Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLABIÐ 1AUGAKDAGUR 15- MAI 1093 13 Móðir og bam eftir Þórstein Ragnarsson Haustið 1987, fyrir rúmum 5 árum, hafði vinur minn samband við mig og spurði mig, hvort ég vildi vera með í stofnun samtaka, sem hefðu það að markmiði að að- stoða efnalitlar mæður í húsnæðis- vandræðum. Ég spurði nánar um umfang þessa málaflokks og fékk þau svör, að einstæðar mæður á Islandi væru 7.000 talsins og hefðu um 9.700 böm á framfæri og u.þ.b. 50% einstæðra foreldra byggju í leiguhúsnæði og aðeins 6% þeirra hefðu leigusamning til meira en eins árs, en helmingur engan leigu- samning. Ég fékk strax áhuga og brátt var ég kominn á fund með áhugasömu fólki, sem vildi leggja málefninu lið. Þessi hópur stofnaði samtökin Móðir og bam. Undirbún- ingur tók um 2 ár og í árslok 1989 hófst hin eiginlega starfsemi, þegar fyrsti skjólstæðingurinn fékk ibúð á vegum Móður og barns. Frá þeim tíma hafa 52 konur með um 58 börn á framfæri verið í 27 íbúðum á vegum samtakanna. í hveiju er aðstoðin fólgin, kannt þú að spyija, lesandi góður. Móðir og barn starfar ekki sem venjuleg húsnæðismiðlun, heldur er stofnun- in með íbúðir, sem hún tekur á leigu og' niðurgreiðir fyrir skjólstæðinga, þ.e. 30% leigunnar, þó að hámarki 8.500 kr. á mánuði, og á það við um flestar íbúðimar. Stofnunin ábyrgist leigugreiðslur til leigusal- ans, en innheimtir hjá viðkomandi skjólstæðingum leigu, að frádéginni niðurgreiðsluupphæðinni. Hver kona fær húsnæði í átta mánuði, „Ég spurði nánar um umfang þessa mála- flokks og fékk þau svör, að einstæðar mæður á Islandi væru 7.000 tals- ins og hefðu um 9.700 börn á framfæri og u.þ.b. 50% einstæðra foreldra byggju í leigu- húsnæði og aðeins 6% þeirra hefðu leigu- samning til meira en eins árs, en helmingur engan leigusamning.“ sem yfirleitt er framlengt upp í eitt ár, og á þeim tima hefur hún þá fengið niðurgreiðslu sem nemur 102.000 kr. í flestum tilvikum. Ef aðstæður verða á þann veg, að skjólstæðingur kjósi að halda íbúð- inni áfram, eftir 12 mánaða tím- ann, gerir hann milliliðalausan leigusamning við leigusalann. Hjálparstofnunin Móðir og bam hefur nú starfað í rúm 3 ár. Gífurleg eftirspurn hefur Þórsteinn Ragnarsson verið eftir aðstoð allan þann tíma og höfum við ekki getað annað eftirspurn. Yfir 200 konur hafa lagt inn umsóknir, en tæplega fjórðungur hefur fengið aðstoð. Um þessar mundir er að hefj- ast söfnun styrktarfólks og vil ég hvetja alla þá, sem leitað verð- ur til, að leggja málefninu lið. Sú aðstoð, sem Móðir og barn veitir, getur ráðið úrslitum fyrir ungar einstæðar mæður, sem vilja stofna eigið heimili og stíga með stuðningi stofnunarinnar fyrstu skrefin út í þjóðfélagið. Verum öll minnug þess, að ör- uggt húsnæði veitir þá öryggis- kennd, sem börnin meðal annars þurfa. Öll getum við tekið undir málsháttinn: Lengi býr að fyrstu gerð. Höfundur er safnaðarprestur Óháða safnaðarins og deildarstjóri /yá Rafmagnsveitu Reykjavikur. Fríkirkjan í Hafnar- firði efnir til fjölskyldu- hátíðar í Kaldárseli EINS og undanfarin ár mun Frí- kirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði efna til fjölskylduhátíðar í Kaldár- seli nk. sunnudag kl. 13.30. Dagskrá íjölskylduhátíðar er að venju sniðin að þörfum allra aldurs- hópa. Þeim sem áhuga hafa á verður boðið til gönguferðar um nágrenni sumarbúðanna og á sama tíma verða skipulagðir leikir fyrir börnin. Þá verður helgistund í íþróttahúsi sumar- búðanna og að því búnu verður böm- unum boðið til grillveislu en hinir eldri setjast að kaffiborði. Þeim sem ekki koma á eigin bílum í Kaldársel er bent á rútuferð frá kirkjunni kl. 13. Þetta er í þriðja sinn sem söfnuð- urinn efnir til fjölskylduhátíðar í Kaldárseli en slíkar útihátíðir voru fastur liður í starfi safnaðarins fyrr á árum. