Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 4
L= . . - - ... MGRGI T\TRT A tSlí^ T A T tVÍl A RTÁ Á fSí TR 1 G M A í 1 QQQ 4 — Þýski sérfræðingurínn Donaid Cramer um mál Sophiu Hansen íslendingar beiti þrýst- ingi á alþjóðavettvangi DONALD Cramer, þýskur lagaprófessor, leggur ríka áherslu á að stjórnvöld beiti þrýstingi á alþjóðavettvangi til þess að forræðismál Sophiu Hansen megi fá réttláta málsmeðferð. Honum þykir miður að hvorki fslendingar né Tyrkir séu aðilar að Haagsáttmálanum um rétt brottnuminna barna. Eftir að Betty Mahmoody, for- svarsmaður samtakanna'Einn heim- ur fyrir böm, hafði farið yfir fyrir- liggjandi gögn um forræðismál Sop- hiu Hansen tók hún ákvörðun um að kveðja Cramer til og kom hann hingað til lands á fimmtudag. Cramer, sem hefur mikla reynslu af skilnaðarmálum milli Þjóðveija og múslima, sagði að honum þætti mjög miður að hvorki íslendingar né Tyrkir væru meðal 26 aðildar- ríkja Haag-sáttmálans um rétt brottnuminna barna. Ríki, sem eiga aðild að honum, skuldbinda sig til, ef bam er ólöglega flutt til lands- ins, að koma því eins fljótt og hægt er til heimalandSins þar sem réttað sé í málinu. Barnasáttmálinn Hann vék líka að Bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslend- ingar og Tyrkir eiga aðild að, og sagði að a.m.k. þijár greinar hans ættu við í forræðismálinu. Ein þeirra kveður á um skyldu aðildarríkja til að gera allt, sem við eigi, bæði inn- anlands og með tvíhliða og fjölhliða ráðstöfunum, til að koma í veg fyr- ir brottnám bama. Önnur grein kveður á um að aðildarríki geri það sem í þeirra valdi standi til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Að lokum vitnaði Cramer í 9. grein sáttmálans þar sem segir að aðildarríki skuli tryggja að bam sé ekki skilið frá foreldmm sínum gegn vilja þeirra. Staðan Eftir því sem Gunnar Guðmunds- son, lögfræðingur Sophiu Hansen, segir er nú unnið að því að fá for- ræðismál hennar tekið fyrir að nýju í undirrétti í Istanbúl. Hæstiréttur hafði vísað málinu þangað vegna galla í dómsmeðferð en lögfræðingr ar Halims Al, fyrram eiginmanns Sophiu Hansen, beittu sér fyrir því að málið var ekki tekið fyrir. Aðspurður sagði Gunnar að stefnt yrði að því að málið yrði tekið fyrir í maí eða júní þannig að hægt yrði að framfylgja umgengnisrétti í júlí samkvæmt fyrri dómi undirréttar. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 15. MAI YFIRLIT: Yfir Norður-Grænlandi er 1046 mb háþrýstisvæði og frá því hæðarhryggur suður á Grænlandshaf. Yfir Bretlandi og Skandinavíu er víðáttumikið 994 mb lægðarsvæði. SPÁ: Norðaustan hvassviðri, en sums staðar stormur. Él norðan- og norðaustanlands, en bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Vægt frost verður fyrir norðan, en hiti 2-5 stig yfir hádaginn sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG, MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Nokkuð hvöss norðaustan- og norðanátt. Snjókoma eða slydda á Austfjörðum, élja- gangur norðanlands og á Vestfjöröum, en um landið sunnanvert verður þurrt og víða léttskýjað. Hiti 2-5 stig að deginum, þar sem sólar nýtur, en annars staðar verður hitinn um eða rétt undir frostmarki. Á þriðju- dag er útlit fyrir að norðanáttin gangi niöur og að lítið eitt hlýni í veðri. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * ♦ Snjókoma Alskýjað v Ý ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Poka stig.. FÆRÐA VEGUM: (k. 17 3o gær, Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins en skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og dálftil hálka er á öxnadalsheiði. A Norðaustur- landi er dálítil slydda eða snjókoma en allir vegir þó færir. Mvrdalssand- ur er ófær vegna sandstorms og í Öræfasveit og á Skeiöarársandi er mikið hvassviðri. Gjábakkavegur er oröinn fær og einnig Klettsháls en þar eru öxulþungatakmarkanir 2 tonn. Sérstakar öxulþungatakmarkanir eru víða á landinu og hálendisvegir eru lokaðir. