Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 23

Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bjöin Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Bj örgnnaraðg’erð bæjarútgerð - ríkisútgerð? Bæjarútgerðir voru algengt fyrirbæri fyrr á öldinni. Fyrir nokkrum árum leit hins vegar út fyrir að þær væru að líða undir lok, enda höfðu menn vonda reynslu af slíku rekstrar- formi í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Pólitísk stjómun á útgerðarfyrirtækjum leiddi oft til þess að önnur sjónarmið en þau, sem sneru að hagkvæmni og hagnaði í rekstri, urðu ráðandi. Bæjarútgerðimar juku þess vegna skuldabyrði sveitarfélaga, sem oft var nógu þung fyrir. Kunnasta dæmið um bæjarút- gerð, sem mikið fé var greitt með úr sameiginlegum sjóði borgaranna en síðan varð að arð- vænlegu og stöndugu fyrirtæki, er eflaust Bæjarútgerð Reykja- víkur. Borgarbúar greiddu 160-170 milljónir króna með rekstrinum á ári hverju á meðan fyrirtækið var í opinbemm rekstri. Nú skilar einkafyrirtækið Grandi hf., arftaki BÚR og ís- bjamarins hf., hins vegar að jafn- aði góðum arði og er atvinnulíf- inu lyftistöng, í stað þess að vera baggi á skattgreiðendum í Reykjavík. Undanfarin þrjú eða fjögur ár hefur þátttaka bæjarfélaga í fiskvinnslu og útgerð hins vegar færzt í vöxt á ný. Bæjarstjórnir hafa verið undir miklum þrýst- ingi að hlaupa undir bagga þegar illa hefur gengið hjá sjávarút- vegsfyrirtækjum, átt hefur að selja skip úr byggðarlaginu eða þegar til gjaldþrots hefur komið hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Björgunaraðgerðir sveitarfélag- anna hafa verið með ýmsum hætti. í fyrsta lagi hafa sveitar- félögin gengizt í ábyrgðir fyrir viðkomandi fyrirtæki. I öðm lagi hafa þau tekið lán, sem þau hafa síðan endurlánað fyrirtækjum sem bankar hafa ekki viljað lána. í þriðja lagi hafa þau lagt fé í reksturinn með beinum hætti. Dæmin um þetta eru mörg. Nefna má Olafsvík, Höfn í Homafirði og Patreksfjörð. í Grindavík hefur bæjarfélagið boðið i annan togara Bolvíkinga og sama er að segja um hlutafé- lag með þátttöku bæjarsjóðs Hafnfirðinga. Bolungarvíkur- bær, sem lagði fyrir tveimur ámm stórfé í Græði hf., leitast hins vegar við að halda skipunum í byggðarlaginu með því að neyta forkaupsréttar síns, eins og frá er sagt í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu í dag. Komin er upp sú staða að bæjarfélögin í land- inu keppa um skip og kvóta. Það er skiljanlegt að þegar hætta er á að skip og kvóti hverfi úr byggðarlaginu, vilji sveitarstjómarmenn grípa til sinna ráða til að tryggja atvinnu og umsvif í heimabyggð. Kvóta- kerfið, sem komið hefur verið á, er oft miskunnarlaust gagnvart þeim, sem eiga allt sitt undir því að fiskur berist til vinnslu í byggðarlaginu. Hins vegar mælir margt gegn því að bæjarfélögin taki þátt í atvinnurekstri með þessum hætti. Eins og reynslan af bæjarútgerðunum sýndi, hefur opinbert eignarhald yfirleitt reynzt illa í atvinnurekstri. Þátt- taka bæjarfélaga í rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja er í raun aðeins annað form þeirrar millifærslu á fé frá skattgreiðendum til sjávar- útvegsins, sem átti sér stað með opinberum sjóðum ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar, Hlutafjársjóði og Atvinnutrygg- ingarsjóði. Sjóðaleiðin gekk ekki upp og ekki er líklegt að bæjarút- gerðaleiðin reynist betur. Annar ókostur við þátttöku bæjarfélaga í atvinnurekstri til að bjarga fyrirtækjum eða halda skipum í bæjarfélaginu er að með slíku er aðeins