Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 10
110 MDRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAQUR 15. MAÍ.1993 Stofnandi Body Shop heldur fyrirlestur hér ANITA Roddick, stofnandi alþjóðlegu verslunarkeðjunnar The Body Shop, er væntanleg hingað til lands og mun halda fyrirlestur að Hótel Loftleiðum í Höfða mánudaginn 17. maí kl. 12.30. Fyrirlestur hennar nefnist: Viðskipti og félagsleg ábyrgð. Anita Roddick stofnsetti fyrstu Body Shop verslunina í Brighton á Englandi árið 1976 en nú eru versl- anirnar um 900 í 42 þjóðlöndum, segir í fréttatilkynningu frá Stjórn- unarfélagi íslands. Hún hóf rann- sóknir í eldhúsinu heima hjá sér. Þar gerði hún tilraunir með snyrti- vörur sem unnar voru úr náttúru- legum efnum. Hugmyndína fékk hún á ferðalögum um ýmis lönd þriðja heimsins, þar sem hún kynnti sér lifnaðarhætti frumbyggja og hvernig þeir notuðu náttúruleg efni til heilsubótar og fegrunar. Sjálfstæð þróun Verkefni hennar, „Verslun en ekki hjálp", hefur vakið athygli en með því hefur Anita lagt áherslu á sjálfstæða þróun í þriðja heiminum og nú síðast í Rússlandi. Skoðanir hennar eru byggðar á gamalli kín- verskri kenningu: Gefðu manni fisk og þú hefur fært honum máltíð, kenndu honum að veiða og þú fæð- ir hann til æviloka. Umhverfismál hafa verið höfð að leiðarljósi í rekstri Body Shop verslananna og eitt af mörgum vel- heppnuðum verkefnum, sem fyrir- tækið hefur staðið fyrir, er varð- veisla regnskóganna. Eitt aðal- markmið fyrirtækisins er að stuðla að endurnýtingu úrgangs og vernda líflíki náttúrunnar. Skráning á fyrirlesturinn fer fram í Body Shop verslununum í Kringlunni og á Laugavegi og hjá Stjórnunarfélagi íslands. EIGNAMIDLIMN11, Mniíí'T-'Hl'M) - SwVmula 2\ Hávallalagata. Til sölu fallegt parhús. A 1. og 2. hæð eru m.a. 5 herb., góð stofa, eldh., bað o.fl. I kj. er einstaklíb., geymsluro.fi. Húsið hefur verið endurn. að miklu leyti og lóð skipulögð. Verð 14,7 millj. 1017. Tjarnarból. th söiu rúmg. og björt 5 herb. íb. á 1. hæð um 115 fm í nýl. viðg. blokk. Parket og flísar. Þvhús í íb. Tvennar svalir. Stutt í góða þjón. Verfi 8,5 millj. 2882. Rýmkaðar reglur um endurvarp sjónvarpsefnis Nýjar auglýsingareglur ÞÓRUNN Hafstein, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að vænta megi breytinga á reglugerð um auglýsingar í sjónvarpi í kjölfar nýrra útvarpslaga. Stöð 2, hefur sótt um leyfi til að endurvarpa beint allt að ellefu sjónvarpsrásum um gervihnött. Um er að ræða afþreyingarefni og fréttarásir í beinni útsendingu með auglýsingum og eru reglur um aug- lýsingar á áfengi og tóbaki mismunandi strangar eftir löndum. í 1. mgr., 1. gr. núgildandi reglu- gerðar er kveðið á um að auglýsing- ar skuli vera skýrt afmarkaðar frá öðru dagskrárefni þannig að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða og að þær skuli flytja í sérstökum almennum auglýsinga- tímum. í 2. gr. segir að auglýsingar skuli vera á lýtalausri íslensku og að þær megi ekki brjóta í bága við íslensk lög svo sem áfengislög og lög um tóbaksvarnir. Síðan segir: „Þegar