Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 Þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytis Kolbeinsey ræður ekki úrslitum um lögsögu GUDMUNDUR Eiriksson, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytis, segist ekki teíja. að Kolbeinsey hafi úrslitaþýðingu um mörk lögsögu íslands og Grænlands. Hann segir að það hafsvæði sem við gerum kröfu til norður af Kolbeinsey sé allt innan 200 mílna frá grunnlín- um landsins sjálfs og fleira en Kolbeinsey styðji kröfu okkar. Guðmundur sagði að Kolbeinsey væri vissulega einn af miðlínupunkt- unum t lögsögu okkar að Grænlandi en þó betra væri að hafa eyjuna en ekki væri hún ekki það afgerandi að lögsagan minnkaði sjálkrafa við það að hún hyrfL Hann sagði að gráa svæðið milli íslands og Græn- lands sem við gerðum kröfu til væri hvergi fjær landinu sjálfu en 200 mflur og ýmislegt fieira en Kolbeins- ey leyfði okkur að fara út fyrir mið- línu milli landanna sjálfra. Guð- mundur sagðist ekkert vilja tjá sig um hvort réttlætanlegt væri að leggja í milljarðakostnað við vörn Kolbeinseyjar. Hins vegar sagði hann ekki skemmtilegt að þurfa að byggja lögsögukröfu á uppsteyptri eyju ef það þyrfti til að koma. Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir Verðlaunaafhending DAVÍÐ A. Gunnarsson (t.H.) afhendir Kjell Bjartveit verðlaun Barátta dagblaðs gegn reykingum verðlaunuð SÆNSKA dagblaðið Dagens Nyheter og Kell Bjartveit, yfirlækn- ir í Osló, hlutu Norrænu heilbrigðisverðlaunin 1993 að þessu sinni fyrir baráttu gegn reykingum. Afhenti Davíð A. Gunnars- son, forstjóri Ríkisspítalanna, verðlaunin við Norræna heilbrigð- isskólann í Gautaborg á norrænum heilsudegi hinn 6. maí sl. Verðlaunin nema rúmlega hálfri minjón íslenskra króna. í greinagerð dómnefndar segir að Dagens Nyheter hafi með fjölmörg- um vel skrifuðum blaðagreinum út- skýrt skaðsemi reykinga á heilsufar manna. Hafi þessi skrif verið þýðing- armikið innlegg í baráttuna gegn þessu mikla heilbrigðisvandamáli. Kjell Bjartveit hefur í rúmlega 35 ár rannsakað skaðsemi reykinga og barist kröftuglega á móti reykingum. Eldri borgarar á Vordögum HÚSASMIÐJAN bauð eldri borgara sérstaklega velkomna þegar verslunun hleypti af stokkunum vordögum sínum á föstudag. Dagskrá vordag- anna verður fram til mánaðamóta og má þar nefna að kl. 11 í dag verður efnt til svokallaðs Húsasmiðjuhlaups frá Húsasmiðjunni í Hafnar- firði og í dag og á morgun verður m.a. boðið upp á pylsur, gos, kaffi og sælgæti við verslun- ina í Skútuvogi 16 og verður þar opið milli 12-16 á morgun. Myndin er tekin í versluninni þegar eldri borgar litu inn á föstudag. Dagskrá dagsins á Viku eldri borgara Gönguferð Göngu-Hrólfa kl. 10 frá Borgarhúsi. Fararstjóri Erna Arngrímsdóttir kennari. Coppelía íslenski dansflokkurinn býður til sýningar í Borgar- leikhúsinu kl. 14. Skráning í Borgarhúsinu í símum 15560 og 15565. Pöbba-rölt um miðbæinn frá kl. 18 undir leiðsögn Péturs H. Ólafssonar. Þátttakendur mæti á Fógetann kl. 18. Lokahátíð á Lækjartorgi frá kl. 20. Kvölddagskrá. Skemmtidagskrá. Dansað á palli til kl. 23.30. Hljómsveitin Gleðigjaf- ar. Söngvarar Ellý Vilhjálms og André Bachman. Kynnir Flosi Ólafsson, leikari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Kristinn Góð kirkjusókn dag hvern í DÓMKIRKJUNNI hefur verið dagleg helgi- stund meðan Viku eldri borgara hefur staðið yfir og hafa sótt hana 200 tíl 300 manns. Mynd- in er frá slíkri helgistund á fimmtudag, þar sem séra María Ágústsdóttír aðstoðarprestur í kirkj- unni fluttí hugvekju og kórar aldraðra sungu. Náði sér í Undirbúningur hafinn að umbótum og nýsköpun í ríkisrekstri vodkapela og reiðhjól MAÐUR nokkur var uppvis að því í fyrradag að hnupla pela af vodka úr áfengis- versluninni í Kringlunni. Hann náði að hvolfa megn- inu af drykknum í sig áður en þjófnaðurinn uppgötvað- ist, en var gripinn þegar hann reyndi að hjóla úr úr