Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 9 Ólafsfirðingafélagið Kaffisala Kaffisala verður sunnudaginn 16. maí kl. 15-1 7 í Dugguvogi 1 2, 2. hæð (gengið upp með húsinu). Taktu alla fjölskylduna, vini og vanda- menn með og hittu fólk úr átthögunum. Allir velkomnir! Stjórn og skemmtinefnd Chesterfield 3 + I +1 kr 204.414 stgn 3ja sæta kn 91.884 stgn 2ja sæta kn 75.330 stgr. Teg. 871 - 3ja sæta sófi og tveir stólar í leðri, þar af annar með rafknúnu, fjarstýrðu baki og skemli Viðargrind úr hnotu, kr 269.142 stgr Opið á laugardögum frákl. 10-14 HUSGAGNAVERSLUN Síðumúla 20 • sími 688799 Undantekning Villijálmur Bjarnason viðskiptafræðingur skrifar grein í nýjasta tölublað Vísbendingar og nefnist hún „At- kvæðagreiðslur í hluta- félögum", og þar segir: „Alkunna er að aðal- fundir islenskra almenn- ingshlutafélaga taka mjög skanunan tíma. Heyrir tíl undantekn- inga ef hluthafi eða stiórnarmaður tekur til máls um dagskrárliði eða önnur mál. Þeir sem halda ræður eru litnir hornauga af öðrum fundarmönnum og fá jafnvel athugasemdir um gáfnafar sitt eða gáfulegt innihald þeirra tillagna, sem þeir flytja, frá liilltii'ia stiómar. Það er mjög sjaldgæft að komi tíl atkvæðagreiðslu í stiórnarkjöri. Það gerð- ist nú í fyrsta skiptí í 46 ára sögu Oliufélagsins hf. að kosið var í sijórn þess. Fram tíl þess hafði verið sjálfkjörið. Stiórn- arkjör í íslandsbanka hf. þóttí merki um veikleika bankans. Fyrir nokkrum árum var kosið í vara- sljórn Flugleiða hf. Full- trúar af lista stjórnar náðu kosningu. Það hef- ur verið sjálfkjörið í stiórn Hf. Eimskipafélag Islands í nokkra áratugi. Það þóttí í frásögur fær- andi að hluthafi i ís- landsbanka hf. ræddi um arðgreiðslur á síðasta aðalfundi bankans. Kaup og sala En það. er til önnur leið tíl að greiða atkvæði" í hlutafélögum. Sú leið er fólgin í kaupum og sölu hlutabréfa. Með kaupum er verið að sýna hlutafélaginu jákvæða QJLk *v f £ oihjrÉiAG*, sr s; \$i m 0 v^ Arðsemin ein ráði Lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir mega alls ekki blanda fjárfestingum sínum í hlutabréfum við hagsmuni af öðru tagi. Eðlilegasta forsendan fyrir fjárfesting- unni er arðsemin. Þetta segir í grein í Vísbendingu. afstöðu en með því að seh'a hlutabréf er verið að sýna hlutafélaginu neikvæða af stöðu. Ef um fjandsamlega valdatöku er að ræða, eru öll kaup og öll sala neikvæð. Eðli- iegasta forsendan fyrir fjárfestíngu í hlutabréf- um er arðsemi fjárfest- ingarinnar. Arðsemin er fólgin í eftirfarandi þátt- um: 1. Hagnaði fyrirtækis- ins. 2. Arðgreiðslum fyrir- tækisins. 3. Horfum fyrirtækis- ins. 4. Eftirmarkaði hluta- bréfa í fyrirtækinu. Forsendur fjárfesting- ar Iífeyrissjóða og hluta- bréfasjóða geta aðeins verið þessar. Slíkir aðil- ar mega alls ekki blanda fjárfestingum sínum við hagsmuni af öðru tagi. Ef þessar forsendur eru ekki fyrir hendi er eðli- legast að fjárfestar selji hlutabréf sfn. Ef for- sendur breytast geta fjárfestar keypt aftur hlutabréf í fyrirtækinu. Það er ekki einhlitt að þessar fjórar forsendur horfi eins við öllum fjár- festum. Aðstaða fjár- festa til að nýta tækifæri getur verið misjöfn. Þannig þarf atkvæða- greiðsla með kaupum og sölu ekki að leiða til mik- illa verðsveiflna. I Iltita- félag, sem býr við mikla eftírspurn eftír hluta- bréfum sínum, getúr ein- faldlega aukið sitt hluta- fé til að mæta aukinni eftirspurn. I hlutafélagi, sem býr við mikið fram- boð hlutabréfa á eftir- markaði, þurfa stjórn og framkvæmdastióri greiniiega að vanda sig meira. Aðhald En hver er ávinn- ingurinn af slíkri óbeinni atkvæðagreiðslu? Stjórn og fram- kvæmdastiórn hlutafé- lags fá aðhald eigenda. Ekkert er fyrirtæki eins mikilvægt eins og traust- ir liluthafar. Það er eftir- sóknarvert fyrir hlutafé- lög að geta sótt fjár- magn á hlulabréí'ainark- að. Það er ekki ódýrt fjármagn, sem hægt er að sleppa við að greiða arð af. Hluthafar eru ekki að vinna góðgerðar- starf með fjárfestingu sinni eins og sumir virð- ast halda. í Hollandi er starfandi hlutabréfasjóður, sem er hluti af RUBECO-sam- steypunni. Þessi hluta- bréfasjóður er stærsti hluthafi í fyrirtækjum eins og Philips, Shell og KLM. Fulltrúar hluta- bréfasjóðsins mæta aldrei á hluthafafundi og tilnefna aldrei full- trúa í stjómir fyrirtækja. Hlutabréfasjóðurinn tel- ur að með því móti einu geti hann tryggt sjálf- stæði sitt gagnvart fjár- festingunni. Efasemdir Hér á landi hefur umræða farið fram um stöðu hlutabréfasjóða og lífeyrisg'óða gagnvart fjárfestingum sínum. Fulltrúar þeirra hafa tekið sæti í stiórimm hlutafélaga án þess að sjóðirnir hafi sett sér verklagsreghir um þátt- töku í atkvæðagreiðslum og stiórnarsetu fulltrúa sinna. Hentistefna í slíku kemur fyrir eða síðar fram í frjálsræði slíkra fuUtrúa og leiðir til efa- semda um hverjum þeir þjóna og hvaða hags- muna þeir gæta." Þýskar baðinnréttingar og sturtuklefar á sérstöku kynningarverði næstu daga Innréttingarnar eru seldar í eingingum eftir óskum og þörfum hvers og eins. Standard: Breidd 215 cm verð kr. 57.430 stgr. Standard: Breidd 130 cm verð kr. 40.955 stgr. Ravenna: Breidd 157 cm verð kr. 78.482 stgr. Gerum tilboö í innréttingar, sturtuklefa, hreinlætis- og blöndunartæki j* |* —^ Látiö sérfræöinga vinna verkiö. TT&Ö byggingavörur > SKEIFUNNI 11B - 5ÍMI681570. Opið í dag, laugardag mmæn Raðgreiðslur allt 15. maí, frá kl. 10-16. l-^W^K^ upP í 18 mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.