Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 24

Morgunblaðið - 15.05.1993, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 Amnestyfor- dæmir aftöku í Baudaríkjunum AMNESTY International fordæmir sterklega aftöku Leon- els Herrera, sem fram fór í sl. miðvikudag í Texas. Þrátt fyrir að ný sönnunargögn, sem bentu til samleysis hans hafi komið fram, voru þau aldrei birt fyrir dómstóli, segir í fréttatilkynningu frá íslandsdeild Amnestys. í bréfum til fylkisstjórnarinnar í því yfir að yrði hann tekinn af lífi Texas, Ann Richards og náðunar- nefndarinnar í Texas (Texas Board of Pardons and Paroles) sem Amn- 'esty Intemational sendi í apríl lýstu samtökin yfir eftirfarandi: „Það væri í hæsta máta ósanngjamt að taka Leonel Herrera af lífi meðan þessi hluti máls hans er ekki til lykta leidd- ur.“ Leonel Herrera var dæmdur fyrir að hafa orðið lögreglumanni að bana árið 1981. Á síðasta ári fundu lög- fræðingar hans ný sönnunargögn sem bentu til þess að bróðir hans, sem lést árið 1984, hafi framið morð- ið. í lögum Texas er þess hins vegar krafist að ný sönnunargögn séu lögð fram innan 30 daga frá sakfellingu. Leonel Herrera áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar Bandaríkjanna og lýsti myndi það stríða gegn stjómarskrá landsins. I úrskurði Hagstaréttar, sem birtur var í janúar sl., var beiðni hans um endúrupptöku málsins hafn- að með 6 atkvæðum gegn 3. Aldrei hefur nokkur verið náðaður eftir að hafa hlotið dauðarefsingar- dóm frá því dauðarefsing var endur- innleidd í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. í Texas hafa farið fram 57 aftökur undir núverandi lögum. Þetta em fleiri aftökur en í nokkm öðm fylki landsins. Amnesty Inter- national hefur af því áhyggjur að vonlaust sé að fá náðun eftir dauða- dóm í Texas, jafnvel í tilfellum þegar hægt yrði að sanna sakleysi hins dæmda. (Fréttatilkynning) ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. maí 1993 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.329 'A hjónalífeyrir 11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 22.684 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 23.320 Heimilisuppbót 7.711 Sérstök heimilisuppbót 5.304 Barnalífeyrir v/1 barns 10.300 Meðlag v/1 barns 10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 1.000 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 5.000 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri ... 10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða 15.448 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða 11.583 Fullur ekkjulífeyrir 12.329 Dánarbæturí8ár(v/slysa) 15.448 Fæðingarstyrkur 25.090 Vasapeningarvistmanna 10.170 Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.170 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.052,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 526,20 Sjúkradagpeningarfyrir hvert barn á framfæri 142,80 Slysadagpeningareinstaklings 665,70 Slysadagpeningarfyrir hvert barn áframfæri .. 142,80 Olíuverð á Rotterdam-markaði, 3. mars til 12. maí ÞOTUELDSNEYTI, dollarar/tonn 189,0/ . 187,5 175- 150 — 5-H----1---1---1--1----1---1---1----1---1—h 5.M 12. 19. 26. 2.A 9. 16. 23. 30. 7.M Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Ný blómaverslun í Þorlákshöfn NÝLEGA var opnuð í Þorlákshöfn blóma- og gjafavöruverslun sem ber nafnið Sjafnarblóm. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Sjöfn Halldórsdótt- ir og Eyvindur Erlendsson frá Hátúni í Ölfusi. Þau eiga aðra blómaverslun á Selfossi sem opnuð var í október í fyrra. Heimir Eyvindsson sonur þeirra mun ásamt Sólrúnu Auðu Katárínusardóttur sjá um verslunina í Þorláks- höfn. J.H.S. Morgunblaðið/Árni Helgason Minnisvarði LIKAN af minnisvarðanum A heimleið eftir listamanninn Grím Marinó. Minnisvarði um látna sjómenn Stykkishólmi. ÞAÐ eru nokkur ár liðin síðan umræða hófst í Hólminum um hversu vel það væri við hæfi að reisa minnisvarða um látna sjómenn því hér hafa margir sjómenn varið ævi sinni sem nú eru látnir. Á sjómannadeginum hefur þetta aftur og aftur verið ámálgað og nú er svo komið að búið er að gera líkan af slíku minnismerki. Þá má geta þess að nú hefur ver- ið valinn staður þessum minnis- varða og er þá á svonefndu Flæði- skeri hér við höfnina. Listaverkið sem þar mun koma heitir Á heimleið og er eftir Grím Marinó. Það er seglbátur úr ryðfr- íu og sýruheldu stáli og verður smíðað í Vélsmiðjunni Orra í Mos- fellsbæ. Efnið í seglbátinn er kom- ið til landsins og nú er söfnun í gangi til að greiða kröfuna úr tolli. Sjómannadagurinn í ár verður tileinkaður fjáröflun til þessa minnismerkis og meðal fjáröflun- ar er ákveðið að efna til happ- drættis og hefur nefndinni sem að þessu vinnur borist fjölmargir góðir vinningar til að keppa um og allir gefins. Þá má geta þess að Verkalýðsfélag Stykkishólms hefur þegar gefið til minnismerk- isins 75 þúsund kr. Nefndina sem sér um fjársöfn- unina og að hrinda verkinu í frarn- kvæmd skipa Guðrún Marta Ár- sælsdóttir, Sigurborg Leifsdóttir og' Guðbrandur Björgvinsson. Reynt verður að koma minnis- merkinu upp í sumar. - Árni. Lánasj .