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri 0 slydda Reykjavík 4 léttskýjaft Bergen 11 téttskýjaft Helsinkl 22 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 háKskýjað Narssarasuaq 3 þokafgronnd Nuuk +3 þoka Osló 14 hálfskýjað Stokkhólmur 23 léttskýjaft Þórshöfn 2 snjókoma Algarve 18 skúr Amsterdam 11 þokumófta Barcelona 19 akýjaft Berlín 25 léttskýjaö Chicago 10 léttskýjaft Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 18 skýjað Glasgow 4 rigning Hamborg 15 þokumófta London 14 rigning LosAngeles 15 heiðskírt Lúxemborg 10 skýjað hálfskýjaft Madrid 19 Malaga 22 skýjaft Mallorca 19 skýjaft Montreal 8 léttskýjaft New York vantar Orlando 21 heiftskírt Paría 18 skýjað Madelra 18 léttskýjaft Róm 21 skýjað Vín 25 Iétt8kýjaft Waahlngton 14 léttskýjað Wlnnipeg 7 léttskýjað / DAG kl. 12.00 Heimild: Veðurstota íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) Morgunblaðið/Þorkell Gert klárt á grásleppuna BJARNI Tómasson og Björn Guðjónsson, sem gera út á grásleppu frá Ægisíðunni í Reykjavík, notuðu daginn í gær til að gera klárt fyrir næsta róður og voru að dytta að netun- um þegar Ijósmyndara bar að garði. i Mótvægi hf. undirbýr breyttan Tíma Hlutafé aukið í 25 milljónir kr. BRÁÐABIRGÐASTJÓRN sem kjörin hefur verið til að annast breytingar á rekstri dagblaðsins Tímans hefur haf- ið söfnun hlutafjár en ákveðið hefur verið að auka hlutafé útgáfufélagsins úr 2,1 milljón kr. í 25 milljónir fyrir 1. júlí. Áætlanir gera ráð fyrir að Tíminn hefji göngu sína í breyttu formi 1. september næstkomandi. Mikill snjór og lítið sandfok Útgáfufélaginu hefur verið gef- ið nafnið Mótvægi hf. og hefur áskrifendum Tímans verið boðið að taka þátt í hiutafjársöfnuninni með hækkun áskriftagjalds en minnsti hlutur verður 10 þús. kr. í bréfi sem Steingrímur Her- mannsson, formaður bráðabirgða- stjórnar félagsins, hefur sent tii áskrifenda Tímans segir hann að Framsóknarflokkurinn muni ekki eiga meira en 20% hlut í félaginu og hefur flokkurinn þegar skráð sig fyrir og greitt 4,7 millj. kr. Þá hafa nokkrir starfsmenn Tímansjýst yfir að þeir geri ráð fyrir að safna og leggja fram ailt að 5 millj. kr. Ný stjórn kjörin í sumar Stjórn félagsins ætlar um það bil tvo mánuði til hlutafjársöfnun- ar. Að þeim tíma liðnum muni ný stjórn, sem kjörin yrði af nýjum hluthöfum, taka við félaginu, og ráða stjórnendur blaðsins, að því er kemur fram í bréfi Steingríms. Bráðabirgðastjórn Mótvægis hf. skipa, auk Steingríms, Vilhjálmur Jónsson, Leó Löve, Pétur Sigurðs- son og Margrét Rósa Sigurðar- dóttir. ÞRÁTT fyrir rnikið hvassviðri sunnan- og vestanlands í gær bar lítið á sandfoki af hálendi Suðurlands þar sem hálendið er enn að mestu undir snjó og því ekki mikil hætta á gróður- skemmdum, að sögn Sveins Runólfssonar, landgræðslu- stjóra. Talsvert sandrok var á Landeyj- arsöndum í gær en það barst á haf út að sögn Sveins. Sagði hann að kuldatíðin að undanförnu væri hins vegar slæm fyrir allan gróður. ■------------------- Þjófínum kalt á fótunum HONUM hefur verið kalt og þá sérstaklega á fótunum, þjófnum sem braust inn í þvottahús í Borgartúni í fyrrinótt. Þjófurinn hafði á brott með sér 18-20 pör af sokkum og tvo kuldagalla, en lét allt annað vera. Fura sendir fyrsta brotajámið utan í GÆR var hafin útskipun á 2.500 tonnum af brotajárni sem unnið hefur verið í málmtætara Furu hf. við stál- bræðsluna í Hafnarfirði. Er þetta fyrsti farmurinn sem fyrirtækið flytur úr landi. Að sögn Haraldar Þ. Ólasonar, eiganda Furu hf., er járnið selt til Spánar og sagði hann að gott verð hefði fengist fyrir það og kaupandi greitt fyrirfram. Haraldur sagði að vinnsla brota- járnsins hefði gengið vel að undan- förnu og hann hefði kaupendur að járninu bæði á Spáni og í Aust- urríki. Kvaðst hann eiga von á að framvegis yrði brotajárnsfarmar fluttir út mánaðarlega en talið er að taki allt að sex mánuði að tæta niður allt það járn sem safnað hefði verið í brotajárnshaug stál- bræðslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.