Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 *2 25 Full samstaða á Þjóðminjasafni ÞJÓÐMINJARÁÐ, sem fer með yfirstjórn Þjóðmiiyasafns ís- lands, kom saman til sérstaks fundar í hádeginu fimmtudaginn 13. maí sl., til að ræða frétt á útvarpsstöðinni Bylgjunni degin- um áður, þar sem staðhæft var að starfsmenn Þjóðminjasafns væru óánægðir með vinnubrögð þjóðminjavarðar í sambandi við fyrirhugaða nýbyggingu safnsins á háskólasvæðinu. Á fréttinni mátti einnig skilja að óeining væri meðal starfsmanna um þau áform sem uppi eru í húsnæðismálum safnsins. Fram kom á fundinum að frétt aráðs heilshugar. þessi er tilhæfulaus uppspuni og lýsti fullskipað þjóðminjaráð einróma yfir stuðningi við störf Guðmundar Magnússonar þjóðminjavarðar að húsnæðis- og byggingarmálum Þjóð- minjasafns. Lilja Árnadóttir safn- stjóri sat fund þjóðminjaráðs og bók- aði að hún styddi ályktun þjóðminj- Starfsmenn Þjóðminjasafns Is- lands komu saman tíl almenns fund- ar síðdegis fimmtudaginn 13. maí og samþykktu þar samhljóða að vísa frétt Bylgjunnar á bug og lýstu jafn- framt yfir fullum stuðningi við álykt- un þjóðminjaráðs. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Silli Finnur Kristjánsson við bréfasafn Helga Benediktssonar. Safnahúsið hefur margt að gey ma Húsavík. SAFNI - blað Safnahússins á Húsavík er nú nýútkomið í 13. sinn en það hefur að geyma upplýsingar um starf og þróun safnamála í Þingeyjarsýslu á liðnu ári og er þar margt fróð- legt að finna. Safnahúsið á Húsavík og byggða- safnið að Grenjaðarstað eru undir sömu stjórn. Byggðasafnsmunir eru 996 að Grenjaðarstað og 1106 í Safnahúsinu á Húsavík og alls eru í söfnunum 2100 skráðir munir og fér þeim árlega-fjölgandi. Húsavíkur- safnið hefur og að geyma náttúru- gripasafn með mörgum íslenskum fuglum, nokkur uppstoppuð dýr og þar á meðal hinn þjóðþekkta ísbjörn, sem drepinn var í Grímsey 1969. Einnig merk steina- og plötusöfn. Skjalasafnið hefur margt merkra skjala að geyma, má þar meðal ann- ars nefna bréfasafn Helga Bene- diktssonar frá Vestmannaeyjum (hann var uppalinn á Húsavík til tvítugs aldurs) en það eru 2.569 bréf. Einnig bréfasafn Theodórs Gunn- laugssonar frá Bjarmalandi, sem tel- ur 7.500 bréf. Málverkasafn með rúmlega 200 listaverkum og þar á meðal mjög merkar myndir eftir Arngrím Gíslason málara, en fá verk eru til eftir hann í landinu. Ljós- myndasafn með 4.400 ljósmyndum og 8.400 Ijósmyndafilmur teknar um og eftir aldamótin af Eiríki Þorbergs- syni og síðan Sigríði Ingvarsdóttur. í byggingu er hús, sem á að hýsa sjóminjar, sein safnið hefur þegar eignast nokkuð af og þar á meðal gamla báta og er mikill áhugi fyrir að þeirri byggingu geti lokið sem fyrst, en til þess skortir enn fé. I gestabók á Grenjaðarstað skrif- uðu 3.525 og á Húsavík 3.737. Það sem eftirtektarvert er við það að skoða gestabækurnar er að í safninu á Grenjaðarstað eru flestir gestanna á vegum ferðaskrifstofa en á Húsa- vík mikill meirihluti einstaklinga, sem áhuga hefur fyrir því sem þar er að sjá, en ferðaskrifstófurnar