dreift er við- stöðulaust um gervihnött og mót- tökustöð fréttum eða dagskrárefni er sýnir atburði sem gerast í sömu andrá, skulu auglýsingar sem eru hluti af slíku dagskrárefni undan- þegnar ákvæðum 1. tl. 1. mgr. þess- arar greinar." Bænadagur HÉR fer á eftir erindi biskups, þá margir gera sér grein fyrir því, herra Ólafs Skúlasonar, vegna að hver og einn er að nokkru leyti bænarefna á bænadeginum hluti bænheyrslunnar og á að 1993, sem er fimmti sunnudagur eftir páska: Hver dagur hlýtur að kalla eftir bænaiðkun hjá trúuðum manni. Að biðja að morgni og fela Guði daginn er sjálfsagt hjá þeim, sem vilja lifa í nánd frelsara síns. Hið sama á við um kvöldið, er nótt færist yfir með svefni í von um 'hvfld. Bænir og guðsþjónustur heyra saman og verða ekki aðskildar. Að fara í messu er að eiga sameig- inlega bæn með safnaðarsystkin- um. Sumar leiddar af presti eða öðrum þeim, sem kvaddur er til að ganga fram fyrir söfnuðinn, aðrar og sjálfsagt ennþá fleiri stíga úr huga kirkjugesta, án þess að aðrir greini. Þó er einn dagur á hverju vori nefndur bænadagur kirkjunnar, eða hinn almenni bænadagur, sem er næstkomandi sunnudagur. Hann sker sig ekki úr, hvað það varðar, að ekki sé beðið á öðrum dögum eða í öðrum messum, eins og að framan er fjallað um, heldur fyrir þær sakir, að þá er fólk hvatt til að koma saman og biðja fyrir ein- hverju því, sem valið hefur verið og eðlilegt er, að sé ofarlega í huga fólks. Bænadagurinn er því til þess ætlaður, að samstilling náist um ákveðið efni, og síðan sé áfram hugað að hinu sama, bæði í bænar- iðju sem á öðrum sviðum. Og munu starfa sem slíkur. Það mun því vart koma nokkrum á óvart, að ég hef valið bænaefni með sérstöku tilliti til ástands mála á landi okkar þennan tíma. Og í þessum anda hvet ég til bænariðju: Biðjum fyrir íslenskri þjóð á þeim vandasömu tímum, sem nú stofna atvinnuvegum sem heimilum í mik- inn vanda og þar með þjóðinni allri. Biðjum fyrir því, að farsæll tími megi renna upp bæði í veraldlegum sem andlegum efnum. Biðjum fyrir þeim, sem eru at- vinnulausir, heimilum þeirra og byggðarlögum. Biðjum fyrir því, að þeir sem með gjörðum sínum og ákvörðun- um geta með sérstökum hætti haft áhrif á hag og kjör annarra, megi bera gæfu til þess að snúast sam- einaðir að lausn þeim vanda, sem við er að glíma. Biðjum fyrir því, að persónugerð dómharka víki fyrir skilningi og varfærni í samskiptum manna og þá sérstaklega hjá þeim, sem hefð býður að litið sé til um leiðsögn. Biðjum fyrir því, að leitast sé við að leysa ágreiningsefni, sem ævinlega hljóta að koma upp, án þess frekari eldar séu kveiktir í huga og sinni eða logi borinn að öðrum tundurþráðum. Biðjum fyrir þessu sem öðru hvort heldur í einrúmi eða í samfé- lagi við aðra. Glæsilegar til sölu í Suðurhlíðum Kópavogs, í smíðum, 159 fm með bílskúrum. Einnig blokkaríbúðir á byggstigi í Smárahvammslandi. Upplýsingar í símum 39151 og 45952. