Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 20
20 ¦ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 Grófust undir brunarústum Reuter EINN af múrveggjum brunnins, fímm hæða tækniskóla í Manila á Filippseyjum féll skyndilega í gær og fórust átta manns, með- al þeirra reifabarn, sem voru á staðnum. Auk hinna látnu grófst um tylft manna undir brakinu, ef til vill enn fleira fólk. Björgun- araðgerðir voru torveldar vegna þess að skortur var á stórvirkum tækjum. Verkamenn voru að brjóta vegginn niður er hann hrundi skyndilega en fjöldi barna var þarna að leik. Hlutar úr veggnum lentu á smáverslunum og íbúðarhúsum við skólann. Síendurteknar hleranir í híbýlum breska kórigafólksins Stjórnin haf nar rannsókn á leyniþjónustunni MI-5 London. Reuter. BRESKA stjórnin hafnar öllum hug- myndum þingmanna um að hafin verði rannsókn vegna ásakana um að leyni- þjónustan, MI-5, hafi hlerað samtöl ein- staklinga í konungsfjölskyldunni, eink- um þeirra Karls ríkisarfa og Díönu prinsessu. Kenneth Clarke innanríkis- ráðherra sagði að jafn miklar líkur væru á því að eitthvað væri hæft í orð- rómnum um aðild MI-5 og því að tungl- ið væri gert úr grænum osti. Æsifréttablöð hafa birt samtöl sem þau segja að MI-5 hafí hlerað og tekið upp á snældur. Kemur m.a. fram í þessum frásögnum að Díana og Karl hafi á sveitasetri sínu í Highgrove deilt um réttinn til að umgangast börn sín þegar hjónabandið var í andarslitrunum en þau skildu Karl Díana Rifust KARL Bretaprins og Ðíana prinsessa deildu hart í sanilöluin sem' hleruð voru. að borði og sæng í fyrra. Leyniþjónustumenn eru einnig sagðir hafa hlerað samtöl Elísabetar drottningar. Enn er deilt um hvort umræddar snældur geti verið falsanir auk þess sem margir velta því fyrir sér hvort um einstaklingsframtak leyni- þjónustumanna hafi verið að ræða. Sumir álíta að málið sé ekkert annað en þáttur í baráttu æsifréttablaða um lesendur þar sem beitt' sé til- búnum gögnum og virtist Clarke hallast að þeirri skýringu. Ihaldsþingmaðurinn Sir Teddy Taylor var ekki sáttur við þessi málalok á þingi. „Ég skil ekki hvers vegna ritstjórar og aðrir starfs- menn .. . eru ekki yfirheyrðir af lögreglunni til að hægt sé að ganga úr skugga um það hver hafi afhent þeim snældurnar, hver hafi komið hlerunarbúnaðinum og segulbandstækjunum fyr- ir," sagði hann. Shawcross lávarður, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, tekur undir og hvetur Clarke, sem er yfírmaður MI-5, til að hefjast handa og kanna málið því að Ijóst sé að hleranir hafi farið fram. Bandaríkjastjórn ákveður að leggja geimvarnir á hilluna „Stjörnustríðstámabuið" á enda Aspen vill í staðinn varnarkerfi gegn skammdrægum flaugum Washington. The Daily Telegraph. LES Aspin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, seg- ir að tekin hafi verið ákvörðun um að hætta við geim- varnaráætlunina, það er áform um að byggja upp varnarkerfi í geimnum gegn kjarnorkueldflaugaárás- um á Bandaríkin. Unnið hefur verið að þróun slíks varnarkerfis í tíu ár, að frumkvæði Ronalds Reagans fyrrum Bandaríkjaforseta og varið til þess sem svarar 2.000 milljörðum íslenskra króna. í staðinn ætla Bandaríkja- menn að þróa fram minna varn- arkerfi á jó'rðu niðri, sem myndi nýtast ef til árásar með skamm- drægum flaugum, s.s. Scud, kæmi. Er mun meiri hætta tal- inn vera á slíkri árás en allsherj- ar kjarnorkuárás með lang- drægum eldflaugum. Aspen seg- ir kjarnorkuvopnabúr Sovétríkj- anna fyrrverandi vera „getu- laust og úrelt". „Við stöndum nú á ákveðnum tímamótum, nefnilega endalok- um stjörnustríðstímabilsins," sagði Aspen. Enn hætta á kjarnorkustríði Hann sagði þó kjarnorkuógn- ina enn vera til staðar og því væri skynsamlegt að byggja upp minni varnarkerfí. Vill hann að varið verði um 250 milljörðum króna til að hefja þróunarstarf varðandi nýja kerfíð. Fylgi Clintons dalar SKÝRT var frá niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar CNN- sjónvarpsstöðvarinnar og dag- blaðsins USA Today í gær á stuðningi við Bill Clinton for- seta. Aðeins 45% Bandaríkja- manna eru nú ánægð með frammistöðu forsetans, 44% eru óánægð en 11% taka ekki afstöðu. Fyrir tæpum þrem vik- um voru samsvarandi tölur í könnun þessara fjöimiðla 55%, 37% og 8%. Rannsókn á geisladiska- verði BRESK stofnun, er fylgist með því að samkeppni ríki í verslun, ætlar að fara fram á rannsókn yfirvalda á verðlagningu selj- enda geisladiska. Er ætlunin að ganga úr skugga um það hvort verði sé haldið óeðlilega háu með samráði seljenda. Harðlínumað- ur styður Jeltsín NIKOLAJ Rýabov, annar vara- forseti Æðsta ráðsins rússn- eska, hvatti í gær þingfulltrúa til að styðja tillögu Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta um sérstaka samkundu fulltrúa allra héraða landsins þar sem samþykkt verði ný stjórnar- skrá. Fram til þessa hefur Rý- abov verið náinn bandamaður helsta leiðtoga harðlínuaflanna, Rúslans Khasbúlatovs þingfor- seta. Khasbúlatov telur að þingið eitt hafí rétt til að sam- þykkja stjórnarskrá. 50 farast í námuslysi VITAÐ er að 50 fórust í gær í mannskæðasta námuslysi í Suður-Afríku það sem af er árinu en það varð í kolanámu um 120 km austan við Jóhann- esarborg. Óttast var að þrír menn að auki, sem voru í nám- unni, hefðu látist en lík þeirra höfðu ekki fundist er síðast fréttist. Að jafnaði farast milli 600 og 900 námumenn í land- inu á hverju ári. Fimm stjörnu salerni? KÍNVERJAR reyna ákaft að tryggja að Peking fái að halda Ólympíuleikana árið 2000. Frammámenn Hongkou-Ieik- vangsins í Sjanghæ hafa látið innrétta fyrirmennasal leik- vangsins upp á nýtt, allur að- búnaður er nú eins og á fimm stjörnu hóteli, einnig baðher- bergin. „Þau hafa bæði heitt og kalt vatn," sagði embættis- maður á staðnum. Prófkjör í Finnlandi MARTTI Ahtisaari, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, og Kalevi Sorsa, fyrrverandi forsætisráðherra, eru helstu keppinautar á morgun í próf- kjöri finnskra jafnaðarmanna fyrir forsetakjörið á næsta ári. Frambjóðandi Miðflokksins verður Paavo Vayrynen utan- ríkisráðherra, hægrimenn tefla fram Raimo llaskivi, fyrrver- andi borgarstjóra Helsinki. í gær sagðist Elisabet Rehn varnarmálaráðherra ætla að bjóða sig fram en hún er í Sænska þjóðarflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.