virð- ast ekki hafa mikinn áhuga á því að sýna söfnin á Húsavík. Góðar gjafir Safninu hlotnuðust ýmsar góðar gjafir. Þar var stærst dánargjöf Sig- ríðar Víðis Jónsdóttur 3,4 millj. kr. Áður hafði hún og maður hennar Jóhann Skaptason sýslumaður, gefið safninu stærri fjárhæðir, en Jóhann var frumkvöðull byggingu Safna- hússina á Húsavík, og óvíst er að það hefði verið risið, nema fyrir hans áhuga og framtak. Það hefur farið í vöxt að haldn- ar séu sýningar og tónleikar í Safnahúsinu og á síðasta ári voru þar 4 málverkasýningar og 6 tón- leikar. Pinnur Kristjánsson, sem hafði verið forstöðumaður Safnahússins á Húsavík í 13 ár lét af því starfi 1. ágúst sl. en við tók Guðni Halldórs- son en umsjón með byggðasafninu á Grenjaðarstað hafði maddaman Mar- grét Bóasdóttir þar til hún fluttist að Skálholti sl. haust. Formaður safnstjórnar er Halldór Kristinsson, sýslumaður. . Fréttaritari. Þjónustudeildin Morgunbiaðið/Júlíus STARFSMENN þjónustudeildar Globus hf. og Slysavarnafélagsins. F.v.: Þórarinn Guðnason, Karl Viðar Pálsson og Skúli Hjaltason. Atak gegn slys- um í landbúnaði ÁTAK stendur nú yfir til að fækka slysum í landbúnaði og stendur Slysavarnafélag íslands að því í samvinnu við Globus hf. Mörg alvarleg slys hafa orðið vegna lélegra drifskafts- hlífa og könnun sem gerð var sýndi að ástand drifskaftshlífa væri almennt lélegt. Var því ákveðið að aðstoða bændur við að koma þessum málum í lag. Átakið hófst síðastliðið sumar og var þá farið á yfir 350 bæi og bænd- um boðnar öryggishlífar til kaups en öll vinna við að setja hlífarnar á var ókeypis. Kom í ljós að margir bændur eru í vandræðum með að fá rétta gerð af öryggishlífum á tæki sín. Hlífar á öll drifsköft Á þessu sumri halda Slysavarna- félag íslands og Globus áfram með átakið og verður byrjað við Höfn í Hornafirði og haldið vestur að Mýr- dalssandi. Að því loknu verður farið til Raufarhafnar og haldið vestur eftir Norðurlandinu. Mismikil vinna er á hverjum bæ og getur þjónustu- deildin þvf ekki sagt fyrir um hvar hún verður stödd á hverjum tíma. Eru bændur hvattir til að bíða ekki eftir heimsókn heldur koma hlífum á öll drifsköft, því slysin gera ekki boð á undan sér. Ef upplýsingar skortir geta bændur haft samband við þjónustudeildina eða varahluta- deild Globus. Reykhólahreppur Sjaldan jafnmíkið um tófur ogminka Miðhúsum. í STUTTLUamtali við Samú- el Sakaríasson, bónda í Djúpadal í Gufudalssveit, sagði hann að óvenju mikið_ væri um tófur og minka þar um slóðir og hefði hann og sonur hans, Leifur, sjaldan séð eins mikið af tófuförum og í haust. í vetur og vor eru þeir feðgar búnir að veiða 16 tófur og 12 minka sem er óvenju mikið. Eftir því sem byggð strjálast þá eiga þessi dýr auðveldara með að koma upp afkværhum sínum og á vetrum er rjúpan aðalfæða refsins og silungur minksins. Hins vegar þarf refurinn mikið að éta eftir að tófan hefur grenjað sig og munn- arnir fleiri að metta. Þá er ekkert kvikt óhult sem hann ræður við^ Um þennan tíma er karlminkurinn hinn mesti skaðvaldur