Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 21 Reuter. Thatcher í Hong Kong MARGARET Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, er nú stödd í þriggja daga einkaheimsókn í Hong Kong og sést hún hér ásamt Chris Patten ríkisstjóra Hong Kong, sem eitt sinn var ráðherra í ríkisstjórn hennar. Samkomulag í vinnudeilunni í Þýskalandi Áformum um aðjaína launa- mun frestað Dresden. Reuter. SAMKOMULAG tókst í gær í deilu stéttarfélagsins IG Metall og vinnuveitenda í stál- og verksmiðjuiðnaði í austur- hluta Þýskalands. Hafði þá verkfall þúsunda starfsmanna í Saxlandi og Brandenburg staðið í tólf daga og var verk- fallið í þann mund að fara að breiðast út um allan austur- hlutann. í samkomulaginu felst að áformum um að jafna kauplag í austur- og vesturhluta landsins er frestað til ársins 1996 en veru- legar kauphækkanir, allt að 26%, koma samt til framkvæmda strax á þessu ári. Þá náðist samkomulag um að þau fyrirtæki, sem ættu í miklum fjárhagslegum erfiðleik- um, fengju að greiða lægri laun, en samningar segðu til um. Sársaukafull málamiðlun „Við höfum teygt okkur eins langt og við getum til að fallast á kröfur verkalýðsfélaganna,“ sagði Hans Peter Mtinter, aðal- samningamaður vinnuveitenda. Kallaði hann samkomulagið „sárs- aukafulla málamiðlun“. Franz Steinktihler, forseti IG Metall, lýsti hins vegar yfír sigri í deilunni. „IG Metall hefur tekist að stöðva áform vinnuveitenda um að breyta iaunastefn- unni . . . Hið gífurlega viðnám verkfallsmanna í austurhluta Þýskalands og þær miklu fórnir sem þeir færðu, hefur borgað sig,“ sagði Steinktihler og bætti við að hann vonaðist til að vinnuveitend- um hefði verið veitt ærleg ráðn- ing, sem þeir myndu ekki gleyma. Ef samkomulagið verður sam- þykkt af verkalýðsfélögunum mun verkfallinu, sem allt að 40 þúsund ma'nns hafa tekið þátt í, ljúka opinberlega á miðvikudag. Knattspyman sam- einar gamla fjendur Beirút. Reuter. ÞEIM SEM standa fyrir heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu hefur tekist það sem fjölmörgum stjórnmálaskör- ungum tókst ekki þrátt fyrir hverja ráðstefnuna á fætur annarri - að sameina líbönsku þjóðina. Nú þegar verið er að endurreisa landið eftir 15 ára borgarastyijöld hafa hinir fornu fjendur, kristnir menn og múslimar, sameinast í stuðningi við landslið Líbanons í knattspyrnu. Fyrsta umferð D- riðils undankeppninnar í Asíu hófst í Beirút á laugardag og stendur í viku. Þar keppa landslið Bahrains, Hong Kongs, Indlands og Suður-Kóreu, auk Líbanons. „Engin af tilraunum arabaríkja og Vesturveldanna til að sameina Líbani heppnaðist eins og í heims- meistarakeppninni nú,“ segir Farouk Bouzo, fyrrverandi here- höfðingi frá Sýrlandi sem hefur éftirlit með mótinu fyrir hönd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. „Þetta er miklu betra en pólitísk ráðstefna. Knattspyrnan hefur orðið til þess að fólk getur fyrirgefið óvinum sínum í stríð- inu.“ Knattspyrnuáhugamenn frá kristna hlutanum í Beirút og frá múslimska hlutanum hafa flykkst á Buij Hammoud-knattspyrnu- leikvanginn í borginni með andlit- in máluð í fánalitum Líbanons. Þeir sungu og börðu án afláts þótt líbanska landsliðið tapaði þremur fyrstu leikjunum. Fyrirmyndarhegðun Hegðun áfhorfendanna hefur þótt til fyrirmyndar. Áður kom fyrir að mörkum var svarað með vélbyssuskothríð þannig að um- skiptin hafa komið á óvart. „Áð- ur, þegar landsliðið spilaði, voru stuðningsmenn þess vanir að söngla nöfn þeirra félagsliða sem þeir héldu með. Núna hvetja allir sama liðið,“ segir Emilio Nehme, gamall íþróttafréttamaður út- varpsstöðvar í Beirút. „Þetta er eina sameiningartáknið sem við höfum haft til þessa.“ Engin umferð hefur verið á götum Beirút-borgar þegar sýnt hefur verið beint frá leikjum lí- banska landsliðsins. Sölumenn hafa rifist við viðskiptavini sína um leikaðferð liðsins og mikil sala hefur verið á dagblöðum sem gef- in eru út í tilefni af keppninni. „Sannkallað knattspyrnuæði hef- ur gripið um sig hér í Líbanon,“ segir Rahif Alameh, fram- kvæmdastjóri knattspyrnusam- bands landsins. Leikvangurinn var áður skriðdrekageymsla Rafik Hariri forsætisráðherra segir að knattspyrnumótið sé sönnun þess að friður sé loksins kominn á í Líbanon. Myndir af forsætisráðherranum eru á aðal- inngangi knattspyrnuleikvangs- ins og á ljósastaurum í grennd- inni þótt hann sé múslimi og leik- vangurinn sé á svæði kristinna manna í Beirút. Hariri, sem er auðugur kaupsýslumaður og hef- ur verið í vinfengi við konunginn í Saudi-Arabíu, gaf sjálfur helm- inginn af því fjármagni sem notað var til að endurreisa leikvanginn. í stríðinu notuðu hersveitir krist- inna manna leikvanginn sem geymslustað fyrir skriðdreka sína. ÆiT Bólstrunin er samsett af mörgum lögum úr mismunandi náttúrulegum efnum, svo sem ull og bómull, einnig eggjabakkalöguðum svampefnum. 2. STUÐNINGUR Fjaðrakerfið er þannig upp byggt, að það gefur öllum líkamanum mátulegan stuðning. Sealy dýnurnar eru með sjálfstæðri fjöðrun. 3. ENDING Undirdýnan er sérstaklega hönnuð til að fjaðra með efri dýnunni og tryggja þannig langa endingu á rúminu. Sérstök álagsstyrking er á öllum hornum. Sealy er langstœrsti dýnuframleiðandinn í Bandaríkjunum, með 21% markaðshlutdeild skv. Furniture Today. Við bjóðum upp á marga mismunandi verðflokka af dýnum frá Sealy, með mismunandi stífleika og mismunandi endingu, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Sealy gceðadýnan tryggir þér góðan nœtursvefn án bakverkja að morgni. Marco húsgagnaveislun Langholtsvegi 111 Sími 91-680 690. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.