verslunarmiðstöðinni á stolnu reiðhjóli. Maðurinn átti. leið í áfengis- verslunina þar sem unglingar höfðu beðið hann um að versla fyrir sig. Hann gat þó ekki hugsað sér að fara sjálfur fló'skulaus út og stakk á sig vodkapela. Drakk pelann í botn og hjólaði út Þegar út úr áfengisversluninni var komið staupaði maðurinn sig ótæpilega. Því næst settist hann upp á reiðhjól, sem var til sðlu í nærliggjandi verslun og lagði af stað út úr húsinu, en starfsmenn verslunarinnar stöðvuðu hann fljótlega. Hann gaf þá skýringu, að kona nokkur hefði beðið sig um að sækja hjólið, en konan kannaðist ekkert við það, þegar lögreglan hafði samband við hana. Fjármálaráðherra vill afnema æviráðningar FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á raðstefnu um umbætur í ríkisrekstri í gær að ríkisstofnanir þyrftu að fá aukið svigrúm til að ákveða vinnufyrirkomulag og skapaþyrfti skilyrði til að unnt væri að skipta um stjórnend- ur og færa þá til milli verkefna og stofnana. Því væri þörf á að afnema æviráðningar. Stefnt er að ýmsum breytingum sem eiga að stuðla að umbótum og nýsköpun í ríkisrekstri en á fundinum sem fjármálaráðherra boðaði til í gær voru kynntar hugmyndir sjö vinnuhópa, sem skipaðir voru 40 forstöðumönnum og starfsmönnum ríkisstofnana, um nýjar stjórnunaraðferðir og áherslur í ríkisrekstri. Fjármálaráðherra mun leggja niðurstöðurnar »fyrir ríkisstjórn í næstu viku til stefnumótunar í ríkis- rekstrinum. Samningsstjórnun hafin um næstu áramót Vinnuhóparnir mótuðu hug- myndir sínar í framhaldi af ráð- stefnu seTh fjármálaráðherra boðaði til 19. mars sl. um umbætur og nýjunar í ríkisrekstri. Meðal aðgerða sem fyrirhugað er að hrinda í framkvæmd á næstu misserum eru tilraunir sem gerðar verða með svokallaða „samnings- stjórnun" á árunum 1994 og 1995. Hún felur í sér að viðkomandi fag- ráðuneyti og fjármálaráðuneytið gera samning við ákveðnar ríkis- stofnanir, þar sem þjónusta hverrar stofnunar er skilgreind eins ná- kvæmlega og unnt er og í samn- ingnum er tiltekið hve mikið ríkið greiðir fyrir þjónustuna. Þannig eiga stofnanirnar að fá aukið sjálf- stæði, t.d. í starfsmannamálum, fjárfestingar- og eignamálum og til öflunar og ráðstöfunar sértekna. Þá yrði viðkomandi stofnunum einnig tryggðar ákveðnar fjárveit- ingar til 2-3 ára í senn. Aukið sjálfstæði og ábyrgð stofnana í ræðu Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra á fundinum {gær þar sem hann kynnti hugmyndir vinnu- hópanna kom fram að áhersla verð- ur lögð á aukið sjálfstæði og ábyrgð ríkisstofnana og á að auka sveigjan- leika í launa- og starfsmannamálum til að stofnanir fái aukið svigrúm til að ákveða vinnufyrirkomulag ásamt sveigjanleika til að umbuna starfsmönnum sem sýna frumkvæði og hæfni í starfí. Þá sagði hann að skapa þyrfti skilyrði til þess að unnt sé að skipta um stjórnendur og færa þá á milli verkefna og stofnana. „Því ber að afnema ævir- áðningar," sagði Friðrik. Á næstunni verður einnig unnið að því að styrkja rammafjárlög sem stjórntæki í ríkisrekstri og hafinn verður undirbúningur að gerð áætl- ana til 2-3 ára, í því skyni að í fram- tíðinni verði fjárveitingar ákveðnar til lengri tíma en nú er. Valfrelsi verður aukið og bein og óbein sam- keppni efld, m.a. með samanburði á útboðum og þjónustu. Kaffiþjófar gripnir Raiinsóknarlögreglan hefur haft hendur í hári þriggja manna, sem stálu kaffi úr vörugeymslu við Súðarvog. Kaffið höfðu þeir selt veitingamanni. Alls hurfu um sjö tonn af kaffi keypti af þeim og hafa um fjögur úr vörugeymslunni. Nú er upplýst, tonn af kaffinu fundist. Óvíst er að maður sem hafði aðgang að hvort þessir menn stálu öllu kaff- vörugeymslunni, fékk tvo aðra í inu, eða aðeins þessum fjórum lið með sér og fluttu þeir kaffið í tonnum, en áfram er unnið að aðra geymslu. Veitingamaður rannsókn málsins. > > > > » > > > >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.