skammtímahags- munum einstakra byggðarlaga þjónað. Hagsmunir sjávarút- vegsins í heild, sem markast af bráðnauðsynlegri fækkun físki- skipa og samdrætti vinnslugetu með hagræðingu og sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja, verða útundan þegar þessi leið er farin. Hún þjónar aðeins þeim tilgangi að framlengja líf rekstrar, sem stendur ekki undir sér. Ekki er hægt að skella allri skuldinni á kvótakerfíð og segja að með ein- hveijum ráðum verði að koma í veg fyrir að kvótinn fari til ann- arra byggða. Kvótakerfið, þótt gallað sé, er ekki meginorsök rekstrarlegs vanda sjávarútvegs- ins. Loks er sú hætta fyrir hendi, sem vikið er að í fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag um ástand- ið á Bolungarvík: Illa stödd bæj- arfélög eru mörg hver að eyða um og yfir helmingi árlegra skatttekna sinna í sjávarútvegs: fyrirtæki, sem ekki ganga vel. I mörgum tilfellum kann það að vera tapað fé. Slík stefna getur leitt til þess að sveitarfélögin fari einfaldlega í þrot og verði að leita á náðir ríkisins. Og þá sitja landsmenn uppi með ríkisút- gerðir, sem fáum mun hugnast. Sjávarútvegurinn, sem undir- staða lífskjara á íslandi, hefur verið rekinn af þróttmiklu einka- framtaki. Þar sem opinberir aðil- ar hafa komið nærri, hefur yfír- leitt gengið illa. Bæjar- eða ríkis- útgerðir geta ekki verið lausnin. + AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Bjartsýni Bolvíkinga er vart á rökum reist Bæjarstjóm ákveður í dag að neyta forkaupsréttar á togurum þrotabús EG BJARTSÝNI Bolvíkinga í þá veru að heimamönnum takist að halda báðum toguruin þrotabús EG og fiskveiðiheimildum þeirra í Bolungarvík virðist ekki vera á rökum reist. Að vísu hefur söfnun hlutafjárloforða Ósvarar, hins nýja almenn- ingshlutafélags Bolvíkinga, gengið vonum framar, sem gæti gefið tilefni til aukinnar bjartsýni. Fjölmennur hluthafafund- ur Ósvarar, sem hefur 193 skráða hluthafa, ákvað síðastlið- inn sunnudag að auka hlutafé félagsins úr 5 milljónum króna í 80 milljónir króna, auk þess sem stjórn var veitt heimild til þess að auka hlutaféð síðar á árinu um aðrar 40 milljón- ir króna. Engu að síður er það mat manna að miklu meira þurfi til að koma til þess að tryggja megi að Bolvíkingum takist að halda báðum togurunum og frystihúsi þrotabúsins, sem Ósvör hefur boðið 78 milljónir króna í. Heimamenn meta undirtektir í hlutafjársöfnun á þann veg að líkur hafi aukist á því að samningar geti tekist við stærstu veðhafa þrotabúsins, en fram til þessa hefur ekki verið svo að skilja á helstu veðhöfum, sem eru Fiskveiðasjóður Islands, Lands- banki íslands og Atvinnutryggingadeild Byggðastofnunar, að samningar við Ósvör væru líkleg niðurstaða. á samtölum við stjómvöld né lána- stofnanir. Raunar er ekki þar með sagt að Bolvíkingar geti ekki tekið þessa ákvörðun náist samningar við veð- hafana á annað borð. Reynist það sveitarfélaginu og Ósvör síðan óger- legt að standa við sínar skuldbind- ingar, þá jer sveitarfélagið einfald- lega á hausinn og ríkið yfírtekur reksturinn. I upphafí kynni því að verða bæjarútgerð í Bolungarvík, sem breyttist síðar í ríkisútgerð, ef illa færi. Fyrir slíkri þróun eru til fordæmi hér á landi, samanber Hofs- ós á sínum tíma. Horft til Sparisjóðs og Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur Til þess að hafa raunverulega samningsstöðu gagnvart veðhöfum þrotabús EG er talið að Ósvör þyrfti að hafa 200 til 250 milljónir króna Þegar haft er í huga að kaupverð togaranna hljóðar upp á 721 milljón