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJÓNSS0N, HRL. logciltub fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna; Við Stigahlíð - öll eins og ný Neöri hæð í þríbýlishúsi, rúmir 140 fm, auk bílskúrs og geymslu- og fönduherb. í kj. Allt sér. Sameign óvenju góð. Tilboð óskast. Björt og hlýleg í nágr. Hagaskóla 4ra herb. íbúð á 3. hæð - þakhaeð. Mikið endurnýjuð. Ágæt sam- eign. Sólsvalir. Háaloft - viðarklætt - fylgir. Mikið útsýni. 40 ára hús- næðislán kr. 3,1 millj. Fyrir smið eða laghentan Efri hæð 4ra herb. um 100 fm í reisulegu steinh. við Miklubraut. Nýl. gler. Sérhiti. Tvennar svalir. Mikið rými í risi sem má innrétta og auka við íb. Gott verð. Skammt frá Dalbraut - gott verð Vel með farin 4ra herb. íb. á 4. hæð, tæpir 90 fm. Nýlegt gler. Sólsval- ir. Danfoss-kerfi. Risherb. fylgir m. snyrt. Útsýni. Laus 15. júní nk. Verð aðeins kr. 6,5 millj. í lyftuhúsi - öll eins og ný Glæsileg 2ja herb. einstaklíb. við Kleppsveg inn við Sund. Sólsvalir. Frábært útsýni. Góð húsnæðislán fylgja. Laus nú þegar. Á úrvalsstað á Nesinu Neðri sérhæð í tvíbýlish. við Skólabraut. 4ra herb. tæpir 100 fm, Ný endurbyggð. Góður upph. bílsk. Eignaskipti mögul. Tilboð óskast. Neðst við Hraunbæ Á söluskrá óskast 3ja herb. íb. á 1. eða 2. hæð. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. í nágr. Daglega leita til okkar fjársterkir kaupendur með margskonar óskir um fasteignaviðskipti. A Akureyri óskast góð húseign með 4ra-5 herb. íb. í skiptum fyrir góða íb. í borginni. Ennfremur óskast húseignir með tveimur íbúðum. Fjárst. kaupandi. • • • Opiðídagkl. 10-16. Fjárst. kaupendur á skrá. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson Gömul amboð gisna, gapir rifa hvur, vænu blómin visna, vökvalaus og þur. Allt eins fer hin unga mær, ef hún það sem eðlið kýs, ekki í tíma fær. Þessi vísa birtist fyrr hér í pistli (680.), svolítið öðruvísi upp sett í lokin, miðað við söng. Spurðist umsjónarmaður fyrir um höfund. Þennan texta þykist ég hafa lært af bekkjarbróður mínum Jóni Tómassyni frá Sauðárkróki, annaðhvort seint á menntaskólaárum okkar, stríðs- árunum, eða eftir að ég var kom- inn í háskóla. Við sungum þetta undantekningarlaust undir frægu lagi, sem kennt var við Marlene Dietrich, og eru kring- um það miklar stríðsárasögur sem hér verða ekki raktar að sinni. Ég sagði fyrr frá greiðum undirtektum við eftirgrennslan minni um höfund íslenska text- ans og endurtek þakklæti mitt til þeirra sem létu mér í té upp- lýsingar. Með því að þetta virð- ist orðið gott dæmi þess hvernig góðar vísur soga að sér höf- unda, ætla ég í stórum dráttum að rifja upp hvað fram kom um þá. Þeir urðu níu taisins. Fyrst var nánast fullyrt við mig að höfundur væri dr. Sig- urður Þórarinsson jarðfræðing- ur, skáld og söngvari (1912- 1983). Þetta var strax dregið í efa og stungið upp á sr. Birni Halldórssyni í Laufási (1823- 1882). Um sama leyti kom fram að bekkjarbróðir minn Þorsteinn Egilsson (f. 1927) hefði sungið þetta heilt sumar og hefði af sumum verið talinn höfundur íslenska textans. Það var brátt rengt og stungið upp á sr. Hall- grími Péturssyni (1614-1674). Þótt sr. Hallgrímur gæti verið glettinn í kveðskap og að því leyti