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði minnist á þessu ári nokkurra tíma- móta, 80 ára afmælis. Þessara tíma- móta verður fyrst og fremst minnst með stórauknu barna- og fjölskyldu- Fríkirkjan í Hafnarfirði. starfi. Er fjölskylduhátíðin liður í því en næsta vetur er ákveðið að bjóða upp á barna- og unglingastarf fimm daga vikunnar. Með slíku uppbyggingarstarfi telj- um við að best megi heiðra minningu þeirra sem stóðu að stofnun safnað- arins fyrir 80 árum. Einar Eyjólfsson, fríkirkjuprestur í Hafnarfirði. Myndband um atvinnuleysi MYNDBÆR hf. hefur lokið við gerð fræðslumyndar sem heitir Atvinnuleysi snertir alla. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Myndbandið er jákvætt og upp- byggjandi fyrir alla sem eru þátttak- endur í atvinnulífinu. fjallað er um atvinnuleysi sem hluta af nútíma- þjóðfélagi_ í hinum vestræna heimi. Sérstöðu íslands, þ.e. tíma- og stað- bundið atvinnuleysi. Þjóðfélagslegar afleiðingar atvinnuleysis. Ahrif at- vinnuleysis á einstaklinginn, fjöl- skyldu hans og nánasta umhverfi. Vandamál sem verður að glíma við og breytingu á lífsháttum. Hvaða möguleikar eru fyrir hendi? Svara er leitað hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu. Leiðir til að fást við þá stöðu að vera án atvinnu. Þarf einstaklingurinn að gera ráð fyrir því að þurfa að skipta um starfs- svið öðru hvetju á starfsævinni? Handrit skrifaði Siguijón Valdi- marsson, umsjón hafði Stefán Sturla og upptaka og klipping var í höndum Ernu Kettler.“ VELKOMIN GÓÐAN HOP Líttu við á sýningunni nú um helgina. ■kl s getur slegist í hópinn. Þeir sem það hafa gert eru nú ánægðir eigendur af U framúrskarandi hjólhýsum, tjaldvögnum eða fellihýsum. Hjá okkur finnurðu örugglega kostagrip við þitt hæfi því auk Hobby hjólhýsanna og Camp-let tjaldvagna bjóðum við nú upp á fellihýsi frá Paradiso. Sættu þig aðeins. við öruggt merki til að vera viss um ósvikin þægindi og traust fyrirtæki sem býr yfir reynslu og þekkingu.Umboðsmenn okkar eru: BSA á Akureyri, Bílasalan Fell á Egilsstöðum og BG Bíla- kringlan, Keflavík. Munið hagstætt verð og greiðsluskilmála. Opið laugardag 10°°- 16°° og sunnudag 1300 - 1600. IB Gisu IÓNSSON HF Sjöfn ísaksdóttir og Þórður Magttússoti Bíldshöföi 14 Camp-let tjaldvagnar Þessi tjaldvagn reynist einstaklega vel. Rýmið er mjög mikið, tvö svefntjöld og áfast fortjald en samt er lítið mál að tjalda, það tekur aðeins nokkrar mín- útur. Gott er að hafa áfastan eldhús- kassa með gaseldavél í fortjaldinu, tjöldin eru sterk og falleg og það fer mjög vel um mannskapinn í Camp-let. Sveinn Jóhannesson, Guðbjörg Tómasdóttir og böm Kjartan Guðjóttsson, Bára Samúelsdóttir og böm Paradiso er greinilega vcenlegur kostur því leikur einn er að reisa þau og svo eru þau mjög vel búin m.a. með raf- og vatnskerfi, ísskáp og eldhúsinnréttingu. Verðið er Ijómandi gott, frá kr. 629.000.- Þau eru orðin nokkur hjólhýsin sem við höfum átt en Hobby Landhaus hjól- hýsið sem við eigum nú er toppurinn og vandséð að stærra og betra hjólhýsi sé fáanlegt. Það er alltaf jafn mikið tilhlökkunarefni að koma í hjólhýsið jafnt að sumri sem að vetri. Hobby er scelureitur í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.