Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 Lánasjóður íslenskra námsmanna Lánað verði fyrir helmingi meðlags NÁMSMÖNNUM, sem greiða meðlag með börnum sínum, verður lánað fyrir helmingi meðlagsins og tekið verður tillit til jafn hás hlutfalls í útreikningi framfærslu þess foreldris sem fær meðlagið greitt samkvæmt breytingu á fyrri sam- þykkt meirihluta stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna um úthlutunarreglur skólaárið 1993-1994. í fyrri samþykkt stjórnarinnar frá því á laugardag er gert ráð fyrir að lánað sé vegna meðlagsgreiðslna til þeirra sem greiði meðlag og komi meðlag samtímis til lækkunar á framfærslu barna. Stjórnin gerði þrjár breytingar á fyrri samþykkt sinni á föstudag. Sú fyrsta gerir ráð fyrir að framfærslu- lán til einstæðra foreldra hækki um 50% vegna hvers barns sem þau hafi á framfæri en í núgildandi regl- um hækkar framfærsla þeirra um 40% með fyrsta barni og 35% fyrir hvert bam að auki. Önnur breytingin er sú að nú er gert ráð fyrir að framfærslulán til hjóna eða sambúðarfólks hækki um 25% vegna hvers barns en í núgild- andi reglum hækkar framfærslan úm 20% vegna hvers barns. Að lokum tók stjómin ákvörðun um fyrstnefndu breytinguna þess efnis að lánað verði fyrir helmingi meðlags með bami hjá þeim náms- mönnum sem greiða meðlag með bömum sínum en jafnframt verði tekið tillit til helmings meðlags í út- reikningi framfærslu hjá því foreldri sem fær meðlagið greitt. Sveinbjörn I. Baldvinsson ráðinn dagskrárstjóri Keppum viðer- lent efni SVEINBJÖRN I. Baldvinsson rithöfundur hefur verið ráð- inn dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar Ríkissjón- varpsins og tekur hann til starfa um næstu mánaðamót. Útvarpsráð fjallaði um umsóknir um stöðu dagskrárstjóra á fundi í gær og samþykkti með fjórum at- kvæðum af sjö að leggja til við útvarpsstjóra að hann réði Svein- bjöm til starfans. Þórhildur Þor- leifsdóttir fékk tvö atkvæði, og Helgi Pétursson eitt. Umsækjend- ur vora fjórtán. Formaður Útvarpsráðs, Hall- dóra Rafnar, sat ekki fundinn. Honum stýrði Guðni Guðmundsson rektor, varaformaður Útvarpsráðs. Sveinbjörn er bókmenntafræð- ingur að mennt og er með meist- aragráðu í handritsgerð. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði engar fastmótaðar áætlanir í hinu nýja starfi á þessu stigi en vissulega hefði hann ýms- ar hugmyndir um það. Mikilvægt starf „Starfið leggst vissulega vel í mig. Það er spennandi og mjög mikilvægt, því þetta er áhrifamik- ill miðill og gegnir svo miklu hlut- verki á hveiju heimili. Því skiptir miklu máli hvað er á skjánum hverju sinni og hvort það er ís- Dagskrárstjóri SVEINBJÖRN I. Baldvinsson var ráðinn dagskrársljóri inn- lendrar dagskrárdeildar Sjón- varpsins í gær. ienskt eða útlenskt. Ef íslenska dagskrárefnið er þess eðlis að fólk nenni ekki að horfa á það þá er hins vegar jafngott að sleppa því,“ sagði Sveinbjöm. „Einnig er mikilsvert að gera sér grein fyrir því að við erum fyrst og fremst í samkeppni við erlent sjónvarpsefni og verðum að gæta að því að það efni sem við búum til sé þannig að fólk nenni að horfa á það.“ Sveinbjörn kvaðst mundu leita þeirra leiða sem skili bestum árangri við framleiðslu á innlendu dagskrárefni, hvort sem er innan stofnunarinnar eða með útboðum. Markmiðið hljóti að vera það að dagskrárefnið sé unnið af metnaði og kunnáttu. í dag Æviráðningar__________________ Fjármálaráðherra vill afnema ævi- ráðningar 18 Knattspyrna Heimsmeistarakeppnin í knatt- spymu sameinar kristna menn og múslima í Líbanon eftir 16 ára borgarstyrjöld 21 Uppskeruhátíð i handbolta Geir Sveinsson og Inga Lára kjörin bestu leikmenn ársins 43 Leiðari Björgunaraðgerð - bæjarútgerð - ríkisútgerð 1 22 Menning/Listir ► Listahátíð í Hafnarfirði - Virg- inina Zeani - Rannveig Braga- dóttir og Arnold Postl - Ljóðaárið gert upp - íslensk ljóð í Þýska- landi - Leikhópur frá Hull o.m.fl. Morgunblaðið/RAX Geirsgata opnuðíhaust FRAMKVÆMDIR við Geirsgötu í Reykjavík eru nokkuð á eftir áætl- un. Ráðgert er að mið- hluti götunnar og hafn- arbakkans, svæðið