Morgunblaðið - 15.05.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 15.05.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 15 Reglur VSÍ um fulltrúa í lífeyrissjóðum I athugun að setja reglur um endumýjun í stjórnum sjóðanna • NEFND á vegum framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands íslands sem falið var að móta starfsreglur VSÍ varðandi val á full- tráum atvinnurekenda til setu í stjórnum lífeyrissjóða skilar vænt- anlega áfangaskýrslu sinni innan fárra vikna. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að meginástæða þess að talið hafi verið eðlilegt að setja fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða siða- reglur og tryggja þeim sjálfstæði sé fyrst og fremst sú að menn séu betur að átta sig á að í lífeyrissjóðunum hafi verið að safnast upp gríðarlegt efnahagslegt vald og því fylgdi mikil ábyrgð. „Þess vegna skiptir miklu hvem- ig sjóðirnir vinna á markaðinum og við teljum eðlilegt að herða kröfurnar til stjómenda þessara sjóða þannig að það sé alveg tryggt að það séu ekki minni kröfur gerð- ar til stjórnenda lífeyrissjóðanna en til stjórnenda banka að því er varðar sjálfstæði og hæfi í starfi,“ sagði hann. „Við erum líka að skoða hvort ekki sé rétt að setja ákveðnar regl- ur eða viðmiðun um endurnýjun þannig að einstakir fulltrúar sitji ekki óhóflega lengi í stjórn sama sjóðsins," sagði Þórarinn. Sambærileg nefnd í ASI 24 ár eru nú liðin frá gerð sam- komulags vinnuveitenda og Al- þýðusambands íslands um stofnun almennu lífeyrissjóðanna og hyggj- ast fulltrúar VSí taka þessi mál upp með viðsemjendum sínum í haust. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ og stjórnarformaður Sambands al- mennra lífyrissjóða, sagði að þessi undirbúningur VSÍ væri mjög af hinu góða og í fullum takti við vinnu sem hafin væri hjá Alþýðu- sambandinu. „Við höfum fyrir nokkru síðan sett sambærilega nefnd á fót til að vinna að undir- búningi viðræðna við Vinnuveit- endasambandið um endurskoðun á okkar grundvallarsamskiptaregl- um um lífeyrissjóði," sagði hann. „Þetta eru siðareglur sem við erum að að marka af okkar hálfu en það liggur fyrir í samskiptum okkar og Alþýðusambandsins að grundvallarsamkomulagið um stofnun lífeyrissjóðanna komi til umræðu og endurskoðunar næsta haust. Það hafa margháttaðar spurningar komið upp varðandi uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins og þetta allt þurfum við að ræða,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Með hverjum nýjum Subaru fylgir 10 daga spennandi sumarfrí fyrir tvo á íslandi Tilboðið gildir því aðeins að Subaru Legacy 2,0 4WD sé keyptur fyrir 17. júní 1993. Hafið samband við sölumenn okkar Sýningar um helgina frá kl. 14-17 Sig. Valdimarssyni Akureyri Bílakringlunni Keflavík Sævarhöfða 2 Reykjavík ■ 't.1'. Ingvar gssifef Helgason hl. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.