ísl.námsmanna Nemendur beggja deilda Samvinnuhá- skólans fá lán STJÓRN Lánasjóðs ísl. náms- manna hefur ákveðið að nemend- ur í frumgreinadeild Samvinnuhá- skólans á Bifröst fái áfram lán frá LIN. Þar með verða báðar deildir Samvinnuháskólans framvegis lánshæfar, en auk frumgreina- deildar býður skólinn upp á tveggja ára rekstrarfræðanám á háskólastigi. í frumgreinadeild Samvinnuhá- skólans fá inngöngu þeir sem hafa lokið lánshæfu sérskólanámi, þ.e. námi í iðnskólum, stýrimannaskól- um, vélskólum og Fiskvinnsluskól- anum. Einnig þeir sem hafa lokið öðru lánshæfu námi samkvæmt 20 ára reglu s.s. í bændaskólum, Hótel- og veitingaskólanum og Garðyrkju- skólanum. Forgang við inngöngu njóta þeir sem hafa aflað sér starfs- reynslu í atvinnulífinu. Þar sem ákvörðun stjórnar LÍN hefur skýrt forsendur fyrir umsókn- um I Samvinnuháskólann, verður áfram tekið við umsóknum í skólann. Opið hús verður í Samvinnuháskó- lanum þann 23. maí nk. þar sem umsækjendur og aðrir geta kynnt sér starfsemi og aðstöðu skólans. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ Áfyllingar þjónusta í BodyShop VIÐSKIPTAVINIR alþjóðu versi- unarkeðjunnar Body Shop geta komið með hreina og þurra brúsa frá Body Shop og fengið áfyllingu á þá með sömu vöru og var fyrir í honum með 20% afslætti. Body Shop hefur lagt áherslu end- urnýtingu, endurnotkun og end- urvinnslu. Verslunarkeðjan hefur um langt skeið lagt áherslu á mikilvægi hreins umhverfis og beitt sér fyrir kynningu á umhverfismálum með margvíslegum hætti. Einfaldar og hentugar umbúðir, sem eru end- urnýtanlegar einkenna vörur fyrir- tækisins. (Úr fréttatilkynningu) Ályktun viðskipta- og neytendanefndar Sjálfstæðisflokksins Opna þarf fyrir samkeppni að utan Á FUNDI viðskipta- og neytenda- nefndar Sjálfstæðisflokksins 11. maí sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Viðskipta- og neytendanefnd Sjálfstæðisfiokksins skorar á hæstv- irta ríkisstjórn og þingmenn flokks- ins vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur um breytingu á búvörulögum að beita sér fyrir framgangi eðlilegra viðskiptahátta þannig að eðlileg sam- keppni iðnaðarvara sem nota land- búnaðarafurðir, fái notið sín. Verðjöfnunarkerfið hefur tryggt að innlendir framleiðendur iðnaðar- vara hafa keppt á jafnréttisgrunni við erlenda framleiðendur hvað varð- ar hráefnisverð á landbúnaðarafurð- um. EES-samningurinn tryggir .að svo verði áfram. Forræði verðjöfnun- arkerfisins hefur verið í höndum fjár- málaráðuneytisins í samræmi við lög um tolla. Engar lagalegar eða ha- grænar forsendur eru til að breyta ’ þessu fyrirkomulagi og fráleitt að auka völd landbúnaðarins á þessu sviði. Til að ná fram bættum lífskjörum er nauðsynlegt að Ieita allra leiða við að ná árangri í hagræðingu í ís- lenskum þjóðarbúskap og er EES- samningurinn mikilvægt skref í þá átt. Ef ná á fram aukinni hagsæld neytenda og innlendra framleiðenda, bænda sem annarra, verður að opna fyrir erlenda samkeppni við innlenda framleiðendur, byggðri á jafnréttis- grunni og stuðla þannig að lækkuðu vöruverði og hagræðingu í rekstri. Hátt verðlag innlendra landbúnaðar- vara má rekja til mikils milliliða- kostnaðar, á kostnað bænda og neyt- enda. Nefndin skorar á sjálfstæðismenn í forystu flokksins að standa vörð um stefnu flokksins, hagsmuni neyt- enda og eðlilega samkeppnisstöðu GENGISSKRÁNING Nr. 90. 14. maí 1993. Kr. Kr. Toll- Eln.kl.9.16 Kaup Sala Gengl Dollari 63,4000,0 63,54000 62,97000 Sterlp. 97,05600 97,27000 98,95700 Kan. dollari 49.89200 50,00200 49,32100 Dönskkr. 10,22020 10,24280 10,26090 Norsk kr. 9,26830 9,28880 9,35450 Sænsk kr. 8,62680 8,64590 8,62690 Finn. mark 11,41990 11,44510 11,58480 Fr. franki 11,68020 11,70600 11,70610 Belg.franki 1,91710 1,92140 1,91980 Sv. franki 43.63390 43,73020 43,82500 Holl. gýllini , 35,12270 35,20030 35,14440 Þýskt mark 39.42300 39,51000 39,49820 it. lira 0,04273 0,04282 0,04245 Austurr. sch. 5,60440 5,61680 5,61360 Port. escucfo 0,40980 0,41070 0,42740 Sp. peseti 0.51760 0,51880 0,54090 Jap. jen 0,56950 0,67076 0,56299 irskt pund 95,76600 95,97700 96.33200 SDR (Sérst.) 89,45870 89,65620 89,21530 ECU, evr.m 76,89470 77,06450 77.24530 Tollgengi fyrir maí er sölugengi 28. april. Sjálfvirkur simsvari gengisskráningar er 623270

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.