milli hafnarbakkans ög göt- unnar og gönguleið inn í miðbæinn, verði tilbú- inn um mitt sumar þeg- ar von er á skemmti- ferðaskipum. Gatan verður opnuð til um- ferðar í haust sam- kvæmt áætlunum, en þá verður eftir frágang- ur í kringum götuna. Geirsgata tekur við hlutverki Tryggvagötu og verður henni í fram- tíðinni lokað við Kalk- ofnsveg. Geirsgata liggur yfir Bakkastæði, inn á Miðbakka. Gatan endar svo í Mýrargötu á móts við Hafnarbúðir. Tollaívilnanir fyrir íslenskan saltfisk á EB-markaði Frakkar tefja af- greiðslu málsins Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRAKKAR hafa hafnað tillögu annarra aðildarríkja Evrópubandalagsins um að sérstakar tollaívilnanir, m.a. á saltfiski, verði afgreiddar án umræðu á ráðherra- fundi bandalagsins á mánudag. Frakkar eru óánægðir með innflutningsheimildirnar eins og þær voru sam- þykktar af fastafulltrúum aðildarríkjanna á miðvikudag en þá greiddu þeir einir atkvæði gegn þeim hluta sam- þykktarinnar sem fjallar um tollalækkanir á ferskum og frystum fiski. Á þeim fundi voru hins vegar tollaív- ilnanir fyrir saltaðar sjávarafurðir samþykktar sam- hljóða. Fastafulltrúar aðildarríkjanna munu fjalla um málið á miðviku- dag í næstu viku og freista þess að fá Frakka til að fallast á að innflutningskvótarnir verði stað- festir án umræðu á fundi landbún- aðarráðherra Evxópubandalagsins 24. maí næstkomandi. Frakkar vilja hins vegar að málið verði tekið upp á þeim fundi og rætt en innan flestra aðildarríkja Evr- ópubandalagsins fara landbúnað- arráðherrar jafnframt með sjávar- útvegsmál. Frakkar vilja frekari lækkun á kvóta Upphaflega var gert ráð fyrir að heimila innflutning á 30 þúsund tonnum af heilum þorski, ferskum eða frystum, samþykkt fastafull- trúanna gerir ráð fyrir 27.500 tonnum á 3,7% tolli en Frakkar vilja enn frekari lækkun. Sam- kvæmt fundarsköpum EB er ekki hægt að taka mál á dagskrá ráð- herrafunda án samhljóða sam- þykkis allra aðildarríkjanna ef málið er lagt fram með minna en hálfs mánaðar fyrirvara. Frakkar geta þess vegna hæglega komið í veg fyrir afgreiðslu málsins á næstu vikum en verði það tekið fyrir dugir hins vegar einfaldur meirihluti til þess að staðfesta kvótann. Mannvirkj asj óður NATO 630 millj. til viðhalds í Keflavík Á FUNDI mannvirkjasjóðs- nefndar Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) nú í vikunni var fallist á óskir íslendinga og Bandaríkjamanna um forfj- ármögnun á viðhaldsverkefn- um á flugbrautum á Keflavík- urflugvelli, og verða 10 millj- ónir Bandaríkjadala veittar til verksins, eða rúmlega 630 milljónir króna. Að sögn Stef- áns Friðfinnssonar forstjóra Islenskra aðalverktaka kallar þetta á einhverja fjölgun starfsmanna hjá fyrirtækinu, en hann sagðist vona að fram- kvæmdir gætu hafist í byrjun næsta mánaðar. Að sögn Róberts Trausta Áma- sonar forstöðumanns vamamála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins hafði verið áætlað að fara í þetta verkefni á áranum 1994 og 1995. Sökum þess hve ástand brautanna er orðið lélegt var ákveðið að leita til mannvirkjasjóðsins um að leggja peninga í þetta verkefni fyrr. Hann sagði að utanríkisráðuneyti og bygg- ingardeild Bandaríkjaflota hefðu átt fundi um málið með fulltrúum mann- virkjasjóðs frá því um síðustu ára- mót, en unnið hefði verið að fram- gangi málsins í kyrrþey. Róbert Trausti sagði að um væri að ræða miklar viðhaldsfram- kvæmdir á tveimur aðalflugbrautum á flugvellinum, en vandræði hefðu verið með slitlagið á brautunum þar sem það hefði ekki reynst eins vel og vonir hefðu staðið til. „Þetta er því nauðsynlegt viðhaldsverkefni og ef brautimar hefðu haldið áfram að skemmast hefði flugvélum stafað stórkostleg hætta af þessu bæði í flugtaki og lendingum," sagði hann. T.fggnflg Lesbók ► Daði á forsíðu - Fordómar í fræðafötum; Helgu Sigurjóns. svarað - Hlutadýrkun safnamanna - Njóla Björns Gunnlaugssonar - útbreiðsla þorsks og ylríkur sjór. Stangaveiði ► Sannfærðir um metsumar - Fluguveiði - Veiðivötn - Strandveiði - Nýtt undra- agn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.