif á samningaviðræður Norð- manna um aðild að Evrópubandalaginu. Ákvörðun um griðland frestað Á ársfundi hvalveiðiráðsins í Kyoto í Japan, sem lauk í gær, var ákveðið að framlengja það allsheq- ar hvalveiðibann, sem verið hefur í gildi, um eitt ár. Var tillaga þess efnis samþykkt með átján atkvæðum gegn sex. Hins vegar frestaði ráðið því að taka afstöðu til tillögu Frakka um griðland fyrir hvali á suðurveli jarðar. Var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða málið betur og leggja fram tillögu um afgreiðslu á næsta fundi ráðsins, sem haldinn verður í Puerto Vallarta í Mexíkó að ári. Umhverfísverndarsamtökin Greenpeace fögn- uðu því að áfram væri rætt um að stofna grið- land fyrir hvali og sögðu það sigur fyrir samtökin. Japanir reiðir Japanir voru hins vegar mjög ósáttir við þá ákvörðun að framlengja hvalveiðibannið. „Reiði okkar hefur náð hámarki. Það er forkastanlegt að Alþjóða hvalveiðiráðið sé orðið að samtökum sem standa vörð um réttindi hvala," sagði Kazuo Shima, aðalfulltrúi Japana á fundinum, í loka- ræðu sinni. „Það gefst ekkert tækifæri til að leysa vandamál á þessum fundi,“ sagði hann ennfrem- ur- Sjá „Staðfesti réttmæti...“ á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.