Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 23
Sí*M JAM MORGUNB IMAO'IA.l íUSAjaiijnpiioí/ ÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 a unga reist jrum þrotabús EG Þegar haft er í huga að kaupverð togaranna hljóðar upp á 721 milljón króna, og Ósvör hefur gert tilboð í frystihúsið upp á 78 milljónir króna, má ljóst vera að fjársterkir aðilar verða að koma inn í félagið til þess að möguleiki sé á að heimamenn ráði við þetta 800 milljóna króna dæmi. Raunar telja margir fyrir vest- an að það sé sjálfsögð og eðlileg skylda þessara sjóða að leggja sitt af mörkum til þess að viðunandi at- vinnustig geti haldist í bæjarfélag- inu. Aðeins þannig geti Bolvíkingar sjálfir unnið sig út úr þeim atvinnu- og afkomuvanda sem nú hrjáir þessa góðu verstöð. Forkaupsréttur gíldir ekki við uppboð Bolvíkingar hafa fjórar vikur frá því ákvörðun er tekin um að neyta forkaupsréttar til þess að semja við . á' ': ** „ i »1111 *1BIBÍB OA( RKJN SíWfeiíiíSÍ: . , u og Heiðrúnu áfram í byggðarlaginu. veðkröfuhafa. Ef þeir samningar takast munu forsvarsmenn Ósvarar og bæjarstjórn Bolungarvíkur leggja niður fyrir sér með hvaða hætti afla og fiskiskipum verður ráðstafað í samráði við aðra útgerðaraðila í Bolungarvík og/eða í nærliggjandi sveitarfélögum fyrir vestan til þess að rekstrardæmið verði viðráðanlegt, samkvæmt því sem Ólafur Kristjáns- son segir. Hafni kröfuhafar á hinn bóginn samningum við heimamenn, sem skýrist ekki fyrr en að einhverjum vikum liðnum, þá verða eigur þrota- bús EG einfaldlega boðnar upp. Fari svo, þá nýtur forkaupsréttar bæjar- félagsins á togurunum ekki lengur við. Þessu gera heimamenn sér fulla grein fyrir og telja því miklu til fórn- andi og mikið á sig leggjandi til að tryggja megi áframhaldandi veru skipanna og kvótans í byggðarlag- inu. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld SONGVAKEPPNI evrópskra sjón- varpsstöðya fer fram í Millstreet á Suður-írlandi í kvöld og hefst bein útsending frá keppninni í Rikissjónvarpinu kl. 19. Áætlað er að um milljarður sjónvarpsá- horfenda verði við skjáinn þegar stóra stundin rennur upp. Ingibjörg Stefánsdóttir mun syngja lag íslands í keppninni, Þá veistu svarið. Keppn- in legst vel í hana og sagði hún í samtali við Morgunblaðið að hún væri laus við taugaóstyrk og hlakkaði til keppninnar. Lagið, sem er eftir Jon Kjell Seljeseth, hefur tekið nokkrum stakkaskiptum og mun Gunnar Smári Helgason aðstoða við hljóð- blöndun ytra. Mikil vinna hefur verið lögð í lokaæfíngar. Hér með fylgir tafla fyrir fólk að fylla út stigagjöf hjá dómnefndum einstakra þátttökulanda. Aheyrnarfulltrúi Islands um niðurstöðu hvalafundarins í Japan Staðfesti réttmæti úr- sagnar okkar í fyrra GUÐMUNDUR Eiríksson, þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins og áheyrnarfulltrúi íslands á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem lauk í Kyoto í Japan í gær, segir að fátt hafi komíð á óvart á fundinum. Hann segir að niður- staða fundarins, þar sem hafnað var úthlutun hrefnuveiðik- vóta til Japana og Norðmanna, staðfesti það að íslendingar hefðu gert rétt í því að ganga úr ráðinu í fyrra. Ekkert hefði þýtt að fara að ráðleggingum þeirra sem vildu bíða í eitt ár með úrsögn. A fundinum var samþykkt tillaga Norður- landanna þar sem aðildarríkin eru hvött tíl að minnka hættu á mengun hafsins frá landstöðvum. Guðmundur sagði að ný stefna Bandaríkjamanna, að skipta sér ekki af neinu nema með því að greiða atkvæði á móti veiðikvót- um, hefði sett ákveðinn svip á fundinn. Bandaríkjamenn hefðu undanfarin tvö ár verið að reyna að miðla málum en með nýrri sendinefnd þeirra væri enginn að reyna að brúa bilið milli fylking- anna. Liklegt að Norðmenn minnki kvótann Guðmundur sagðist engu vilja spá um næstu skref Norðmanna og Japana eða mögulega úrsögn þeirra. Hann vakti athygli á því að þessar þjóðir væru með aðra stöðu en íslendingar vegna þess að þær hefðu mótmælt hvalveiði- banni ráðsins og gætu veitt þó þær væru áfram í ráðinu. Hann sagði að fulltrúar beggja þjóðanna hefðu lýst því yfir að þær myndu meta stöðuna eftir fundinn. Sagði Guðmundur að Norðmenn sæu að þeir fengju ekki samþykktar neinar veiði- heimildir í bráð, og gerðu sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum veiðanna. Þeir stæðu nú frammi fyrir því að ákveða kvótann og sagðist hann telja líklegt að þeir myndu minnka hann eitthvað frá því sem áður hefur verið talað um. Dregiðverðiúrhættuá mengun Norðurlöndin, það er að segja þau sem eru í ráðinu, fengu sam- þykkta ályktun þar sem aðildar- ríkin eru hvött til að draga úr hættunni á mengun hafsins frá landstöðvum. Þó Guðmundur hafi aðeins verið áheyrnarfulltrúi að- stoðaði hann við gerð tillögunnar og yann að framgangi hennar. í ályktuninni er að sögn Guð- mundar vísað til þess að á um- hverfisráðstefnunni í Ríó hafí öll ríki skuldbundið sig til að vernda og nýta skynsamlega allar lifandi auðlindir hafsins. Hætta væri vegna mengunar og í Ríó hefðu ríkin lýst því yfir að þau myndu gera eitthvað í því. Þá sagði Guð- mundur að í þessari ályktun hval- veiðiráðsins væru aðildarríkin hvött til að draga úr þeirri meng- unarhættu sem nú væri til staðar og minnka hættuna á mengun hafsins í framtíðinni. Guðmundur sagði að ályktunin hefði verið samþykkt án þess að til atkvæðagreiðslu þyrfti að koma. Hann sagði að Bretar hefðu þó beðið Norðmenn um að draga tillöguna til baka og þannig opin- berað veikleika sína í málinu^. „Við höfum haldið því fram að þau ríki sem gagnrýna mest hvalastefnu okkar, þ.e. Bretland og Bandaríkin, séu mestu meng- unarvaldar heims hvað varðar mengun frá landstöðyum og þótt slæmt að þau sneru sér ekki meir að þeim málum. í samtölum við bandarísk blöð hér á ráðstefnunni notaði ég tækifærið til að koma þeim skilaboðum til stjórnvalda í Bandaríkjunum að þau ættu að snúa sér að þessum alvarlegu mengunarvandamálum og sinn^ þeim jafn vel og hvalamálinu. Ég sagði að það væri synd að eyða 6 milljónum dollara í svona ráð- stefnu sem gerði ekki neitt, nær væri að nota peningana í brýnni verkefni, til dæmis til að halda ráðstefnu um mengun hafsins," sagði Guðmundur Eiríksson. "h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.