króna, og Ósvör hefur gert tilboð í frystihúsið upp á 78 milljónir króna, má ljóst vera að fjársterkir aðilar verða að koma inn í félagið til þess að möguleiki sé á að heimamenn ráði við þetta 800 milljóna króna dæmi. Raunar telja margir fyrir vest- an að það sé sjálfsögð og eðlileg skylda þessara sjóða að leggja sitt af mörkum til þess að viðunandi at- vinnustig geti haldist í bæjarfélag- inu. Aðeins þannig geti Bolvíkingar sjálfir unnið sig út úr þeim atvinnu- og afkomuvanda sem nú hijáir þessa góðu verstöð. Forkaupsréttur gildir ekki við uppboð Bolvíkingar hafa fíórar vikur frá því ákvörðun er tekin um að neyta forkaupsréttar til þess að semja við Bæjarstjóm Bolungarvíkur tekur á fundi sínum í dag afstöðu til til- lögu bæjarráðs á þann veg að bærinn neyti forkaupsréttar að togurum þrotabús EG og stefni að því að ganga inn í þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila í Grindavík og Hafnarfírði um kaup á togurunum. Líklegt er talið að bæjarstjómin sam- þykki tillögu bæjarráðsins. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, sagði í gær að hann ætti von á því að bæjarstjórnin myndi samþykkja að stefnt yrði að því að ganga inn í tilboðin frá Hafnarfirði og Grinda- vík, sem væru í sjálfu sér mjög ófull- komin tilboð. í kjölfarþess yrði geng- ið til samninga við veðkröfuhafa. Ólafur kveðst telja að Bolvíkingar hafi alveg sama bolmagn til þess að kaupa togarana og Hafnfirðingar og Grindvíkingar. Hér sé mestmegnis um yfirtöku á skuldum að ræða og Bolvíkingar ætli að safna auknu hlutafé og undirtektir hafí verið góð- ar. Tilboðin ófullkomin Tilboðin frá Hafnarfirði og Grindavík hljóða upp á yfírtöku skulda, þar sem tilboðsgjafar muni sjálfír semja við veðhafa. Ekki yrði um beinar útborganir að ræða, að því undanskildu að báðum aðilum væri skylt að greiða sjóveð. Á Dag- rúnu eru í kringum 18 milljónir króna í sjóveðum og eitthvað minni upphæð á Heiðrúnu. Þingmenn Vestfíarðakjördæmis munu eiga fund með bæjarstjóminni í Bolungarvík kl. 14 í dag og kveðst Ólafur vænta stuðnings þeirra og samstöðu að leysa þetta mál með Bolvíkingum. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, hefur sagt að hann leggi höfuð sitt að veði er hann stað- hæfi að bæjarstjóm Bolungarvíkur muni ákveða að neyta forkaupsréttar á togurum þrotabús EG, Dagrúnu og Heiðrúnu. Þrátt fyrir þessa yfír- lýsingu bæjarstjórans sjá helstu lán- ardrottnar EG ekki með hvaða hætti bæjarstjórnin ætlar að fjármagna þessi kaup á togurunum. Raunar telja þeir mun vænlegri kost að kauptilboði Hrannar hf. á ísafírði í Dagrúnu verði tekið og skipið verði í heimahöfn SENN ræðst hvort Bolvíkingum tekst að halda togurunum tveimur, Dagrúnu og Heiðrúnu áfram í byggðarlaginu. úrelt, en kvóta Dagrúnar verði dreift á önnur fískiskip á svæðinu, sem geti bætt við sig kvóta og skuldum. Slík tilhögun muni geta nýst Bolvík- ingum að hluta ef samningar yrðu um það gerðir að hluti aflans yrði lagður upp í Bolungarvík. Mikið í húfi Öllu erfiðara fínnst mönnum að koma auga á raunhæfa leið til þess að fjármagna kaup heimamanna á Heiðrúnu og frystihúsi þrotabús EG. Bæjarstjórinn virðist veðja á skilning lánastofnana og stjómvalda, þar sem óhemju mikið sé í húfí fyrir atvinnu- líf bæjarins. Það er ósköp skiljanlegt að slíkt viðhorf sé uppi í Bolungar- vík, en að sama skapi jafn ólíklegt að bæjarstjóranum og öðrum heima- mönnum verði að ósk sinni, sam- kvæmt því sem lánardrottnar og stjómvöld hafa sagt í samtölum við mig. Raunar er staðhæft að ákvörð- un