Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ^LAUGAÍÍDAGUR 15, MAÍ 1993 15 Reglur VSÍ um fulltrúa í lífeyrissjóðum I athugun að setja reglur um endurnýjun í stjórnum sjóðanna NEFND á vegum framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands íslands sem falið var að móta starfsreglur VSÍ varðandi val á full- trúum atvinnurekenda til setu í sljórnum lífeyrissjóða skilar vænt- anlega áfangaskýrslu sinni innan fárra vikna. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að meginástæða þess að talið hafi veríð eðlilegt að setja fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða siða- reglur og tryggja þeim sjálfstæði sé fyrst og fremst sú að menn séu betur að átta sig á að í lífeyrissjóðunum hafi veríð að safnast upp gríðariegt efnahagslegt vald og því fylgdi mikil ábyrgð. „Þess vegna skiptir miklu hvern- ig sjóðirnir vinna á markaðinum og við teljum eðlilegt að herða kröfurnar til stjórnenda þessara sjóða þannig að það sé alveg tryggt að það séu ekki minni kröfur gerð- ar til stjórnenda lífeyrissjóðanna en til stjórnenda banka að því er varðar sjálfstæði og hæfi í starfi," sagði hann. „Við erum líka að skoða hvort ekki sé rétt að setja ákveðnar regl- ur eða viðmiðun um endurnýjun þannig að einstakir fulltrúar sitji ekki óhóflega lengi í stjórn sama sjóðsins," sagði Þórarinn. Sambærileg nefnd í ASI 24 ár eru nú liðin frá gerð sam- komulags vinnuveitenda og Al- þýðusambands íslands um stofnun almennu lífeyrissjóðanna og hyggj- ast fulltrúar VSí taka þessi mál upp með viðsemjendum sínum í haust. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ og stjórnarformaður Sambands al- mennra lífyrissjóða, sagði að þessi undirbúningur VSÍ væri mjög af hinu góða og í fullum takti við vinnu sem hafin væri hjá Alþýðu- sambandinu. „Við höfum fyrir nokkru síðan sett sambærilega nefnd á fót til að vinna að undir- búningi viðræðna við Vinnuveit- endasambandið um endurskoðun á okkar grundvallarsamskiptaregl- um um lífeyrissjóði," sagði hann. „Þetta eru siðareglur sem við erum að að marka af okkar hálfu en það liggur fyrir í samskiptum okkar og Alþýðusambandsins að grundvallarsamkomulagið um stofnun lífeyrissjóðanna komi til umræðu og endurskoðunar næsta haust. Það hafa margháttaðar spurningar komið upp varðandi uppbyggingu lífeyrissjóðakerfísins og þetta allt þurfum við að ræða," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Með hverjum nýjum Subaru fylgir 10 daga spennandi sumarfrí fyrir tvo á íslandi Tilboðið gildir því aðeins að Subaru Legacy 2,0 4WD sé keyptur fyrir 17. júní 1993. Hafið samband við sölumenn okkar Sýningar um helgina frá kl. 14-17 - Sig. Valdimarssyni Akureyri Bílakringlunni Keflavík Sævarhöfða 2 Reykjavík Ingvar Helgason hff. ¦ Gei/miti auglýsinguna 15. jiilí hefjast liikur á nýjustu iuyuil Friðriks í'órs Friorikssouur seui herar MotiðnamiðBÍÓDACAR. Myndin gerist á áruuuiii el'lir 1960 og því vantar tíl kvikmyndagerðarinnar mikið af leikmunum frá þessmn tíma. Leitað er að: Barnaleikfongum, barna- fatnaði, fcUorðinsfatnaði, gkólatöskum, eldhúsáhöldnm, hasarblöðum, fótbolt- iiiii, húsbúnaði, boUastellum og ýmsu öðru sem lýsandi er fyrir þetta túnabil. Islenska Kvikmyndasamsteypan fer þess á leit við landsmenn að þeir opni geymslur smar og leiti af hlutum sem geta komið að gagni við kvikmyndunina. Það sem flestmn er ónýtt rusl getur reynst okkur guUnáma. Isienska kvikmyndasamsteypan leitar einnig að ungum leikara til að fara með aðalhlutverkið sem er tíu ára drengur. Abendingum um leikmuni og leikara er best komið á framfæri með því að senda ljósmynd af leikaranum eða leikmun- imuin til Islensku Kvikmyndasamsteypunnar • Laugavegi 18 a. Ljósmyndir frá árunum 1955 -1965 eru einnig vel þegnar að lám. lslciisKa Kvlkmt/tidasc Laugavagl ISa WlReykjavfk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.