stundum upp á heiminn, þótti þetta þó ekki líkjast kveð- skap hans. Þá var til nefndur Einar Hansson á Guðrúnarstöð- um í Eyjafírði (1851-1935), og voru færð að því sterk rök, er þá þóttu, úr fleiri en einni átt, en reyndust ekki eins haldgóð og út leit fyrir. Þá kom í ljós að tiltekinn stúdentahópur taidi að textinn væri eftir dr. Kristján Eldjárn (1916-1982) og til vara eftir Ingólf Davíðsson grasa- fræðing (f. 1903). Ég hef áður vitnað í bréf frá Halldóri frá Kirkjubóli um þetta efni, en hann hafði heyrt að höfundur væri talinn sr. Runólfur Magnús Jónsson (1864-1907). Þá er ótalinn sá maður sem líklega er höfundur vísunnar, kannski ekki alveg í nákvæm- lega sömu gerð og hún er prent- uð hér í upphafi. Hefði umsjón- armanni átt að vera vorkunn- laust að vita þetta, því að það kemur fram í skýringum Krist- mundar Bjarnasonar á Sjávar- borg við Sögu frá Skagfirðing- um, þriðja bindi. Höfundur er sem sagt sr. Ólafur Ólafsson „stúdent" (1806 eða 7-1883), mágur Bólu-Hjálmars. Ingimar Halldórsson í Reykjavík benti mér líka á að þetta kæmi fram í Selskinnu (1948). • Hlymrekur handan kvað: Hjá Beggu á Þarastíg 3i (þú heldur nú kannski að ég ljúgi) er lygin svo stæk, að Steini frá Læk þarf tilbúinn haus svo hann trúi. • Við getum fengið fyrir ferð- ina, ef illa er með okkur farið til, dæmis í refsingarskyni. Þá gæti svo farið að við fyndum fyrir einhverju. En við erum helst ekki „látnir fínna fyrir ferðina", eins og heyra mátti í sjónvarpinu. • Skólabróðir minn, Baldur Ing- 692. þáttur ólfsson í Reykjavík, skrifar mér m.a. svo: „Kæri Gísli, I bréfi til þín sem þú vitnar í í þætti nr. 688 um íslenskt mál kemur fyrir orðasambandið að breyttum breytanda. Ef ég hefði ekki rekist á þetta þágu- fall í karlkyni eintölu öðru hveriu undanfarin misseri hefði ég haldið að þetta væri prentvilla í ofannefndum þætti. Rétt form orðasambandsins er að breyttu breytanda, nefni- lega þágufall í hvorugkyni ein- tölu, og það táknar að því breyttu sem breyta skal eða þarf. Þetta er vafalaust þýðing latneska orðasambandsins mut- atis mutandis sem táknar orð- rétt að þeim atriðum breyttum sem breyta skal, þ.e. í latínunni er fleirtála í þvi falli sem heitir ablatívus og hefur ýmsar merk- ingar. Breytanda í íslenskunni er að formi til lýsingarháttur nútíðar en merkingin er fengin að láni úr latínu þar sem er til sagnmynd sem heitir gerundiv- um og táknar það sem á að gera eða er unnt að gera. Svo skemmtilega vill til að í nefndum þætti nr. 688 er vitnað í lat- neska spakmælið de gustibus non disputandum sem táknar orðrétt um smekkina ekki deil- andi, þ.e. ekki þýðir að deila um smekkinn. Þarna er annað dæmi um gerundivum. Ástæðan til þess að breyttu breytanda verður að breyttum breytanda, hvað svo sem það táknar nú, er vafalaust sú að menn átta sig ekki á því að breytanda er gömul hvorug- kynsmynd." Umsjónarmaður færir Baldri bestu þakkir fyrir þetta fróðlega og góða bréf. P.s. Ný gerð af spakmæli: „Þeir eiga ekki að kasta skyri sem í glerhúsi búa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.