bæjarstjómarinnar byggist hvorki í hlutafé að baki sér. Takist félaginu að afla þeirra 80 milljóna króna, sem ákveðið var að stefna að nú í vik- unni, og 40 milljóna síðar á árinu má vel vera að slíkur hugur verði kominn í heimamenn og granna þeirra á Vestfjörðum, að ákveðið verði að stefna að slíkri hlutafjár- söfnun og þegar Vestfírðingar eiga í hlut skyldi enginn afskrifa þann möguleika fyrirfram að það gæti tekist. Verði sú raunin, að öflugt almenn- ingshlutafélag rísi í Bolungarvík upp úr rústum þrotabús fjölskyldufyrir- tækisins Einar Guðfínnsson hf. þá gæti framtíðin allt eins brosað við Bolvíkingum á nýjan leik. En til þess að svo megi verða er Ijóst að einu öflugu fjármagnseigendumir í Bol- ungarvík, Sparisjóður Bolvíkinga og Lífeyrissjóður Bolungarvíkur, verða að koma að Ósvör, sem stórir og sterkir hluthafar með umtalsvert hlutafjárframlag. veðkröfuhafa. Ef þeir samningar takast munu forsvarsmenn Ósvarar og bæjarstjóm Bolungarvíkur leggja niður fyrir sér með hvaða hætti afla og fiskiskipum verður ráðstafað í samráði við aðra útgerðaraðila í Bolungarvík og/eða í nærliggjandi sveitarfélögum fyrir vestan til þess að rekstrardæmið verði viðráðanlegt, samkvæmt því sem Ólafur Kristjáns- son segir. Hafni kröfuhafar á hinn bóginn samningum við heimamenn, sem skýrist ekki fyrr en að einhveijum vikum liðnum, þá verða eigur þrota- bús EG einfaldlega boðnar upp. Fari svo, þá nýtur forkaupsréttar bæjar- félagsins á togurunum ekki lengur við. Þessu gera heimamenn sér fulla grein fyrir og telja því miklu til fórn- andi og mikið á sig Ieggjandi til að tfyggja meg> áframhaldandi veru skipanna og kvótans í byggðarlag- inu. + goþr i \t»' ó| s| U)AUMADU»\ ' vlll'lA.líUr'lDÍIOIf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 a 23 EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN J í Millstreet, írlandi, 15. maí 1993^ Land Heiti lags ^ f/ Ú /<yc? /í/ 'Zf/é é 74 $///< 7W4 é/M/MMM/% §/ Mþ/ /Æ w /«S Röð 1. Ítalía Sole d’Europa 2. Tyrkland Esmer Yarim 3. Þýskaland Viel zu weit 4. Sviss Moi, tout simplement 5. Danmörk Under stjernerne pá himlen 6. Grikkland Greece, Land of the light 7. Belgía lemand als Jij 8. Malta This Time 9. ÍSLAND Þá veistu svarið 10. Austurríki Maria Magdalena 11. Portúgal A Cidade Até Ser Dia 12. Frakkland Mamma Corsica 13. Svíþjóð Eloise 14. írland In your eyes 15. Lúxemborg Donne-moi une chance 16. Slóvenía Tih Dezeven Dan 17. Finnland Tule Luo 18. Bosnía-He. The pain of the whole world 19. Bretland Betterthe devil you know 20. Holland Vrede 21. Króatía Don’t ever cry 22. Spánn Hombres 23. Kýpur Mi Stamatas 24. ísrael Skiru 25. Noregur Alle minetankar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld SÖNGVAKEPPNI evrópskra sjón- varpsstöðva fer fram í Millstreet á Suður-írlandi í kvöld og hefst bein útsending frá keppninni í Rikissjónvarpinu kl. 19. Áætlað er að um milljarður sjónvarpsá- horfenda verði við skjáinn þegar stóra stundin rennur upp. Ingibjörg Stefánsdóttir mun syngja lag íslands í keppninni, Þá veistu svarið. Keppn- in legst vel í hana og sagði hún í samtali við Morgunblaðið að hún væri laus við taugaóstyrk og hlakkaði til keppninnar. Lagið, sem er eftir Jon Kjell Seljeseth, hefur tekið nokkrum stakkaskiptum og mun Gunnar Smári Helgason aðstoða við hljóð- blöndun ytra. Mikil vinna hefur verið lögð í lokaæfíngar. Hér með fylgir tafla fyrir fólk að fylla út stigagjöf hjá dómnefndum einstakra þátttökulanda. A > Aheyrnarfulltrúi Islands um niðurstöðu hvalafundarins í Japan