því að hann drepur sér til ánægju og hvar sem leið hans liggur er blóðslóð eftir hann. Æðarfuglinn er byrjaður varp hér og örnum fjölgar og við minka- leit í kringum Reykhóla sagði Tóm- as Sigurgeirsson, bóndi Mávatúni, að einum karlminki hefði verið náð og mikið er um sílamáf en hann er tiltölulega nýr landnemi hér. « - Sveinn. ' Nýr formaður kjörinn j í Reykjavíkurdeild RKI AÐALFUNDUR Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands var haldinn 5. maí sl. Arinbjörn Kolbeinsson, sem verið hefur formaður deildarinnar síðan 1979, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í hans stað var Þór Halldórsson kosinn formað- ur. Aðalstjórn deildarinnar skipa auk formanns: Jóna Han- sen, Logi Guðbrandsson, Ólafur Örn Haraldsson og Torben Friðriksson, Sigurveig H. Sigurðardóttir, Guðrún Ólafsdóttir frá Kvennadeild og Gisli Jökull Gíslason frá Ungmennadeild. Haldin voru 10 barnfóstrunám- skeið fyrir aldurshópinn 11 til 14 ára. 45 námskeið í skyndihjálp, 5 námskeið á „móttöku þyrlu á slys- stað"' og 4 námskeið í „áfalla- og stórslysahjálp". Deildin tekur á móti notuðum fötum allt árið, flokkar þau og pakkar. Nokkuð af þessum fötum er úthlutað hér á landi, en lang mestur hluti þeirra fer til útlanda. Deildin er með frystan mat í pökk- um, sem hún sendir til eldra fólks eftir pöntun. Maturinn er sendur út einu sinni í viku. Reykjavíkur- deildin tekur þátt í rekstri Rauða- krosshússins ásamt öðrum deildum innan Rauða kross Islands. Deildin rekur tvær dagvistar- stofnanir fyrir aldraða í samvinnu við SIBS og Samtök aldraðra þ.e. Múlabæ og Hlíðarbæ. Fjöldi ein- staklinga í Múlabæ á starfsárinu var 1.340 með 11.038 dagvistar- daga, en í Hlíðarbæ voru 247 ein- staklingar með 4.381 dagvistardag. Biðlistar fyrir dvöl á þessum heimil- um eru langir og er hver dvalargest- ur aðeins 2-3 daga í viku á heimil- inu. Reykjavíkurdeildin er því að undirbúa stofnun nýs heimilis fyrir Alzheimer-sjúklinga. Viðamesta starfsemi Reykjavík- urdeildar RKI eru sjúkraflutningar í Reykjavík og nágrenni, þ.e. ^, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mos- fellsbæ og á Kjalarnesi. Deildin á nú 6 sjúkrabíla, vel búna tækjum, og einnig sér deildin um rekstur á sjúkrabíl Rauðakrossdeildar Kópa- VOffS. & (Fréttatilkynning) 50,60 og 70 ára ferm- ingarbörn í heimsókn í Hafnarfjarðarkirkju SVO sem tíðkast hefur undanfar- in ár á bænadegi Þjóðkirkjunnar, sem að þessu sinni er 16. maí, munu 50,60 og 70 ára fermingar- börn heimsælga Hafnarfjarðar- kirkju. Að því loknu verður haldið kaffi- samsæti í Veitingahúsinu Skútunni, Hraunsholti 3, og fyrri kynni rifjuð upp. Þessar samverustundir hafa verið einkar ánægjulegar og blessunar- ríkar og þess er að vænta að svo verði einnig nú. Gunnþór Ingason sóknarprestur RiKissamningurinn Síbasti pöntunardagur Macintosh- tölvubunabar meb verulegum afslætti er TTD^li WT ~M Innkaupastofnun ríkisins ^fe 9 Borgartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844 j-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.