Staðfesti réttmæti úr- sagnar okkar í fyrra GUÐMUNDUR Eiríksson, þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins og áheyrnarfulltrúi íslands á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem lauk í Kyoto í Japan í gær, segir að fátt hafi komið á óvart á fundinum. Hann segir að niður- staða fundarins, þar sem hafnað var úthlutun hrefnuveiðik- vóta til Japana og Norðmanna, staðfesti það að íslendingar hefðu gert rétt I því að ganga úr ráðinu í fyrra. Ekkert hefði þýtt að fara að ráðleggingum þeirra sem vildu bíða í eitt ár með úrsögn. A fundinum var samþykkt tillaga Norður- landanna þar sem aðildarríkin eru hvött til að minnka hættu á mengun hafsins frá landstöðvum. Guðmundur sagði að ný stefna Bandaríkjamanna, að skipta sér ekki af neinu nema með því að greiða atkvæði á móti veiðikvót- um, hefði sett ákveðinn svip á fundinn. Bandaríkjamenn hefðu undanfarin tvö ár verið að reyna að miðla málum en með nýrri sendinefnd þeirra væri enginn að reyna að brúa bilið milli fylking- anna. Líklegt að Norðmenn minnki kvótann Guðmundur sagðist engu vilja spá um næstu skref Norðmanna og Japana eða mögulega úrsögn þeirra. Hann vakti athygli á því að þessar þjóðir væru með aðra stöðu en íslendingar vegna þess að þær hefðu mótmælt hvalveiði- banni ráðsins og gætu veitt þó þær væru áfram í ráðinu. Hann sagði að fulltrúar beggja þjóðanna hefðu lýst því yfír að þær myndu meta stöðuna eftir fundinn. Sagði Guðmundur að Norðmenn sæu að þeir fengju ekki samþykktar neinar veiði- heimildir í bráð, og gerðu sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum veiðanna. Þeir stæðu nú frammi fyrir því að ákveða kvótann og sagðist hann telja líklegt að þeir myndu minnka hann eitthvað frá því sem áður hefur verið talað um. Dregið verði úr hættu á mengun Norðurlöndin, það er að segja þau sem eru í ráðinu, fengu sam- þykkta ályktun þar sem aðildar- ríkin eru hvött til að draga úr hættunni á mengun hafsins frá landstöðvum. Þó Guðmundur hafí aðeins verið áheyrnarfulltrúi að- stoðaði hann við gerð tillögunnar og vann að framgangi hennar. í ályktuninni er að sögn Guð- mundar vísað til þess að á um- hverfisráðstefnunni í Ríó hafí öll ríki skuldbundið sig til að vernda og nýta skynsamlega allar lifandi auðlindir hafsins. Hætta væri vegna mengunar og í Ríó hefðu ríkin lýst því yfír að þau myndu gera eitthvað í því. Þá sagði Guð- mundur að í þessari ályktun hval- veiðiráðsins væru aðildarríkin hvött til að draga úr þeirri meng- unarhættu sem nú væri til staðar og minnka hættuna á mengun hafsins í framtíðinni. Guðmundur sagði að ályktunin hefði verið samþykkt án þess að til atkvæðagreiðslu þyrfti að koma. Hann sagði að Bretar hefðu þó beðið Norðmenn um að draga tillöguna til baka og þannig opin- berað veikleika sína í málinu^ „Við höfum haldið því fram að þau ríki sem gagnrýna mest hvalastefnu okkar, þ.e. Bretland og Bandaríkin, séu mestu meng- unarvaldar heims hvað varðar mengun frá landstöðvum og þótt slæmt að þau sneni sér ekki meir að þeim málum. í samtölum við bandarísk blöð hér á ráðstefnunni notaði ég tækifærið til að koma þeim skilaboðum til stjórnvalda í Bandaríkjunum að þau ættu að snúa sér að þessum alvarlegu mengunarvandamálum og sinns^ þeim jafn vel og hvalamálinu. Ég sagði að það væri synd að eyða 6 milljónum dollara í svona ráð- stefnu sem gerði ekki neitt, nær væri að nota peningana í brýnni verkefni, til dæmis til að halda ráðstefnu um mengun hafsins,“ sagði Guðmundur Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.